Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Blaðsíða 10
Karldansarar í leiðsludansi á Amar. Ævíntýraferð um Indónesíu fagurlega fyrir okkur. En þetta er engin paradis. Margir voru vanskapaöir, og nokkur börn höföu rautt hár, sem bendir til skorts á B-vítamíni. Einhver læknisþjón- usta er þarna, en lyf eru sjaldgæf og fólkiö veröur aö mestu aö treysta á sjálft sig. Sænski skipslæknirinn okkar fór oft í land til aö veita aðstoð þann stutta tíma, sem viö stóoum viö. Meðal skuggalegra hausaveiðara Asmat-fólkiö eru hausaveiöarar, um 40.000 aö tölu. Þjóöflokkur þessi hefst viö í röku skóglendi á suðvesturströnd Nýju- Guineu. Ársúrkoman er rúmlega 400 sm á ári, og tvisvar á hverjum sólarhring flæðir sjór langt inn í skógana og heldur öllu röku. Hús Asmat-manna eru reist á staurum til aö losna við leðjuna sem alls staöar er. Nú er þetta fólk í þorpum og ræktar sagó- pálma og taro (maniok). Þarna er svo mikið af sagópálmum, aö íbúarnir hafa góðan tíma til þess að skera út stórkostlegar trémyndir. Á svæði, sem viröist óbyggilegt, hafa þeir búið um þúsundir ára. Þeir trúa á nauösyn þess aö menn vinni saman og hin- ar frábæru myndir þeirra, þar sem dýrin vefast saman, túlka þessa trú þeirra. Þeir óttast jafnvægisleysi í náttúrunni og í sam- félaginu. Þegar maður er drepinn verður að koma á jafnvægi með því aö hefna hans. Flóknir helgisiðir og starf að því aö skera út stöng með frjósemistáknum og manni er undanfari stríös, sem háð er til aö hefna fyrir manndráp. Hauskúpur hinna drepnu eru þræddar upp og hengdar í loftið til hliðar viö eldstæðiö. Okkur ferðalöngunum þótti mest til koma verunnar hjá Asmat. Það var há- punktur fararinnar. Okkur var sagt frá því fyrst aö í Agat hefðu menn þar drepið nokkra ameríska trúboða í fyrra mánuöi. Við fengum aöeins að dvelja skamma stund á ströndinni til að hitta þetta skugga- lega en athyglisverða fólk, og ekki máttum við taka myndir. Síðan varpaði skipiö akk- erum undan Biwar-þorpi. Við fórum á fætur um hálffimmleytið um morguninn og lögðum út í hið mikla ævin- týri á 6 gúmbátum í sólarupprás. Það tók um þrjár klukkustundir aö komast til lands og þá sást ekki lengur til skipsins, sem var horfið undir sjóndeildarhringinn. Loks sáum við staura í leðjunni eins og siglingar- merki, og rof í skóginn benti til að þar rynni á til sjávar. Einu sinni áður hafði skipiö komið hér við og sent tvo menn í land til að kanna hvort íbúarnir vildu taka á móti gest- um. Þá var alls ekki víst hvernig sendi- mönnum yrði tekið. Reyndin varð sú, aö þeim var tekið með kostum og kynjum og samþykkt að gestir mættu koma. Þeir fengu prik þar sem á voru skorur, sem sýndu eftir hve marga daga gestirnir mættu koma. Nú uröum viö sem sagt að gleyma bókum og ritmáli og aðferöum okkar viö aö telja tímann. Með bein til að sýna, að þeir hefðu orðið manni að bana Er við nálguöumst ströndina kom ein- trjáningur á móti okkur. í honum var höfð- inginn í einkennisbúningi hers Indónesíu. Þegar höröinginn steig um borð í einn gúmbátinn, þann sem okkar „höföingi" stýrði, birtust 22 eintrjáningar, hver með 12 menn. Og