Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 6
Hemingway Frh. af bJs. 3. smá í eðli sínu en áhrifin mjög sýnileg. Nú varð hann Papa, uppáhald allra slúðurdálkahöf- unda. Á meðan á stríðinu stóð var hann sjálfkjörinn hersér- fræðingur og herforingjar voru upp með sér að hafa hann með sér á víglínunni. Hann grobbar og grobbar. Á þennan veg skrif- ar hann konu sinni frá vígstöðv- unum í Evrópu: „Þetta hefur verið hamingjuríkasti mánuður lífs míns." Er þarna á ferðinni höfundur A Farewell to Arms (Vopnin kvödd) að hylla stríð og dauða? Síðustu árin kom Hemingway fram eins og hann væri dýrmæt- ar fornminjar. Hann segir rit- ara sínum nákvæmlega frá því sem hann afrekar. A fimmtug- asta afmælisdegi sínum skrifar hann að viðbættu að hafa „skrif- að 573 orð fyrir morgunverð" og ætli „að bæta við 200" hafi hann „skotið 10 dúfur mjög flugfráar" og svo framvegis. Því meira sem óöryggi hans yar vegna ritverka sinna, þess vægðarlausari voru árásir hans á aðra rithöfunda. Sherwood Anderson, sem hann átti vingott við á yngri árum, er nú „subba". Scott Fitzgerald, mikill æsku- vinur hans, er orðinn að „rudda og lygara". Gertrude Stein, sem áður hafði upplýst um leyndar- dóm setningarinnar, er núna lýst sem fórnarlambi breyt- ingaraldursins. Og þannig skrif- ar hann um William Faulkner: „Það er möguleiki að hr. Faulkner sitji að borði með Drottni almáttugum á hverri nóttu og að guðdómurinn huggi hans óblíðu drauma og þurrki honum um munninn og hjálpi honum við matinn sinn ..." Það er sárgrætilegt að horfa upp á mann verða fyrirlitningu sinni að bráð sem snýst gegn honum' sjálfum að lokum. Hryggilegt að sjá leyfar af snillingi og andans stórmenni hjálparlausan í sinni eigin frægð." Þó er ekki öll sagan sögð. Sjálfsgagnrýni og sjálfsfordæm- ingu yfirgaf Hemingway aldrei. („Ekki reyna að verja mig. Það er ævistarf.") Bréf hans segja okkur aðeins það sem hann vildi að aðrir heyrðu, ekki það sem hann gæti hafa sagt við sjálfan sig. Milli línanna í þessum bréf- um má lesa um örvæntinguna; þó brýst fram innsæi, og þetta tvennt — örvænting og innsæi — fær mann endanlega til að skilja að hann hlýtur að hafa vitað hvað var að gerast. Niðurbrotið líf veldur ægi- sársauka, sérstaklega þegar það er líf snillings. En það sem eftir stendur er ekki hið yfirborðs- lega, eyðslusama, ruglingslega líf, heldur ritverkin frá hans yngri árum, hrein og meitilhörð. Svo lengi sem einhver ann enskri tungu munu sögur eins og „Hills Like White Elephants" (Hæðir sem hvítir fílar), Big Two-Hearted River (Mikla tví- hjartaða fljót) og A Clean Well-Lighted Place (Hlýr og upplýstur staður) vera lesnar og elskaðar. Úr The New York Times. Þýðing Valgerður Þóra. Hún var skorpin gömul kona, þýðleg og þrjózk og virtist ekki láta sér skiljast, að hún væri einstæðingur í henni veröld. Það rarin án afláts úr augunum á henni, hendurnar lét hún hvíla á svórtum, gljálausum kjólnum; gamalt plagg um æviferil henn- ar. Á hörðu, stökku efninu leyndust smábrauðmolar, sam- anklepraðir af slefu, sem nú var aftur tekin að seytla niður í minningu um vögguna. Þarna var gulleitur blettur eftir egg, sem hún hafði borðað fyrir tveimur vikum, og ummerki þeirra staða, þar sem hún svaf. Hún fann sér alltaf svefnstað, stundum í þessu húsinu