Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 2
H ollenski sægarpurinn Will- em Schouten sigldi fyrstur manna skipi sínu, Eendracht, fyrir syðsta odda Suður-Ameríku, Hornhöfða. Feröin fékk þó ógiftu- samlegan endi, því þaðan sigldi Schouten beint í Ijónagryfju Austur-lndíafélagsins hollenska í Bantam, þar sem farmur skipsins var gerður upptækur, en Schout- en og aðrir úr áhöfninni á Een- dracht sendir heim til Hollands sem glæpamenn. Eendracht á siglingu undir fullum seglum. Svona fór um sjóferð þá Það hefur margur séð hann svartan fyrir Hornhöfða. Þar mætast hin miklu úthöf, Kyrra- hafið og Atlantshafið, og þar eru veður sterk, vestanátt ríkjandi, en hann gengur mikið til í vestr- inu, allt frá suövestan í norðvest- an og þá sjaldan hann gerir lát á vestanáttinni, hleypur hann í austnoröaustan foráttu. Straumur er þarna þungur, suöaustlægur, og er því ekki samlægur vindi og sjó, og verður af því slæmt sjólag. Þá er og grunnt þarna á meginlandssyll- unni áður en snardýpkar niður í úthöfin. Þegar hvassviðri geisa og sjór er grafinn og straumurinn fellur þvert eða á móti öldunni, þá verður þarna eitt löðrandi brot á siglingaleiðinni. Mörg harmsagan hefur gerzt um aldirnar á þessu hafsvæði við Hornhöfða, hina hrikalegu kletta- eyju, sem er syðsti oddi Ameríku. Það var hvorki Ferdinant Magellan, portúgalski skipstjórinn og landkönnuöur- inn, né Sir Francis Drake, enski ævintýra- sæfarinn, sem sigldu fyrstir fyrir Horn- höföa, eins og margir halda. Þeir sigldu báöir úr Atlantshafi yfír á Kyrrahaf um Magellansund, en þaö sund sker Suður- Ameríku þvert yfir mörg hundruð mílur norður af Hornhöfða. Sá sem fyrstur sigldi fyrir Hornhöfða var hollenzkur skipstjóri, Willem Schouten, á skipi sínu, Eendracht (Eining). Schouten á Eendracht var tuttugu og þrjú dægur að berjast fyrir syðstu nes og eyjar Ameríku úr 2 Atlantshafi móti vestanvindinum yfir á Kyrrahaf. Þaö var kl. 8 árdegis þann 29. janúar 1616 aö hann gat fært í leiðarbók- ina, að hann hafi siglt fyrir klettaeyjuna miklu, sem myndaði syðsta odda megin- landsins, sem teygði sig suður á milli úthaf- anna. Sem áður segir, hafði enginn fyrr siglt þessa leið milli úthafanna og þó voru nær 100 ár, síðan Magellan var þarna niður viö syösta hluta Ameríku og fann sund þaö, sem við hann er kennt, og 38 ár frá því aö Drake hraktist um þetta suðlæga hafsvæöi og eflaust hafa margir fleiri sæfarendur hrakizt þarna, en engum virðist hafa komið til hugar aö kanna, hvort þarna væri sigl- ingaleið milli úthafanna, heldur forðuðu sér útaf þessu slæma hafsvæði, eins fljótt og þeim var unnt noröur á þóginn aftur. Viö höfum haldgóða vitneskju um sigl- ingu Eendracht fyrir Hornhöfða af því að um borð var ungur Belgi, búsettur í Hol- landi, og hann var í aðstöðu til aö festa á blað það helzta sem geröist, þar sem hann var ekki háseti heldur birgöavörður á þess- ari sögulegu siglingu. Hann hét Daniel Le Maire og hafði flutzt til Hollands með föður sínum, Isaac Le Maire, sem hafði flúið heimabæ sinn, Antwerpen, með fjölskyldu sína, þar sem Sþánverjar höfðu í þann mund hertekið þá borg öðru sinni í sögunni. Le Maire- fjölskyldan var engin smáræðis