nú fundum við lyktina af þeim! Þeir hentu kalki upp i loftið eins og hvítu skýi, á sama hátt og gert er þegar farið er í stríð. Kalkið fer í augu og hár og æsir pá til bardaga. Hvað okkur snertir þá var þetta gert til að æsa þá upp í að koma til móts viö okkur í herbátum og heilsa okkur. Þessir 23 eintrjáningar komu til okkar og slógu hring um okkur, þutu hjá, mennirnir stóöu viö róöurinn, og rumdi í þeim viö hvert áratog svo auðveldara væri aö halda taktinum. Þeir blésu í bambuslúðra og sungu velkomandaminni. Þeir Ijómuðu í ótrúlegu litaskrúöi fata, líkamar þeirra voru hvítmálaöir, þeir voru með skeljar í nefi, og „cassowary" bein til að sýna, að þeir hefðu orðiö manni aö bana, og voru þar af leið- andi orönir karlmenn. Eftir þessa sýningu fóru þeir á undan okkur til þorps sem er um þrjár mílur frá ströndinni, þar sem við stigum upp á hrikt- andi bryggju, búna til úr plönkum, sem lagöir voru á staura er reknir voru niöur í leðjuna. Plankarnir sporðreistust og tvö okkar féllu í leðjuna. Fulltrúi Indónesíu sem með okkur var, Wiesmar að nafni, fyrrum hershöfðingi, var gerður að heiðursborgara þorpsins. í þakkarskyni átti hann að sjúga brjóst fyrstu konu höfðingjans. Hann sneri sér viö og spýtti á eftir. Þarna var dansað fyrir okkur. Dansinn var nánast ekkert annaö en fettur og brett- ur, mjög ólíkt hinum settlega dansi annars staðar í Indónesíu. Menn komu líka með tréskurð til áð selja okkur. Rúpíana (pen- inga Indónesíu) er hægt aömota til aö kaupa sér konu. Þetta var báðum aðilum hagstætt. Við gátum skoðaö þá og hús þeirra, og þeir gátu grandskoöaö okkur öll, 75 að tölu. Hérna var eg klipin í handlegg- inn til að sjá hvort hvítt skinn væri eðlilegt að snerta. Á heimleiðinni fengum viö okkur mat- arbita i bátnum meðan við vorum á leið niður ána. Tveir eintrjáningar fylgdu okkur og við gáfum mönnunum afganginn af matnum. Viö sáum undrunarsvipinn á þeim er þeir brögöuöu epli í fyrsta sinn á ævinni. Hljómplötur Gideon og Elena Kremer Meöal gesta á listahátíö í ár er rússneski fiöluleikarinn Gidon Kremer og Elena Kremer kona hans. Gídón Kremer er einn úr hópi ungra rússneskra fiölulelkara sem hafa kornið og sigraö. Hann er rúmlega þrítugur aö aldri, en hefir engu aö síöur veriö á tónleikaferöum um heiminn í meira en áratug. David Oistrakh var kennari hans og leiöbeinandi um 8 ára skeið, en þegar hann er spuröur um þá fiðluleikara sem hann hafi mótast af, nefnir hann gjarna menn eins og Heifetz og Kreisler, sem hann kynntist af hljómplötum í æsku, en sá maö- ur sem hann hefir mestar mætur á er Menuhin og hefur um hann hin sterkustu lofsyrði sem tónlistarmann og mannlega veru. Gidon Kremer er oröinn næsta heima- vanur i salarkynnum þar sem hljóöritanir fara fram. Hann hefir þegar leikið inn á um 40 hljómplötur austan tjalds, en í Vestur- Evrópu eru fyrstu plöturnar aö koma út hjá Philips og HMV, einnig er Phonogram (DG) aö gera samning viö hann, svo aö list hans veröur ríkulega á boöstólum innan tíöar. Viöfangsefni Kremers eru næsta fjölbreytt og má þar nefna aö hann hefir leikiö parti't- ur og sónötur eftir Bach fyrir