Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 14
Skálholtskirkja á síðari Muta miðalda. Hugmynd bresks listamanns. Myndin að neðan er í bók S. Baring Goulds: „The Icelander’s Sword or the Story of Öræfa-dalur“. Saga þessi var upphaflega skrifuð fyrir unglinga af 24 ára gömlum manni. Átta árum síðar orti sami maður sálminn „Áfram Krists-menn krossmennu. Myndþessi sýnir það svart á hvítu, að fáninn, sem Baring Gould hefur íhuga, þegar hann yrkirþennan sálm, er merki Ólafs konungs helga í Skálholti.. Merlínusspá Rétt fyrir miðja 12. öld var bisk- up í Lincoln að nafni Alexander (1123—48). Þessi maður á það skil- ið að verða minnst í íslenskri menningarsögu fyrir nokkur bókmenntaverk, sem hann lét vinna fyrir sig. Eitt þeirra er svokölluð „Merlínusspá", eitt vin- sælasta ljóð á Islandi á 13. öld. Ljóð þetta er bresk hliðstæða við okkar eigin „Völuspá". Ljóðið er byggt á lögmálum andlegrar spektar (allegóríu), og er andleg lýsing á sögu Breta fram á 12. öld. I Merlínusspá taka konungar Breta á sig gervi dýra, sem lýsa eiga eðli þeirra. Þarna taka ís- iendingar eftir sögunni af meynni í Knútskógarborg, en dráp hennar er orsök allra hörmunga í lífi bresku þjóðarinnar. Hliðstæðan í Völuspá er dráp Gullveigar. Seinna er talað um örnina, sem flýgur yfir fjöllin. Alanus ab In- sulis skýrði þessa setningu svo um 1180, að það ætti við Matthildi keisaradrottningu, sem var móðir Hinriks annars Englandskonungs, en hún hafði barist um völdin í Englandi gegn Stefáni konungi, og hafði sögufræg orrusta verið háð við Lincoln, þar sem Stefán hafði verið tekinn höndum. Merlínusspá var snemma þýdd á íslensku af einhverjum Gunnlaugi munki. Liggur nærri að álíta, að þar muni vera um að ræða mesta lærdómsmann Islands á seinni hluta 12. aldar: Gunnlaug munk Leifsson á Þingeyrum. Það hefur verið undarleg árátta í íslenskum fræðum, að þau hafa aldrei haldið á lofti þessu mikla þýðingarafreki frá 12. öld, þrátt fyrir það, að Jón Sigurðsson forseti gæfi þýðinguna út á prenti 1849. Einhvern veginn finnst mér, að allar Völuspár- skýringar hljóti að vera út í hött, nema Merlínusspá sé höfð til sam- anburðar. Þess má t.d. minnast, að elsti texti Völuspár er ekki eldri en frá því um 1260. Þessi orrustulýsing Merlínus- spár væri sæmandi hverju ís- lensku stórskáldi: Bresta brynjur bíta málmar, eru dreyrfáðir dörir á lopti, fleinn á flaugum, fólk í dreyra, bíldur í benjum, broddur á skildi, hjálmur á höfði, hlíf fyrir brjósti, geirr á gangi, guðr í vexti. Og væri þessi lýsing á villu him- intungla ekki á sínum stað, ef hún væri í Völuspá: Lifir en danska drótt að holdi, gerir eyvið sér öld at móti; því munu en tignu tíðmörk himins ljósi sínu frá lýð snúa. En grund eptir þat gróða hafnar, né skúr ofan úr skýjum kemr, sól ok máni sjálf annan veg fara fagrsköput en þau fyrr hafi. Ok þar á hlýrni heiðar stjörnur má marka því moldar hvergi; sumar fara öfgar, sumar annan veg af enni gömlu göngu sinni. Sumar sækjast at, en sumar firrast, bregða ljósi ok litum fögrum; berjast vindar, þau eru veðr mikil, ok hljóm gera meðal himintungla. Geisar geimi, gengr hann upp í lopt, slíkt er ógurlegt ýta börnum; slíkt er ógurlegt upp að telja, man en forna mold af firum verða. Sagnaritun í Lincoln Höfundur Merlínusspár á latínu var Geoffrey frá Monmouth (1136). Hann er höfundur Breta- sagna, sögulegs ritverks, sem tengdi upphaf Breta við Brútus Trójuprins. Eins og Islendingar vita tengdi Snorri upphaf Æsa og Noregskonunga við Trójuborg. Trója var á þessum tíma, og hafði lengi verið, fyrirmyndan (figura) hinnar helgu Rómaborgar og Miklagarðs. Geoffrey vann þetta verk sitt ' undir verndarvæng tveggja Lincoln-biskupa: Alexand; ers og Róberts de Chesney. í sagnaritun sinni hóf Geoffrey til vegs þjóðsöguna um Artúr konung og kappa hans, og hefur ekkert lát orðið á frægðargöngu þeirrar sögu