Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 5
Sönnunar- gagn sem brást Ein frægasta mynd, sem tekin hafði verið af geimfari á stuttu færi; hér var ekki um að villast — gestir á ferð utan úr geimnum. En svo fór í verra: Það kom í ljós, að hér var einungis um fölsun að ræða og „geim- farið“ var aðeins hluti af þvottavél, sem þvær upp kókflöskur. allar verurnar þar fara einungis eftir boðorðunum tíu. 1958 skrifaði Villanueva, bíl- stjóri frá Mexíkó, smábók með titli: „Ég hef verið á annarri plán- etu.“ Enn einu sinni var um há- þróað þjóðfélag að ræða er hvorki vonsku né óréttlæti þekkti. í sama strenginn tók síðan prestur er kallaðist Doktor F.E. Stranges, árið 1961. Hann hefði haft tal af Venusbúa nokkrum, sem hefði verið í haldi í Pentagon ... Nú vitum við það, Venusbúar eru trúræknir og æðsti guð þeirra er Jesús. Þar ríkir friður og fegurð Eins og glöggt kom fram í sjón- varpsþættinum um þetta efni, skjóta enn þvílíkar frásagnir upp kolli í Bandaríkjunum og senni- lega víðar, en ávallt vill þetta til á afskekktum og tæknilega van- þróuðum svæðum, þar sem lítið er af menntuðu fólki og oftast heil- mikil hjátrú, en fyrst og fremst enginn möguleiki til að staðfesta á vísindalegum grunni fullyrðingar manna. Bláa bókin Vegna víðtækra geðshræringa í Bandaríkjunum, var 1966 stofnuð rannsóknarnefnd (The UFO Commission) er til hlítar átti að kanna og rannsaka þessi mál. Á 6 mánuðum voru 7.369 tilfelli eða skýrslur frá öllum þjóðfélagsstétt- um gaumgæfilega könnuð og skoð- uð, sundurgreind og rannsökuð: Bráðabirgðaniðurstaða var birt í „bláu bókinni". I stuttu máli mátti rekja 98,6% tilfella m.a. til þekktra tækni- og náttúrufyrir- bæra, ofsjóna og svika. I lok 1967 voru 11.200 tilfelli könnuð. Sami árangur: Þau 1,4% af tilfellum, er ekki reyndist unnt að flokka, stöf- uðu af óljósum lýsingum og óskýr- um veðurfarsfyrirbærum. í nóvember 1967 kölluðu einnig Sovétríkin saman rannsóknar- nefnd á þessum fyrirbærum, er að hálfu leyti heyrði undir hernað- armálaráðherra. Bæði sjónvarp og útvarp þarlendis hvöttu menn til að tilkynna sem skjótast alla furðuhluti. I Bandaríkjunum kost- aði þessi allsherjarrannsókn tæpa milljón dollara, í Sovétríkjunum náði kostnaðurinn ekki þriðjungi þess, þar sem nefndin var leyst upp eftir fjóra mánuði og „Sov- éska vísindaakademían" í Moskvu úrskurðaði allt þetta mál „óvis- indalegan þvætting". Nú á dögum er ekki einn einasti vísindamaður reiðubúinn að styðja slikan fram- burð. Ástæðan fyrir því er ofur einföld: Allar þessar frásagnir eða lýsingar brjóta algjörlega í bága við náttúrulögmálin eða eðlis- fræðilögmálin. Sumar þeirra eru þó trúverðugar, vegna þess að þær voru bornar fram af raunsæjum og skynsömum mönnum eins og til dæmis flugmönnum. 1968 skýrði flugmaðurinn á XB 4-tilraunaþotu frá „fundi sínum við óþekktan hlut“ í 8.500 metra hæð. Hann lýsti „hlutnum" eins og hala- stjörnu, en í miðju hennar sá hann „óljósan skínandi hlut“, allt fyrir- bærið fannst honum vera í hröð- um snúningi. Flugmaðurinn reyndi að nálgast þennan lýsandi hlut en birtan, er af honum staf- aði, var gífurleg. Allt í einu breytti hluturinn um stefnu og þaut lóðrétt upp, en við þessi snöggu stefnuskipti hentist til- raunaþotan upp á við, þannig að flugmaðurinn náði henni með naumindum aftur á rétta braut og komst þannig hjá slysi. Einfaldur maður gæti haldið, að hinn geimhlutinn hafi þá skotið einhverjum geisla að þotunni, en til er miklu raunsærri útskýring. Hátt uppi í andrúmsloftinu mynd- ast oft svoköíluð „plasmasvið": þegar lofttegundirnar þynnast og dreifast verða atómin oftast fyrir geimgeislun, þau breytast í raf- hlaðnar agnir — jón (líkt og það sem gerist í norðurljósum) sem verða egglaga eða skifulaga. í langflestum tilfellum mynda þau loftkennd fyrirbæri, sem siðan þjappast saman. Þessi