Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 7
fyrir sér, þegar hann kvaddi og hélt til vinnu. Það var ekki fyrr en minningin bliknaði, að hún tók eftir því, að hún hafði gleymt að gæta að, hvort hann hefði verið á skyrtunni eða ekki. Hún lagðist aftur fyrir og tók að klóra sér eins og óð. Það sem eftir lifði nætur fékkst hún við þennan leik, að sjá eitt andartak og síðan að geta ekki séð meira fyrir sér. Árla morguns sofnaði hún. Og það var í fyrsta skipti, sem varð að vekja hana. Áður en ljóst var af degi, kom þjónustu- stúlkan til að kalla á hana, var með skuplu um höfuðið og ferðatösku í hendinni. Mocinha kom þeim á óvart með að biðja um örstutta stund enn til þess að greiða sér. Titrandi hendurn- ar héldu um brotna greiðuna. Hún greiddi sér, hún greiddi sér. Hún hafði aldrei verið þess háttar kona, sem fer út að ganga án þess að greiða sér fyrst vandlega. Þegar hún loks kom út að bílnum, voru pilturinn og stúlk- urnar undrandi á gáskanum í svip hennar og hve hún var kvik á fæti. „Hún er bara hressari en ég,“ sagði pilturinn spaugandi. Systir hans hugsaði: „Og ég sem aumkvaði hana meira að segja!" Mocinha settist við bílglugg- ann, svolítið aðþrengd af systr- unum tveimur, sem höfðu þegar komið sér vel fyrir í sama aft- ursætinu. Hún mælti ekki orð, brosti. En þegar bíllinn fór í gang, hnykktist til, fann hún til verkjar fyrir brjóstinu. Ekki einungis af gleði, það var sárs- aukastingur í hjartanu. Piltur- inn snéri sér aftur. „Þér verður þó ekki illt, er það nokkuð, gamla mín?“ Stúlkurnar hlógu, sérstaklega sú, sem sat frammí og hallaði við og við höfðinu að öxl piltsins. Gamla konan ætlaði fyrir kurt- eisisakir að svara en gat það ekki. Hún horfði á þau öll með tárvotum augum, en þau vissu nú þegar, að þetta var ekki grát- ur. Eitthvað í svip hennar lét kæti systurinnar sljákka svolít- ið, og fékk hana til að harðna á brún. Ferðin var dásamleg. Stúlkurnar voru ánægðar. Mocinha fór aftur að brosa. Og enda þótt hjartað berðist óstjórnlega, gekk þó allt betur. Þau óku framhjá kirkjugarði, framhjá geymsluskúr, tré, tvær konur, hermaður, köttur! Bók- stafir — allt máðist út af hrað- anum. Þegar Mocinha vaknaði, vissi hún ekki lengur, hvar hún var. Það var þegar orðið albjart á veginum; hann var mjór og hættulegur. Tungan loddi við góm í munni gömlu konunnar, ískuldi í fótum og höndum — eins og sniðin af líkamanum. Stúlkurnar töluðu, sú frammí hallaði höfðinu að öxl piltsins. Pakkarnir voru alltaf að detta niður. Þá tók heili Mocinhu að starfa. Maðurinn birtist henni í jakka — nú veit ég, nú veit ég. Jakkinn hékk alltaf á herða- trénu. Hún mundi nafn vinkon- unnar hennar Maríu Rosu, þess- arar sem bjó beint á móti: Elv- ira, og móðir Elviru var meira að segja fötluð. Endurminn- ingarnar komu henni næstum til að æpa upp yfir sig. Þá hreyfði hún varirnar hægt og sagði hljóðlega nokkur orð. Stúlkurnar töluðu. „0, þakka þér kærlega fyrir, svona gjöf vil ég ekki.“ Mocinha skildi nú hvorki upp né niður lengur. Hvað var hún að gera í bifreið? Hvernig hafði hún kynnzt manninum sínum og hvar? Hvernig gat það verið, að móðir hennar Maríu Rosu og Rafaels, hennar eigin móðir, sat í bíl með þessu fólki? Skömmu síðar hafði hún aftur vanið sig við það. Pilturinn sagði við systur sín- ar: „Mér finnst betra að stanza ekki beint fyrir framan dyrnar til þess að lenda ekki í rifrildi. Hún fer út úr bílnum, við sýnum henni, hvar þetta er, hún fer ein og skilar því, að hún eigi að vera þar kyrr.