Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 9
'3S:'"«V_ 'fl'i . í ©«U«*ní .J*' \ ðKtfLtA^K^ /'aja/J/Íi ^/Tczr *. -^*í> / v; r>is^''c*Yn»*t$trdMr '•' f A „ ' "O'"' """ :3Síí';SslTOSKI IraiiBía- X? a/v€\ 4 «?-• á, / \ ’®*i*S£j*r '—' ; •' stLVOOSBAfOM.^ V 4. 1»' '•-. Wtfc "w . s' ■?= , .‘ÍSRsr-5 íó J I tR^IOOAl-StRilNK! ■ ■ íw / ’ reyndar ekki uppá Skeiðarársand í haf- villu, heldur hraktist upp, svo sem hér verður sýnt framá. Það er nefnilega ætl- an mín að fjalla hér um orsök þess, að Austur-Indíafar, sem sízt skipa hefði átt að vera í hættu af íslandi, strandar hér á Söndunum. Ég veit ekki til að það hafi verið rakið á blað eða bók, hvernig þetta hefur raunverulega gerzt. í Lesbók Morgunblaðsins 3. maí 1936, segir sá vísi maður, Árni Óla, frá þessu skipsstrandi og er frasögn hans hin fróðlegasta um allt er lýtur að strand- inu eftir að skipið er strandað en frá- sögnina af siglingu þess er ég ekki sátt- ur við. Einkum finnst mér skorta, að það er ekki skýrt af hverju skipið er statt á 62. breiddargráðu, þegar óveðrið skellur á það. Þetta kenni ég heimild- armanni Árna um silginguna, en hann er hollenzk ungfrú eða var það 1936. Árni styðst í sinni frásögn við Árbæk- ur Espólíns, íslenzka annála, íslands ártöl Gísla Konráðssonar, alþingis- bækur 1669 og doktorsritgerð ungfrú M. Simon Thomas um siglingar Hollend- inga til íslands á 17du og 18du öld (Onze Ijslandsvaarders in de 17de en 18de Kortið sýnir stöðu,jskips aftakavéður a suðyestan V ! '/ jr hrekurHþað í átt til Islands. Síðan hefur veðrið gengið í suðaustrið og þá átti skipið ekki undankomuleið egar ?R9 ® Eeuw) og prentuð var í Amsterdam 1935. Það mun vera til eitt eintak af þessari bók í Landsbókasafninu og vissulega væri fróðlegt að fá hana þýdda. Það er ekki fyirferðarmikið, sem íslenzkir fræðimenn hafa tekið saman um Hol- lendinga hér við land fyrr á öldum og sennilega veit íslenzkur almenningur lítið um Hollendinga, sem hér voru fjöl- mennir í tvær aldir, nema sagnir um sakamenn, sem hafi komizt í hollenzk skip og Hollendingarnir hafi notað rauðhærða stráka í beitu. Hér fer nú á eftir stytt endursögn af Lesbókargrein Árna Óla af strandinu og afleiðingum þess, en síðan fer ég útá sjóinn: Skipið hét Skjaldarmerki Amsterdam (Het Waapen van Amsterdam) og var smíðað til siglinga á Hollenzku Austur- Indíur en stærstar þeirra voru Sumatra, Java og Borneo. Englendingar voru um þessar mundir að hrekja Hollendinga frá Indlandi en Hollendingum tókst aft- urámóti að varna Englendingum að ná fótfestu á Hollenzku Austur-Indíu eyj- unum. Þessar þjóðir áttu sem sé í stríði, þegar sagan hér gerist. Skjaldarmerkið hefur eflaust verið mikið skip. Þau voru það Austur-Indía- förin. Það er ekki getið um stærð þess, en varla hefur það verið minna en á áttunda hundrað brúttórúmlestir með lyftingu að aftan og kastala að framan og þá tveggja eða þriggja þilfara. Skipið hefur verið að minnsta kosti tíu ára gamalt, þar sem það fer í sína fyrstu ferð 1654 en strandar 1667. Eflaust hefur þetta verið eikarskip. Það var vandað til Austur-Indíafar- anna. Það hefur verið „skverriggað" eins og öll langsiglingaskip þess tíma. Vegna ófriðarins vildu hollenzku Austur-Indíuskipin ekki hætta á að sigla Ermarsund á leið sinni til heima- hafnar í Hollandi, heldur sigldu fyrir vestan írland og norður á 62° n.br. og áfram austur um og tóku Færeyjar. Þaðan sigldu þau suður til Hjaltlands, þar sem hollenzk herskip biðu þeirra til að fylgja þeim suður Norðursjó. Hol- lenzku Austur-Indíaförin reyndu að hafa sem mest samflot til þess að hol- lenzki flotinn gæti fylgt sem flestum í einu þennan síðasta hættuspöl frá Hjaltlandi til Hollands. Siglingar á Austur-Indíur hafa ekki verið neinar skyndireisur. Skipin voru 8—9 mánuði hvora leið, ef þeim