Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 15
Til vinstri: Þorlákur helgi. Steindur gluggi I prestaskóla í Lincoln, gerdur af Milner 1W7. Til hjegri: Lincoln. B*rgarhaeðin og tjörn- in, Bradford Pool (Breiðavað). |„,.«r~»r~r», ••-*¦.-«v**|«j Itt^umUUJJfHJMaUÖl itn^ttccmufdatóHanpnii^e^^ cu£uiaimduxnf-04uefiimu4>lm-f«0í udd&uatfbl Upphafsstafur (E)úr SaKara-skýr ingum Péturs Lombardusar (Sálmur 80). Handrití tuaxuwtftu «-*« SliipcuiRiit; -dcccptou uio mimdouel *.A.'Í-._..O.jr' • tafijíié^dcftr löMjotainx . tllbtlcUX QAUdtO'Clcf iípooefttf9qputarc4ó 12. öld. *»«}a^«^doo $$átar^x<fen&9? xGrniatta.pcr iniacDdbiacob* BumtoDpföt mfl cedarctmi panu^pfaiftu loomducuui á Niðarós-dómkirkju gerð af Anne Ransane, sem fæddist 1914. Ég hefi heyrt menn halda því fram í mín eyru, að sú mynd sé frá mið- öldum, en það er ekki rétt, heldur er stíll myndarinnar miðalda- legur. Sabine Baring Gould Einn af kunnustu og afkasta- mestu rithöfundum ensku kirkj- unnar á 19. öld var maður að nafni Sabine Baring Gould (1834-1924). Hann er höfundur sálmsins: „Áfram, Kristsmenn, krossmenn", sem séra Priðrik Friðriksson þýddi með hliðsjón af herópi Ólafs konungs helga á Stiklastóðum, en sá sálmur hefur unnið sér fastan sess í íslenskum sálmasöng vegna þess nútímafyrirbæris, sem kallað er æskulýðsstarf. Áðurnefndur Baring Gould gerði það sér til gamans á fyrstu prestskaparárum sínum að læra íslensku með sjálfsnámi, en það var erfitt á þeim árum, vegna þess að það vantaði orðabækur. En honum tókst að endursegja Grettissögu, og las hann þessa íslendingasögu fyrir nemendur sína á hverjum degi, meðan verkinu miðaði fram. Mundu nemendur hans söguna fram á gamals aldur. Þegar hann var búinn að þýða söguna, tók hann sig upp úr heimahögum, og hélt út til Islands, þar sem hann ferðaðist um söguslóðir Grettlu í eitt sumar. Það var 1861. Tveimur árum síðar gaf hann út ferðasögu sína. Af tillitssemi við fórunauta sína, breytir hann um nöfn þeirra, og hefur það vafalítið komið leið- sögumanni hans vel, því að hann hefur eftir Oddi V. Gíslasyni sam- tal hans við landshöfðingja, þegar sá síðarnefndi reyndi að neyða Odd til að fara til Grímseyjar 1860. Það sést á æfisögunni, að þessi 27 ára gamli Englendingur hefur verið gagnmenntaður mað- ur, því að hann er með augun opin fyrir öllum þáttum íslensks menningarlíf s. Hann þýðir íslensk þjóðkvæði, Sonatorrek og Höfuð- lausn; hann skrifar upp „ísland farsælda frón" í tveimur myndum, og kallar lagið þjóðsóng íslend- inga. Hann skrifar upp íslenska messu, og nokkra sálma eftir því sem hann heyrir þá sungna, og birtir þá í enskri útsetningu í bók sinni. Hann veltir fyrir sér tengsl- um orðsins „hnikar" við enska orðið „Old Nick". Hann þýðir kafla úr Grettlu, Eglu og Bandamanna sögu'. Hann lýsir silfurbúnaði kvenna, og tilhneigingu íslenskra silfursmiða til að láta bókstafinn A vera í öllum mynstrum. Þetta æskuverk Baring Goulds sem rithöfundar var tekið upp aft- ur, þegar hann gaf út þýðingu sína á Grettlu, rækilega myndskreytta, sem unglingabók árið 1890. Síðan gaf hann út íslenska útilegu- mannasögu: „The Icelanders Sword: or the Story of Öraefadal" (London 1895). Sú bók er byggð á ferðalagi hans yfir Kjöl, og upp- skriftum hans á íslenskum útilegumannasögum, en Baring Gould var sérfróður í alls kyns hjátrú út um alla Evrópu. Þorláks saga Baring Goulds Baring Gould var enskur há- kirkjumaður, og bar litla virðingu fyrir lútherskum arfi íslendinga, sem hann fékk að vita, að kominn væri frá „einhverjum Buggenhag- en", enda leitaði hann ekki til ann- arra kirkjulegra aðila á íslandi en kaþólsku trúboðanna, sem meðal annars sögðu honum, að ísland hefði orðið til, þegar Drottinn lét skrattann spreyta sig á sköpunar- verkinu. í þágu þessarar hákirkju-* stefnu skrifaði Baring Gould mik- ið helgisagnaverk, sem nefnist Liv- es of the Saints, 16. bindi, sem komu út á árunum 1672—89. í fimmtánda bindi er kafli um Þor- lák helga, sem er að mörgu leyti góður. En í sambandi við dvöl Þorláks í Lincoln getur Baring Gould ekki stillt sig um að hleypa skáldfáknum á stað, og er það ein- mitt þessi kafli sögunnar, sem síð- ar varð undirstaða kapelluglugg- ans í Lincoln. Þannig híjóðar kafl- inn í lauslegri íslenskri þýðingu: „Hann tók prestvígslu af Birni biskupi á Hólum, þegar hann var sautján eða átján ára, og hélt síð- an til náms í París og Lincoln. Á síðarnefnda staðnum kynntist hann efalaust Hugh