“ Ein af stúlkunum fór hjá sér: hún var hrædd um, að bróðir hennar myndi tala of opinskátt af þess háttar grunnhyggni, sem karlmönnum er svo tamt. Þau voru hætt að heimsækja bróðurinn í Petro- polis, og sneiddu alveg sérstakl- ega hjá mágkonunni. „Já, já,“ greip hún í tæka tíð fram í, áður en hann fegi sagt of mikið: „Sjáðu til, Mocinha, þú gengur upp þennan götuspotta, og þú getur ekki villzt. í rauða tígulsteinshúsinu, þú spyrð eftir Arnaldo, bróður mínum, heyr- irðu? Arnaldo. Þú segir, að þú getir ekki verið heima hjá okkur lengur, segðu, að það sé pláss í húsi Arnaldos og þú getir meira að segja passað litla strákinn svolítið, heyrirðu það ... Mocinha steig út úr bílnum og stóð kyrr dálitla stund, en stóð eins og stjörf. Frískleg golan blés pilsinu milli fóta hennar. Arnaldo var ekki heima við. Mocinha gekk inn í litla her- bergið, þar sem frúin í húsinu, með klút bundinn um höfuðið, drakk kaffi. Ljóshærður dreng- ur — víst sá, sem Mocinha átti að gæta — sat með disk fullan af tómötum og lauk fyrir fram- an sig og borðaði syfjulegur á svip, en hvítir, freknóttir fót- leggir hans dingluðu undir borð- inu. Þýzka konan fyllti diskinn hans með hafragraut og lagði ristað brauð með smjöri á borð- ið hjá honum. Flugurnar suðuðu. Mocinha fann til máttleysis. Ef hún drykki svolítið kaffi, myndi kuldinn í kroppnum ef til vill víkja. Þýzka konan virti hana öðru hverju þegjandi fyrir sér: hún trúði ekki þessari sögu með til- mælunum frá mágkonu hennar, enda þótt búast mætti við öllu „frá því fólki". En ef til vill hafði kerlingin bara heyrt heim- ilisfangið hjá einhverjum, það hefði meira að segja getað verið í strætisvagni, fyrir hreinustu tilviljun. Það kom þó stundum fyrir, og það nægði að opna blaðið til að sjá það, sem gat komið fyrir. Og sagan var held- ur alls ekki vel sögð, og það lá eins og einhver vitneskja í augnaráði kerlingarinnar, hún stillti sig ekki einu sinni um að brosa. Bezt væri að skilja hana ekki eina eftir í herberginu með skápinn fullan af nýju leirtaui. „Fyrst verð ég að drekka kaffi,“ sagði hún við hana, „þeg- ar maðurinn minn kemur, skul- um við sjá til, hvað hægt er að gera.“ Mocinha skildi þetta ekki rétt vel, því að hún talaði eins og útlendingur. En hún skildi þó, að hún ætti að sitja kyrr. Kaffi- ilmurinn var freistandi, svimi myrkvaði allt herbergið. Það lá einhver þurrabruni á vörunum og hjartað barðist eins og sjálf- ráða. Kaffi, kaffi, hún horfði beint fram fyrir sig brosandi og það seitlaði úr augunum. Við fætur hennar beit hundurinn í löppina á sjálfum sér, urraði. Stofustúlka, einnig hún hálf út- lendingsleg, hávaxin með grann- an háls og mikinn barm, stofu- stúlkan kom með mjúkan, hvít- an ost á diski. Án þess að mæla orð frá vörum, smurði móðirin allmiklum osti á ristuðu brauðsneiðina og ýtti henni yfir til drengsins. Strákurinn borð- aði allt upp, með fullan kvið teygði hann sig eftir tannstöngli og stóð á fætur. „Mamma, hundrað cruzeiros." „Nei, til hvers?" „Súkkulaði." „Nei, það er ekki sunnudagur fyrr en á morgun." Það rann upp svolítið ljós fyrir Mocinhu: sunnudagur? Hvað var hún svo sem að gera í þessu húsi í helgarbyrjun? Hún gæti aldrei ráðið í það. Heldur vildi hún passa þennan litla dreng. Hún hafði alltaf haft dá- læti á ljóshærðum börnum. Sérhvert ljóshært barn líktist jesúbarninu. Hvað var hún að gera í þessu húsi? Það var alltaf verið að senda hana hingað og þangað eitthvað út í buskann, en hún skyldi leysa frá skjóðunni og segja allt eins og það var, þau skyldu bara sjá til. Hún brosti skömmustulega: Hún mundi ekki leysa frá skjóð- unni, því að það sem hún vildi, var kaffi. Frúin hrópaði innar í húsið, og svipbrigðalaus stofustúlkan kom með dökkleitan graut á djúpum diski. Útlendingar borða mikið árdegis, það hafði Mocinha þegar komizt að raun um í Maranhao. Frúin í húsinu