Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Side 13
gott var. Hann gat hlaupiö hraöar en nokk-
ur annar drengur í bekknum.
Gufan af andardrætti hans stóö út úr
munninum eins og reykurinn úr löngu pip-
unni hans pabba. Hann saug upp i nefiö og
skipti aftur um hönd á körfunni. Svo gaf
hann sér tíma til aö þurrka sér um nefið á
peysuerminni. Nú var skógurinn ekki leng-
ur eins og neitt fjall og hann gat séð reyk-
inn úr reykháfnum á húsinu. Hann heyröi
líka axarhögg, faöir hans var aö fella tré.
Landeigandinn merkti sjálfur hin dauöa-
dæmdu tré. Svo stóðu þau þarna og vissu
ekki neitt þar til þau fundu öxina fara gegn-
um stofninn. Fram að þeirri stundu líktust
þau öllum öörum trjám og héldu aö þau
mundu standa þarna i þaö óendanlega og
blakta i vindinum, skjóta nýjum sprotum á
vorin og missa svo allt þegar kuldinn kom,
svo aö vesalings íkornarnir sáust langa
leið. Hann kenndi í brjóst um þessi tré, en
tré finna víst ekki neitt til, sagöi móöir
hans. Litlu íkornarnir vissu ekki heldur aö
átti aö skjóta þá, og þaö var ekkert sárt aö
fá kúlu í hjartaö. Aöeins veiöiþjófarnir voru
vondir af þvi aö þeir hittu oft illa og létu svo
dýrin liggja og þjást þar til faðir hans fann
þau. Faöir hans elskaði dýr, þau áttu þrjá
veiðihunda og einn smáhund sem bráðum
átti að skjóta, afþvi aö hann var aö fara úr
hárum og litli bróöir fékk hósta af öllu
þessu hundahári. Það haföi læknirinn sagt.
John þótti annars mjög vænt um þennan
hund.
Það var engin smáræðistruflun sem sá
litli hafði í för meö sér. Um miöja nótt var
maður vakinn af þvi að hann grenjaöi svo
mikið, og jafnvel þegar John setti nýtt
hraðamet á leiðinni frá bakaranum eöa
heim úr skóla, henti það aö móöir hans
gleymdi aö hrósa honum. I vonbrigöum
sínum vakti hann þá sjálfur athygli á þessu:
i dag var ég bara tíu minútur, mamma. —
Þá leit hún snöggvast til hans og sagöi: Ó,
drottinn minn, þú ert svei mér duglegastur
af öllum, hvað gætum viö gert án þín? En
þaö var ekki sami gamli galsinn yfir þvi.
Án þess aö hugsa út í þaö, hægöi dreng-
urinn á sér síöasta spölinn. Mjólkin gutlaði
i flöskunni. Þaö er ótrúlegt hvaö þessi kút-
ur getur svolgraö í sig, sagöi móöirin þegar
barnið lá viö brjóstið. í allt öörum tón en
þegar þau sögðu (þaö var nú aðallega faö-
irinnj: hvað þessi strákur getur boröaö,
hann étur okkur út á gaddinn. En þá var
það John sem hann átti við. Og maturinn
stóö fastur í hálsinum á honum og roöi
hljóp fram í kinnarnar. Þá hló móöirin og
klappaði á kollinn á honum: Bara aö hann
geti stækkaö aö sama skapi, sagöi hún
vingjarnlega. Og faöirinn hafði þá sem sagt
ekki meint neitt illt méö þessu. Og þó!
Hann stökk upp á snjódyngju í vegar-
kantinum og renndi sér niöur, svo upp á
næstu. Hann hló aö þessum litla leik og
gleymdi því aö hann var störfum hlaöinn.
Heima lá mamma veik vegna litla bróöur,
innan skamms kom pabbi heim úr skógin-
um og þurfti sjálfur að matreiöa meöan
John lagöi á borö. Þaö var svo undarlegt
að boröa meö honum einum. Þegar hann
var i góöu skapi stnddi hann drengnum.
