Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 10
Leikstjórinn hefur oröiö á veröndinni framan viö húsiö. Þorsteinn tekur viö fyrirmæl um, Páil og Ernst standa álengdar. Tæknilegar fínpússningar: Páll og Ernst blása meö eigin afli sandinn af spori tökuvélarinnar. Ernst Kettler hvílir sig að dagsverki loknu. 10 Helgi Skúlason, leikstjóri Sesselju, hefur langan feril að baki sem bæði leikari og leikstjóri, á sviöi, í sjón- varpi og í kvikmyndum. Hann hefur áður leikstýrt kvikmyndinni Hælið, sem gerð var á vegum sjónvarpsins. „Þaö var á fyrstu árum sjónvarpsins, og þá var kvikmyndagerð hér á landi nánast engin — og sú hugsun var farin aö hvarfla æ meira aö mér, aö það yröi engin þróun í hvorki sjónvarpsleik né sjónvarpsleik- stjórn, ef ekki yröi fengist í ríkari mæli við sjálfa kvikmyndina. Reyndar var máliö kannski öllu alvar- legra, þegar leikararnir áttu í hlut: þeir æfa og sýna í leikhúsunum, farðaöir í framan, innan um máluö leiktjöld, síöan yfirgáfu þeir leiktjöldin þar, héldu upp í sjónvarp, settu á sig öðruvísi farða og léku svo í máluöum leiktjöldum inni í sjónvarpsstúdí- óinu. Eina breytingin var fólgin í því aö nú voru þrjár myndavélar í áhorfenda staö; og jú, leikarinn þarf á tíðum aö smækka leikstíl sinn í sjónvarpi, þegar tekin er nærmynd af honum — en þaö er í rauninni eini munurinn. Sú hugsun aö viö myndum stööugt hjakka í sama farinu, sitja föst í leikhús- leiknum, á sviöi og í smækkaöri mynd sinni í sjónvarpi, ergöi mig. Ég var hræddur um aö viö myndum aldrei nálgast kvikmynda- leikinn, sem verður auövitað aö vera líka til staðar í sjónvarpi. Þess vegna lagöi ég áherslu á það, þegar við gerðum Hæliö á sínum tíma (1971), aö viö fengjum aö fara út fyrir sjónvarpsstúdíóiö og taka myndina upp úti í þæ. Þaö haföist í gegn, þótt tæknilegar aðstæöur sjónvarpsins leyföu ekki aö mikiö væri gert af slíku yfirleitt. Rætt viö Helga Skúla- son, leikstjóra kvik- myndarinnar Sesselju, um myndina, atvinnu- leik og áhugaleik. Leikstjórinn segir einn góðan, þegar hlé verður á töku. Aðeins En viö tókum Hælið sem sagt úti um allt: úti á götu, á Umferðarmiöstööinni, kaffi- húsi i miðbænum, á Korpúlfsstööum, sem var fangelsið í myndinni, og þar fundum við líka litla íbúö, sem gat þjónað sem heimili í myndinni. Þetta var afskaplega heillandi vinna og skemmtileg og mér fannst viö græöa mikið og læra á henni. Ég held sjálfur, að útkom- an hafi ekki verið dæmigert sjónvarpsleik- rit, heldur einnig kvikmynd." — En þarf nokkuð að óttast núna? Þetta geríst fyrir rúmlega tíu árum, þaö er aö segja, áöur en „voriö“ verður í ís- lenskri kvikmyndagerð og sem við erum að sjá núna. „Það er auðvitað mikið aö gerast meö þessari miklu bylgju, „vorinu", í okkar kvikmyndagerö — en viö heföum getað veriö fyrr á feröinni meö þaö og staðið betur aö vígi gagnvart því, ef sjónvarpiö hefði gert fleiri kvikmyndir og gefið íslensk- um leikurum fleiri tækifæri til aö fremja öðruvísi leik en eingöngu mismunandi stór- an eða lítinn leiksviösleik. Ég hef tekiö eftir því, aö ákveðinnar til- hneigingar virðist gæta í þessum fyrstu kvikmyndum íslenska „vorsins": þarna koma læröir menn, útskrifaöir úr kvik- myndaskólum, og þeir kunna allt um myndmálið, þeir þekkja vélarnar og tækin, vita allt um linsurnar — og þaö er ekki nema eðlilegt, aö þeir séu uppteknir af því. En mér finnst aö þeir hafi ekki ennþá upp- götvaö manneskjuna í myndfletinum, þeir eru enn of hrifnir af myndfletinum sem slík- um og tækninni, sem völ er á. Þeir eru afskaplega passasamir meö aö allt sé rétt í leikmynd og búningum og aö það sé allt frá þeim tíma sem myndin á aö gerast á. En manneskjan sjálf, sem birtist á myndfletinum hefur oröiö útundan hjá Sesselja er byggð á sögu eftir Agnar Þórðarson og að sjálfsögðu kom hann á vettvang.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.