byrjaði sæmilega. Til er skýrsla um ferðir Skjald- armerkisins. Skipið fór í sína fyrstu ferð 20. október 1654 og kom heim 16. júlí 1657 og hefur þá verið í ferðinni tvö ár níu mánuði og fjóra daga. í næstu för lagði skipið upp 13. október 1657 og kom aftur í heimahöfn 30. júní 1959 og hefur þá verið í þeirri ferð eitt ár átta mánuði og sautján daga. í þriðju ferðina fór skipið 17. desember 1659 og kom aftur 30. júní 1661 og sú ferð tekið eitt ár sex mánuði og þrettán daga. Fjórðu ferðina byrjar skipið 27. september 1661 og lýkur henni 18. júlí 1663 og er því eitt ár og níu mánuði og tuttugu og einn dag í þeirri ferð. í sína fimmtu og síðustu ferð lagði skipið upp frá Amsterdam 21. maí 1664 og þeirri ferð lauk á Skeiðarársandi 19. september 1667 og hefur þá skipið verið þrjú ár og fjóra mánuði í þeirri ferð og hefur þá verið um að ræða ein- hverjar óvenjulegar tafir og sennilega af völdum stríðsins, nema fallið hafi úr ferð í skýrsl- um. Hollenzku Austur-Indíaförin voru sein fyrir 1667, lögðu ekki upp að austan frá Java fyrr en 26. janúar í stað þess sem venja var að leggja af stað að hausti og koma um mitt sumar í heima- höfn í Hollandi. Þetta orsakaði svo það, að skipin lentu í haustveðri á Norður- Atlantshafi. Svo segir orðrétt í Lesbókinni um siglinguna (undirstrikanir mínar). „Hollenzku skipin munu hafa orðið seinni til heimafarar frá Batavia þetta ár heldur en endra- nær, Lögðu þau ekki á stað þaðan fyrr en 26. janúar 1667. Fæ ég ekki séð hve mörg þau voru sam- an, því að í heimildum er talað aðeins um „nokkur skip“. Þessi floti kom til Góðrarvon- arhöfða í maí og dvaldist þar fram í öndverðan júní. Þá var siglt á stað og samkvæmt fyrir- skipun átti að halda rakleiðis norð- ur undir Færeyjar. Gekk ferðin vel, en flotinn lenti vestar en gert var ráð fyrir og var kominn undir ís- land á 62. breiddargráðu. Þá var það, aðfaranótt 17. sept- ember, að á rauk æðiveður. Leyst- ist þá flotinn sundur, og er sagt að veður hafi verið svo voðalegt, að menn hafi búizt við því að skipin myndu sökkva þá og þegar, og hver stund væri sín síðasta. Flest skipin hleyptu til Færeyja uppá líf og dauða. En vegna strauma í sundunum og óveðurs var ekki viðlit að leita hafnar, þegar þangað var komið. Komust þá öll nema eitt í landvar hjá Kvalbö og lágu þar af sér mesta garðinn. Komust þau síðan til Þórshafnar 1. október. En eitt skipið fórst við Færeyj- ar. Það hét „Valcheren" eign verzlunar- og siglingafélagsins Kamer Zeeland. Er mér ekki kunnugt um afdrif þess nema, hvað sagt er að 17 menn einir hafi komizt af. Það er nú frá Het Waapen van Amsterdam að segja, að þessa sömu nótt sem ofviðrið brast á, rak það upp að suðurströnd ís- lands og fórst þar við sandana tveimur nóttum seinna.“ Örmagna á söndunum Á þessum tíma voru engin tæki til björgunar úr landi og það gat liðið lang- ur tími áður en strands yrði vart í sveit- unum uppaf strandstað og svo mun hafa verið í þetta skipti. Mörgum skipreika manninum hefði verið betra að farast í brimgarðinum en skola lifandi á land. Örlög margra urðu þau að reika áttavilltir um sandauðnina þar til þeir örmögnuðust af þreytu og lögðust fyrir og króknuðu. Þessi urðu örlög flestra af skipshöfninni og farþeg- um á Skjaldarmerkinu. Það skolaði mörgum á land á reka úr skipinu og einnig er þess getið í annál- um að einhverjir hafi bjargazt á skips- báti, sem ekki er þó trúlegt og þá enn síður sú saga, að svertingi einn hafi synt með marga menn í land en loks drukkn- að sjálfur í einni ferðinni. Það verður að gera ráð fyrir að þessi svertingi hafi vanizt hlýjum sjó, og einu gilt, hversu góður sundmaður hann var. Hann hefur ekki synt margar ferðir í köldum sjón- um hér við land í gegnum brimgarð útí 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.