fjölskylda, börnin tuttugu og tvö, og auk Daniels, sem var næstyngstur og viröist hafa verið hörkustrákur, var elzti sonur Isaac Le Mair- es einnig með í hinni frægu för Eendracht. Hann hét Jacques og var á þrítugsaldri og mun hafa verið ailur linari af sér en Daniel bróöir hans eða veikbyggðari. Þeir bræöur voru þarna til að gæta hagsmuna föður síns, sem var aðalmaðurinn í nýju félagi sem stofnaö hafði verið til að rjúfa einokun Hollenzka Austur-lndíafélagsins. Jacques var yfirbirgöavöröur og einnig Ásc/eir Jakobsson tók saman féhirðir leiðangursins, en Daniel honum til aöstoöar viö birgðavörzluna og færði fyrir hann bækurnar, sem síðar reyndust mikil- vægar. Sþánverjar höfðu misst yfirráð sín í Hol- landi, þegar þetta var, og upp var runnið mikið blómaskeið í sögu Hollendinga. Hol- lenzkar hafnir voru fullar af skipum og ævintýramönnum, komnum úr fjarlægum löndum með dýrmætan varning og óþekkt- an fyrr. Þaö var mikil önn í skiþasmiðjunum og niður við höfnina, þar sem sólbrenndir og skeggjaðir sjómenn af ýmsum þjóðern- um sprönguöu um, oft leiðandi meö sér ókennileg dýr, sem þeir höfðu haft með sér, svo sem aþa, Ijónsunga og páfagauka. Þá stakk og í stúf við heimamenn klæðnað- ur þeirra margra. Það var sem sé fjölskrúð- ugt mannlíf í hollenzku hafnarbæjunum í byrjun 17du aldar, en þó voru maðkar í mysunni, þar sem var alger einokun Holl- enzka Austur-lndíafélagsins á siglingum og kaupskap Hollendinga í Austurlöndum fjær. Þetta félag var svo voldugt, enda stóð hollenzka stjórnin í einu og öllu að baki þess, að þaö gat meinaö öðrum hollenzk- um kaupmönnum en þeim, sem aðild áttu aö félaginu, að sigla þær tvær siglingaleiö- ir, sem þá voru þekktar úr Atlantshafi til Kyrrahafs. Austur-lndíafélagið hafði fengið hollenzka þingið til að gefa út þau lög, aö engin önnur skip en þau, sem teldust vera á vegum Austur-lndíafélagsins hefðu leyfi til að sigla til Austur-lndíaeyja eða annarra landa í Kyrrahafi um Magellansund eða fyrir Góðrarvonarhöfða. Þessu til áherzlu voru staðsett vopnuð skip á báðum þessum siglingaleiðum til að stökkva á brott skipum utanfélagsmanna á leið til Austurlanda fjær. Sum þessara vopnuðu skipa voru vopnuð kaupför Austur-lndíafélagsins, en önnur voru herskip stjórnarinnar. Þetta þýddi í raun, að ekki aðeins Austur-lndíur heldur allt Kyrrahafið var lokað öllum hollenzkum skipum nema þessa félags. Eina leiöin til að rjúfa þetta siglingabann var sú, að finna þriðju leiðina austur á Kyrrahaf. Það var uppi orðrómur meö þessari miklu siglingaþjóð, Hollendingunum, að það kynni að vera um þriðju leiðina að ræða og hún myndi vera fyrir suöurodda Ameríku. Skip á leið um Megallansund eöa í sigiingum við Suöur-Ameríku höfðu hrak- izt inná hafsvæðið syöst viö Ameríku og það höfðu jafnvel verið gerðir út könnun- arleiðangrar þangað, sem höfðu endað í miklum hrakningum og skipin hrakizt til baka. Það var vitað, að Sir Francis Drake og skip hans þrjú höfðu hrakizt langt suður með vesturströnd Suður-Ameríku eftir að þau höfðu siglt úr Atlantshafi yfir á Kyrra- haf í gegnum Magellansund. Nú vitum við, að þau hefur nær því hrakiö fyrir suöur- oddann og til baka yfir á Atlantshafið. Sir