Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Blaðsíða 6
L 6 Lík eiga að liggja kyrr Af íslenzkum náttúrufyrirbærum er Geysir í Haukadal óefað langsamlega frægastur. Svo rækilega hefur hann komizt á blaö, aö frægð hans lifir ennþá meðal erlendra þjóóa, enda þótt alvöru Geysisgos hafi ekki sést, þar tíl nú, frá því á fjóröa áratugnum. Þá varð þaö Ijóst Trausta Einarssyni jarðfræðingi, að hverinn var að kæfa sjálfan sig, vegna þess að kísill úr vatninu hleðst í sífellu upp í kringum hveraskálina. Þeir Trausti og Jón yngri frá Laug brutu þá Kólumbusar- eggið — að vísu með nokkuð frum- stæðum hættí: afrennslisskurði, sem lækkaði yfirborð hversins. Geysir tók þá að gjósa á nýjan leik eftír að hafa legið í dvala, en ég man eftír því, ung- ur drengur í næsta nágrenni, að Geysir var dyntóttur og lét hátígnir og fyrirmenn bíða langtímum eftír gosi. En tíminn og kísillinn lögðust á eitt um að hlaða í þessa rauf og síðustu áratugina hefur mátt segja, að Geysir væri búinn að kæfa sjálfan sig á nýjan leik án þess að nokkuð væri gert í málinu. Geysir var nár. Eftír að hafa séð Strokk skvetta úr sér taktföstum og snortum skvettum, gátu lands- menn og túristar labbað upp á hólinn til að sjá líkið. Þetta þóttí með ein- dæmum fallegt lík, svona líka slétt. Ríkið hafði eignast Geysi með gjöf Sigurðar Jónassonar 1935 og 1953 var Geysisnefnd skipuð og hefur hún síð- an átt að líta til með líkinu. ínefndinni hafa verið gegnir menn, sumir úr Kanselíinu og þeir hafa gætt þess að gera ekki neitt tíl að raska ró hins látna, en girt dulitía girðingu í kring. Minnisvarða hafði þó enn ekki verið komið upp: Hér hvílir, o.s.frv... Þá skeði þessi voðalegi hlutur. Heimamenn laumuðust að líkinu í húmi síðsumarnæturinnar og blésu lífsanda í nasir þess. Gamalkunnir dynkir heyrðust, djúpt úrjörð og enn á ný bar þessa makalausu gossúlu viðefstu eggjar Bjarnarfellsins. Á umliðnum mánuðum hefur Geys- ir margsinnis gosið af sjálfsdáðum og stórgos eru framkölluð með sápu, líkt og gert var hér áður fyrr. En fregnin um að líkið væri komið á lappir, var lengi að berast í Kansellíið. Fyrst í janúarmánuði hrukku gæzlumennirn- ir upp með andfælum og hrópuðu: Náttúruspjöll, náttúruspjöll, heims- hneyksli. Kansellíið kærði til sýslu- manns og rannsóknarlögregla Stóra bróður var send á stadinn. Síöan er glæpnum að sjálfsögðu vísað til sak- sóknara; annaðhvort væri nú. Allt varþetta fjaðrafok dálítið bros- legt; rúmlega þrír mánuðir liðnir frá aðgerðinni og þar tíl kerfið fór ígang. Nú töluðu menn eins og sá sem valdið hefur: Jú, við höfum alltaf vitað það, að auðvelt væri að fá hverinn tíl að gjósa með því að dýpka raufina; seiseijú, mikil ósköp — En það var aldrei á dagskrá, ekki heldur að bora lárétt með nútíma bortækni og hefði ekkert „heimshneyksli" orðið afþví. Þótt Geysir gamli væri búinn að kæfa sig með kísilmyndun, þá áttu menn bara að bíða eftír næsta stóra Suðurlandsskjálfta og höfðu þá loforð frá Sigurði Þórarinssyni um, að Geysir spryttí á fætur af sjálfsdáðum. En þesskonar loforð eru nú frekar ódýr og gæti hvaða spekingur sem væri haldið fram því gagnstæða, nefnilega því aö eftir næsta stór- skjálfta á svæðinu verði ekki volgra eftír, þar sem Geysir var. Vonandi dregst þessi tílvonandi Suðurlandsskjálfti sem lengst, og fyrr fæst víst ekki með neinni vissu skorið úr um það, hver áhrif hans verða á frægasta goshver í heimi. Skurðurinn frá 1935 var heldur ruddaleg lausn tíl að endurvekja gosvirkni Geysis og endurgérður er skurðurinn hvorki betri né verri en hann var og ekkert óbætanlegt tjón hefur verið unnið. Þetta verk Þóris bónda í Haukadal er náttúruverndar- mönnum afskaplega mikill þyrnir í augum og ég get fallizt á, að fordæm- ið sé ekki gott. Einhver kvikmynda- garpur gæti næst sett dynamít í Al- mannagjá til að kvikmynda, þegar bergveggurinn hrynur. Ég tel mig hafa fullan áhuga á nátt- úruvernd, en mér finnst hreinlega engu spillt, þótt borað hefði verið lá- rétt gat inn í gosskálina í þeirri hæð, sem botn skurðarins er nú. Á því hef- ur margsínnis verið ymprað, en verið talað fyrir daufum eyrum. Nú gætí hinsvegar farið svo, að hin æruverð- uga nefnd létí leggja pípu í raufina, en fylltí hana síðan með kísilhrúðri, sem nóg er af í grenndinni, og yrðu þá næsta lítil verksummerki þegar fram líða stundir. Ef og þegar slíkt gat dugar ekki lengur til að stuöla að gosi, verða menn að sætta sig við, aö Geysir sé burtsofnaður um óákveðinn tíma; flestír néttúruverndarmenn og vísindamenn eru á einu máli um að bora alls ekki niður í botn hversins. Allt vekur þetta hinsvegar upp grundvallarspurningu um náttúru- vernd, — nefnilega þá, hvort það só ekki náttúruvernd einnig að stuðla að því, að náttúrufyrirbæri njótí sín og haldi áfram að lifa, þegar eitthvað gerist í sjálfri náttúrunni í kring, sem hindrar það. Samkvæmt íslenzku náttúruverndarlögunum ættí að veita Öxará aftur í sinn upprunalega farveg og þá sæum við ekki Öxarárfoss oftar og ekki heldur Drekkingarhyl. For- maður Geysisnefndar sagði þó í sjón- varpinu á dðgunum, að okkur brygði líklega í brún, ef Öxarárfoss yrði horf- inn einn daginn og þar er ég honum alveg sammála. Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.