Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Page 12
Úr fjarlægð verður ísland ... aftur á móti æft mig í að yrkja á ensku með stuðlum og höfuð- stöfum eins og í hefðbundnum íslenzkum kveðskap. Á þessum árum hef ég kynnzt ýmsu gömlu og nýju í íslenzkri ljóðlist. Til dæmis Jónasi Hall- y grímssyni af skáldum fyrri ald- ar, en í nútíðarljóðlist held ég mest uppá það órímaða, til dæmis eins og það birtist hjá þeim Þorsteini frá Hamri og Steini Steinarr. Það er hvetjandi að vera skáld á íslandi; sjálf er ég víst nátt- úrubarn og kann miklu betur við mig í snertingu við náttúruna en manngert umhverfi eins og New York til dæmis. Mér er minn- isstæð ein nótt í Mývatnssveit. Við höfðum komið í Hljóða- kletta og um nóttina var sofið í tjaldi og það var merk upplifun út af fyrir sig. En um nóttina dreymdi mig, að ég var í álfa- kirkjunni í Hljóðaklettum. Hún var þéttsetin álfum og þar var líka álfaprestur. Svona stórbrot- in náttúra hlýtur að hafa áhrif á mann. Ég hef ort um þessi áhrif og einnig um efni úr íslenzkum þjóðsögum. En líka um fólk, um stjórnmál og margt fleira. Ekki hef ég lesið þetta fyrir neinn hér, en ætlunin er sú, að þetta ljóðakver komi út í Englandi og ástæðan er sú, að ég þekki útgef- anda þar sem hefur áhuga. Og áður hafa komið út smá ljóða- kver eftir mig vestra. Það er víst óhætt að fullyrða, að ljóðlist á ekki mikil ítök í fólki vestur í Ameríku. Banda- ríkjamenn kunna ekki ljóð utan- að eins og íslendingar. Ég varð í fyrstu alveg undrandi á því, að það var ekki nóg með að fólk hér kynni allskonar vísur, heldur gat það ort vísur, ef svo bar und- ir, og þótti engum mikið. Því miður verð ég að viður- kenna, að skáld hjá okkur fyrir vestan eru rétt eins og „endang- ered species" eða dýrategund, sem er rétt að verða aldauða. Svo það er eitthvað meira en lít- ið undarlegt að tilheyra þessari tegund. Af því leiðir einnig, að það er afskaplega erfitt að koma sér á framfæri eða öðlast frægð sem skáld. Aftur á móti. Ef ég hitti ókunnuga hér og segi, að ég yrki ljóð, þá vekur það enga undrun og viðmælandinn segir manni kannski, að hann geri það nú líka. Á íslandi eru skáld tekin sem hvert annað listafólk. Og hvað svo? Ég verð á Is- landi í sumar, aðallega fyrir norðan býst ég við. En í ágúst fer ég aftur til Ameríku. Nú er komið að kaflaskiptum; íslands- dvöl er lokið að sinni og við tek- ur kennsla í bókmenntum, lík- lega í Arizona. Vonandi ei- ég þó ekki farin fyrir fullt og allt. Ég hef átt mínar góðu stundir hér, en þjáð- ist svolítið af heimþrá í fyrra- vetur, enda var sá vetur langur og erfiður. Kannski fæ ég heim- þrá hingað, þegar ég er komin vestur. Það er nú svo, að vissu- leg sé ég ýmsa galla, þegar ég er hér. En um leið og ég er komin í burtu, verður ísland næstum því fullkomið." Gísli Sigurösson 12 SÓLAR- HÆÐIN SMÁSAGA eftir Kristin Snæland Stýrimaöurinn hét Abraham og haföi verið í barnaskólanum á Húsavík árið sem skólinn fauk út í sjó. Stundum sagöi hann aö sjómennsku heföi hann byrjað í skóla- stofunni þegar skólinn flaut í fjöruboröinu. Við kölluöum hann Skeggja eöa tjúgu- skegg en Abraham, sem var lágvaxinn, haföi mikiö hár og tjúguskegg hæruskotið er náöi langt niöur á bringu. Meö nokkrum sanni mátti segja aö ekki sæist framan í Skeggja utan þaö aö rétt grillti í augun. Skeggi haföi tvo áberandi kæki, annan reyndi hann aö fela og lét hann ekki eftir sér nema þegar hann hélt aö enginn tæki eftir, sá kækur var aö hringsnúa efri gómnum uppi í sér og stööva góminn ýmist á hvolfi eöa upp á rönd, þessar tilfæringar framkvæmdi Skeggi ekki nema á vakt, sitjandi í