Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Blaðsíða 2
Páll Lýðsson, Litlu-Sandvík Löngun okkar allra til að deyja standandi Síðbúin grein um Guðmund Danielsson skáld sjötugan, verk hans og vettvang í lýsingu Árnessýslu árið 1839 talar Páll Melsteö sýslumaður um sýslurnar báðar, Árnes- og Rangárvallasýslur, og segir þær vera „eftir sköpulagi og nátt- úrulegum takmörkum þeirra eitt einasta stórt héraö, sem nær því er í lögun sem hálfhringur“. Mér er þessi tilvitnun ofar- lega í huga vegna þess aö ég finn á mér, að æskustöðvar Guðmundar skálds Daníelssonar í Guttormshaga eru sem næst í miöjum þessum hálfhring, Suður- landsundirlendinu mikla. En hvar ná- kvæmur miðpunktur er veit ég ekki. Kannski er það vegarbrúnin í Hvol- hreppnum, þar sem skáld okkar orti ódauölega brúardrápu sumariö 1934 og tók aö sér aö vera þjóðskáld við vígslu Markarfljótsbrúar. Eða er það kannski pytturinn botnlausi, þessi eini sanni pytt- ur þeirra Holtamanna, sem aldrei verður fylltur né fjarlægöur úr bókmenntasögu okkar? Ég veit ekki hversu nákvæmlega ég þarf aö staðfæra Guðmund Daníelsson. Hitt veit ég, að honum skein fyrst Ijós heimsins í Guttormshaga í Holtum þann 4. október 1910. Sjötíu ár hefur hann stritaö, kennt og skrifað. Og meö mjög litlum frávikum hefur hann starfað innan þessa umgetna hálfhrings, lifað þá merkilegu sögu, sem hér hefur gerst, lýst henni og fólkinu okkar í bókum sínum. Þessi hálfhringur á okkar tíö verður aldr- ei samur fyrir niðja okkar — ekkert frek- ar en Skagafjöröur Sturlungaaldar eftir lýsingu sagnaritarans Sturlu eða Skaft- 2 árþing Móðuharðindanna eftir meö- höndlun eldklerksins séra Jóns Stein- grímssonar. Mér skilst, að foreldrar Guömundar Daníelssonar, þau Daníel Daníelsson, bóndi í Guttormshaga, og Guðrún Sig- ríöur Guömundsdóttir, hafi veriö þokka- lega efnum búin og hafi því skáldiö síst liöiö skort í æsku. Ömmurnar tvær, hún Valgeröur frá Miökrika — söguamman viö rokkinn — og söngamman úr eld- húsreyknum — Guörún Siguröardóttir frá Skammbeinsstööum. Þær sáu vel fyrir hinu andlega fóöri. Sé rétt meö farið hjá Guðmundi sjálfum, að hann hafi ver- iö rekinn úr kirkjukórnum á Eyrarbakka, þá virðist uppeldi söguömmunnar hafa heppnast öllu betur. En hvaö um þaö, þaö er líka mikil músík í prósa Guð- mundar, og hann hefur oft kunnaö lista- vel aö flétta Ijóö saman viö sönglög. Förum nú fljótt yfir sögu. Tvítugur aö aldri brýst Guömundur til mennta. Leiöin lá í Laugarvatnsskóla, sem þá var ein besta menntastofnun landsins fyrir þá sem ekki hugöu á lang- skólanám. Héraösskólapróf tók Guö- mundur 1932, hélt síðan rakleitt í Kenn- araskóla íslands, þar sem hann lauk kennaraprófi vorið 1934. Kennari viö farskóla í Vestur-Húnvatnssýslu 1934—1937. Upp úr því kvæntist skáld- iö föngulegri, húnvetnskri heimasætu, Sigríöi Arinbjarnardóttur frá Vestur- hópshólum. Hefur honum ekki í annan tíma farnast betur. Börn þeirra eru þrjú: löunn, Arnheiöur Marta og Heimir, sem ég þekki öll aö góöu. Of eflaust hefur arfurinn frá söngömmunni skilaö sér vel í þennan lið. Eftir 9 góö útlegöarár, fyrst í Húna- vatnssýslunni og síðar viö skólastjórn á Suöureyri við Súgandafjörð, barst Guö- mundur Daníelsson aftur inn fyrir hálf- hringinn. Hann varö skólastjóri Barna- skólans á Eyrarbakka 1943—1968, síð- an kennari viö Gagnfræöaskólann á Sel- fossi til vors 1980. Nú eftirlaunamaður — og heiðurslaunaskáld — búsettur aö Þórsmörk 2 á Selfossi. Þetta er ytri umgeröin og gæti vel ver- iö svona eingöngu: boröa, vinna, sofa. Auövitaö er þaö einmitt þetta sem viö gerum öll — og svo mismunandi mikið meira. Guömundur var eitt sinn á ferö fyrir noröan aö vitja fyrsta kennarastóls síns. Skúli Guðmundsson alþingismaöur varö þá á vegi hans. Hann mælti, þegar Guömundur kynnti sig: „Guömundur Daníelsson? Já, og ert skáld — og ert skáld og kennari." Þá svaraði Guðmundur í styttingi meö þeim oröum sem urðu síðan fleyg um allt Húnaþing: „Já, skáld og kennari, og ef til vill fleira.“ Ég ætla mér ekki þá dul aö fjalla af neinni yfirsýn né viti um skáldskap Guö- mundar Daníelssonar. Bókmenntafræö- ingar hafa skipað honum í stúku ein- hvers staöar til hægri þjóöfélagslega séö. Róttækir höfundar töldu hann á ár- um áöur hálfgerðan „útigang af láglend- inu“ hér syöra, en íhaldssamir bók- menntamenn og formfastari töldu hann heldur ekki í sínum hópi. Til þessa var hann of „heitur" rithöfundur, andstæður verka hans of snarpar. Ég ætla því aö reyna að meta Guö- mund hér stuttlega út frá minni eigin einföldu sannfæringu, tjá þaö hvernig hann birtist mér í bókum sínum og hvaö mér sjálfum fannst ofaná í verkum hans. Fyrstu bók hans, kvæðasafniö Ég heilsa þér, 1933, hefi ég ekki lesið og mun ekki dæma neitt um Ijóöagerðina nema þaö, aö Guömundur kom mér þægilega á óvart meö þýðingum sínum í fyrra á Ijóö- um norska skáldsins Jul Haganæs, Þak- rennan syngur. Frægur veröur Guömundur fyrst með þjóö sinni fyrir bókina „Bræöurnir í Grashaga". Þá bók skrifaði skáldiö mest undir beru lofti á ýmsum vegarköntum í Rangárvallasýslu sumariö 1934, og fékkst sú bók útgefin haustiö 1935. Skemmst er frá aö segja, aö mér finnst „Bræöurnir í Grashaga“ enn meö bestu og ferskustu bókum Guðmundar. Hún er sunnlensk örlagasaga, þar sem andstæöur togast á í líki tveggja bræðra. Sunnlenskt sveitaandrúmsloft blandar svo atburöavefinn og mæögur koma á þann hátt inn í líf bræöranna, aö úr verður uppgjör — og sá hægláti og kerfisbundni tapar. Framhald sögunnar, „llmur daganna", kom út 1936, en hvorki finnst mér höfundurinn hafa breyst né batnað viö þaö verk. Þaö væri og aö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.