Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Side 4
Rætt við Cynthiu Hogue enskukennara og skáld Við kynnumst því öðru hvoru, að hingað rekur á fjörur fólk úr fjörrum heimshornum. Það ætl- ar ef til vill að hafa hér skamma viðdvöl, en festist og ánetjast lífinu hér og landinu kannski ekki hvað sízt. I því sambandi á ég ekki við það fólk, sem hér hefur leitað hælis vegna ófriðar eða stjórnmálalegs ófremdar- ástands heima fyrir. Fyrir rúmu ári var hér í Lesbók greint frá bandarískum háskólaprófessor, sem ætlaði til Grikklands, en fór úr flugvélinni í Keflavík og hef- ur síðan komið hvað eftir annað til íslands og dvalið langdvölum, bæði norður í Grímsey, í Vest- mannaeyjum og einkum þó vest- ur á Snæfellsnesi. í þeim hópi, sem gert hefur Island að dvalarstað sínum um árabil án þess að hafa beinlínis ætlað sér það í upphafi, er Cynthia Hogue, ljóðskáld og enskukennari við Háskóla ís- lands. Hún er jafnframt ein þeirra, sem hingað hafa leitað fyrir tilverknað Islendinga- sagna og kann að vera að mörg- um nútíma íslendingi þyki það fjarstæðukennt, ekki meiri ítök en íslendingasögur eiga í meiri- partinum af íslendingum nú- tímans. Til að gera nánar grein fyrir þessu og kynna Cynthiu Hogue, verðum við að hverfa vestur um haf og ögn aftur í tímann. Eins og æði margir þeirra Banda- ríkjamanna, sem ljósir eru yfir- litum, á Cynthia rót sína að rekja til Evrópulanda. Faðir hennar er af enskum uppruna, en ættarnafnið má raunar rekja til Irlands. Aftur á móti er Cynthia sænsk í móðurætt; afi hennar og amma fluttust vestur um haf og töluðu sænsku. í útliti ber Cynthia þess öll merki að vera af norrænum stofni. Þau bjuggu — og foreldrar hennar búa enn — þar sem heita Adirondack-fjöll í New York- fylki. Nafnið er úr Indíánamáli og enginn veit lengur, hvað það merkir. Bærinn heitir Gloves- ville, Hanzkabær; þar búa að- eins 20 þúsund manns og leggja stund á léðuriðnað eins og nafn- ið ber með sér. Cynthia er upp- alin í þessum bæ og eftir því sem hún segir, ber hann flest einkenni amerískra smábæja, þar sem fóik dundar við smá- iðnað og fátt ber til tíðinda. En tiltölulega skammt frá þessari friðsæld er hinn bóginn stór- borgin New York og á unglings- árunum fór Cynthia svo sem einu sinni á ári „í kaupstaðinn". Hún gekk annars í menntaskóla í heimabæ sínum og síðan lá leiðin að heiman eins og gengur. Fyrst í háskóla í Oberin, nærri Cleveland í Ohio, og vegna þess að hún var hnelgð fyrir mála- nám, lagði hún stund á dönsku, frönsku og þýzku fyrir utan enskar bókmenntir. Og hvers- vegna dönsku, en ekki sænsku, mál afa og ömmu? Það var vegna þess að þráðurinn hafði slitnað; móðir hennar hafði ekki lagt rækt við að tala sænsku og gat það ekki og þannig hafði sænskan dáið fljótt út hjá þess- ari fjölskyldu. Til að kynnast danskri tungu nánar, hélt Cynthia til Kaup- mannahafnar eitt árið og innrit- aðist í Kaupmannahafnarhá- skóla. Síðar lauk hún háskóla- náminu vestra: Mastersgráðu í enskum bókmenntum í Buffalo. Þá var hún sjálf farin að yrkja Ijoð og þessvegna lagði hún sér- staklega stund á ljóðlist. Þetta var 1975. Hluti af náminu í Buffalo var námskeið í fornum bókmennt- um. Nemendur kynntust verkum Hómers, Vergils og annarra slíkra og í námskránni stóð, að íslenzkar fornbókmenntir ættu að vera með í þessu námi. Svo fór þó, að aldrei vannst tími til að komast yfir þann hluta, sem var Njála í enskri þýðingu. Cynthia var ekki ángæð með það, en tók sig til á eigin spýtur og fór að lesa Njálu. Skemmst er frá því að segja, að henni þótti það bæði spennandi og áhrifa- mikið. í framhaldi af þessu las hún fleiri íslendingasögur í enskri þýðingu: Laxdælu til dæmis, en mesta ánægju hafði hún af Gísla sögu Súrssonar. Það var heimur íslendinga- sagna, sem vakti athygli hennar á Islandi og uppúr þessu fór hún að fá áhuga á að komast til ís- lands. í því augnamiði sótti Cynthia Hogue um Fulbright-styrk til að læra um Eddukvæði, — og styrkinn fékk hún 1979. Hún hafði þá starfað um tveggja ára skeið við kennslu í bókmenntum í New York og vestur í Arizona, nærri Phoenix. „Ég hafði ekki gert mér nein- ar ákveðnar hugmyndir um ís- land,“ segir Cynthia, þegar ég hitti hana að máli, — og mér til nokkurrar undrunar talaði hún íslenzku mæta vel; beygði næst- um alltaf rétt og hafði furðu góðan orðaforða. „I stórum dráttum vissi ég af myndum, hvernig landið leit út og ég varð fljótlega heilluð af því að geta haft fyrir augunum fjöll og jökla, hraun og fossa. En að sumu leyti var óþægilegt að vera Ameríkani í Háskólanum hér. Maður var hálfpartinn tek- inn sem fulltrúi Hvíta Hússins, eða eitthvað í þá veru, rétt eins og ég bæri einhverja ábyrgð á amerískri utanríkisstefnu og því, að bandarískir hermenn eru í Keflavík. Auðvitað væri æski- legast að þeir væru hvorki þar né annarstaðar. Þetta voru bara smá óþæg- indi. En sem sagt: Ég kom hingað til Islands 1979, — og ég hef verið hér síðan. Ég var á Fulbright-styrknum í eitt ár og lærði íslenzku á meðan og vann um tíma í Bókaverzlun Snæ- bjarnar. En 1980 fór ég síðan að kenna ensku við Háskólann, og hélt að sjálfsögðu íslenzkunám- inu áfram. Tíminn er fljótur að líða og nú hef ég þegar kennt í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.