einleiksfiölu inn á 3 hljómplötur fyrir Philips, og brátt kemur hljómplata meö tónlist eftir Stra- vinsky og Prokofiev, hljómplata meö franskri tónlist eftir þá Satie, Milhaud og Ravel, fiölukonsert Beethovens er elnnig í undirbúningi og er þá engan veginn allt upp taliö. Nýlega kom út hjá Philips hljómplata þar sem þau hjónin Gidon og Elena leika sam- an tilbrigði fyrir fiðlu og píanó eftir Beet- hoven yfir „Se voul ballare" úr Brúökaupi Figaros, þar er einnig sónata eftir Franz Xaver Wolfgang Mozart, yngsta barn W.A. Mozarts og Constönzu. Franz Xaver fæ- ddist sama áriö og faöir hans dó. Þetta verk hans er meira í ætt viö tónlist Beetho- vens en Mozarts, en þaö sýnir aö hér hefur veriö merkur tónlistarmaöur á feröinni, sem hefir gleymst svo gjörsamlega. Þriöja verkið er fantasía í c-dúr fyrir fiölu og píanó eftir Schubert. Þetta er ekki efnismikiö verk, en það er aö miklum hluta tilbrigöi viö lag Schuberts „Sei mir gegrusst", sem hann samdi viö texta eftir Rúckert, en heyr- ist furöulega sjaldan flutt. Schubert samdi þessa fantasíu árið 1827 eöa rúmu ári áöur en hann dó, en lagiö, Sei mir gegriisst, er frá árinu 1822. Tilbrigði Beethovens eru æskuverk samin 1792, þegar Franz Xaver var aö byrja að tala og ganga, en ekki er vitað hvenær hann samdi þetta verk sitt, en sónatan er tileinkuð greifafrú aö nafni Josephine de Baroni. Um ævi Franz Xavers er þaö helst aö segja aö hann lagöi stund á tónlist gegn vilja móöur sinnar og starfaöi í Lemberg. Hann kvæntist ekki og andaöist í Karlsbad 29. júlí 1844. Grunsemdir voru á sveimi, aö hann hafi ekki verið rétt feör- aður, heldur hafi Franz Xaver Sussmaýr, nemandi Mozarts og sá sem lauk viö sálu- messuna, verið þar að verki. Hvaö sem því líöur, er sónata hans tilkomumesta verkiö á þessari, hljómplötu. Hún er klassísk að formi, en persónulegur og rómantískur blær er yfir hæga þættinum í ætt viö Ijóð- heim Schuberts. Þessi hljómplata Philips 9500 904 er aö flestu leyti afbragðsgóð. Hljóöritunin er eins og best gerist hjá Philips, og Elena Kremer er svo sannarlega engin eftirbátur eiginmannsins í hlutverki sínu við flygilinn. Leikur Gidons Kremers einkennist af af- buröa tækni. Tónmyndunin klukkuhrein og tónninn fagur, en ekki eins breiöur og þétt- ur og hjá David Oistrakh, svo aö miöaö sé við meistarann sjálfan, en leikur Kremers er Ijóðrænn og þokkafullur og fellur af- buröavel aö eöli og inntaki þeirra verka sem hann leikur hór. Þeir sem kynnu að vilja kynnast Kremer og fiöluleik hans betur má benda á partitur og sónötur Bachs fyrir einleiksfiölu, sem getið er hér aö ofah. Þar má heyra til fulln- ustu hinn hlýja tón, nær gallalausa tón- myndun, bogatæknina og allt þaö sem list hans prýðir, en engu aö síður eru gagnrýn- endurnir ekki eins upp í skýjunum yfir heildarútkomunni og telja til aö mynda betri upptöku meö Felix Ayo einnig á Phil- ips, en þeir sem kaupa þessi verk meö Kremer Phiiips 6769 053 eru samt ekki aö kaupa köttinn í sekknum, því aö hljóöritun- in og leikurinn standa svo sannarlega fyrir sínu. A.K. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.