hinum helga, sem þá sat á biskupsstóli, og heil- agleiki hins niikla biskups hlýtur að hafa mótað skapgerð og Hfcrni íslendingsins síðar meir. Hann dvaldi sex ár í útlöndum, og sneri síðan heim til ættlands síhs, rek- inn af þeirri heimþrá, sem lætur íslendinga syngja, hvert sem þeir fara: „ísland er fegursta land und- ir sólunni." (Neðanmálsgrein Bar- ing Goulds: „ísland er hinn bestur land, sem sólar skínar upa"), og telja þeir það engar ýkjur. Sam- tíma sagnritari segir, að hann hafi þráð að hitta móður sína og syst- ur. Þegar hann kom til íslands, „þá fylgdi móðir hans honum í sí- fellu, síðan er hann kom út, en hann veitti ástsamlega ásjá systr- um sínum, Ragnheiði, móður Páls er síðar varð biskup eftir Þorlák biskup, en annarri Eyvöru." Frændur hans vildu láta hann staðfesta ráð sitt og verða bóndi; og það var til þess ætlast, að hann gerði svo, því að á íslandi voru allir prestar og biskupar kvæntir. En um nóttina birtist honum gamall maður í svefni, og sagði: „Þú ætlar þér konu að biðja, en þér er ónnur brúður æðri huguð af mér." Oss býður í grun, að Þorlák- ur hafi í draumi séð Hugh biskup í Lincoln, og að þau áhrif, sem hann hafði orðið fyrir í Englandi varð- andi klerklegt einlífi vegna kenn- inga og fordæmis dýrlingsins, hafi komið honum í hug í svefninum." I þessari sögu eru tvö atriði mjög undarleg. Baring Gould tjáir ættjarðarást Þorláks helga með gamanyrðum stúdenta, sem ég held að séu mörgum áratugum yngri („ísland er hinn bestur land, sem solen skinner pá"). Hvernig skyldi þetta vera komið til hans? Og svo er það, sem Baring Gould gerir gegn betri vitund: Hann ger- ir Hugh að læriföður Þorláks. Þessir tveir hittust aldrei, enda voru þeir jafnaldrar og komu sinn frá hvorum enda Evrópu, ef svo má segja. En það er þessi missögn Baring Goulds, sem tendrað hefur eld í brjósti Milners, þegar hann átti að gera gluggann í Lincoln. Þarna var lýsing á besta kennaranum og besta nemandanum. Þess vegna er Hugh lýst sem gömlum og virðu- legum gráskegg, þegar Þorlákur er ungur fríður maður með opinn Saltara á fyrsta Davíðs sálmi. Ef þessi saga á ekki erindi í jarteinabók heilags Þorláks, þá er ég illa svikinn. Einhverjir hljóta að þakka það heilögum anda, að Baring Gould lét lönd og leið alla sagnfræðilega gagnrýni til þess að búa til þessa sögu, sem i seinni tíð hefur gert veg heilags Þorláks mestan í augum erlendra manna. Gerscmamar í bókasafninu Leit mín að handritum frá dög- um Þorláks og Páls í Lincoln bar þann árangur, að ég gat notað dagstund til að fletta nokkrum þeirra í lesstofu bókasafns dóm- kirkjunnar. Þótti mér þá, sem ég sæti í stóli þeirra frænda, Þorláks og Páls Oddaverja. Þetta voru baekur af því tagi, sem þeir fluttu með sér til Islands. Þessar bækur geymdu þann skilning á mannleg- um tungumálum, sem íslendingar tileinkuðu sér á 12. og 13. öld, áður en ¦ þeir tóku að skrifa bækur á móðurmálinu. I þessum bókum lá merking orða, eins og: kajjpi, Mið- garðs ormur, garður, Asgarður, Utgarður, óðal, landnám, land- vættir, feldur, bjálfi, lögmaður, lögberg, þingheyjandi, útlagi, lögrétta. Ég hafði þetta á orði við kansl- ara dómkirkjunnar, J.S. Nurser að nafni, og útskýrði fyrir honum, hvernig þetta mætti vera. Kansl- arinn hefur síðan sent mér bréf, þar sem hann býður íslenskum há- skólastofnunum að taka til sýn- ingar í nokkrar vikur 10—15 handrit frá dögum Þorláks úr bókasafni dómkirkjunnar í Lincoln. Stofnun Árna Magnús- sonar hefur tjáð sig líklega til að standa fyrir þessari sýningu, ef peningar fáist til að standa undir kostnaði. Þessi grein er skrifuð til þess að minna fjárveitingavaldið og menntamálaráðuneytið á þetta tilboð, sem er einstætt í sinni röð. Þetta er nefnilega í fyrsta skipti, sem íslendingum bjóðast til sýn- ingar ensk handrit frá 12. öld. Á það má minna, að dr. Selma Jónsdóttir hefur rakið myndlist- aráhrif til íslands frá þeim héruð- um, sem lágu undir stólinn í Lincoln á 12. öld. Og allar altaris- töflurnar úr alabasti, sem til eru á íslandi, komu frá Nottingham, sem ekki er langt frá Lincoln. Efnissöfnun í þessa grein er að mestu mitt eigið verk, en mér er skylt að þakka aðstoð tveggja manna, sem útveguðu mér merki- legar heimildir um Róbert de Chesney. Það eru þeir Stefán Karlsson handritafræðingur og Peter Cahill, stundakennari við Háskóla íslands. Reykjavík, 25. maí 1982, Kolbeinn Þorleifsson. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.