Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 14
Hinn þekkti bandaríski andlitsljósmyndari Richard Avedon, sem tók þessar myndir af Nastassja Kinski, spáir henni óvenjulegum frama í kvikmyndum. „Andlitssvipur hennar ber vott um svo dá- samlegt næmi og viðkvæmni.11 Nastassja KINSKI — meiri- háttar stjarna Bandarísk blöö fagna Nastassja Kinski sem „fríðasta þýzka kvikmyndaundrinu“ frá því Marlene Dietrich bar þar að landi. Sjálf hefur Nastassja aðeins eina skýringu á frægð sinni: „Ég get tjáö tilfinningar mínar betur í kvikmyndum en í raunverulegu lífi.“ Staður: New York — auðvit- að fínt og dýrt borgarhverfi — Fifth Avenue alveg uppi við Central Park South, þar sem hestvagnarnir bíða eftir róm- antískum túristum. Klukkan er hálfellefu um morguninn — á dagskrá er morgunverður með Miss Kinski á Hótel „Sherry Netherland". Hún lætur ekki kalla sig „Nasti“ lengur. Nánir kunningjar mega í hæsta lagi kalla hana „Nastju“. Þótt Nastassja Kinski hafi ekki komið til Bandaríkjanna fyrr en um sumarið 1980, er hún nú þegar orðin toppstj- arna í bandaríska kvikmynda- heiminum. Heimsfrægir leik- stjórar stjórna kvikmyndun- um, sem hún leikur í, heims- frægir leikarar eru valdir sem mótleikarar hennar, heims- frægir ljósmyndarar mynda hana í auglýsingaskyni. Auk lögmanna, sem hún hefur í þjónustu sinni, starfar Rick Nicita, einn frægasti stjörnu- umboðsmaðurinn í Hollywood, í hennar þágu, en þagmælska hans út á við er þvílík, að ekki má einu sinni nefna það frægðarfólk á nafn, sem hann kemur á framfæri. Auglýs- ingafyrirtækið „Pickwick, Maslansky & Königsberg" í New York sér einnig um málin fyrir Nastassju Kinski og er svo útsmogið í að þverneita blaðamönnum um viðtöl við kvikmyndadísina, að það nálg- ast listræn vinnubrögð. Bara á þessu ári keppa þrjár kvikmyndir með Nastassju Kinski um hylli áhorfenda, fyrir utan dyr hennar standa mikilsmegandi kvikmyndafr- amleiðendur í kippum, þó eru þau tilboð fleiri, sem hún hafnar en þau sem hún fellst á. Hún hefur keypt sér íbúð í gömlu virðulegu húsi við Central Park West, hún á skammt í að verða milljónam- æringur, ef hún er ekki þegar orðin það. Þarna kemur hún. Stundvís, óförðuð og glaðleg, með sóda- vatnsflösku undir handleggn- um. Hún hefur fórnað flaks- andi lokkaflóðinu fyrir drengj- akoll, vegna hlutverks í kvikmynd Coppolas „One from the heart.“ Var það ekki sárt? Nastassja Kinski: Það var svo nöturlegt allt í einu. Hárið er nokkuð, sem hægt er að fela sig í. Það er svo skrýtið, en pabbi vildi aldrei, að ég léti klippa mig stutt. Hann sagði alltaf, að það væri eins og blóm án blaða. En þetta var heppilegt fyrir hlutverkið, það breytti mér. Mín vegna hefði mátt klippa það styttra. Ég hata hálfkák. Hvernig kom ykkur Coppola saman? Nú, hann er í mínum augum hugrakkasti maðurinn í kvikmyndaiðnaðinum, af því að hann fer alveg nýjar leiðir og hefur nægilegt sjálfsálit til þess að framkvæma eitthvað reglulega stórkostlegt. Ég hitti hann árið 1980 á kvikm- yndahátíðinni í Cannes, og hann bauð mér hlutverk Leilu í „One from the heart“ alveg formála- og fyrirvaralaust. Mér leið svo sérstaklega vel í leikaraliði hans og vildi geð- jast honum svo mjög, að ég lagði mig bókstaflega í líma. Það erfiða í fari Francis er, að hann gefur leikurunum svo frjálsar hendur, og stundum kemur upp sú tilfinning, að maður sé alveg einn og yfir- gefinn. En hann segir: Gerðu eitthvað úr því. Fannst þér ekki stundum, að þetta atriðið eða hitt hefði get- að verið ennþá betra? 0, guð minn góður, í þeim efnum þekki ég engin takm- örk; Francis lét mig endurtaka byrjunarstellingar allt að fimmtíu sinnum. Fimmtíu sinnum? Hvernig er þá hægt að halda sönsum? Leiktæknin hjálpar manni heilmikið, og svo líka vaninn. Og framar ölu það, að maður einbeiti sér að sínum eigin miðpunkti, sama hvað á dyn- ur. Að vissu marki ættu menn reyndar að sætta sig frekar við galla sína og láta þá vera í friði, því annars yrði maður bara snargeggjaður. Hvernig er Polanski í sam- anburði við Coppola? Coppola er með hundrað járn í eldinum. Roman bara með eitt: Þá kvikmynd, sem hann er einmitt að taka í það og það sinnið eða þá leikrit eins og þessa dagana „Amade- us“ í París. Þetta er sá jarð- vegur, sem hann fær öll sín kyynjablóm til að spretta úr. Hann er fær um að ná fram mikilli rósemi, og á þessari hæfni byggist líka, held ég, það mikla gengi og þær vins- ældir, sem kvikmyndin „Tess“ nýtur, að einmitt þrátt fyrir allan hraðann í atburðarás- inni er einstaka sinnum hægt að njóta í ró fegurðarinnar einnar saman. Þér eru kunn ummæli tímar- itsins „Time“, að flagarinn Polanski hafí viljað vinna sig upp aftur í siðferðilegt álit í Amcríku með klassísku verki frá Viktoríutímanum? Nastassja Kinski (mjög æst): Þvættingur. Hann hafði lengi haft gerð þessarar kvikmynd- ar í huga handa eiginkonu si- nni, Sharon Tate, sem átti að leika aðalhlutverkið. Og yfir- leitt er Roman manna sízt lík- legur til þess að upphugsa ein- hver kænskubrögð. Það sem hann gerir, gerir hann fyrir sjálfan sig, af því að hann get- ur ekki annað. Hvernig er sambandi þínu við Polanski varið núna? Veiztu, hvað það er við blað- amenn, sem fer svo ofsalega í taugarnar á mér? Það að þeir eru alltaf að spyrja sömu spurninganna. Gegn því er til ósköp einfalt ráð: Svaraðu bara alltaf á sama hátt og eins hreinskilnislega og þú getur. En það gerir þú ein- mitt ekki. Nastassja Kinski: Endur- tekning er leiðinleg. Ég hef aldrei dregið dul á, hve mikil áhrif Roman hafði á líf mitt. Núorðið þykir mér vænt um hann, vegna þeirrar aðdáunar, sem hann vekur með mér. Hann hefur forvitni til að 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.