Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 2
S- Avarp Ingvars Gíslasonar menntamála- ráðherra á afmælishátíð Flensborgarskóla FYRSTI KENNARASKÓLI LANDSINS Flensborg hefur lengi sett svip sinn á Hafnarfjörö. Hér er nýi skólinn, sem áfastur er við gamla skólahúsiö og ber að öllu leyti svip samtímans. / dag er mikill hátíöisdagur í Flensborgarskóla. Liöin eru á þessu ári 100 ár frá stofnun hans, og þess er nú minnst á veglegan hátt viö skólaslit. . Flensborgarskóli er því meö allra elstu skólum í landinu og á sér hina merkustu sögu. Ég vil leyfa mér aö benda áheyrendum á að kynna sér sögu Flensborgarskóla í 100 ár og per- sónusögu þeirra mikilhæfu manna, sem mestu hafa ráöiö um störf skólans þetta tímabil. Þaö er menntandi út af fyrir sig aö kynnast mönnum og málefnum tengdum Flensborgarskóla. i Ijós mun koma að áhrif skólans á þróun almennra skóla- mála í landinu og þjóölífiö að sínu leyti, eru mikil og eftirtektarverö. Flensborgarskóli skipar viröu- legan sess í skólasögu íslendinga og það svo, aö sumt í starfi hans hefur skipt sköpum í sögu ís- lenskra skólamála. 100 ár eru að vísu langur tími, og margt hlýtur aö gerast á heilli öld í þjóöarævi. En síöustu 100 ár skera sig úr öörum öldum ís- landssögunnar vegna hinna miklu og öru breyt- inga sem oröið hafa á þjóöarhögum. Þetta á ekki síst viö um skólamál. Varla er hægt að segja að verulegar umræöur um stofnun almennra skóla komi til fyrr en um og eftir miöja 19. öld, eða jafnvel síöar, og fram- kvæmdir í þeim efnum voru býsna hægfara lengi framan af. Eiginlegur vöxtur skólakerfisins gerist reyndar ekki fyrr en á þessari öld og þá á nokkr- um síðustu áratugum öörum fremur. Svo stutt er saga almennra skóla á islandi. Flensborgarskólinn ruddi nýjar brautir í skóla- málum á sinni tíð ásamt Möðruvallaskóla, sem stofnaöur var um svipað leyti á Norðurlandi. Þess- ir tveir skólar eru fyrstu gagnfræðaskólar landsins þar sem unglingum voru kenndar almennar náms- greinar eftir aö barnafræöslu var lokiö. Miöaö viö skólamenntunaraðstöðu í landinu á þeirri tíö var þaö ekkert lítilræöi fyrir menn aö stunda nám í Flensborg eöa á Mööruvöllum, enda voru gagn- fræöingar frá þessum skólum taldir til mennta- manna og voru eftirsóttir til vandasamra starfa og félagsmálaforystu. Því var þaö aö á fyrri hluta þessarar aldar mátti finna í hópi forystumanna í landinu fjölmarga Flensborgara. Þannig síuöust áhrifin frá skólanum víða um þjóölífið. Og reyndin er sú aö Flensborgarskólinn var lengst af kunnur sem merkur gagnfræðaskóli á gamla vísu, sem skólinn var að meginstefnu allt frá stofnun 1882 fram til þess aö honum var breytt í fjölbrautaskóla áriö 1975, samkvæmt sérstökum samningi viö menntamálaráðuneytið. Reyndar haföi skólinn nokkru áður stofnað framhaldsdeildir og stefnt aö þvi aö búa nemendur undir stúdentspróf. Fyrsti kennaraskóli landsins En vafalaust er þó sá þáttur Flensborgarsögu merkastur og minnisstæöastur, aö Flensborg- arskólinn er fyrsti kennaraskóli á íslandi. Á þessu vori eru 90 ár siöan Flensborgarskóli brautskráði fyrstu sérþjálfuðu