Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Side 5
Á sama hátt og krónan rýrnar í verdbólgu, fölna oró og glata merkingu sinni, þegar þeim er mis- boðid með ofnotkun og rangri beit- ingu. Þau verða léttvæg eins og ál- krónan gamla og nýkrónan er aö verða eða hláleg eins og niðurtaln- ingin. Verst er þó, að hafi orð glat- að inntaki sínu, er erfitt að dubba það upp aftur eins og gera má við gjaldmiðla, þótt árangurinn af því geti líka verið misjafn eins og dæmin sanna. Til dæmis myndi fáum detta í hug að viðhafa orðið sæmilegur í upprunalegri merkingu, en það er dregið af sómi eða sæmd og hefur drabbazt niður í það að vera slark- fært. Svipað má segja um orðið ágætur, sem merkir í daglegu tali þolanlegur, og þykir mörgu barni kyndugt að geta ekki fengið skárri vitnisburð fyrir frammistöðu í námi. Upphaflegt inntak þessara orða er nú gjarnan tjáð meö útbólgnum lýsingum eins og stórfenglegur og yfirgengilegur eða oröum, sem eðli sínu samkvæmt fela í sér neikvæöa merkingu, svo sem æðisgenginn, trylltur og brjálæðislegur. Hver kannast t.d. ekki viö að hafa heyrt talað um brjálæöislega flott hús, æðisgenginn bíl og tryllta skemmt- un? En slík orð segja manni ekki nokkurn skapaðan hlut. Þau hafa tútnað út í algert merkingarleysi, eins og mörg önnur á undan þeim. Þau hafa ekkert verðgildi lengur. Svipaða sögu er að segja um mörg skýr hugtök, sem ýmist eru gömul í málinu eöa afsprengi nýrra Þingmúla. Kom hann í kjörstjórnina í stað Árna sýslumanns, sem er sagöur forfallaö- ur. Meö honum voru í kjörstjórn sr. Jón Jakobsson í Ásum og Ólafur Pálsson hreppstjóri á Hörgslandi, hálfbróðir sr. Páls. Komið var hádegi þegar formaöur setti kjörfund með lipurri ræöu „eins og honum er lagið“ aö sögn Ingimundar hreppstjóra á Oddum, síðar í Rofabæ. Vakti sr. Páll eink- um athygli á því, aö tímarnir heföu þaö nú í för meö sér, að nauðsynlegt væri að kjósa hyggilega, hvaö sem hann hefur nú átt viö meö því. Þá las hann upp framboösbréf Jóns Guðmundssonar, en sjálfur fór Jón ekki austur. Aöeins 6, sex, kjósendur greiddu atkvæöi. Fékk Jón þau öll. Vara- þingmaður var kosinn Ólafur Pálsson. Enda þótt hreyft væri athugasemdum viö kosningu þessa í upphafi þingsins 1865, haföi þaö engin áhrif á lögmæti hennar. Jón settist á þing meö sex kjós- endur aö baki sér. Þaö varö efni í eftirfar- andi vísu, sem birtist í íslendingi, blaði and- stæöinga Jóns Guðmundssonar: Erling skakka öll viö þing ætlum næsta traustan, sigling hans á sexæring sjást mun glæst aö austan. Eftir þessar daufu kosningar reyndi Jón Guðmundsson aö hressa upp á fylgi sitt og vekja áhuga kjósenda sinna meö því aö senda þeim ávarp í blaöi sínu Þjóöólfi, þar tíma, svo sem frelsi, lýðræði, list og menningu. Menning er gamalt is- lenzkt orð, en viröist hafa veriö sparlega notað fyrr á tímum. Aö minnsta kosti er fræg sagan af því, er Steinn Steinarr, þá barn að aldri, heyrði þetta orð í fyrsta sinn og spurði fóstru sína, hvaö það þýddi. Lífsreynd konan, sem vafalaust hefur alizt upp í „dæmigerðu must- eri íslenzkrar alþýöumenningar“ eins og einhver hefur komizt að I vitund margra eru heitin skáld og listamenn hálfgerð skammar- yrði, enda viðhöfð um bögubósa og fúskara jafnt sem aðra betri. Og hvað á þá að kalla menn, sem skara fram úr venjulegum skáldum og listamönnum? Jú, þeir eru kallaðir