Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Blaðsíða 13
gott var. Hann gat hlaupiö hraöar en nokk- ur annar drengur í bekknum. Gufan af andardrætti hans stóð út úr munninum eins og reykurinn úr löngu pip- unni hans pabba. Hann saug upp inefiö og skipti aftur um hönd á körfunni. Svo gaf hann sér tíma til aö þurrka sér um nefiö á peysuerminni. Nú var skógurinn ekki leng- ur eins og neitt fjall og hann gat séö reyk- inn úr reykháfnum á húsinu. Hann heyrói líka axarhögg, faöir hans var aö fella tré. Landeigandinn merkti sjálfur hin dauöa- dæmdu tré. Svo stóou þau þarna og vissu ekkí neitt þar til þau fundu öxina fara gegn- um stofninn. Fram að þeirri stundu líktust þau öllum öðrum trjám og héldu að þau mundu standa þarna i það óendanlega og blakta í vindinum, skjóta nýjum sprotum á vorin og missa svo allt þegar kuldinn kom, svo að vesalings ikornarnir sáust langa leið. Hann kenndi í brjóst um þessi tré, en tré finna vist ekki neitt til, sagði móðir hans. Litlu ikornarnir vissu ekki heldur að átti að skjóta þá, og þaö var ekkert sárt að fá kúlu í hjartað. Aðeins veiðiþjófarnir voru vondir afþvi að þeir hittu oft illa og létu svo dýrin liggja og þjást þar til faöir hans fann þau. Faðir hans elskaöi dýr, þau áttu þrjá veiðihunda og einn smáhund sem bráðum átti að skjóta, afþvíað hann varað fara úr hárum og litli bróðir fékk hósta af öllu þessu hundahári. Það hafði læknirinn sagt. John þótti annars mjög vænt um þennan hund. Það var engin smáræðistruflun sem sá litli hafði í för með sér. Um miðja nótt var maður vakinn at þvi að hann grenjaði svo mikiö, og jafnvel þegar John setti nýtt hraðamet á leiðinni frá bakaranum eða heim úr skóla, henti það að móðir hans gleymdi að hrósa honum. i vonbrigöum sinum vakti hann þá sjálfur athygli á þessu: I dag var ég bara tíu mínútur, mamma. — Þá leit hún snöggvast til hans og sagði: Ó, drottinn minn, þú ert svei mér duglegastur af öllum, hyað gætum viö gert án þín? En þaö var ekki sami gamli galsinn yfir þvi. Án þess að hugsa út iþað, hægði dreng- urinn á sér síöasta spölinn. Mjólkin gutlaði í flöskunni. Það er ótrúlegt hvað þessl kút- ur getur svolgrað i sig, sagði móðirin þegar barnið lá við brjóstið. I allt öðrum tón en þegar þau sögðu (það var nú aðallega fað- irinn): hvaö þessi strákur getur borðað, hann étur okkur út á gaddinn. En þá var það John sem hann átti við. Og maturinn stóð fastur í hálsinum á honum og roði hljóp fram i kinnarnar. Þá hló móðirin og klappaði á kollinn á honum: Bara að hann geti stækkað aó sama skapi, sagði hún vingjarnlega. Og faðirinn hafðiþá sem sagt ekki meint neitt illt méO þessu. Og þól Hann stökk upp á snjódyngju í vegar- kantinum og renndi sér niöur, svo upp á næstu. Hann hló aö þessum litla leik og gleymdi þvi aö hann var störfum hlaöinn. Heima lá mamma veik vegna litla bróöur, innan skamms kom pabbi heim úr skógin- um og þurfti sjálfur aö matreiöa meOan John lagöi á borO. Þaö var svo undarlegt aö boröa meó honum einum. Þegar hann var i góðu skapi stríddi hann drengnum. Jæja, John framtönn, sagöi hann, hefurþér HOiö vel