síðan. Nýjasta dæmið um orðstír þessarar sögu má sjá í nýjustu bók Einars Pálssonar: Arfur Kelta (Rvk. 1981). Geoffrey frá Monmouth var ekki eini sagnaritarinn, sem naut verndar biskupanna í Lincoln. Áratug eldri var Hinrik af Hunt- ington, sem skrifaði Englendinga sögu. Hinrik lærði í Lincoln og bjó hjá Robert Bloet biskupi (d. 1123), og naut síðan verndar frænda Bloets, Alexanders biskups. Gilbertínar Á dögum Róberts de Chesney var maður nokkur í biskupsdæmi hans, sem braut upp á merkilegum nýjungum í klausturlifnaði. Þess- ar nýjungar voru í því fólgnar, að í sama klaustrinu skyldu búa sam- an kanúkar og nunnur. Hjá hon- um var þetta lausn á menntun- armálum kvenna. Sú staða skap- aðist oft, þegar konur voru teknar í skóla hjá prestum, að hvorugt kynið þyldi freistingar holdsins, og hafði Gilbert frá Sempringham kynnst þessum vandamálum, þeg- ar stúlkur þær, sem hann vildi kenna, sýndu allar þess merki, að þær væru orðnar yfir sig ást- fangnar af kennara sínum. Því greip hann til þess ráðs, að taka af þeim skírlífisheit, og setja þær af- síðis á skólalóðinni, þar sem þær gætu hneigt huga sinn til andlegri ástar í stíl Ljóðaljóða Salómons, að hætti annarra nunna. Safnaði hann síðan til sín kennurum af kanúka-reglu. Reyndist þetta fyrirkomulag mjög vel, og að lok- um tókst honum að fá Bernharð frá Clairvaux til að semja reglur fyrir klaustur-samfélög sín, og voru konurnar látnar fylgja Bene- dikts-reglu, en karlmennirnir kanúka-reglu. Þegar Róbert de Chesney tók við embætti var töluverður skriður kominn á útbreiðslu þessarar Gilbertína-reglu. Gilbert sjálfur var fæddur árið 1083, svo að hann var 68 ára gamall, er Róbert tók við stóli. Gilbert dó ekki fyrr en 1189, svo að hann varð 106 ára að aldri. Hafði hann því nægan tíma til að vinna hugsjón sinni fylgi. Róbert de Chesney aðstoðaði Gilb- ert á þann hátt, að hann gaf regl- unni stólsjarðir vítt og beitt um biskupsdæmi sitt, en uppskar óorð fyrir óráðsíu í embættisfærslu. Englendingar eru nú stoltir af þessu fyrirbæri, því að þetta er eina enska klausturreglan, sem náð hefur nokkurri útbreiðslu. Gilbert þessi var kominn undir áttrætt, er Þorlákur var á ferð í Lincoln. Þorlákur stóð síðan fyrir stofnun kanúkaklausturs í Þykkvabæ, og var sjálfur fyrsti kanúki á Islandi, en hann stofnaði líka nunnuklaustur í Kirkjubæ, sem fylgdi Benedikts-reglu. Svo virðist sem samgangur hafi verið mikill meðal þessara klaustra, og minnir það að ýmsu leyti á hætti Gilbertína. Hitt er annað mál, að annálar hafa ekkert að segja um þetta samband, nema þegar eitthvað fór úrskeiðis, og kanúk- arnir brutu af sér gagnvart nunn- unum. Gluggi heilags Þorláks í Lincoln Ég hafði tvenns konar takmark með ferð minni til Lincoln sumar- ið 1980. Fyrst, að líta augum hand- rit kirkjunnar frá miðri 12: öld, sem ég vissi, að enn voru geymd í dómkirkjunni. Síðan, að líta aug- um steindan glugga af heilögum Þorláki, sem ég hafði fyrst haft spurnir af í jólablaði Mbl. 1965. Gluggann fann ég loksins eftir nokkra leit og töluverðar fyrir- spurnir. Hann var ekki í dóm- kirkjunni, heldur í guðfræðiskóla biskupsstólsins, en hann liggur í brekkunni fyrir neðan kastalann. Skóli þessi var stofnaður 1882 af þáverandi biskupi í Lincoln, Christopher Wordsworth, bróð- ursyni skáldsins mikla. Þorláks- myndin er hluti af miklum glugga, sem settur var á altarisvegg kap- ellu skólans í tilefni af 25 ára af- mæli skólans 1907. Enskur lista- maður, að nafni Milner, vann þetta verk. I glugga þessum eru ýmsar myndir, sem lýsa þýðingu og gildi preststarfsins. Hér er ekki staður til að lýsa glugganum í smáatriðum. íslendingum nægir að vita, hvernig myndin af Þorláki er þangað komin. Þetta er elsta helgimynd af Þorláki helga, sem varðveitt er á erlendri grund. Næsta helgimyndin, er höggmynd 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.