Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 15
Nokkur aðskotaorð í íslensku Sigurður Skúlason magister tók saman bera, ferskleika — sömu ákefð, hreinskilni, hvatvísi eins og barn. Og um leið vizku og kraft þess karlmanns, sem hefur lifað lífinu, lifað, lifað. En hvernig var það, ætlaði Peggy Siegel ekki að vera hérna viðstödd? Var það ekki? Ertu viss? Nastassja Kinsky hraðar sér í símann. Peggy, ung og gáfuð stúlka, er blaðafulltrúi hennar. Hún kann sálfræði- legu tökin jafnt á háspennu og ördeyðu í framkomu Nast- assju. í hennar augum er þessi þýzka stúlka „fáséð mótsögn“ af bernsku og lífsreynslu, sjálfsöryggi og sjálfsgagnrýni, af fróðleiksfýsn og varnarl- eysi, sjálfstæði og vantrú á sjálfri sér. Hún hefur sem sé eldfimt stórstjörnu-efni til að bera, um það ber öllum saman. Kvikmyndaleikstjórinn James Toback, sem tók myndina „Exposed“ með Nastassju og Núrejév í aðalhlutverkunum: „Ég hitti Nastassju í París. Það fyrsta, sem ég tók eftir í fari hennar: Hún er kvik, hef- ur örugga eðlisávisun og lætur gjarnan tilfinningar stjórna gerðum sínum fremur en rökr- étta hugsun. Maður bíður í ofvæni eftir því, upp á hverju hún kunni að taka næst; ómet- anlegur eiginleiki hjá leikara.“ Nastassja, hreinasti stólp- agripur í kvikmyndir. Sam- anborið við lognværðina, sem einkennir bandarískar kvikm- yndastjörnur, fannst kvikm- ynda-sérfræðingum í New York tvíeykið Núrejév/Kinski vera „taumlaust og tryllt“ í myndinni „Exposed." En hún veitir orðið frétt- amönnum viðtöl af sams kon- ar þjálfaðri færni og bandar- ískir leikarar. Hún hefur margt lært síðustu tvö árin. Þegar henni finnst mikið við liggja, grípur hún til nærri því hreimlausrar ensku. Við tölum saman um ástina, karlmenn, um þær óskir hennar að eign- ast börn, fjölskyldu, og svo hið ógerlega að koma þessu öllu heim og saman við frægðarf- eril í kvikmyndum. Sem stend- ur hefur hún ekki tíma til neins. Nastassja Kinski: Samt er þýðingarmest að elska. En það er svo erfitt. Oft hugsa ég með mér, að ég láti tilfinningar mínar betur í ljós í kvikmynd- um, heldur en ég get í raunv- eruleika lífsins. Þar er ég stundum reglulega stjörf og ætla alveg að ærast yfir því að geta ekki sagt mömmui, hvað mér þykir óskaplega vænt um hana. Eða sagt karlmanni, hve mjög ég elski hann. Maður slær öllu upp í kæruleysi af ótta, við að hann kyynni að verða of öruggur um sig. Hefur þú þegar reynt hina einu sönnu ást? Greinilega ekki — ef átt er við þá ást, sem börn eru getin í, ást, sem fær menn til að vilja stofna heimili. Það er að segja, í hvert sinn sem ég er PRÍSUND, dýflissa, fangelsi, kvalastað- ur, kvöl, pína (OM). Orðið er komiö af pris- ona í miðaldalatínu. Fornfrönsku og miðhá- þýsku prisun, fr. og e. prison. Finnst í ísl. fornmáli ásamt orðmyndinni prísand (Fr.). PRÓBLEM, vafamál, vandamál, við- fangsefni, þraut. Orðiö er komið af pro- blema í grísku. Þ. Problem, d. og e. þrobl- em. Þetta orð heyrist oft í talmáli islend- inga og man ég glöggt eftir því að síðla árs 1918 heyrði ég Kjartan Ólafsson, síðar augnlækni, segja þaö í sambandi viö spænsku veikina svonefndu. Lo. próblema- tískur finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1948 (OH)., PROSENT, einn af hundraöi (OM). Af centum í latínu, sem merkir hundraö, hefur verið búið til orðasambandiö pro + cent(o) og merkir: af hundraði. Þ. Prozent, d. pro- cent, e. per cent. Af prósent hefur orðiö til í íslensku no. prósenta sem merkir: hundr- aöshluti og umboðslaun (OM). Það orð finnst í ísl. ritmáli frá því um 1885 (OH). PRÓSESS, aðferð, þróunarferill, fram- ganga, framkvæmd o.fl. Orðið er komið af processus í latínu sem merkir: framganga. Fr. proces, e. process, þ. Prozess, d. pro- ces, m.a. í merkingunni: málaferli. Finnst i ísl. ritmáli frá árinu 1756 (OH). PRÓSESSÍA, skrúðganga (OM). Orðið er komiö af processio í latínu sem merkir: framganga. Þ. Prozession, e. og d. proces- sion. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1885 (OH). PRÓKÚRA, umboð, fulltrúaumboö (OM). Orðið er komið af procura i ítölsku, en þaö á rót sína aö rekja til so. procurare í latínu sem merkir: sjá um eitthvað. Þ. Procura, d. prokura, e. procuration. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1903 (OH). Af prókúra er myndað orðið prókúristi. Þ. Prokurist, d. prokurist. íslenskulegra er orðið prókúruhafi sem al- gengt hefur orðið í íslensku. PRÓDÚKT, framleiðsla, útkoma úr margföldun (OM). Orðið er komið af pro- ductus í latínu sem er Ih. þt. af so. þroduc- ere er merkir: framleiða. E. product, d. pro- dukt. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1785 (OH). PRÓFESSOR, kennari viö háskóla, gráðu ofar en dósent (OM). Orðið er komið af prófessor í latínu og merkir þar: Maður sem iýsir yfir því aö hann sé lærður (af so. þrofiteri: lýsa yfir). Þ. Professor, d. og e. professor. Finnst í ísl. ritmáli frá seinni hluta 17. aldar (OH). PRÓFETI, spámaður (OM). Oröiö er komið af profetes í grísku og varð proph- eta í miðaldalatfnu. Þ. Prophet, d. profet, e. prophet. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1540 (OH). PRÓFÍLL, hliöarsvipur, hliöarmynd o.fl. Orðið er komið af profilo í ítölsku. Þ. Profil, d. profil, e. profile. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1727 (OH). PRÓFOSS, böðull (OM). Oröið er komið af propos(i)tus í miðaldalatínu og merkir þar: yfirmaður. Þ. Profoss, d. þrofos. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1661 (OH). PRÓGRAMM, leikskrá, efnisskrá kvik- myndar, dagskrá (samkomu) o.fl. (OH). Orðið er komið af programma í grísku sem merkir: opinber tilkynning. Þ. Programm, d. program, e. program(me). Finnst í ísl. ritrháli frá árinu 1892, stafsett prógram (OH). Auöunn P. Gíslason ijóð það er langt þangað til á morgun það er langt síðan í gær og spor mín liggja útum allar víðáttur tímans en það er langt svo óralangt milli sporanna minna — og ég úr augsýn fyrr en varir vikulok ég er þreyttur og mig langar í þig á Laugaveginum þaö er föstudagur og vinnuvikunni lokiö ég skuggamegin með kuldahroll á leiöinni niðreftir þú sólarmegin líka á leiðinni niðreftir björt og það eins og geislar af þér í sólskininu kannski mætumst við á grænu Ijósi og ég segi við þig má bjóða þér kaffibolla IjÓð gamlar minningar; myndir liðin augnablik koma hoppandi og skoppandi og vitandi vits lýg ég að sjálfum mér gömlu ástarævintýri Siguröur Haraldsson Útvarp Reykjavík Fimm ár. Ég fékk fimm ár. Sundurlausar hugsanir milljónir sekúndna nauðganir f massavís Útvarpið dynur allan sólarhringinn. Mér líður sem litlum varnarlausum dreng Ég græt. Ég fékk fimm ár. Að hlusta á Útvarp Reykjavík í fimm ár. Ég græt. Hafið / dimmgráu hafi tilfinninga liggur djúpur straumur um draum. í hyldýpi allra sjáva rennur hvert fljót gegnum langan og krókóttan veg draumsins. Því hafið er stórt. Því hafið er djúpt. Því hafið er miskunnarlaust en hafið gefst aldrei upp . . . 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.