í dag? Hann haföi misst tvær fram- tennur og pabbi hans fullyrti aö þær kæmu aldrei aftur. Þvaður, sagði móðir hans gremjulega, barniö gæti haldiö að þetta væri sattl Ó, mamma hans. Svo mjúk, svo hlý, svo góð. Síðasta spölinn hljóp tiann aftur, fram hjá dælunni sem liktist kvefuðum gömlum manni þar sem hún var dúðuö druslum svo hún frysi ekki og húsagarðinum þar sem hlaði af eldiviði stóð og beið þess að verða stungiO í ofninn. Hann hafOi tekiO þátt í aö hlaöa þessu brcnni í sumar. Hann haföi leikið að eldiviðarbútarnir væru hermenn og vildi helst raOa þeim öllum upp á end- ann, í reglulegar fylkingar. Vinnan var leik- ur hans, og leikur hans var vinna. Allt gekk þannig vel þar til litli bróOir kom. Þá voru blautu bleiurnar sjóræningjaflögg, en hann var þreyttur litill sjóræningi sem hafði of marga óvini að fást viO. Og sá litli var prins sem eitt sinn átti aö erfa kóngsriki. John var þræll hans sem hann leitaOi alltaf ráöa hjá i mikilvægum málum. SpyrjiO þræl minn, mundi hann segja, hann hefur séð um pelann minn svo að hann á að ákveða allt. Hann lyrti klinkunni á hurðinni og gekk inn í eldhúsið. Svo setti hann kðrfuna á eldavélina og stóð stundarkorn og lagði við hlustir að stofunni. ÞaOan heyrOist kven- rödd önnur en móöur hans. Þær höfOu ekki heyrt hann koma. Hann heyröi aö þaö var nágrannakona þeirra, frú Petersen, sem oft kom inn og fékk bolla af kaffi. nJá, en eruö þér ekki himinllfandi yfir þvi aö þaö skyldi loks heppnast?" Hvað hafði heppnast? ÞaO var Ijótt aö hlusta, en þetta var svo spennandi. „Hvort viö erum, og þér spyrjiO um þaO, eftir öll þessi ár."- „Þetta hefðuð þér bara þurft að vita þegar þér tókuð John að yöurl" Það var kvörtunarhreimur í röddinni og drengurinn stirðnaði upp við að heyca nafn sitt nefnt. „Ja," sagöi móðir hans hikandi, „þess höfum við aldrei iðrast, hann er líka svo góður og duglegur drengur." „Já, gagn hafið þér af honum." Það var eitthvað i röddinni sem olli nag- andi sársauka innst inni í drengnum. „Nú, frú Petersen, honum er svei mér ekki ofþjakað, og hann er aldrei ánægðari en þegar hann getur hjálpað okkur eitt- hvað." Nú var mamma móOguO, og John langaOi til aO þjóta inn i stofu og halda meó mömmu. Hann ætlaOi aO fara á fætur ínótt þegar sá litli gréti, svo aö mamma gæti legið áfram, hann ætlaði — „GuO hjálpi mér, stendur þú þarna John.^. Frú Petersen batt á sig klútinn og horföi tortryggin á hann. HafOi hann heyrt eitt- hvaO? Hann var nú ekki eins laglegur og sá litli þarna inni, fannst henni, svona börn veittu aldrei þá sönnu gleði, en hann strit- aöi eins og hestur daglnn út og daginn inn meOan önnur börn léku sér. Allir töluöu um þaO og hneyksluOust á þvi en fannst það innst inni ekki nema sanngjarnt. Drengurinn beygði sig og var hræddur um að hún tæki i höndina á sér. Hendur hennar voru slyttulegar og illa þefjandi af uppváski og öðru sulli. Þær minntu hann á dauðu dýrin á eldhúsborðinu, ikornann og skógarmúsina sem faðirhans fékk peninga fyrir að drepa, og stundum lítið rádýr með blið, stirðnuð augu og útstandandi fætur eins og þeir gætu ekki náð