Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 3
veiðimaður, stríðsmaður tveggja styrjalda, maður framkvæmd- arinnar, þannig lifði hann í sál- rænni vörn sem var grátlega þunn. Hann ól á óánægju og ávirðingum. Hann forðaði sér undan gagnrýni eins og hann væri — þó okkur væri kennt að svo væri ekki — Jake Barnes í The Sun Also Rises (Og enn rís sólin), hinn sísæranlegi, tilfinn- ingasami ungi maður, sem svaf með ljósið við koddann. Það er nógu auðvelt að slá því fram að í kringum 1920 hafi betri hlið Hemingways blómstr- að, þegar hann reit sínar mest skapandi sögur og lýsingar og að á seinni áratugunum, þegar verk hans fóru að dala hafi hann ver- ið fórnarlamb duttlunga sinna og á valdi almenningsálits. Þessi skipting er ekki raunsönn. Grobbhaninn skýtur oft upp kollinum í fyrstu bréfum hans og skapandi ritsnilld birtist einnig í bréfum hans frá fimmta áratugnum. Fyrst og síðast skín í gegn helgandi og ósvikinn skáldkraftur. Stuttu fyrir dauða sinn, þegar allt virtist hafa snú- ist gegn honum, er samt haft eftir Hemingway — og þessu trúum við alveg — að „Eg elska að skrifa. En það verður ekkert auðveldara með árunum og þú getur ekki búist við því ef þú heldur áfram að reyna að gera eitthvað betur en þú getur gert.“ Mótun á Parísarárunum Það var á þriðja áratugnum sem Hemingway meitlaði sinn mælskumikla, þrungna stíl. Hann hafði, eins og flestir rit- höfundar, eina sögu að segja, og hélt áfram að segja hana af mikilli snilld með nógu miklum tilbrigðum: Það er sagan um Nick Adams, Jake Barnes, Fred- erick Henry — ungir Ameríkan- ar skráðir til eilífðar í baráttu- sögu þjóðar sinnar. Hemingway bjó þá í París, á þeim tíma sem margir aðrir frammárithöfund- ur bjuggu þar einnig svo sem eins og Ezra Pound, Gertrude Stein, F. Scott Fitzgerald. Hem- ingway setti sér það hlutverk að verða mikill rithöfundur — fyrir honum var þetta fullkom- lega tilfinningalegs eðlis, ástríða. Þó óttaðist hann alla tíð að ritverk hans yrðu dæmd óhæf. Kvíði var hans fasti fylgi- sveinn, stundum svo jaðraði við að hann tæki hann alveg. Þrátt fyrir það dirfðist hann að gefa út nokkrar yfirlýsingar um verk sín; um In Our Times (Á okkar tímum) skrifar hann Pound árið 1923: „Skrif mín hafa stíl“ — og svo sannarlega höfðu þau það. Stuttu síðar skrifaði hann Ger- trude Stein að hann hefði lokið við hina framúrskarandi sögu sína Big Two-Hearted River (Mikla tvíhjartaða fljót) þar sem „ég er að reyna að lýsa landinu eins og Cézanne" — sem er einmitt það sem hann gerði. Gegnum öll þessi fyrri ár voru miklir erfiðleikar í lífi Hem- ingways, sérstaklega eftir slit hans við fyrstu eiginkonu sína, Hadley, sem honum virðist hafa þótt mjög vænt um löngu eftir seinni hjónabönd sín. En það var einnig mikið um æskugleði og græskuleysi, jafnvel þótt bréfin sýni ekki né geti sýnt slíkt jafn ljóðrænt eins og kem- ur fram í minningum frá París, A Moveable Feast. Eitt bréf- anna minnist hins fræga hnefa- leiks gegn kanadíska rithöfund- inum Morley Callaghan, en Scott Fitzgerald var, ótrúlegt en satt, tímavörður, en hann var svo hrifinn af að sjá Callaghan mala Hemingway að hann lét leikinn halda áfram langt fram yfir tilsettan tíma. Annað bréf er fullt af illkvittni í garð Ger- trude Stein: „Það er mikill mis- skilningur að hitta fræga konu innandyra." (En illgirni hans jókst um helming í bókinni A Moveable Feast (Veisla í far- angrinum) þar sem hann skýrir frá að hafa hlerað niðrandi sam- ræður milli Stein og félaga hennar, Alice B. Toklas.) Og á miðjum þrítugasta áratugnum skrifar Hemingway til Fitzger- ald — alveg eins og Jake Barnes væri að skrifa Dick Diver — hvernig best væri að eyða svefnlausri nótt: „Ef þú getur legið kyrr og tekið því með ró og íhugað líf þitt og allt annað eins og óviðkomandi og látið þér standa hjartanlega á sama — hjálpar það djöfulli vel.