kennarana á íslandi samkvæmt sérstakri reglugerö um kennaranámskeiö, sem skólanum haföi veriö sett. Frá 1896—1908 starf- aði föst kennaradeild viö Flensborgarskóla, og hún var ekki lögö niöur fyrr en Kennaraskóli ís- lands tók til starfa 1908. Eftir það gegndi Flens- borgarskóli áfram aöalhlutverki sínu sem gagn- fræöaskóli í Hafnarfiröi, sem þó var sóttur af nem- endum víöa að af landinu og haföi algera sérstöðu áratugum saman ásamt Gagnfræöaskólanum á Akureyri, sem nú er menntaskóli. Þaö er varla hægt aö segja sögu Flensborg- arskóla í færri orðum en ég hef gert, og manna- nöfn hef ég ekki nefnt í þessari frásögn. Þvi má þó ekki gleyma að þessi skóli var stofnaður af merk- um mönnum, og honum hafa ætíö stjórnaö mik- ilhæfir skólamenn, og hér hafa starfaö ágætir kennarar mann fram af manni. Ég vil leyfa mér að þakka öllum — lifandi og látnum — sem unniö hafa Flensborgarskóla, og innt af hendi ágæt störf á þessu aldarskeiöi. Nöfn þeirra eru geymd en ekki gleymd. Ekki máþó láta ógetiö stofnenda skólans, sr. Þórarins Böövarssonar í Göröum og konu hans, Þórunnar Jónsdóttur. Þau voru aö vísu stórefna- fólk, en viö skulum minnast þess aö þau létu stofna Flensborgarskóla sem einkaskóla og sjálfseignarstofnun og gáfu skólahús og allstóra bújörð meö öllum húsum til skólahaldsins. Þaö er vandasamt nú að meta þessa gjöf til fjár þannig að nútímamenn skilji hvers viröi hún var í pening- um, en engin smágjöf var þetta, heldur stórgjöf til menningarmála, sem varla á sinn líka. Einnig vil ég minnast fyrsta skólastjórans, Jóns Þórarinssonar, sem reyndar var sonur stofnenda, en Jón Þórarinsson var fyrir margra hluta sakir tímamótamaöur í sögu íslenskra fræöslumála. Barátta hans á Alþingi og virk forganga hans fyrir kennaramenntun mun lengi halda minningu hans lifandi. Auk þess varö hann síöar æösti embættis- maöur yfir almennum fræðslumálum í landinu og mikill áhrifamaður í þeim efnum. í fararbroddi enn í dag Þannig getum við rakiö sögu Flensborgarskóla og þeirra sem við hann hafa starfaö og hljótum aö sannfærast um aö skólinn hefur veriö farsæl stofnun og gegnt hlutverki sínum með ágætum alla tíö. Þaö er vissulega gott aö eiga góöa fortiö. Þaö hlýtur aö vera skólanum styrkur og hvatning. En ég vil þó umfram allt minnast skólans eins og hann er í dag og þakka núverandi skólameistara og kennurum og nemendum fyrir þaö sem Flensborgarskóli er á líðandi stund. Skóli á aö vera lifandi stofnun handa lifandi fólki. Og þaö veit ég aö Flensborgarskólinn er. Skólinn gerist e.t.v. gamall aö stofni til, oröinn 100 ára, en hann er ekki rykfallinn og enginn safngripur. Flensborg- arskólinn tekur þátt í framsæknu skólastarfi af lífi og sál og hefur tekiö að sér ný hlutverk af áhuga og einurð. Miklar breytingar hafa veriö aö gerast í skólanum síðustu 10 ár, og þaö hefur einmitt komiö i hlut núverandi skólameistará aö fylgja þeim eftir. Flyt ég honum og samstarfsmönnum hans þakkir og árnaöaróskir. Ég óska Flensborgarskóla innilega til hamingju meö 100 ára afmælið. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.