Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Blaðsíða 10
Sökum ófriðar á milli Hol- lendinga og Englendinga neyddust Indíaförin til að sigla norður fyrir Skotland og komast heim Norður- sjávarmegin. Á þessum sveig hrepptu skipin aftaka- veður og Het Wapen van Amsterdam var aftast í lest- inni. Farmurinn lauslega metinn á 300 milljónir nýkróna skip, sem lá eflaust nokkur hundruð metra frá landi. Þá er það og sjaldgæft það lánist að koma út óbrotnum skipsbáti í veltu- brimi á strandstað. Hversu margir komust á land er ekki vitað. Skaftfellingar virðast ekki hafa talið líkin, sem lágu eins og hráviði um sandinn, þegar þeir komu á vettvang en margir einnig deyjandi. Þeirra á meðal skipstjórinn. Hann á að hafa í andlátinu dregið af fingri sér gullhring mikinn og fengið þeim sem að komu, en síðan veit enginn um þann mikla hring. Kannski hefur hann lent hjá Otto Bjelke, sem varð fingralangur í strandgóssið. Það fer engum sögnum af því, hversu lengi skipbrotsmenn voru að hrekjast á sandinum, sem er undarlegt, þar sem menn vita að skipið strandaði aðfara- nótt 19. september og Skaftfellingar hafa og eflaust vitað, hvenær þeir fóru á strandstað og svo hafa þeir sem komust lífs af átt að hafa hugmynd um þetta. Annálar segja mennina hafa verið léttklædda, sem er trúlegt, en síður, að þeir hafi almennt verið í silkifötum. Silki var dýr vara og skipshöfn á Ind- íafari klæddist ekki pelli og purpara, nema þá yfirmennirnir og máski far- þegarnir. Silki hefur og verið í varningi skipsins. Það rak margt á land, þegar skipið tók að brotna og liðast í sundur og þar á meðal vínámur og gerði það skipsbrotsmönnum lífið um stund létt- ara en einnig dauðann. Áhöfn og farþegar um 200 manns Þeir urðu margir ófærir sökum ölvun- ar að bjarga sér en líklega þá fengið hægari dauða en hinir mörgu, sem börð- ust ódrukknir meðan þeim entist þrekið. Það er engin áreiðanleg tala þekkt um fjölda manna á þessu Austur-Indíafari. Það virðist, sem ungfrúnni hafi ekki tekizt að grafa það upp og hún treysti á íslenzka annála, en þeir eru með tölurn- ar 200, 250 og 300 manns, en hinsvegar ber minna á milli um fjölda þeirra sem björguðust en þeir eru sagðir 50—60. Það er ekki óvarlegt að gera ráð fyrr 130—140 manna skipshöfn, en það er óvarlegt að gera ráð fyrir mörgum tug- um farþega. Það voru mörg skip, eða eins og segir „nokkur", á heimleið samflota Skjaldar- merkinu og farþegar eflaust dreifst á skipin og það er athyglisvert, að ekki er getið kvenna eða barna meðal skip- brotsmanna, en konur og börn voru oftast meðal farþega á Austur-Indíaför- unum. Það er ekki skynsamlegt að gera ráð fyrir hundrað farþegum og engri konu og engu barni í þeim hópi. Talan 200 er líklegasta talan á mannfjölda á skipinu af þessum þremur tölum annál- anna. Nokkrir þeirra skipbrotsmanna, sem björguðust, komust utan strax um haustið með dönsku skipi en þeim sem eftir urðu, var komið niður á Seltjarn- arnesi og Kjalarnesi. í Kjalarnesþingi um veturinn eru sagðir 60 erlendir eftir- legumenn. Eitthvað hafa þeir skilið eft- ir sig til endurnýjunar blóði hinna ein- angruðu eyjarskeggja. Þeim hefur aldr- ei verið fullþakkað af þessari þjóð skipbrotsmönnunum um aldirnar, ensk- um, frönskum, hollenzkum, spönskum og þýzkum. Hafi ekki bjargast nema 50—60 menn af Skjaldarmerkinu og nokkrir þeirra farið út um haustið, þá hafa legið hér eftir einhverjir fleiri menn en af þessu skipi. Það barst mikið strandgóss í land og þar í verðmæti mikið. Hinrik Bjelke höfuðsmaður var ekki á landinu, þegar þetta skipstrand varð, en sonur hans, Otto Bjelke, í hans stað. Sá piltur reyndist hinn versti rummungur. Heimtaði allt, sem á land ræki undir kónginn og lét flytja til Bessastaða, en það er hald manna að kóngur hafi ekki efnast á þessu strandgóssi heldur Otto sjálfur og gerðu Hollendingar síðar múður og hafa eflaust þá spurt um tunnurnar sínar. Það áttu nefnilega að vera 43 tunnur fullar af gulli í þessu skipi. Gull að verðmæti 308 milljónir nýkróna í orðabók Blöndals er tunna gulls virt á 200 þúsund krónur. Árni Óla breytir þessu i 8,6 milljónir en Árni er með sama gengi 1936 og Blöndal reiknar á eða svipað. En nú má heldur betur spýta í lófana við breytinguna. Þegar Árni reiknar upphæðina er brennivínsflaskan á kr. 6,50 og svo segja vísir hagfræð- ingar að brennivínsverð sé hald- bezta viðmiðunin við umreikninga á íslenzka gjaldmiðlinum um árin. Nú kostar brennivínsflaskan 23.300 krónur gamlar, en það er meira gaman að umreikna í gömlu krón- unum, enda komið svo mikið rek á þær nýju, að þær eru jafnvel verri viðmiðun en þær gömlu. Á krónu- gildi 1981 hefðu gulltunnurnar lagt sig á 30831000000 og þessa tölu má lesa