eða þá í hinu. Þegar hún var spurð að nafni, sagði hún með rödd, sem var skírð af hrumleika og ára- tuga löngu góðu uppeldi: „Mocinha, telpa." „Nafn mitt, hið eiginlega nafn, er Margarida." Líkaminn var lítill, blakkur, enda þótt hún hefði áður verið hávaxin og ljós yfirlitum. Hún hafði átt föður, móður, eigin- mann og tvö börn. Öll höfðu þau dáið, hvert af öðru. Aðeins hún lifði eftir með glýjuð augu, full eftirvæntingar, sem voru næst- um alveg þakin þunnu, hvítu skæni. Þegar mann gáfu henni ölmusu, gáfu menn henni lítið, því að hún var lítil og þurfti reyndar ekki mikið að borða. Þegar henni var fengið rúm til að sofa í, var það mjótt og hart, því að Margarida hafði smátt og smátt skroppið saman. Hún var ekki heldur neitt útausandi á þakkarorðin: hún brosti og tin- aði. Hún svaf núna, óvíst nú orðið af hverju, í innsta herberginu í stóru húsi við breiða götu fullri af trjám í glæsihverfinu Bota- fogo. Fjölskyldunni fannst Moc- inha vera skrýtilega skemmti- leg, en lengstum mundu menn samt ekki eftir henni. Þetta var líka í rauninni dularfull kerling. Hún fór á fætur í býtið á morgnana, bjó um dvergrúmið sitt og hvarf sem örskot eins og húsið stæði í björtu báli. Enginn vissi, hvar hún var að vafra. Dag nokkurn spurði ein af þjón- ustustúlkunum í húsinu hana, hvað hún hefði fyrir stafni. Hún svaraði með elskulegu brosi: „Fer í gönguferð." Þeim fannst það kátlegt, að gömul kona, sem lifði af ölmus- um skyldi vera á skemmtigöngu. En þannig var það. Mocinha var fædd í Maranhao, þar sem hún hafði líka alltaf búið. Hún var aðeins fyrir skömmu komin til Rio, hafði komið með góðhjart- aðri hefðarfrú, sem ætlaði að koma henni fyrir á elliheimili. En svo hafði það ekki reynzt unnt. Hefðarfrúin hélt til Minas og lét Mocinhu fá dálítið af pen- ingum, til þess að hún gæti séð sér farborða í Rio. Og gamla konan fór í gönguferðir til þess að kynna sér borgina. Það var svo sem nóg að setjast á bekk á einhverju stóru torgi, og þá SMÁSAGA EFTIR CLARICE LISPECTOR Um höf- undinn Clarice Lispector fæddist í Úkraínu árið 1925. Tveimur árum síðar fluttust foreldrar hennar úr landi og settust að í Brasilíu. I Rio de Janeiro nam hún lögfræði, giftist einum samstúdenta sinna, sem hóf störf í utanríkisþjónustunni, og bjó sem sendifulltrúi í Sviss, ítalíu og í Bandaríkjunum. Arið 1959 sneri hún aftur til Rio ásamt sonum sítiutn tveimur og bjó þar til dauðadags. Hún andaðist árið 1977. Fyrsta skáld- saga hennar, „í nánd óstýriláts hjarta", kom út, þegar hún var nítján ára. Jafnt gagnrýnendur sem lesendur voru undrandi. Aldrei höfðu þeir kynnzt svo sérkennilegum stíl, sem virtist ekkert sækja til annarra brasilískra rithöfunda. Þeim mál- farslegu nýjungum, sem bárust með verkum Clarice Lispect- ors inn í brasilískar bókmenntir, hefur verið líkt við þau áhrif, sem Virginia Woolf hafðí á sínum tíma. Þeirra gætir tnjög enn þann dag í dag sem og áhrifa Guimaes Rosa. Frægð Clarice Lispectors óx með hverri skáldsögu, sem hún lét frá sér fara — þær urðu alls 7 talsins. Aðalpersónurnar eru næstum alltaf konur, sem þurfa að halda sínu „óstýriláta hjarta" í skefjum. hafði maður strax Rio de Jan- eiro fyrir augunum. Lífið leið snurðulaust, þar til fjölskyldan í húsinu í Botafogo komst að þeirri niðurstöðu, að