stórskáld, frábærir skáldmæringar, ókrýndir listjöfrar eða afreksmenn í ranni listarinnar. í slíkum samsuö- um reynir oft svo mjög á þanþol tungunnar, að það brestur, skeyt- Verðgildi orðanna orði um gömlu sveitaheimilin, var hugsi stundarkorn, en sagði síðan: — Það er rímorð barnið mitt. Það rímar á móti þrenning. Núna myndi engu barni koma í hug að inna eftir merkingu orðsins menning. Þó væri ekki vanþörf á, því þaö virðist ekki hafa nokkurt gildi lengur, svo mjög hefur verið hamazt á því und- anfarin ár og áratugi. Sem er synd, því að þetta er gegnt orö og gott. ingar geiga og fara fyrir ofan garð og neðan. Fólk, sem leggur stund á svona málfarslegt víravirki, ætti stundum að hafa hugföst hin fornu sannindi, að oflof sé fremur háð en lof. Af ýmsum hugtökum, sem hafa útvatnazt vegna ofnotkunar og rangnotkunar má nefna lýðræði, sem felur í sér afar skýra merkingu. Raunar er það svo ungt í málinu, að það er ekki til í Orðabók Blöndals. Því hefur samt enzt aldur til að fölna svo, að menn tala nú yfirleitt um virkt lýðræði eða jafnvel full- virkt lýðræði. Þá vaknar spurningin um hvort lýðræði geti verið óvirkt eða hálfvirkt, en slík orö heyrast aldrei, enda ekki í anda þeirrar þróunar, sem hér hefur átt sér stað. Öll tungumál eru í stöðugri þróun, ekki sízt á tímum örra þjóð- félagsbreytinga. Er rótgróin vinnu- brögð úreldast, hverfur talsverður orðaforði úr mæltu máli eða fær nýtt hlutverk og nýyröi ryðja sér til rúms. Ný viðhorf kalla á ný hugtök, því að tungan er umfram allt tæki til að tjá hugsanir manna, en ekki safngripur, sem varðveita þarf í upprunarlegri mynd. Hins vegar eiga þær breytingar, sem hér hefur verið farið nokkrum oröum um, lítið skylt við eðlilega málþróun. Þær eru fremur afsprengi andlegrar verðbólgu, ef svo má að orði kom- ast. Gengi orðanna er fellt sí og æ og ný skráning tekin upp, þótt með óformlegum hætti sé. Svo blása þau út og bólgna, þar til menn hætta að finna í þeim nokkra merkingu. Þau geta táknað allt og ekki neitt. Með því að sýna málinu slíkt virðingarleysi drögum við stórlega úr mætti þess sem tján- ingartækis fyrir mannlega hugsun og tilfinningar. Það er í raun og veru sýnu alvarlegra en meðferðin á blessaðri krónunni okkar, sem virðist lifa allt af. Áður fyrr var brýnt fyrir börnum að fara sparlega með fé. Þá var fólk miklu fátækara en nú af jarðnesk- um gæðum. Tungan var þó ekki til- takanlega fátæk. Eigi að síður var börnum einnig kennt aö fara spar- lega með orð. „í Brekkukoti var sérhvert orð dýrt, litlu orðin líka,“ segir Halldór Laxness í Brekku- kotsannál. Guðrún Egilson sem drepið er á helstu hagsmunamál hér- aösins og afstööu hans til þeirra. i annan staö boðaði Jón til þingmálafundar í kjör- dæminu, en þeir voru ekki jafn aigengir og síðar varö. Samt varö fundur þessi mjög fámennur, aðeins 15 manns, flestir úr Meö- allandi enda var fundurinn á Leiðvelli. Til að gefa í skyn hvers vænta mætti úr þeirri átt, eins og síðar kom fram, gat Jón þess í frásögn sinni af fundinum, aö þeir hálfbræöur, sr. Páll á Presstbakka og Ólaf- ur á Hörgslandi „voru svo veikir aö þeir gátu ekki aö heiman fariö." Áriö eftir Leiðvallarfund, 1869, var þing rofið og efnt til nýrra kosninga, sem vera skyldu fyrir júnílok. í Vestur-Skaft. var kjör- fundur á Leiðvelli 29. júni. Aö lesnu fram- boösbréfi Jóns