Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 6
Heimilisfaðir og fyrirvinna Eftir Alfreð Böðvar ísaksson ungið fyrir Sæmund Sumt fólk gerir sér því miður enga grein fyrir því, hve friðhelgi heimilisins er mönnum eins og mér dýrmæt. Ég veit ekk- ert unaðslegra en að geta hvílt í skauti fjölskyldunnar, eins og komist er að orði, finna það öryggi er hvert það heimili veitir, sem á annað borð er á traustum grunni byggt. Heimili á borð við mitt. En eins og heimspekingurinn sagöi: Eng- in vígi eru að öllu óvinnandi, og hann hefði svo sannarlega mátt bæta viö: einkum, þegar illyrmislegur svikari reynist vera í röðum þeirra sem vígið byggja. Konan mín getur á stundum veriö svo tillitslaus, og þegar sá gállinn er á henni, eru henni tilfinningar eiginmannsins lítið annað en smámunir, sem ekki eru til neins nema að hundsa. Hún birtist t.d. í eldhús- dyrunum eitt kvöldið. Við vorum rétt búin að snæöa þessa dýrðlegu máltíð sem hún hafði matreitt af alkunnri snilld og ég var í þann veginn að slaka á svo maginn gæti betur melt, þegar hún galaöi til mín: — Alfreð Böðvar, ég þarf að fara út í kvöld! Þetta kom mér satt að segja mjög á óvart, og ég benti henni vinsamlega á það, að kurteislegra væri nú að hafa meiri fyrir- vara á svona tilkynningum. Og að ef það væri ekki hægt, að þá bara sleppa því sem um væri að ræða. Þetta sagði ég mjög kurteislega, eins og minn er vandi í viðræö- um, einkum þegar konan mín á í hlut. En hún lét sér ekki segjast, heldur ítrek- aði þessa grófu tilkynningu og fórnaði þar með rósemdarkvöldi fjölskyldunnar rétt eins og ekkert væri. Alveg ferlegt, eins og ungdómurinn segir nútildags, hugsaði ég. Hún skyldi bara hafa sitt fram, það væri allt í lagi. Hún myndi sjá eftir því seinna meir, hana mundi iðra síðar, hvernig hún heföi forsmáð allar þær yndislegu stundir, sem við hefðum getaö átt saman, ef ekki heföi ætíð og alltaf komið til aö hún hefði öðrum hnöppum að hneppa. í sömu andrá hringdi dyrabjallan, og nágrannar okkar, Auðunn og Karla, stóöu fyrir utan með ársgamalt barn sitt í fanginu. — Hæ, sagði Karla, sem hefur orðiö fyrir þeim hjónunum. Hún er lítið fyrir það að hleypa manninum sínum fram fyrir sig, og mér finnst hún satt aö segja ekki hafa æskileg áhrif á konuna mína á stundum. — Okkur Auöun langaði svo í bíó, hélt Karla áfram, — og okkur datt kannski í hug aö þiö vilduö líta eftir honum Sæmundi litla á meðan. Hann er voöa vær og sefur bara. Mér varð litið á Sæmund litla. Hann var glaövakandi og mikil skeifa í vændum á andlitinu. — Ég er að fara út úr dyrunum, sagði konan mín, rétt eins og hún ætti heiminn, — en hann Alfreö Böövar er áreiöanlega til í að láta krúttið sofa hérna i sófanum. Þar með var hún búin aö segja sitt og rokin í kápu og útiskó. Ekki datt henni í hug að spyrja mig álits áður en hún blaðraði svona hugsunarlaust viö Körlu. Hún er ábyggilega konunni minni slæmur félags- skapur, og ég sárkenni í brjósti um Auðun. Sæmundur horfði á mig og slefaöi. Auðunn og Karla horfðu líka á mig, en án þess aö slefa. Eg horföi á þau á móti, gafst upp og benti á sófann. — Það hlýtur- að fara vel um hann þarna. Sæmundur litli var settur í sófann með flosáklæöinu og í það slefaði hann enn meira. Óskaplega framleiða börn mikiö af munnvatni, hugsaði ég, og áhyggjuhrukka færðist yfir enniö þegar ég sá fyrir mér sófann fljóta út úr húsinu ásamt með hinum mublunum. Mér fannst tilhugsunin ekki óraunsæ, miðað við hið gífurlega munn- vatnsmagn. Og þar með voru þau rokin, konan sem haföi svikið mig svona á þennan svívirði- lega hátt án þess aö blikna eöa blána, og Karla og Auðunn, sem þurftu svona líka nauðsynlega aö fara í bíó. Ekki hafði hurðin fyrr lokast á eftir þeim en Sæmundur litli myndaöi skeifuna á and- litinu