plasmasvið sjást ekki alltaf en sökum raf- hleðslu þeirra getur maður komið auga á þau á radarskermunum. Vegna eðlis þeirra geta þau leyst fyrirvaralaust upp og jafnvel á fleygiferð í andrúmsloftinu. Hví- lík náma fyrir UFO-mennina: þarna fá þeir í hendur ósýnileg þjótandi loftfyrirbæri, er í sömu andrá gufa upp, til að birtast allt í einu annars staðar. Plasmasviðinu fylgir jafnframt segulsvið og sennilega rafsegulsvið þótt ekki sé það enn sannað. Segulsviðið gerir það kleift, að plasmasvið geti haft snögg stefnuskipti, því laus jón eru mjög háð segulsviðum en massi þeirra svo lítill. Aukaáhrif segulsviðsins — sem eru stundum geysiöflug — opinbera sig einnig í fráhrindandi streymi á alla hluti, er í nánd þess komast. Slík fyrir- bæri hafa oft verið athuguð í sam- bandi við eldingar (þær eru einnig plasmasvið). Þessi áhrif sviðsins geta mæta vel útskýrt stefnu- breytingu flugvélar af léttari gerð eins og tilraunaþotunnar, en hefði flugmaðurinn komist nær „plasm- anum“ hefði það geta grandað flugvélinni. Það er álit fróðra manna, að langflest fyrirbæri, í nokkrum tengslum við „fljúgandi diska" sé hugsanlegt að rekja til plasmasviða. Slíkar rafmagns- truflanir eiga sér stað í þunnu andrúmslofti, en sökum þess að fyrirbærin eru mjög skær, virðast þau oft miklu nær. I ótal tilfellum reyndust „óþekktir fljúgandi furðuhlutir" vera loftbelgir, gervitungl, eld- flaugar eða jafnvel skærar stjörn- ur (einkum Júpiter). Hvað sem viðkemur ljósmyndunum frægu eftir Adamski, uppgötvaðist raunverulegi hluturinn, sem hann tók mynd af, en ekki fyrr en eftir 10 ár. í nágrannabæ Adamskis er Coca-Cola-verksmiðja, og í henni hreinsunardeild. Þar eru kókflösk- urnar hreinsaðar með háþrýst- ingsbúnaði. Lokið á hreinsunar- tækinu er nákvæmlega lagað eins og „fljúgandi diskur" ... Eru þá fljúgandi diskar heilasp- unni tómur, gætu háþróaðar verur frá öðrum heimi ekki verið ósýni- legar? Niðurlag í næsta blaði. Rafn Hjaltalín SVARTSKÁLDAMÁL Geysist fram rítvöllinn háðyrtur Hreinsmögur æfur hefur til meðreiðar áranna liðssveit og álfa. Til atlögu ræðst hann við leikstjórnarliðið svo kræfur hyggst leggja að velli þá algjöru knattspyrnubjálfa. En mótspyrnu harðri víst mæta skal sjólinn þá meistaratökin hans vara’ ekki lengi. Með leikni og snilli við heimsins hylli og helminga milli til friðarins dómarar stilli. Arar, nú fokið er Hreinsmagar flest í skjólin því falla mun sólgeislaflóð yfir knattspyrnudrengi. Skáldanna ofjarl, hér felli eg fúslega tjaldið, fer burtu um leið og eg sýni þér spjaldið. Af tilefni Ijóðsins: Knattspyrnuleikur Morgunblaðið, Lesbók 14.08.’82. ísak Haröarson EKKI Heyrðu! Þú sem lest blöðin, þú sem horfir á sjónvarpið, þú sem fylgist með heiminum! Lestu blöðin? Horfirðu á sjónvarpið ? Fylgistu með heiminum? Ertu ekki bara að þykjast? Hvers vegna ælirðu þá ekki? Hvers vegna rífurðu ekki í háríð á þér, lemur hausnum í vegginn, grætur, öskrar? Hvernig geturðu brotið blaðið saman svona snyrtilega, lækkað í varpinu, potað / naflann á þér, geispað og spurt: „Hvað er í matinn?“?? Hvers konar skrímsli ertu eiginlega? Hvort hefurðu í brjóstinu hjarta eða æxli? Hvers vegna gerirðu ekkert? Skilurðu ekki, að það ert þú, sem berð ábyrgðina? Ekki ég. HEILOG MORÐ Hvert skal stefna, þegar dauðinn nálgast úr öllum áttum? Hvert skal flýja? Væri ekki ráð að yfirgefa líkamann og fljúga út í geiminn, hugurinn frjáls og óþvingaður, laus við skrallið, umgerðina, haminn? Herópin hækka með hverjum degi, og sífellt meira stríð er í fréttunum. Og þegar Jón nágranni eða stelpan í sjoppunni eru farin að líta á styrjöld sem náttúrulögmál, sem ekki verði umflúið frekar en nótt á eftir degi og segja rangt að sporna við, er þá ekki ráð að hjálpa þeim að yfirgefa líkamann — og seinka stríðinu?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.