sér eftir þá undrun sina yfir þvi að allt skyldi vera horf- ið um aldur og ævi. Að vera skotinn er bara eins og að sofna, sagði móöir hans sem eitt sinn hafði kennt í brjósti um þessi smá- dýr. Frú Petersen fór og drengurinn flýtti sér inn istofuna. Móðirin lá á legubekknum og Tove ásamt Halfdan Kasmussen við útdeilingu á bókmennaverðlaunum bókaverzlana, 1956. henni. En hann vildi gjarnan heyra meira hrós um sjálfan sig. „Nei, auðvitað," sagöi hin röddin íhækk- andi tón, „og Guð veit hvaö orðið hefði um það barn ef ykkar heföi ekki notiO við. Er hann ekki þakklátur? Ja, hann veit þetta vel, er það ekki?" „ Vist er hann þakklátur," sagði mamma stútt, og frammi við eldhúsdyr stóð John og var samhuga og þakklátur svo að augun ætluðu út úr honum, „og auövitað höfum við sagt honum það, slikt fá börn hvort sem er að vita fyrr eóa siðar, og manninum mínum fannst það vera best." Hann tók af sér vettlingana og hlustaðl ekki meira. Hann hafðl akafan hjartslátt. Hann haföi ekki hlaupiO nógu hratt, hann var ekki nógu þakklátur. Hann var ekki eins og regluleg börn. Hann var „pelabarn". Slæm samviska magnaöist íhonum eins og þung, seig leöja. Hann ætlaöi aö kveikja upp i eldavélinni, áöur en pabbi kæmi heim. Hann ætlaOi aO útbúa pelann handa litla bróOur og hræra egg meö sykri handa virtist þreytt, með lokuð augu. Sá litlisvafi vöggunni við ofninn. „Var ég ekki fljótur?" spurði hann var- lega. Hún opnaði hægt augun: „Ó, ert það þú," sagði hún, „þú ert sann- arlega duglegur drengur." Svo hallaOi hún sér aftur. Fyrir utan heyrOi drengurinn föO- ur sinn sparka af sér tréskónum og hund- arnir hlupu geltandi til dyra. Hann stóö og horföi á móöur s/'na opnum munni. Hann ætlaöi aO vera ennþá duglegri og hlaupa ennþá hraöar. Hann vissi aö hann stóó ískuld viö mannkyniö en greiddi hana með afborgunum af litlum efnum. Bara aO ég væri bráöum oröinn stór, hugsaöi hann og varö syfjaöur af hit- anum i stofunni. Dapur læddist hann tram hjá fööur sínum i litlu forstofunni og fram í eldhúsiö. Faöir hans heilsaöi honum ekki, máski sá hann hann alls ekki. „Hvernig líöur litla kút?" kallaöi hann. „Suss," hvíslaOi móOirin bliOlega, „hann sefur." Svo fór drengurinn aO kveikja upp ielda- vélinni. Kaldir járnhringirnir brenndu sem eldur lopna fingur hans. Þegar þaö sýndi sig, aö hinir þá helst til greiöviknu læknar í Kaupmannahöfn voru alvarleg hætta fyrir heilsu mína, keyptum við hús í Birkerod. Viö fengum lánaöa pen- inga fyrir útborguninni hjá útgefanda mín- um, en hann reiknaöi sér sannarlega okurvexti. Hann geröi sér vist ekki lengur miklar vonir um hagnaö af bókum mínum. Árið 1949 hafði hann gefið út snotra útgáfu af ástarljóðum mínurn, og þó aö sú útgáfa seldist vel var hún ekki sérlega heppileg af því aö hún geröi aö engu endurútgáfu upp- haflegu Ijóöasafnanna. Ég geröi mér þess ekki grein þá og yfirleitt hef ég aldrei haft vit á aö breyta gáfum mínum i beinharöa peninga. Fyrstu árin vorum við fátæk þó aö Victor hefði um tíma ekki færri en fjórar stööur til aö geta staöiö undir erfiöum af- borgunum. En viö kunnum aö spara