Jæja, John framtönn, sagöi hann, hefurþér
liöiö vel i dag? Hann haföi misst tvær fram-
tennur og pabbi hans fullyrti aö þær kæmu
aldrei aftur. Þvaöur, sagöi móöir hans
gremjulega, barniö gæti haldiö aö þetta
væri satt! Ó, mamma hans. Svo mjúk, svo
hlý, svo góö.
Siöasta spölinn hljóp hann aftur, fram
hjá dælunni sem liktist kvefuðum gömlum
manni þar sem hún var dúöuö druslum svo
hún frysi ekki og húsagaröinum þar sem
hlaði af eldiviöi stóð og beiö þess aö veröa
stungiö í ofninn. Hann haföi tekið þátt í aö
hlaöa þessu brenni i sumar. Hann haföi
leikið aö eldiviöarbútarnir væru hermenn
og vildi helst raða þeim öllum upp á end-
ann, i reglulegar fylkingar. Vinnan var leik-
ur hans, og leikur hans var vinna. Allt gekk
þannig vel þar til litli bróðir kom. Þá voru
blautu bleiurnar sjóræningjaflögg, en hann
var þreyttur lítill sjóræningi sem haföi of
marga óvini aö fást viö. Og sá litli var prins
sem eitt sinn átti aö erfa kóngsriki. John
var þræll hans sem hann leitaöi alltaf ráöa
hjá í mikilvægum málum. Spyrjiö þræl
minn, mundi hann segja, hann hefur séð
um pelann minn svo að hann á aö ákveða
allt.
Hann lyfti klinkunni á hurðinni og gekk
inn í eldhúsið. Svo setti hann körfuna á
eldavélina og stóð stundarkorn og lagði viö
hlustir aö stofunni. Þaöan heyröist kven-
rödd önnur en móður hans. Þær höföu ekki
heyrt hann koma. Hann heyröi aö þaö var
nágrannakona þeirra, frú Petersen, sem oft
kom inn og fékk bolla af kaffi.
„Já, en eruö þér ekki himinlifandi yfir því
aö þaö skyldi loks heppnast?“ Hvaö haföi
heppnast? Það var Ijótt að hlusta, en þetta
var svo spennandi.
„Hvort viö erum, og þér spyrjiö um þaö,
eftir öll þessi ár. “
„Þetta heföuö þér bara þurft aö vita
þegar þér tókuð John aö yöur!“ Það var
kvörtunarhreimur í röddinni og drengurinn
stirönaöi upp viö að heyra nafn sitt nefnt.
„Ja,“ sagöi móöir hans hikandi, „þess
höfum viö aldrei iörast, hann er líka svo
góöur og duglegur drengur. “
„Já, gagn hafið þér af honum. “
Þaö var eitthvað í röddinni sem olli nag-
andi sársauka innst inni í drengnum.
„Nú, frú Petersen, honum er svei mér
ekki ofþjakaö, og hann er aldrei ánægöari
en þegar hann getur hjálpaö okkur eitt-
hvað.“ Nú var mamma móðguð, og John
langaöi til aö þjóta inn í stofu og halda meö
henni. En hann vildi gjarnan heyra meira
hrós um sjálfan sig.
„Nei, auðvitaö, “ sagöi hin röddin i hækk-
andi tón, „og Guö veit hvaö oröiö hefði um
þaö barn ef ykkar heföi ekki notiö viö. Er
hann ekki þakklátur? Ja, hann veit þetta
vel, er þaö ekki?“
„ Vist er hann þakklátur, “ sagði mamma
stutt, og frammi við eldhúsdyr stóö John
og var samhuga og þakklátur svo aö augun
ætluðu út úr honum, „og auövitað höfum
viö sagt honum þaö, slíkt fá börn hvort
sem er aö vita fyrr eöa síöar, og manninum
mínum fannst þaö vera best. “
Hann tók af sér vettlingana og hlustaöi
ekki meira. Hann haföi ákafan hjartslátt.
Hann haföi ekki hlaupiö nógu hratt, hann
var ekki nógu þakklátur. Hann var ekki eins
og regluleg börn. Hann var „pelabarn“.