Francis virðist þó ekki hafa gert sér þetta Ijóst, því aö hann hélt því fram, að það væri ekki þarna um aðra leið að ræða milli hinna tveggja úthafa en í gegnum Magellansund. Þessu héldu einnig flestir mestu siglinga- menn Hollendinga fram, þrátt fyrir þann orðróm, sem á kreiki var í knæpum sæfar- enda í hollenzkum höfnum. Einnig bollalögðu sjómenn um þann möguleika að sigla norður fyrir Ameríku, einkum eftir að Hendrik Hudson haföi siglt á vegum Hollendinga frá New York og upp Hudsonfljótið og síðan sigldi hann á snær- um Englendinga á þessum norðlægu slóð- um og rannsakaði Hudsonflóann í þessu skyni. Það var almennt talið, að norðurleið- in myndi ekki fær og það leizt fáum á að glíma við þá leiö. Orðrómurinn um hugsanlega siglingaleiö fyrir suöurodda Ameríku náði eyrum Will- em Schouten, skipstjóra í bænum Hoorn, og sá karl var harður í horn að taka, hraustmenni mikið og kjarkmaður. Hann var þekktur stórsiglingakapteinn, bæði í Hollandi og viðar, og naut mikils álits. Hann hafði farið þrjá leiðangra til Austur- landa og þá siglt fyrir Góðrarvonarhöföa. Schouten fór ekki dult með það álit sitt, aö það næði engri átt, að hollenzkir sæfar- ar fengju ekki notiö reynslu sinnar og kunnáttu í úthafssiglingum og kaupskap við fjarlæg lönd vegna yfirgangs og einok- unar þeirra eigin landsmanna. Þessu var einnig svo farið um Isaac Le Maire, þótt undarlegt sé, þar sem hann var aðili að Austur-lndíafélaginu og einn af stofnendum þess og sat í stjórn félagsins. Isaac líkaði ekki, að félagið hafði ekki áhuga á ööru en fljótfengnum gróða og ávöxtun fjár. Það skipti sér ekki af neinu, sem til heilla mátti horfa fyrir hollenzku þjóðina, svo sem að færa út veldi Hollendinga og festa Hol- lendinga þannig fastar í sessi sem nýlendu- veldi en kaupskapurinn einn var fær um. Félagið hirti ekki um annaö en hirða gróð- ann meðan hann gafst og vernda hagsmuni sína gagnvart eigin landsmönnum, í stað þess sem Isaac vildi, að háð væri baráttu á höfunum við keppinautana og þá aðallega Spánverja. Isaac var sem sagt ákafur hol- lenzkur þjóðernissinni, þótt hann væri Belgi að uppruna. Þessar skoðanir Isaacs karlsins leiddu loks til uppgjörs við stjórn Austur-lndíafélagsins. Flestir forstjóranna voru algerlega andvígir skoöunum Isaacs og hollenzka þingiö var sem fyrr hliöhollt félaginu og skoðun meirihluta stjórnar þess. Hollenzka stjórnin sagði, að þjóðin hefði meira gagn af hagstæðri kaup- mennsku en útfærslu nýlenduveldisins með styrjöldum; þjóðin væri búin að fá nóg af þeim. Allar líkur virtust á því, sögðu and- stæðingar Isaac Le Maires, að kaupskap- urinn héldi áfram að blómstra og færa hol- lenzku þjóöinni mikla velsæld án átaka. Isaac Le Maire var einn af þeim, sem æsast við andstöðu og mótbárur. Hann sagði sig úr félaginu og tók upp baráttu gegn því og stjórninni. Hann varð sér fljótt útum harða andstæðinga, bæði fyrri félaga og í ríkisstjórninni. Isaac fluttist loks frá Amsterdam til lítillar borgar þar í grennd og hélt áfram baráttu fyrir skoöunum sín- um þaðan. Það hlaut að reka að því, aö þessir tveir skoðanabræður, Isaac Le Maire og Willem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.