Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 13
Þannig veröa til þúsundir mynda, sem vegnar eru og metnar af tölvu. Vísinda- mennirnir í Múnchen skýra þannig kosti þessarar aöferðar: Upplýsingar eins og frumustærö, ástand yfirborös frumanna og gangur efnaskiptanna í þeim voru fram til þessa atriöi, sem varö aö kanna hvert í sínu lagi. Nú er í fyrsta sinn hægt aö afla allra þessara upplýsinga samtím- is á örskömmum tíma. Og á fullkomiega sjálfvirkan hátt, án þess að um skekkju geti verið aö ræöa. Og þar meö er hægt — eins og þeir dr. Kachel og dr. Valet leggja áherzlu á — aö leita uppi krabba- frumur hraöar og á skýlausari hátt en áöur. Mildred Scheel er þó enn bjartsýnni: „Þessi aöferö ætti brátt að gera þaö kleift aö greina krabbamein í leghálsi og brjósti sem og blóðkrabba fyrr en hingað til.“ Sem ætti aö auka verulega líkurnar á lækningu, eins og frú Scheel bendir á. En svo bjartsýnn er þó ekki prófessor Ernst Krokovski, sérfræöingur á sviöi krabbameins- og geislalækninga í Kass- el. Hann er vantrúaöur á fyrirtækiö og gagnrýnir þaö: „Á meðan menn rann- saka eigindir einstakra fruma, ná þeir engum umtalsverðum árangri. Því aö meö því getum við ekki komizt aö því, hvaöa þróun eöa gangur mála liggi aö baki hinum öra vexti á bólgum og æxlum og myndunum á fleiri hliðstæöum." Læknirinn frá Kassel telur þaö algerlega vonlaust aö ná tökum á krabbameins- vandamálinu meö þessu móti: „Þaö er eins og aö hlaupa án þess aö hreyfast úr staö.“ Menn þekki eiginleika frumu- kjarnans og yfirborö frumunnar, en, seg- ir læknirinn, „þaö nægir ekki til að leiöa í Ijós starfsemi frumunnar í hinu flókna kerfi hennar". Þess vegna getur Krok- ovski ekki glaözt yfir því, aö hjálparsjóð- urinn styrki þetta fyrirtæki meö ríflegum fjárframlögum. Hann segir ennfremur: „Krabbameinssjóöurinn hefur einnig þegar veitt milljónir marka til stuðnings fyrirætlunum, sem til dæmis Þýzka vís- indafélagiö hefur fullyrt aö væru ekki vænlegar til árangurs." Og læknirinn frá Kassel gengur enn lengra: Aö hans áliti hefur krabbamask- ínan, mælitæki vísindamannanna í Munchen, sem þeir segja sjálfir aö muni veröa í hverri lækningastofu innan fárra ára, aðeins einn kost — og hann er sá aö spara læknum lítilsháttar fyrirhöfn. Krokovski segir: „Þeir þurfa ekki lengur aö líta í smásjána, því aö þaö gerir maskínan." Krokovski veit þaö vafalaust, aö krabbameinssjóðurinn á viö mjög mikiö vandamál að stríöa: Stjórn hans veit ekki, hvar hún á aö koma úthlutunarfénu í lóg. En þrátt fyrir þaö ætti féö ekki að hverfa í ranga farvegi. Þess vegna hefur prófessorinn snúizt öndveröur gegn verkefninu í Múnchen: „Ég get aöeins sagt það, kæra frú Scheel, aö þetta er vitlaus leiö.“ Þetta er þó ekki eina fréttin af krabbameinsvígstöövunum, sem var- nagli hefur veriö sleginn viö. Fréttin um „krabbatöflur án hliðarverkana“ reyndist ekki hafa viö rök aö styðjast. Sunnu- dagsblaö nokkurt sagöi frá „súperpillu gegn krabba“, sem heföi veriö framleidd af krabbameinsrannsóknarstöð í Heidel- berg. Við nánari athugun kom í Ijós, aö þessi „súperpilla" væri aðeins lyf, sem ætti aö milda slæm aukaáhrif krabba- meinslyfja nokkurra (Zytostatika). Lyfiö „uromitexan" getur að verulegu marki komiö í veg fyrir blæöandi blöörubólgu, sem oft er afleiðing meöhöndlunar meö Zytostatika. Sem sagt því miður engin „súperpilla" gegn krabbameini. Sv. Ásg. þýddi úr „BUNTE“ 13 Nýtt tæki, sem dr. Volker Kachel (til vinstri á myndinni) við Max-Planck-stofnunina í Miinchen hefur þróað og á að vera læknum hjálplegt við að átta sig á krabbameinsfrumum. Baráttan heldur áfram; hér er sagt frá framlagi Þjóðverja, en ný pilla og nýtt undratæki duga ef til vill skammt Hversu hagstæðar eru góðu fréttirnar „Undratöflur gegn krabba- meini“ og „Tæki, sem finnur krabbamein á örskömmum tíma“. Þannig hljóöuöu tvær fyrirsagnir í þýzkum blöðum fyrir nokkru og vöktu nýjar vonir hjá mörgum. Þýzka vikuritið „Bunte“ leitaði álits þekktra vísinda- manna á því, hvað hér væri raun- verulega á ferðinni. Fer greinin hér á eftir! Þaö suöaöi í myndavélum. Kveikt var á Ijóskösturum, og viss blettur var baðaöur skærum Ijósum. Allir horfðu á konuna, sem nú tók skrúfjárn og hóf að skrúfa fast á vegginn skilti, sem hún hélt á, í rannsóknarstofu í Max-Planck- stofnuninni í Múnchen. Á skiltinu stóö nafn konunnar: Mildred Scheel. Stuttu síöar gefur hún, forsetafrú Sambandslýðveldisins, skýringu á tilefni þessa fundar: Á næstu árum, kunngerir hún, mun krabbameinssjóöur hennar veita vís- indamönnum í Múnchen þriggja milljóna marka styrk til aö hrinda í framkvæmd mikilvægri áætlun. Fyrir þetta fé ætla þeir dr. Volker Kachel og dr. Gúnter Valet aö byggja nýtt tæki til aö finna krabbameinsfrumur mun fljótar en hingað til hefur veriö hægt. Og því stendur núna flókinn tækjabúnaöur í rannsóknarstofu þeirra í Múnchen. „Gegnumstreymisfrumumælir“ (bráöabirgðaþýðing) er heiti tækja- samstæöunnar, sem læknarnir ætla aö nota í ofangreindu skyni. Annaö eins áhald, segja vísindamennirnir, að hafi aldrei veriö til. Þaö vinnur þannig: Vefj- arsýni er tekiö úr sjúklingi. Þær frumur, sem þannig fást, eru litaöar og settar í þykkan vökva. í straumi þessa vökva líöa þær hægt framhjá sjóngleri rafeinda-ljósmyndavélar. af krabba- meins- vígstöðv- unum? (

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.