Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1982, Side 11
 Kristinn Magnússon Lánstraust Mærin frá Orleans er stödd í bænum og biöur um lán svo það brakar og brestur í bankastjóranum þegar skutlan segir: þú færö ekkert í pant nema traust þitt á persónu minni gulltryggt peningana færöu eins og skít hrekkur útúr hjálparanum — æ, góöi slappaöu af, þú afklæöir mig með augunum dómarinn Þiö bæöi tvö eruö dæmd sek og skiljiö þaö greyin mín aö lög eru reglur og reglur eru lög sem heilladísin mín Grágás kenndi mér aö viröa þegar ég sté í vænginn viö hana grindhoraöur í háskólanum foröum og þessi blessaöa gæs er stykki sem stingandi er í og fer ekki framhjá neinum hvaö hún hefur gert mig svellandi sællegan Lítiö augnablik upp svo þiö sjáið svörtu hempuna — fer hún mér ekki vel aö ykkar dómi? Þegar eitthvaö gengur úr- skeiöis meö þjóöinni, þá eru kallaöir hinir elztu menn og þeir beðnir aö rifja upp eitthvaö álika, okkur til þeirrar huggunar að við séum ekki eindæma við- undur, eöa aö þjóðin hafi nú séð hann svartari og skuli því ekki láta hugfallast. En nú er svo komiö fyrir landi og þjóö, aö elztu menn eru uppiskroppa meö fordæmi. Þaö vantar þó ekki, aö þeir muni ekki aö oft hafi verið dökkt í álinn. Þeir muna kariarnir, aö allt frá því uppbygging hófst í landinu hefur veriö teflt á tæp- asta vaöiö í þjóöarbúskapnum. Við eigum til dæmis á prenti ágæta mynd frá 1930, þar sem þjóöin var aö efna til veizlu og fjármálaráöherra kom til hennar með ríkiskassann galtómann á hvolfi yfir höföi sér og viö eigum líka mynd af honum Eysteini, þar sem hann er að knékrjúpa Hambro og biðja um lán fyrir nöglum í nýja skóla og reisuleg hús í sveitum. Þetta hefur svo til gengiö allt frá því viö fengum heimastjórn og frjálsari hendur í fjármálun- um. Allt var eftir aö gera. Við ákváöum aö ná sem fyrst lífs- máta nágrannaþjóöanna og til þess uröum við náttúrulega aö byggja í skuld. Þetta virtist ætla að takast fyrir okkur furöufljótt, en þá gerist þaö aö þessar þjóöir, sem viö ætluöum aö komast til jafns viö, tóku líka undir sig svonefnt framfara stökk. Þá var ekki aöeins aö viö þyrftum aö vinna upp stórt for- skot, sem þessar þjóöir höföu fyrir, heldur einnig aö ná þeim á sprettinum. Viö hertum reiöina, slógum uppá, en þeystum sem ákafast, snarstoppaöi þá ekki efnahagsgæöingur, stakk viö fótum og þá kom í Ijós, að við höföum gleymt aö giröa klárinn, þegar viö stukkum á bak. Þaö Ier ekki aö orölengja þaö, aö viö fleygöumst fram af í reiötygjun- um og liggjum nú afvelta og elztu menn muna okkur ekki eins voöalega afvelta og nú. Þeir muna ekki þessir karlar Íþó gamlir séu, aö þjóöin hafi fyrr skuldað erlendis fimmtu hverja krónu af heildar þjóöar- tekjum en fjóröu hverja af út- flutningstekjum en á sama tíma sigldi fjórðungur þjóöarinnar árlega í sólarlönd aö skemmta sér. Þeir muna heldur ekki, aö flutt hafi verið inn fólk til aö vinna viö fiskinn, sem alltaf annaö veifiö hefur legiö undir skemmdum vegna fólkseklu, en á sama tíma efnt til atvinnu- bótafyrirtækja fyrir landsmenn sjálfa með stóru tapi. Þeir muna heldur ekki aö þjóöin hafi kosiö um kynferði en ekki þekkingu fulltrúa sinna í þjóömálum. Þeir muna heldur ekki að spítalafólk hafi gengiö burt frá sjúklingum og sagt: peningana eða lífiö. Þeir muna heldur ekki þaö, aö ófært væri um miöbæ Reykjavíkur fyrir kolóðum skríl né heldur muna þeir fjölda- skemmtanir ungmenna, þar sem aöeins einn af hverju hundraöi er ódrukkinn og þá sem svarar tuttugu manns af tvö þúsund á samkomu og þetta fólk skæri hvert annaö í andlitiö meö flöskubrotum. Þeir muna heldur ekki að glæpamönnum væri gefiö helg- arfrí til aö limlesta fólk. Þeir muna heldur ekki, aö út- gerðarmenn bæöu ríkisstjórn- ina aö binda skip sín annað hvort ár og veiða síöan eftir skömm tunarkerfi. Þeir muna heldur ekki aö þjóðin leystist uppí hópa, sem stunduöu skæruhernaö gegn allri þjóðinni, heldur verkalýð í baráttu við fáeina atvinnurek- endur. Þeir muna heldur ekki að fólk kæmi menntunarlaust fagfólk útúr skólum og að menntaöur maöur kominn á miöjan aldur fyrirfinndist ekki með þjóöinni. En gömlu mennirnir eru nú alltaf dálítiö rútnir og góöir meö sig. Þeir þóttust hafa séð allt fyrir, þegar við tókum að steypa yfir landiö í skuld og geyma ungann úr þjóöinni inni í skóla- stofum fram aö þrítugu og þaö menntaðist ekki þar, heldur lærði til nýrra verka, sem eng- inn efni var svo til aö vinna og „menntunin“ varö menntun til aö gera kaupkröfur útá próf- skírteini. Nei, gömlu mennirnir sáu þetta ekki allt fyrir, þaö er karlagrobb. Þá grunaöi ýmis- legt til dæmis, aö þaö væri var- hugavert aö kasta alveg fyrir ráöa gömlum uppeldis- og kennsluaðferðum mótuðum af reynslu kynslóðanna og hefja tilraunauppeldi og tilrauna kennslu en öörum þræöi trúöu þeir á þetta og jafnvel ýttu undir þaö og eru því nú dálítiö skömmustulegir. Þegar þeir sjá ungdóminn að stórum hluta á villigötum og hina menntun- arsnauöu þekkingu eins og laufmikiö tré rótarslitið og ann- aö hvort laufblaö visiö og gagnslaust. Og nú liggur þjóöin marflöt í svaðinu og svipast um eftir þúfu til að komast á bak klárnum, sem hún gleymdi aö giröa, en þaö er enga þúfu að sjá svo langt sem augaö eygir, og þá á að búa til gerfiþúfu úr steinull og smjörlíki. Ásgeir Jakobsson. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.