“ Líf á heljarþröm Hemingway gaf fáar veru- legar yfirlýsingar um verk sín, því ef til vill var hann hræddur um, að ef hann talaði of mikið um þau myndi hann eyðileggja fyrir sér, ef saman er borið við hina ríkulega sjálfsgagnrýni í bréfum Henry James. Það verð- ur að hafa í huga að þessi bréf eru skrifuð á öðrum áratugnum þegar frægð Hemingways var sem mest. Nánast enginn annar rithöfundur náði svo vel hinni illkvittnislegu ögrun og aftur- hvarfinu frá þágildandi ritlist, sem einkennir andsvör margra rithöfunda í þjóðfélagi eftir- stríðsára annarrar heimsstyrj- aldarinnar. Þó er þaö eftirtekt- arvert að Hemingway reyndi aldrei að koma með beinar lýs- ingar á lífi fósturjarðar sinnar. Það virðist sem hann hafi vitað að venjulegur miðstéttarlífsstíll væri ekki á hans færi. Líf á helj- arþröm, menn og konur sett upp að vegg, atburðir örvæntingar- innar lýst í ofbeldisfrásögnum og ósigrum: þannig leiddi hann fram í dagsljósið nútíma líf með penna sínum. Prófsteinn allra sögupersóna hans, jafnt fyrir hann sjálfan, var hæfnin að horfast í augu við ósigur hræðslulaust: „Ró í spennu," sýna að þú munir þrauka, þrunginn stíll þess að geta bar- ist til þrautar og lifa af. Það sem Hemingway gaf okkur í sínum bestu ritum voru siðgæðislög stutt og skorin sem gætu komið í staðinn fyrir horfið siðgæði. Dapurlegt ævikvöld Síðustu árin voru sorgleg, ef til vill vegna þess að Hem- ingway hafði tæmt æðar náð- argáfu sinnar, ef til vill vegna þess að lífsskoðun hans hafði brenglast, gagnvart sjálfum sér og öðrum á tímum einveldis- stjórna og ef til vill vegna þess að hann var smátt og smátt að tapa baráttugetu sinni, sem var Frh. á bls. 6. lain Mc A'Ghobhain Heim- koma Á morgun kem ég heim til eyjarinnar minnar og reyni að gleyma umheiminum. Hnefafylli af mold mun ég taka í hönd mér, eða ég mun sitja uppi á hól endurminninganna og horfa á smalann gæta hjarðar. Kannski mun þröstur lyfta sér úr kjarrinu. Það mun daga og ljóma af degi. Lóna mun bátur langt úti undir lágri sól kvöldsins, og vötn tíma og rúms munu streyma gegnum mig. Samt mun ég ekki komast hjá að íhuga hinn mikla eldsvoða í bakgrunni reynslunnar: Nagasaki og Hírosíma. Og ég mun finna að reimt er í herbergi mínu og vofur á kreiki hvíldarlausar: vofa hins óheyrilega glappaskots, vofa glæps glæpanna, vofa þess augnabliks, þegar ég gekk framhjá þeim, sem særður lá, við grýttan veginn til Jerikó, vofa aleyðingarinnar í tómarúmi þess, sem er ekki lengur til. En afdrep mitt mun hún vandlega rannsaka orðlaus — með órafjarlægð í ásjónu sinni. Þangað til eyjan mín breytist í örk, sem rís og hnígur á haföldunni. En öngva vissu mun ég hafa um, hvort dúfan komi til baka með vínviðaríauf í nefi, eða hvort fólkið muni aftur byrja að ræðast við, né hvort regnbogi fyrirgefningarinnar muni allt í einu taka að ljóma í tárum þess. Jerzy Wielunski, Lublin í Póllandi, þýddi á íslensku úr gelísku (keltnesku máli), Guðmundur Daníelsson hreinskrifaði. Um þýðandann Jerzy Wielunski er Pólverji, innan við fertugt að aldri, búsettur í Lublin. Hann lauk háskólanámi í efnafræöi og vann við rannsóknir í þeirri grein um tíma. En hann hneigöist æ meira aö málvísindum og bókmenntum. Tungumálakunnátta hans er meö ólíkindum, því aö ekki er nóg meö aö hann lesi og skrifi öll helstu tungumál Evrópu, heldur hefur hann einkum og sér í lagi lagt sig eftir tungumálum fámennislanda og minnihlutahópa eöa þjóöarbrota, sem innikróuö eru í stóru málfélögunum. Mætti þar nefna baskamál, keltnesku, bretónsku, flæmsku, retórómönsku og mörg fleiri. Skandinavísku málin kann hann öll, og sérstakar mætur hefur hann á íslensku. Hann dvaldi fyrir nokkrum árum nokkra mánuöi í Reykjavík og heimkominn skrifaði hann á íslensku grein í Morgunblaö- iö. Hann hefur sent mér nokkur kvæöi eftir ýmis skáld þjóðarbrota í laus- legri þýöingu á íslensku og beðiö mig aö lagfæra máliö á þeim lítiö eitt, hreinskrifa þau og koma þeim á framfæri. Jerzy Wielunski hefur skrifaö greinar um íslenskar bókmenntir í pólsk blöö og þýtt eitthvað á pólsku eftir íslensk skáld. G.D. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.