með svip, ekki þesslegan, að væri spaug í huga, því að gringói* var alveg jafn alvöru- gefinn í Petropolis eins og í Maranhao, frúin í húsinu bætti einni skeið af hvíta ostinum útí, kurlaði hann með gafflinum og blandaði honum saman við grautinn. Satt bezt að segja dæmigert svínafóður handa gringóum.A Þá fór hún að borða, annars hugar, með sams konar leiða í svipnum og hjá gringóunum í Maranhao. Moc- inha horfði. Hundurinn urraði að flónum. Loksins birtist Arnaldo í geislandi sólskini, það stirndi á gleraugun. Hann var ekki ljós- hærður. Hann talaði við konu sína í lágum hljóðum, og eftir langar bollaleggingar lét hann Mocinhu vita festulega og skrýtilega: „Nei, þetta gengur ekki, hér er ekkert pláss, nei.“ Og þar sem gamla konan mót- mælti ekki og brosti óhaggan- leg, brýndi hann raustina: „Hér er ekkert pláss, heyrirðu það?“ En Mocinha sat kyrr. Arnaido reyndi handarhreyfingu. Hann horfði á konurnar tvær þarna í herberginu og fann óljóst til hins kátlega við andstæðurnar. Eiginkonan sléttleit og rjóð. Og svolítið fjær kryppluð og dökk- leit kerling, sett fjölmörgum skorpnum rákum og fellingum, sem héngu allt á herðar niður. Andspænis klókindalegu brosi gömlu konunnar varð hann óþolinmóður: „Og núna hef ég mikið að gera. Ég læt þig fá peninga og þú ferð aftur með lestinni til Río, heyrirðu það? Þú ferð aftur til móður minnar, kemur þang- að og segir: Heimili Arnaldos er ekkert elliheimili, heyrirðu það? Hér er ekkert pláss. Segðu henni þetta: Heimili Arnaldos er ekkert elliheimili, heyrirðu það?“ Mocinha tók við peningunum og gekk til dyra. Þegar Arnaldo ætlaði að fara að setjast til borðs, kom Mocinha aftur: „Þakk fyrir. Guð veri yður hjálpsamur." Úti fyrir varð henni aftur hugsað til Maríu Rosu, til Rafa- els, eiginmannsins. Hún fann ekki til minnstu angurværðar. En hún mundi. Hún gekk út á götuna og fjarlægðist járn- brautarstöðina æ meir. Hún kímdi eins og væri hún að gera að gamni sínu við einhvern: í stað þess að snúa við gekk hún enn spölkorn sér til hressingar. Maður gekk framhjá. Eitthvað mjög undarlegt og ósköp lítil- fjörlegt öðlaðist skyndilega merkingu; karlmenn. Hún gat ekki kallað fram neina glögga mynd af karlmönnum fyrir hugskotssjónir sínar, en hún sá sjálfa sig í ljósum blússum og með sítt hár. Þorstinn bærði aftur á sér, sveið í kverkum hennar. Sólskinið nísti, glitraði á hverjum hvítum malarsteini. Gatan í Petropolis var mjög fal- leg. Við litla brunninn úr svörtu, votu grjóti á götunni miðri, lét skólaus svertingjakona vatn renna í dós. Mocinha staðnæmd- ist, skyggndist um. Þá sá hún, hvernig sú svarta lagði lófana saman eins og öðu og drakk. Þegar gatan var aftur mann- laus, gekk Mocinha hratt eins og út úr felustað og sveigði flótta- lega að brunninum. Vatn- staumarnir runnu ískaldir alveg upp að olnboga inn í ermina, smádropar héngu glitrandi í hárinu. Núna óþyrst, gekk hún, undrandi með galopnum augum, enn lengra sér til skemmtunar, og gaf gaum að ólgandi hreyf- ingum vatnsins, sem lá þyngsla- lega í maga hennar og fékk smáa sindrandi gneista til að lýsa eins og leiftur í öðrum lík- amshlutum. Gatan var snarbrött. Þessi gata var fallegri en sú í Río de Janeiro, og hún var snarbrött. Mocinha settist á stein við tré til þess að njóta útsýnisins. Himinninn var háhvelfdur, ekki ský á lofti. Og það voru margir fuglar, sem komu fljúgandi neð- an úr hyldýpinu upp til götunn- ar. Sólbjört gatan þandist út yf- ir grænt hyldýpið. Þá lagði gamla konan, af því að hún var þreytt, höfuðið að trjástofnin- um og dó. * Gringo, niðrandi orð um Bandaríkja- mann eða Evrópubúa i Suður-Ameriku. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.