Guðmundssonar var geng- ið til kosninga. Kjörstjórn skipuöu meö sýslumanni þeir bræður sr. Páll og Ólafur á Hörgslandi. Aöeins 17 kjósendur mættu af 242 á kjörskrá. Af þeim kusu 15 sr. Pál en 2 Jón Guðmundsson og var þar meö lokið aldarfjóröungs þingmannsferli hans. Er þaö vissulega harmsefni, hve kjósendum voru mislagðar hendur, er þeir felldu frá þingsetu þennan eldheita ættjarðarvin og óeigingjarna stríðsmann í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Síra Páll Pálsson - haffði mikla alþýðuhylli - Eftirmaður Jóns Guömundssonar, sr. Páll Pálsson, var annálaður gáfu- og hæfi- leikamaður og talinn mjög laginn við aö vinna menn til fylgis viö málstað sinn og hagsmuni. Var því engin furöa þótt honum yröi vel ágengt þegar hann, frændmargur og framgjarn, fór aö láta til sín taka í póli- tíkinni og sóttist sjálfur eftir þingsætinu í staö þess aö styöja Jón Guðmundsson. Mjög var farið aö losna um tengslin milli Jóns og Skaftfellinga og því hæg heima- tökin fyrir þá, sem höföu hug á aö komast þar upp á milli. Sr. Páll sat aöeins á tveim þingum sem fulltrúi Vestur-Skaftafellssýslu einnar, 1869 og 1871. Á báöum þessum þingum beitti hann sér einkum fyrir einu máli. Þaö var bænarskrá til konungs um 200 rd. styrk til málleysingjakennslu hans á Prestsbakka. Fékk tillaga hans góöan byr, hlaut m.a. stuðning landlæknis (Hjaltalíns) og kon- ungsfulltrúa (Hilmars Finsens, síöar lands- höföingja). Var bænarskráin samþykkt eftir nefndarmeðferð og allmiklar umræður. Aftur fór sr. Páll á stúfana meö sömu beiöni á næsta þingi, 1871. i umræöunum kemur fram, aö konungsfulltrúi, Hilmar Finsen, hefur „haft þá ánægju aö vera við próf nokkurt, sem hann (þ.e. sr. Páll) í fyrra hélt á Prestsbakka og sem ég get vottað um að honum hafi heppnast vonum framar aö kenna börnum þeim, sem honum er trúaö fyrir." En þar sem aðrir þingmenn höföu ekki átt leið aö Prestsbakka til aö hlýöa þar á kennslu sr. Páls, leyföi Jón á Gautlöndum sér „aö skora á þingmann V-Skaftafellssýslu að skýra fyrir mér og þinginu hvernig málleysingjakennslunni er hagaö ... ég ímynda mér að þaö mundi, sem menn segja, „gjöra gott Indtryk á landsmenn ef þeir sæju í alþingistíðindun- um skýrslu um tilhögun kennslunnar." Sr. Páll varö viö þessum tilmælum og gaf „nokkurn veginn greinilegt yfirlit yfir kennsluna og kennsluaðferöina" aö hans dómi. Samt samþykkti þingiö ekki þessa fjárbeiðni sr. Páls „þar sem fjárhagsmál landsins væru ekki til lykta leidd og þingið ekki enn fengiö fjárforræöi." Hinsvegar gat almenningur fengiö nokkra nasasjón af kennsluárangri sr. Páls meö því aö leggja leiö sína í Reykjavíkurdómkirkju sunnudag- inn 2. júlí þetta sumar, er hann fermdi þar mállausa stúlku. Mun sú athöfn hafa vakið athygli, enda getiö í Annál 19. aldar. Á Alþingi naut sr. Páll vinsælda. Sr. Árni Þórarinsson, sem þá var þingsveinn, segir í sinni kunnu ævisögu: „Viömót hans var þannig, að hann laðaði að sér alla, sem nærri honum komu.“ Sr. Páll kom ekki til þings sumarið 1873. Þá mætti varamaður hans, Jón Jónsson umboösmaöur í Vík. Meö stjórnarskránni 1874 veröa Skafta- fellssýslur aftur eitt kjördæmi, en nú meö tveimur þingmönnum. Kosning fór fram haustiö 1874. Sr. Páll á Prestsbakka var kosinn 1. þingmaöur með 26 atkv. og Stef- Frh. á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.