Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 7
HÚSGÖGN Nýttá húsgagna- markaðnum Sú var tíö, aö svokallaöar „prikamublur" þóttu einar í hús- um hafandi og átti sá stíll upp- runa sinn á Noröurlöndum. Bretar héldu samt sínu striki í hús- gagnagerö og gera þaö raunar enn. Þar er áherzlan umfram allt lögö á mýkt og þægindi, en einn- ig hitt, að hlutirnir sóu slitsterkir og lausir viö viökvæmni. Þetta sófasett er kallað Tigris og er nýtt frá Bretlandi. Fyrir utan mjóa kanta úr póleruöu mahogny að framan, er ekkert sjáanlegt úr viöi. En settið er á hjólum og því vel hreyfanlegt. Völ er á ýmiss konar áklæöi, en allt er þaö 100% bómullarefni, mjög slitsterkt og „scotsguarded“ eins og þeir kalla þaö, eða meðhöndlað til aö hrinda frá sér vökva og hrekkur kaffi eða vín á því sem vatn á gæs. Áklæöiö er stangaö meö dacron-fylli á milli laga, en stung- iö í mynstrin, svo þau verða upp- hleypt. Bólstrunin er svampur og dacron-fylliefni og er þetta dúnmjúkt ásetu. Settiö fæst í Húsgagnahöllinni, Bíldshöfða 20. Það samanstendur af tveggja sæta sófa, þriggja sæta sófa, stól og skammeli — og kosta.r 40.980,-. Nokkur dúnmjúk hægindi Enda þótt stólarnir á myndinni til vinstri sverji sig nokkuð í ætt viö sólstóla, eru þeir ekki fyrst og fremst til þeirrar notkunar, en mundu þó geta gegnt því hlutverki einnig. Þetta eru framúrstefnuhægindi, dúnmjúk ásetu og enginn ætti að þreytast í meiri háttar setum, því hægt er aö stiila bakhallann mjög mikiö og nánast liggja útaf. Fótaskemillinn er hluti af sjálfum stólnum, en hægt er aö brjóta hann inn undir stólinn, ef maður vill vera laus viö hann. Þetta undur í stólslíki hefur veriö upphugsaö og teiknað austur í Japan og heitir höfundurinn Toshiyuki Kita og er arkitekt. Stóllinn er eiginlega færöur í föt; hann er fáanlegur með allskonar utanyfirtaui og aðallega er það strigaefni í fjörlegum litum. En líka er hægt aö fá hann leðurklæddan. Þaö er Casa í Borgartúni 29, sem selur gripinn, og hann kostar meö tauáklæði kr. 7 þúsund, en 12 þúsund meö leðri. Húsgagnaverzlunin Casa í Borgartúni 29 er sér á parti í þeirri viöleitni aö gefa ís- lenzkum kaupendum kost á margskonar gripum, sem heimsfrægir hönnuðir og arkitektar úti í heimi hafa teiknað. Sumir stólar af þeim uppruna eru meira fyrir aug- aö en þægindin, en þannig er því ekki varið með þann frumlega stól, sem sést á myndinni. Hann er auö- kenndur meö AEO, er frá Cassina á Ítalíu, en teiknað hefur Paolo Deganello 1973. Fótstykkiö er steypt úr plasti, grind uppúr því er úr stálblööum og rörum. Setan er bólstruö, klædd canvas- áklæöi og samskonar dúkur er í bakinu, en það er ekki bólstrað aö ööru leyti. Stóll- inn er mjúkur og þægilegur að sitja í og ætti að geta komiö til álita hjá þeim sem hneigjast aö framúrstefnu í húsbúnaöi. Veröiö er kr. 6.100,-.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.