Slæm samviska magnaöist i honum eins og
þung, seig leöja. Hann ætlaöi aö kveikja
upp i eldavélinni, áður en pabbi kæmi
heim. Hann ætlaöi að útbúa pelann handa
litla bróður og hræra egg með sykri handa
mömmu. Hann ætlaöi aö fara á fætur í nótt
þegar sá litli gréti, svo aö mamma gæti
legiö áfram, hann ætlaöi —
„Guö hjálpi mér, stendur þú þarna
John.^_
Frú Petersen batt á sig klútinn og horföi
tortryggin á hann. Haföi hann heyrt eitt-
hvað? Hann var nú ekki eins laglegur og sá
litli þarna inni, fannst henni, svona börn
veittu aldrei þá sönnu gleöi, en hann strit-
aöi eins og hestur daginn út og daginn inn
meðan önnur börn léku sér. Allir töluöu um
þaö og hneyksluöust á þvi en fannst þaö
innst inni ekki nema sanngjarnt.
Drengurinn beygði sig og var hræddur
um aö hún tæki i höndina á sér. Hendur
hennar voru slyttulegar og illa þefjandi af
uppvaski og ööru sulli. Þær minntu hann á
dauöu dýrin á eldhúsboröinu, íkornann og
skógarmúsina sem faöir hans fékk peninga
fyrir aö drepa, og stundum lítið rádýr meö
blíö, stirðnuö augu og útstandandi fætur
eins og þeir gætu ekki náö sér eftir þá
undrun sina yfir því aö allt skyldi vera horf-
ið um aldur og ævi. Aö vera skotinn er bara
eins og að sofna, sagði móöir hans sem
eitt sinn haföi kennt i brjósti um þessi smá-
dýr.
Frú Petersen fór og drengurinn flýtti sér
inn i stofuna. Móðirin lá á legubekknum og
virtist þreytt, meö lokuö augu. Sá litli svafi
vöggunni viö ofninn.
„Var ég ekki fljótur?“ spuröi hann var-
lega.
Hún opnaöi hægt augun:
„Ó, ert það þú, “ sagöi hún, „þú ert sann-
arlega duglegur drengur. “ Svo hallaði hún
sér aftur. Fyrir utan heyröi drengurinn föö-
ur sinn sparka af sér tréskónum og hund-
arnir hlupu geltandi til dyra.
Hann stóö og horföi á móöur sína
opnum munni. Hann ætlaði aö vera ennþá
duglegri og hlaupa ennþá hraöar. Hann
vissi að hann stóö í skuld viö mannkyniö en
greiddi hana meö afborgunum af litlum
efnum. Bara að ég væri bráöum oröinn
stór, hugsaöi hann og varö syfjaöur af hit-
anum í stofunni. Dapur læddist hann fram
hjá fööur sínum i litlu forstofunni og fram i
eldhúsiö. Faöir hans heilsaði honum ekki,
máski sá hann hann alls ekki.
„Hvernig líður litla kút?“ kallaði hann.
„Suss,“ hvislaöi móðirin bliölega, „hann
sefur. “
Svo fór drengurinn aö kveikja upp i elda-
vélinni. Kaldir járnhringirnir brenndu sem
eldur lopna fingur hans.
Þegar þaö sýndi sig, að hinir þá helst til
greiöviknu læknar í Kaugmannahöfn voru
alvarleg hætta fyrir heilsu mína, keyptum
viö hús í Birkerod. Viö fengum lánaöa pen-
inga fyrir útborguninni hjá útgefanda mín-
um, en hann reiknaöi sér sannarlega
okurvexti. Hann geröi sér víst ekki lengur
miklar vonir um hagnaö af bókum mínum.
Áriö 1949 hafði hann gefið út snotra útgáfu
af ástarljóöum mínum, og þó aö sú útgáfa
seldist vel var hún ekki sérlega heppileg af
því aö hún gerði aö engu endurútgáfu upp-
haflegu Ijóðasafnanna. Ég geröi mér þess
ekki grein þá og yfirleitt hef ég aldrei haft
vit á aö breyta gáfum mínum í beinharöa
peninga. Fyrstu árin vorum við fátæk þó aö
Victor heföi um tíma ekki færri en fjórar
stööur til aö geta staöiö undir erfiöum af-
borgunum. En viö kunnum aö spara því aö
Victor var líka frá fátæku heimili þar sem
þurft haföi aö velta viö hverjum fimmeyring
áöur en hann var látinn af hendi. Þaö
styrkti einnig samheldni okkar aö uppruni
okkar var hinn sami. Þar aö auki var ég
barnslega stolt af því að vera orðin aftur
„venjuleg manneskja" eftir þessi ofsalegu
hliðarstökk mín.