Mocinha væri þegar búin að búa anzi lengi í húsinu, og fannst að eiginlega væri meira en nóg komið af svo góðu. Á einhvern hátt höfðu þau rétt fyrir sér. Allir höfðu sífellt afar mikið að gera þarna í húsinu, stundum voru haldin brúðkaup, haldnar veizlur, slegið upp trúlofunar- gildum eða tekið á móti gestum. Og þegafgengið var í flýtinum fram á gömlu konuna, voru menn undrandi eins og gripið væri fram í fyrir þeim, talað til þeirra um leið og klappað væri léttilega á öxlina á þeim: „Heyrðu!" Ein af þjónustustúlk- um hússins varð alveg sérstak- lega pirruð og brást ókvæða við; gamla konan espaði hana upp að ástæðulausu. Framar öllu þetta sífellda bros, jafnvel þótt stúlk- an skildi, að það var aðeins meinlaus opinn munnur. Ef til vill ræddi enginn um þetta mál sakir tímaskorts. En þegar ein- hverjum datt svona í hug, að það væri hægt að senda hana til Petroipolis á heimili þýzku mágkonunnar, var fallizt á það af meiri hrifningu en ein gömul kona var annars fær um að vekja. Þegar því sonurinn í fjöl- skyldunni fór með kærustuna og systur sínar tvær akandi eina helgi til Petropolis, tók hann gömlu konuna með sér í bílinn. Af hverju svaf Macinha ekki nóttina áður? Umhugsunin um ferðalag kom hjartanu í stirðn- uðum kroppnum til að slá óreglulega og ryðskáninni til að flagna af eins og hefði hún gleypt stóra pillu án vatnssopa. Stöku sinnum náði hún ekki andanum. Nóttin fór í að tala, stundum háum rómi. Uppnámið yfir hinni fyrirheitnu skemmti- ferð og breyttum lífsháttum skýrðu skyndilega fyrir henni nokkrar hugrenningar. Hún mundi atvik, sem hún fyrir nokkrum dögum hefði getað svarið fyrir, að hefðu aldrei gerzt. Allt frá syninum, sem ek- ið hafði verið yfir og dó undir sporvagni í Maranhao — hefði hann komizt í tæri við umferð- ina í Rio de Janeiro, hefði hann örugglega farizt hér. Hún mundi eftir hári sonarins, fötum hans. Hún minntist bollans, sem Maria Rosa hafði brotið, og hvað hún hafði skammað Mariu Rosu. Ef hún hefði vitað, að dóttirin myndi deyja af barns- förum, hefði hún vitanlega ekki mátt skamma hana. Og hún mundi eftir mannin- um sínum. Hún gat aðeins mun- að eftir manninum snöggklædd- um. En það gat ómögulega stað- izt, hún vissi ofboð vel, að hann fór í einkennisbúningi til starfa eins og fyrirskipað var, og í jakkafötum til gleðskapar, enda hefði hann ekki heldur undir neinum kringumstæðum getað verið á skyrtunni við útför son- arins og dótturinnar. Leitin að jakka eiginmanns- ins reyndi enn meira á krafta gömlu konunnar, og hún bylti sér fram og aftur í rúminu. Skyndilega tók hún eftir því, að rúmið var hart. „En hvað rúmið er hart," sagði hún stundarhátt um há- nótt. Hún var orðin viðkvæm alls staðar. Líkamshlutar, sem hún um langan tíma hafði ekki verið sér 'meðvitandi um, drógu nú að sér athygli hennar. Og skyndilega — þvílíkt hroðalegt hungur! Hún snaraðist á fætur eins og vitstola, leysti hnútana i litla pinklinum, dró upp brauðsneið með þráu smjöri, sem hún hafði geymt á laun í tvo daga. Hún át brauðið eins og/ mús, fleiðraði sig um leið til blóðs á þeim stöðum, þar sem aðeins var tannhold fyrir. Hún varð augsýnilega kvikari við að matast. Henni tókst að vísu að- eins í svip að sjá eiginmanninn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.