til fulls og áður en nokkrum vörnum varö við komið brast hann í skerandi grát. — Vaaaaaaaaaaaaa!!!!! skældi Sæ- mundur meö miklum ekkasogum, sem komu með óhugnanlega löngu millibili. Ég tók hann upp til að hugga hann og Eiríkur litli, augasteinninn hans pabba síns, og Soffía, sem ekki er lengur lítil heldur mynd- arleg dama að verða, komu þjótandi út úr herbergjunum sínum. — Ertu að skæla, pabbi!? hrópaöi Eirík- ur litli, og mér þótti strax vænna um hann fyrir vikiö. — Nei, svaraði ég, — karlmenn skæla ekki. En Sæmundur veit það bara ekki ennþá, bætti ég við til skýringar. — Ji, hvað hann er mikið krútt, maöur, hrópaði Soffía upp yfir sig og munnvikin náðu saman aftur á hnakka á henni af hrifningu. Krúttiö lét enn hærra en áður, og þaö varð til þess að Soffía fékk tilefni til aö koma á framfæri spaklegri athugasemd: — Þú heldur vitlaust á honum. — Hvernig á ég þá aö halda á honum?, spuröi ég og varö dálítiö pirraöur út í hana dóttur mína fyrir það aö bjóöast ekki bara til að taka hann Sæmund að sér. Ekki hefði henni veitt af því, veröandi móðurinni, kon- unni og meyjunni. — Haltu honum þannig aö hakan hvíli á öxlinni, sagði Soffía með matrónusvip á andlitinu. — Þvættingur, ansaöi ég. — Þá getur barnið bitiö í tunguna á sér. Það vil ég ekki. — Sveimérþá, pabbi, þú ert, sko, al- gjör, var eina athugasemd Soffíu, og svo sneri hún barninu í fanginu á mér þannig að það hvíldi með hökuna á öxl minni. Gráturinn minnkaöi ekki. — Þarna sérðu, sagði ég og sneri barn- inu rétt aftur. — Hann vill liggja í fanginu á mér. — Þá er hann svangur, sagði Soffía og vildi ekki gefa sitt eftir. — Ég er líka svangur. Gefmér aö borða, pabbi, sagði Eiríkur litli og togaði í hand- legginn á mér með þeim árangri að ég var næstum búinn að missa Sæmund í gólfið. — Barnið er, ékki svangt, sagði ég mynduglega. — Foreldrar hans sögöu, að það ætti að sofa. Ég gekk að sófanum og lagöi Sæmund aftur í hann. Hann varö trítilóður og öskraði eins og hann ætti lífið að leysa. Sæmundur var greinilega ekkl á sama máli og foreldrar hans, og sýndi þess engin merki aö hann ætlaði að leggjast til svefns. — Þú átt að leggja hann á magann, sagði Soffía föst við sinn keip. — Ef hann gubbar, þá svelgist honum á. — Hann gubbar ekkert, hreytti ég út úr mér, en bað samt hann Eirík litla, sem stendur aldrei uppi í hárinu á honum pabba sínum, að ná í gólffötuna til að hafa við sófann. Allur er varinn góöur. Eiríkur iitli náöi í fötuna, og ég sneri Sæmundi viö á meðan. Það hafðist, eingöngu vegna þess aö ég neytti aflsmunar — Sæmundi datt nefnilega ekki í hug að hjálpa til. Þvert á móti, hann hafði greinilega einsett sér að gera mér lífið eins erfitt og honum var frek- ast unnt. Og ég neita því ekki, aö óstöðv- andi gráturinn var farinn að gera að verk- um að ég varð eilítið minna blíðlegur en ég á annars vanda til gagnvart litlum börnum. — Sæmundur minn, á ég að segja þér sögu? Á Alfreð Böövar aö gera þaö?, reyndi ég að spyrja, en Sæmundur gegndi því engu. Hann var of upptekinn við að gráta. — Pabbi, gefmér að boröa, sagði Eirík- ur, og gaf það berlega í skyn að sér fyndist það óréttlátt að ég skyldi sinna Sæmundi, mér vandalausum meair en mínum eigin syni. Og ég get ekki neitað því, að ég heföi heldur viljað vera laus við Sæmund, svo ég hefði getað átt notalega stund með Eiríki, skipað honum í bólið og átt síðan notalega stund með sjálfum mér. En nú sat ég í þessari líka súpu, allt vegna takmarkalauss tillitsleysis konunnar. Þá hringdi síminn. Það var konan í næsta húsi hinum megin við götuna. — Ég heyrði barnsgrát. Ekki voruð þið aö fjölga? Á ykkar aldri? Til hamingju, hjartanlega til hamingju ... — Nei, greip ég fram í. Viö vorum ekki að fjölga, en viö ættleiddum fimmtán börn