stýrimannsstólnum og lygndi aftur augunum á meðan og því gátu hásetar virt fyrir sér þessar æfingar. Hinn opinberi kækur Skeggja var þannig aö hann snöggkipraði saman augun, hnykkti höföinu aftur og skaut hökunni fram um leið. Viö þetta tók skeggiö mikla sveiflu fram og upp. Skeggsveiflurnar fylgdu geöbrigöum Abrahams líkt og jaröhræringar fylgja landrisi viö Kröflu. Þegar stýrimaöurinn æstist eða skap hans fór úr skorðum, jókst hreyfing skeggsins til muna þannig aö áhöfn skipsins gat séö tilsýndar af hreyf- ingum skeggsins hvernig skap Abrahams var. Á dekkinu viö almenn störf eöa sjóbúnaö var Skeggi fremur atkvæðalítill enda dekkliöið hraust og harðsnúið og ekki árennilegt. í sameiginlegum vistarverum yfirmanna eöa í brúnni naut Abraham forréttinda sinna til fulls og lét ekki undirmenn né óviökomandi komast upp meö aö misvirða vald sitt. Hann vísaði undirmönnum sem villtust inn í yfirmannamessann eöa upp í brú á frívakt, miskunnarlaust burt, tilkynnti þeim aö þaö væri ekki ætlast til þess að þeir væru aö flækjast þarna. Skeggi var því ekki hvers manns hugljúfi og þegar hann var á vakt í brúnni var afar alvarlegt ástand á staðnum. Abraham átti þaö til aö ræöa viö hásetann sem með honum var á vakt, þegar Skeggi haföi snúiö efri gómnum góöa stund og komiö honum í réttar skoröur snéri hann sér aö hásetanum, blikkaöi hann og sveiflaöi skegginu og hóf síöan viöræöurnar. Viöræöur Skeggja voru þannig að hann hélt fyrirlestur um tiltekiö efni, en undir- tektir hásetans uröu aö fara eftir sérstök- um reglum. Meöan Skeggi talaöi mátti hásetinn líta ööru hvoru til hans, jánka, taka undir eöa svara ef til var ætlast, en þaö var afar sjaldan. Skeggi lagði ríka áherslu á aö hásetinn fylgdist vel meö skipaferöum og jafnvel þó ekkert skip væri innan tuga mílna varö hásetinn helst aö vera meö hausinn stööugt úti í glugga. Ef hásetinn geröist svo djarfur aö ýja að umræöuefni þá varö hann skilyröislaust aö vera meö hausinr úti í glugganum. Ef hann leit á Skeggja eöa vék sér úr glugganum t.d. til þess aö kíkja á radarinn spuröi Abraham meö þjósti: Ert þú ekki hér til þess aö vera á vakt? Þaö var erfitt aö koma af staö viöræðum viö Skeggja, því öllum beinum spurningum svaraöi hann þannig: Ég kann ekki viö svona yfirheyrslur. Hans veika hliö voru fyrirlestrarnir, hann naut þess aö halda þá og um hin margvíslegustu efni, eins og til að sanna hve vel lesinn og læröur hann væri. Vissulega var Skeggi víst auk Stýri- mannaskólans bæði vélstjóri og tækni- fræðingur en áhöfninni fannst svo sjálfsagt aö bæta því viö aö hann væri líka prestur. í staö beinna spurninga fóru menn í kringum Skeggja og ef einhver vildi t.d. fá aö vita hvaö kukkan væri, þá varö að segja sem svo, samkvæmt Greenwich meöaltíma, þá er klukkan í Reykjavík núna eitthvaö nálægt 1900. Svona yfirlýsingar stóöst Skeggi ekki og úr varö fyrirlestur um Greenwich meöaltíma, lengd og breidd, tímann í New York og Tókíó og loks til samanburöar hvaö klukkan hér um borö væri. Tjúguskeggur var þannig aö hann næst- um elskaöi þá menn sem gáfu honum tækifæri til þess að halda fyrirlestur. Hásetinn sem efndi í fyrirlestur um íslenskar skipasmíöar fékk meira aö segja leyfi til þess aö kíkja tvisvar í radarinn á vaktinni, en Skeggi rakti þróun íslenskra skipasmíöa og lauk fróöleiknum meö þeirri yfirlýsingu aö hann heföi nærri eöa eigin- lega einn byggt einn af fyrstu skuttogurum landsins og þó fleiri heföu vitanlega komið við sögu heföu það nánast verið snún- ingastrákar fyrir hann. Ef viö vildum vita hvenær yröi komið í næstu höfn, þá var best aö koma meö yfirlýsingu um