Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1982, Side 8
íslandsfar hlaðið gulli og gim- steinum strandar á íslandi. Dýr- mætasti farmur, sem til lands- ins hefur komið. Mesta manntjón á einu skipi. Þar sem strönd er lág og sendin og sandrifin breyta sér, minnka eöa stækka og sum hverfa en önn- ur myndast í öðrum stað, urðu til miklir skipakirkjugarðar og þess- ar sendnu strendur voru kallaðar skipagildrur. Við eigUm einn skipakirkjugarð hér við Island, þar sem eru Sand- arnir fyrir suðausturströnd landsins. Á leið sinni frá Evrópu komu skip oftast upp að suðaust- urströndinni. Eftir langa siglingu yfir haf án landkenningar dögum saman og siglingatækin ekki önn- ur en segulkompás og kort, gat mönnum reynzt staðarákvörðunin misjafnlega haldgóð til landtöku í dimmviðri og sjógangi. Það var seinlegt að þreifa sig uppað strönd með miklu útgrynni með handlóðinu til dýptarmæl- inga. Það þurfti að stoppa til að lóða og milli lóðninga gat legið sand- hryggur eða sker. Þá var og erfitt, ef illt var í sjóinn, að lóða ná- kvæmlega með handlóði. Enn er að nefna að fjöllin uppaf Söndun- um gátu villt um fyrir ókunnug- um, þegar svo var háttað skyggni, að lágströndin niðurundan þeim sást ekki og þá ekki heldur sand- rifin, sem teygðu sig langt til hafs og skip sigldu grunlaus nær þess- um háu fjöllum. Við Sandana hef- ur margt strandið orðið þótt fjallasýn væri góð. Hve stran við Island Eftir AsgengfJttkobsson Það liggja eflaust hundruð skipa grafin í sand fyrir suðaust- urströndinni, allt frá Þjórsárós- um og austur að Stokknesi. Það eru engar tölur til, hvorki um skipafjölda né manntjón við Sandana um aldirnar. Þarna eru grafin fiskiskip margra þjóða en sjálfsagt mest um franskar skút- ur og enska togara og sjálfir eig- um við ófá skipin í sandi á þessari strönd. Hvers vegna strandar Austur-Indía- far við ísland? En það er ekki vitað nema um eitt gullskip og það þætti þeim nú lítið á ströndinni suður af Walvis-flóa á vest- urströnd Afríku. Gullskipið okkar var hollenzkt Austur-Indíafar og það skip sigldi 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.