okkur til gamans. — En gaman, svaraði hún, og ég rétt náöi aö grípa fram í fyrir henni aftur. Þessi kona er nefnilega með þeim ósköpum gerö, aö maöur talar ekki viö hana, í besta falli grípur maöur fram í fyrir henni. — Já, okkur finnst svo gaman að börn- um. Sælar, sagöi ég og lagöi á. Soffía hafði staðið þegjandi og virt mig og Sæmund fyrir sér. Ég efast um aö hún hafi veriö að dást að fööur sínum í barna- píuhlutverkinu — en hún er, vel aö merkja, lítið gefin fyrir að hrósa öðrum. Hún segir í mesta lagi: Algjör, og þar með er málið útrætt. Nú kom hún þó meö tillögu. — Þú átt að syngja fyrir hann. Hann vill áreiðanlega að þú syngir fyrir hann. — Og hvaö á ég að syngja?, spurði ég hálfhryssingslega. Svitinn var farinn aö boga af mér, og ég var satt aö segja reiðu- búinn að syngja fyrir Sæmund, ef þaö mætti verða til þess að þagga niður í sker- andi grátinn í honum. — Syngdu bara einhverja vögguvísu. — Ég kann enga vögguvísu, sagði ég örvæntingarfullur. Ég er búinn að gleyma öllum vögguvísunum, sem mamma mín söng fyrir mig þegar ég var lítill. — Syngdu þá bara teitthvaö, sagði Soffía fullkomlega miskunnarlaus. Þú hlýt- ur að kunna einhverja vísu. — Ég er þyrstur, sagði Eiríkur. Fer hann ekki að þagna bráðum?, bætti hann við þreytulega. Hann var auðheyrilega líka bú- inn aö fá nóg af Sæmundi. — Bíðum viö, hrópaði ég allt í einu upp og Ijómaði af gleði. Gaudemus Igitur. Ég get sungið það. Hann skilur hvort eð er ekki textann. Hann er á latínu. — Ég er svangur, pabbi, gef mér mjólk að drekka, sífraði Eiríkur, en ég skeytti því engu. Nú skyldi ég syngja til að stöðva grátinn í Sæmundi. — Gaudeaaaaamus Igituuuuur, juven- eeees dum suuuumus, söng ég, og á þeim stöðum sem ég var farinn að ryðga í latn- eska textanum söng ég inn í milli róró og róró, og vonaði að Sæmundur tæki ekki eftir því. Mér til hugarléttis sá ég og fann, aö hann gerði engan greinarmun á róróinu og latínunni. Hann steinhætti aö gráta og staröi á mig með galopin augu og munn, og mér óx ásmegin i söngnum, og ég fór smám saman að dilla Sæmundi í takt viö Gaudeamusinn. Hann stífnaði upp allur af fögnuði og hlustaði þegjandi á söng minn. Þetta er kannski elskulegasta barn, þrátt fyrir allt, hugsaði ég og söng hærra en áöur. — Trallala, söng ég af hjartans lyst og tilfinningu, og brátt leið að því að ég gat lagt Sæmund frá mér í sófann, og þar sofn- aöi blessað barnið svefni hinna réttlátu. Þá hringdi síminn aftur. Það var konan í næsta húsi, hinum megin við götuna. — Það er Ijótt aö berja lítil, ættleidd börn. Ég skal bara segja þér þaö, að ég heyrði skelfingarópin í þeim alla leið hingað heim til mín, og ég læt þetta, sko, ekki átölulaust. Ég læt ábyrga aðila tala nokkur orð við þig, Alfreð Böðvar! Hún skellti á. Ég stóð með tóliö alveg gáttaður í hendinni. Hún hlaut að vera orö- in kolrugluö, manneskjan. Hún bar að minnsta kosti ekki mikið skyn á latneska stúdentasöngva. Til allrar hamingju hafði Sæmundur litli ekki vaknaö, og ég gat því sýnt konunni minni steinsofandi engil í sófanum, þegar hún kom heim. Og þótt ég segi sjálfur frá, örlaði á hrifningarbrosi á andliti hennar. Hún hefur áreiöanlega ekki búist viö því, að ég heföi svona gott lag á litlum börnum. Stuttu siðar birtust þau Auöunn og Karla til aö ná í hann Sæmund sinn, og þau áttu varla orð af hrifningu, þegar þau sáu, hvaö hann svaf vært, og þökkuðu mér mikiö fyrir. En þá hefði mér fundist allt í lagi að konan mín hefði haft vit á að þegja. Svona einu sinni. — Komið þið bara með krílið þegar þið viljið. HANN ALFREÐ BÖÐVAR HEFUR SVO GAMAN AF ÞVÍ AD PASSA, ÞEGAR HANN ER EINN Á KVÖLDIN!!! Ég hefði getaö grátiö ef ekki væri vegna þess aö karlmenn gráta aldrei... 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.