Svo var ég hvött til að skrifa útvarps-
sögu, og þó aö þaö hentaöi mér ekki aö
skrifa eftir pöntun, haföi ég ekki ráö á aö
neita því. Mér fannst líka ósanngjarnt aö
láta Victor til langframa næstum einan um
aö sjá fyrir tveimur börnum sem hann var
ekki faöir aö. Mér fannst líka ósanngjarnt
aö taka við peningum til þess frá mönnum
sem ég haföi yfirgefiö. Ég kæröi mig koll-
ótta um hver væru væntanlega réttindi mín
lögum samkvæmt. Útvarpssaga mín kom
til meö að heita „Viö höfum aöeins hvort
annað“. Hún kom út í bókarformi 1954,
næstum samtímis og yngsti sonur minn
fæddist. Þá voru hin 12 og 8 ára, svo hann
kom sem maöur segir „meö seinni skipun-
um“. En við höföum alla tíö óskaö þess aö
eignast barn saman.
I þessari stuttu skáldsögu tókst mér í
fyrsta sinn aö lýsa karlmanni, þar aö auki
aöalpersónu sögunnar, sem sæmilega lif-
andi manneskju. Efniö í hann fékk ég í
frásögnum Victors af fortíð sinni. Allt ást-
fangiö fólk segir hvert ööru af fortíð sinni,
en hann haföi lag á aö gera frásögn sína
svo lifandi aö fortíö hans eins og samlag-
aðist hugarheimi mínum og blandaöist á
furöulegan hátt minni eigin fortíð. Einhvern
veginn haföi ég aldrei skynjað fyrri eigin-
menn mína öðruvísi en sem leiftur frá
þokuhjúpaöri plánetu í fjarska. Þó aö ég,
eftir aö æðisgengin ást okkar var farin aö
réna eins og hver annar sjúkdómur, héldi
samt áfram aö kanna skapgerö Victors af
enn meiri atorku en mína eigin, var þaö
ekki vegna þess aö ég væri vísvitandi aö
safna efni til aö nota siðar i bókmennta-
verk. Þaö var mér aöeins nauðsyn á sama
hátt og ég haföi eitt sinn reynt aö finna
ástæöuna fyrir geðbrigðum móöur minnar
í þeirri eilífu von, þó árangurslaust reyndist,
aö losna viö óþægilegustu afleiöingar
þeirra.
Þau líktust hvort ööru alveg ótrúlega,
þessar tvær manneskjur, sem höföu og
áttu eftir aö hafa svo mikil áhrif á iíf mitt og
þar með ritstörf mín. Yfir þeim báöum var
eitthvaö ástríðuþrungið og óheillavænlegt
sem var vel til þess fallið aö hræða börn og
ístöðulítiö fólk. Þaö lá í eðli þeirra án þess
aö þau vissu af því. Sameiginlegt meö þeim
var einnig aö þau skorti sjálfsstjórn. Þau
gátu í andartaks æsingi sagt skelfilegustu
hluti viö aöra og í næstu ándrá gleymt því
algerlega. Þetta var fremur af (algerum)
skilningsskorti en af mannvonsku. Þetta
var einkum áberandi hjá Victor því aö hann
var annars vel greindur. Ég tala um hann í
þátíö þó aö hann — svona til tilbreytingar
— sé ennþá lifandi. Viö skildum eftir tutt-
ugu og eins árs hjónaband, sem mörg síö-
ustu árin var sannkallað helvíti. Engu síöur
hef ég aldrei iðrast þess. Viö áttum 7—8
hamingjurík ár í Birkerod, þar sem viö lifð-
um einangruð meö börnunum eins og á
eyöiey.
Frh. á bls. 15.
Tove ásamt Halfdan Rasmussen við útdeilingu á bókmennaverðlaunum
bókaverzlana, 1956.
13