Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 8
Það munu flestir á einu máli um, að íslensk kvikmyndagerö hefur vaxið og dafnað ótrúlega skjótt á undanförnum árum — og því varla að ástæðulausu, að tai- að er um „vorið“ í íslenskri kvikmyndagerð. Elja og áhugi kvikmyndagerð- armanna er með eindæmum, og það fer ekki á milli mála, að þeir hafa sýnt það og sannað, þegar á allt er litið, að íslendingum er vissulega kleift að halda uppi ágætri kvikmyndagerö. Meðal þess, sem hefur verið gert er ein lítil klukkustundar löng kvikmynd, byggð á einþátt- ungum Kona eftir Agnar Þórðar- son, og sýndur var á Litla sviði Þjóöleikhússíns fyrir nokkrum árum. Myndin sú heitir Sesselja; framleiöendur myndarinnar eru þeir Ernst Kettler og Páll Steingrímsson í Kvik, Helga Bachmann og Þorsteinn Gunn- arsson leika og Helgi Skúlason leikstýrir. Og sögusviðiö: Hús á bjarg- brún, fyrir neðan fjaran, sem enginn kemst úr nema fuglinn fljúgandi og selurinn syndandi. Þarna hafa dularfullir atburðir gerst: listamaðurinn, sem í hús- inu býr hefur misst konu sína eða .. ? Og systir hennar kemur í heimsókn, þau taka tal saman. Eða er það ekki systirin? Er þaö einhver óraunveruleg persóna? Er eigínkonan komin aftur? Þjóðsagan um selakonuna sem á sér fleiri en einn ham fléttast inn í atburðarásina; uppgjör á sér stað. — Upphafið var það að við sáum tvo einþáttunga eftir Agnar Þórðarson á Litla sviði Þjóðleikhússins, og mér fannst strax annar þeirra eins og sniöinn fyrir stutta kvikmynd. Það var síðan úr, að ég skrifaói mjög fljótlega handrit, byggt á leikritinu. Það er Páll Steingrímsson, kvikmynda- gerðarmaður, sem talar og hann og Ernst Kettler tóku því vel, þegar blaðamaöur fór þess á leit við þá að mega spjalla um til- orðningu „Sesselju" og sitthvaö fleira er varðar kvikmyndagerö. — Sjálfsagt heföum við aldrei hreyft við er byggð á ein- þáttungi eftir Agnar Þóróarson þessu verki, nema af því við fengum styrk úr kvikmyndasjóði í upphafi, þótt hann hafi að vísu ekki numið nema broti af þeirri upphæð, sem myndin kostar fullbúin. Við gerðum okkor einnig vonir um, að sjón- varpið tæki myndina þegar þar aö kæmi, og það er nú kominn nokkur skriður á það mál, og líklega kaupir sjónvarpið myndina til sýningar. — Hvaö kostar svo aö gera mynd af þessari lengd? — Heildarkostnaðurinn nemur nálægt 750.000.00 nýkrónum, og styrkveitingin úr Kvikmyndasjóði á sínum tíma nam 80.000.00 krónum. En viö höfðum reyndar þá von, að okkur myndi takast þaö vel upp, að einhverjir fleiri en viö heföu áhuga á myndinni, og þá fyrst og fremst sjónvarpið. Og ábyrgir aðilar þar sýndu áhuga og það var grundvöllur fyrir því að viö mættum sýna myndina um leiö og við værum tilbún- ir með hana. Vegna kvikmyndarinnar var byggt hús við Festarfjall, austan við Grindavík og frá húsinu lá stigi niður t' fjöruna. Hér eru þeir Sesselju-menn viö undirbúning verksins. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.