annaðhvort þrjár billjónir átta hundruð þrjátíu og eina milljón eða þrjátíu milljarða átta hundruð þrjá- tíu og eina milljón. Billjónin er tign- arlegri. Þetta eru 308 milljónir nýkróna. Það hefur verið grafið fyrir minna á íslandi. Þessasr tunnur eru einhvers staðar í Skeiðarársandi og það er vissu- lega grátlegt að finna þær ekki. í sand- inum liggur einnig klukkukopar, sem notaður hafði verið sem ballest, að því er annálar herma. Það var lítið, sem Skaftfellingar höfðu af strandgóssinu, enda hafa þeir reynst frómir menn í frásögnum af sínum hlut í strandgóssi yfirleitt. Þó lak það einhvernveginn út að húsmæður í Öræfum hafi skipt um á rúmum sínum og sofið við silkirúmföt. Það hefur eflaust klætt þær, en hvernig hafa karlarnir þeirra, þessir fúlskeggj- uðu útigangsklárar tekið sig út á silki- koddanum? Krókur tekinn norður á 62. breiddargráðu Þá er komið að því að fara útá sjóinn og í saumana á frásögninni af heimsigl- ingu skipanna, sem birt er hér orðrétt að framan. Eins og fyrr segir, þá hlýtur heimildarmaður Arna Óla í því efni að , vera ungfrú M. Simon Thomas. Hún hefur grafið upp skipsdagbók eða bækur þeirra skipa, sem af komust og einnig réttarskjöl, því að auðvitað hafa átt sér stað réttarhöld vegna skipstapanna yfir þeim mönnum, sem björguðust. Þá verður fyrst fyrir manni, að skip- unin við Góðrarvonarhöfða getur ekki hafa hljóðað uppá, að „skipin sigldu rakleiðis til Færeyja". Þau hefðu þá átt að sigla um Ermarsund og beint í gin enska flotans og einnig framhjá Hol- landi. Þessi frásögn stangast svo á við það, sem segir á öðrum stað í Lesbókar- frásögninni, að vegna stríðsins hafi hollenzku Indíaförin siglt fyrir vestan Bretlandseyjar. Skipunin hefur sem sé hljóðað uppá það, að skipin sigldu fyrir vestan írland og héldu sig djúpt undan íriandi og Skotlandi á leið sinni austur til Færeyja, því að ensk herskip gátu legið við Skotland. Skipin sigla svo norður á 62. breidd- argráðuna og eru þá einar 120 sjómílur undan Skotlandi, þegar þau sigla austur með, en önnur ástæða var þó gildari til þess að þau fóru svo norðarlega. Það auðveldaði þeim að taka Færeyj- ar, þar sem þau áttu að safnast saman, að staðsetja sig á 62. gráðunni. Lengd gátu menn þá ekki reiknað út Skipstjórnarmenn þessa tíma gátu mælt breidd; kvaðranturinn var kominn í notkun, en þeir gátu ekki reiknað út lengd. Til þess vantaði þá réttan tíma. Krónómeterinn var ekki fundinn upp fyrr en um 1730 eða um líkt leyti og sextanturinn. Indíaförin gátu því tekið ákveðna breidd og þau völdu sér 62. gráðu norður breiddar af því að sá breiddarbaugur liggur um Þórshöfn og um Færeyjar miðjar. Þegar þau höfðu fundið þessa breidd, sem var eina stað- arákvörðunin, sem þau gátu gert, þá gátu þau siglt eftir þessum breiddar- baug beint austur á Færeyjar. Það var algeng aðferð til forna við landtöku að sigla eftir breiddarbaug, sem menn vissu að lá bæði um fararstað og áfangastað. Siglingamenn gátu snemma farið að átta sig á breidd; reyndar löngu fyrir daga kvaðrantsins, þó að hann væri nákvæmara mæl- ingartæki en til dæmis krosstréð, sem í fyrndinni var notað til að ákveða sólar- hæð. Við íslendingar höfum manna haldbeztar heimildir um þá aðferð fornra siglingamanna, að sigla milli staða eftir ákveðinni breidd. Hinir margvísu forfeður okkar, sem kunnu miklu meira fyrir sér um siglingar en haldið er almennt, notuðu þessa aðferð í siglingum sínum milli Noregs og ís- lands. Þeir sigldu gjarnan norður með Noregi og lögðu á íslandshaf frá Þránd- heimi, sem þeir vissu á sömu breidd og suðurströnd íslands. Ef þeir sáu til sólar, gátu þeir haft hliðsjón af sólar- hæðinni, hún átti alltaf að verða mest sú sama, ef þeir héldu breiddinni en á nóttum gátu þeir stefnt á fastastjörnu í vestri eða öfugt ef þeir voru að fara frá íslandi til Noregs. Þessi siglingaaðferð, að taka ákveðna breidd og sigla eftir henni beint í austur eða vestur, er sem sé meginorsök strandsins við Skeiðarársand. Vegna enska flotans hefðu skipin ekki þurft að vera komin svona norðarlega, þegar þau voru stödd suður af Islandi og þá langt fyrir vestan Skotland. Prjónastokkar á úthafinu Þá vil ég horfa framhjá því orðalagi, að skipin hafi „hleypt til Færeyja", þeg- ar veðrið skall á þau og hugsað sér að taka þar höfn í þeim veðurofsa, sem lýst er. Uthafsseglskip forðuðust land í ofviðrum ef vindur stóð á land og í ann- an stað eru skipin á sömu breidd og Færeyjar, þegar veðrið skellur á og hljóta að hafa hrakið langt norður fyrir Færeyjar. Hins vegar hafa skipin hleypt undan veðrinu, af því að það var hið eina, sem þau gátu gert sér til bjargar og þau hafa hleypt norðaustur í haf

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.