aö þessi eöa hinn Fossinn heföi siglt þessa leiö nýveriö á svo eöa svo mörgum dögum. Fyrir svona fullyrðingu féll tjúguskeggur marflatur og hélt langan fyrirlestur um ganghraða skipsins okkar, ölduhæö, vindátt, hleöslu og að lokum uppá mínútu hvenær við yröum búnir aö binda í næstu höfn. Skeggi haföi óskaplega gaman af alls- konar mælitækjum og tökkum en væru tækin flókin var honum illa viö þau. Radarinn meö öllum sínum tökkum leit Skeggi niöur á og fyrirleit af öllu hjarta. Sjálfstýringin og gíróáttavitinn voru honum meira aö skapi, einföld og meö fáum tökkum sem auðvelt var aö breyta, enda notfæröi Skeggi sér þaö svo óspart aö eftir hverja vakt var hann búinn aö afstiila bæöi tækin auk allra annarra tækja í brúnni utan radarinn. Svo mikinn ímugust haföi Skeggi á radarnum aö á siglingu út Skagafjörö í blindhríö og bölvuöu skyggni, stóö hann viö eina hverfigluggann í brúnni og vék ekki einu sinni þaðan til þess aö líta í radarinn. Þegar við höföum svo nærri siglt niður smá trillu sem rétt straukst meö stjórnborðssíð- unni, þeim megin sem hásetinn stóö viö snjóbyrgöa glugga, sagöi Skeggi: Hvaö er þetta maður! Því sagöir þú mér ekki frá trillunni sem viö vorum aö mæta? Skeggi haföi sérstakt dálæti á sextantin- um, var alltaf meö hann á lofti og tók jafnvel sólarhæö þegar sól var gengin undir og stjörnur mældi hann og ólyginn háseti úr brúnni fullyrti aö Skeggi heföi jafnvel tekiö hæöina á múkka og mávi. Þrátt fyrir allar þessar mælingarferöir út á brúarvænginn kom sárasjaldan fyrir aö Skeggi setti punkt á kortið. Sennilega var þetta af meöfæddri minnimáttarkennd, því greinilegt var aö Skeggi reyndi aö fela litla kallinn í sér meö yfirgengilegum stór- bokkaskap og merkilegheitum. Skeggi var í rauninni lítill, feiminn og hræddur og án sjálfstrausts og því kom enginn punktur á kortiö þrátt fyrir allar mælingarnar. Allar þessar stjarn- og fuglafræöilegu mælingar Abrahams höföu um sinn á heimleiö veriö umræöuefni strákanna og loks gerðist bátsmaöurinn svo djarfur aö koma meö umræðuefni sem leiddi til þess aö Skeggi kom meö fyrirlestur um sextant- inn, not hans og gagn til staðarákvörðunar. Aö fyrirlestri loknum gekk Skeggi út á brúarvæng meö sextantinn, mældi ákaf- lega nokkra stund en gekk síðan rösklega inn í kortaklefa, reiknaöi þar og mældi og skellti svo punkti á kortiö og sagöi ánægöur: Hér erum viö. Þaö eru eftir tveir sólarhringar í Hornafjörö. Eftir tólf tíma lá skipið bundiö viö bryggju á Hornafiröi og þar stönsuöum viö nokkra tíma en síðan var siglt áfram austur um á Djúpavog, Fáskrúösfjörö og víöar en þegar Skeggi kom þar aö sem menn voru í mat eða viö spil, var segin saga aö einhver sagöi upphátt: Strákar haldiði ekki aö viö förum bráöum aö koma á Hornafjörö? En Skeggi flýtti sér burt. Abraham tjúguskegg haföi þannig tekist þótt hann væri bara lítill, feiminn og hræddur að veröa óvinsælasti maöur um borö og þó hann heföi aö eigin sögn byggt skuttogara einn og væri bæöi vélstjóri og tæknifræðingur, fyrir utan allt annað, þá bar enginn viröingu fyrir honum og tæpast aö spegilmyndin hans geröi þaö. Þegar líöa tók á túrinn austur um var skap Skeggja tekið aö grána svo mjög aö hann meira að segja rak vélstjóra úr brúnni meö þessum oröum: Þú hefur ekkert erindi hér, þú ert víst á leið á Horrrafjörð eins og hinir, helvítið þitt. Abraham yfirgaf okkur á Seyöisfiröi og enginn saknaði hans, þessa litla manns. Seinna fréttum viö þaö aö sunnan aö hann væri afar rólegur og meðfærilegur á deildinni ef hann aöeins fengi aö leika sér meö sextantinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.