því aö Victor var líka frá fátæku heimili þar sem þurft haföi aö velta við hverjum fimmeyring áöur en hann var látinn af hendi. Þaö styrkti einnig samheldni okkar aö uppruni okkar var hinn sami. Þar að auki var ég barnslega stolt af því aö vera orðin aftur „venjuleg manneskja" eftir þessi ofsalegu hliðarstökk mín. Svo var ég hvött til aö skrifa útvarps- sögu, og þó aö þaö hentaöi mér ekki aö skrifa eftir pöntun, hafði ég ekki ráð á að neita því. Mér fannst lika ósanngjarnt aö láta Victor til langframa næstum einan um að sjá fyrir tveimur börnum sem hann var ekki faðir að. Mér fannst lika ósanngjarnt aö taka viö peningum til þess frá mönnum sem ég haföi yfirgefiö. Ég kærði mig koll- ótta um hver væru væntanlega réttindi mín lögum samkvæmt. Útvarpssaga mín kom til meö aö heita „Við höfum aöeins hvort annaö". Hún kom út í bókarformi 1954, næstum samtímis og yngsti sonur minn fæddist. Þá voru hin 12 og 8 ára, svo hann kom sem maður segir „meö seinni skipun- um". En viö höföum alla tíð óskað þess að eignast barn saman. j þessari stuttu skáldsögu tókst mér ( fyrsta sinn aö lýsa karlmanni, þar aö auki aðalpersónu sögunnar, sem sæmilega lif- andi manneskju. Efniö í hann fékk ég í frásögnum Victors af fortíð sinni. Allt ást- fangiö fólk segir hvert ööru af fortíð sinni, en hann haföi lag á aö gera frásögn sína svo lifandi aö fortíö hans eins og samlag- aöist hugarheimi mínum og blandaöist á furöulegan hátt minni eigin fortið. Einhvern veginn haföi ég aldrei skynjaö fyrri eigin- menn mína öðruvísi en sem leiftur frá þokuhjúpaöri plánetu í fjarska. Þó aö ég, eftir að æöisgengin ást okkar var farin að réna eins og hver annar sjúkdómur, héldi samt áfram að kanna skapgerð Victors af enn meiri atorku en mína eigin, var þaö ekki vegna þess aö ég væri vísvitandi aö safna efni til aö nota síöar í bókmennta- verk. Þaö var mér aöeins nauösyn á sama hátt og ég haföi eitt sinn reynt að finna ástæöuna fyrir geöbrigöum móður minnar í þeirri eilífu von, þó árangurslaust reyndist, aö losna viö óþægilegustu afleiöingar , þeirra. Þau líktust hvort ööru alveg ótrúlega, þessar tvær manneskjur, sem höföu og áttu eftir að hafa svo mikil áhrif á líf mitt og þar meö ritstörf mín. Yfir þeim báðum var eitthvaö ástríöuþrungiö og óheillavænlegt sem var vel til þess falliö aö hræða börn og ístööulítiö fólk. Þaö lá í eðli þeirra án þess að þau vissu af því. Sameiginlegt með þeim var einnig aö þau skorti sjálfsstjórn. Þau gátu í andartaks æsingi sagt skelfilegustu hluti við aöra og í næstu ándrá gleymt því algerlega. Þetta var fremur af (algerum) skilningsskorti en af mannvonsku. Þetta var einkum áberandi hjá Victor því aö hann var annars vel greindur. Ég tala um hann í þátíð þó að hann — svona til tilbreytingar — sé ennþá lifandi. Viö skildum eftir tutt- ugu og eins árs hjónaband, sem mörg síö- ustu árin var sannkallaö helvíti. Engu síöur hef ég aldrei iðrast þess. Við áttum 7—8 hamingjurík ár í Birkerod, þar sem við lifð- um etnangruö með börnunum eins og á eyðiey. Frh. á bls. 15. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.