Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 10
 Efri myndin er tekin af Línuveginum, þar sem hann nær næst Haga- vatni, sem hér er að baki undir jökulsporð- inum. Þótt það sjáist ekki á myndinni, er all- ur þessi sandur á hreyf- ingu; þéttur renningur fast við jörðu. Neðri mynd: Yfir Haukadalsl heiði hefur ekki runnið hraun, en sandrenning- ur smeygir sér á milli grágrýtissteinanna. áfram unz komið er að vaði á Asbrandsá, sem svo heitir neð- an við Sandvatn, en Tungufljót þegar kemur niður undir byggð. Vatnsmagnið er nokkuð mis- munandi. í fyrrahaust, þegar þessi ferð var farin, hafði verið óvenjumikið í ánni allt sumarið; nánast jökulhlaup, og eimdi eft- ir af því enn. Enda þótt Wagon- eer-jeppanum væri beint á betra vað, þar sem áin rennur í tveim- ur kvíslum, vatnaði engu að síð- ur yfir vélarhlífina í dýpsta áln- um. Þaðan er skammt að fara niður að Gullfossi eftir vegin- um, sem liggur inn yfir Sandá, og þaðan allar götur norður yfir Kjöl. Á þessu svæði hefur orðið umtalsverð breyting til bóta síð- ustu þrjá áratugina. Þarna, inn- an við Hóla, sem var efsti bær í Biskupstungum og nú hefur ver- ið lagður undir afrétt, var land ákaflega blásið og víða örfoka. Nú eru þar fífusund og víða grösugt. Og það eru mikil við- brigði að koma til byggða af þeim slóðum, sem við blasa af Línuveginum. Vel mætti hugsa sér að fara öfugt að; Aka Línu- veginn austan frá og koma niður á ÞingvöII, ellegar áfram Uxa- hryggi eða Kaldadal til Borg- arfjarðar. Ég held að það skipti ekki öllu máli; sjálfsagt er hvort sem er að fara út öðru hvoru og líta í kringum sig, en ekki bara Að neðan: í Mosaskarði. Hér skiptir um tón, allt er gróðri vafið og berjaland gott. í bak- er Sandvatn og framafréttur Tungna- i handan við það. margt löngu, að hafa þurft að krjúpa á fjóra fætur og halda fast, til að fjúka ekki á Skersl- um sem svo heita og eru suð- austur af Jarlhettum. Engin leið er til að linni áfok- inu frá Hagavatni og Sandvatni, sem er nokkru austar, fyrr en lagt verður í það mannvirki að halda stöðugu vatnsborði og sjá til þess með stíflum, að flæmi með jökulleir komi ekki upp, þegar vatnsmagnið undan jökl- inum minnkar. Kannski mætti biðja um eitt stykki þjóðargjöf til þess arna. Þessi eina, sem þegar er búið að splæsa á okkur, kemur í ljós, þegar komið er að hliðinu á girðingunni, nokkru vestan við Hagavatn. Fjallgarðurinn sunnan við Hlöðufell er einkennilega lág- reistur að sjá frá Línuveginum og helgast af því, að land er mun hærra norðan við þessi fjöll: Kálfstind, Högnhöfða, Rauða- fell, Skriðutinda og Skriðu. Þessi fjöll eru tignarleg að sjá víðast hvar af Suðurlandsund- irlendinu; nefnd einu nafni Út- fjöli og marka sjóndeildarhring til útnorðurs. Austur af þeim í beinni röð er gígaröðin Eldborg- ir á mikilli dyngju og hafa hraunflóð runnið þaðan; heitir Lambahraun það sem næst er Eldborgum og nær langt suður á bóginn. Þar sem vegurinn sveigir til suðurs á norðaustanverðu Lambahrauni, er það hrikalega bert ásýndum og líkt og sorfið á köflum af stöðugum sand- blæstri. Ég man heldur ekki til þess að smalað væri að ráði á þeim hraunbreiðum, sem halla til norðurs frá Eldborgum. Þetta land er allt í mikill hæð og má geta þess, að Jökulkrókur- inn, sem verður fram af Klakki, er í rúmlega 800 metra hæð, eða jafn hár yfir sjó og Kjalvegur. Brekknafjöllin, kennd við Buðlungabrekkur, standa í beinni röð vestan við Farið, þar sem það fellur úr Hagavatni, og eru í beinu framhaldi af Jarl- hettum. Þau heita Mosaskarðs- fjall, Fagradalsfjall og Einifell austan við Farið. Þar er gnótt um fjalldrapa, einivið og berja- lyng og mikið berjaland, þegar vel árar. Línuvegurinn liggur í gegnum Mosaskarð og gerbreyt- ist gróðurinn í eirini svipan, þegar komið er norðan af hrauninu og niður í brekkurnar. Þaðan er gott útsýni yfir ger- valla Haukadalsheiði, Sand- vatnið og framafrétt Tungna- manna, allt til Bláfells. Allt þetta flæmi er örfoka, en sums staðar er land byrjað að gróa upp á nýjan leik, en einstaka torfur, svo sem Bolhaus austur af Sandvatni, gefa hugmynd um feiknarþykkan jarðveg, sem all- ur hefur blásið út í hafsauga. Það er erfitt núna að ímynda sér, að 2—3 metra þykkur jarð- vegur hafi einhvern tíma hulið allt það grjót, sem hvergi sér út yfir. Þá hafa jöklar naumast verið til, en loftslag á íslandi verið svipað því sem nú er í Skotlandi — en vísindamenn telja, að svo hafi verið fyrir 1—2 þúsund árum og hafi það skeið náð fram á þjóðveldisöld. Hraunið, sem rann úr Eld- borgum, hefur dreifzt yfir óhemju flæmi og nær allt niður til núverandi byggðar í Bisk- upstungum. En það rann ekki austur yfir Haukadalsheiði, þótt hún sé miklu nær eldstöðinni. Þar er grágrýtissvæði, sem er feikilega blásið og man margur fulltíða Sunnlendingur eftir moldar- og sandmekkinum, sem stóð af Haukadalsheiðinni í norðanátt svo himinninn varð mórauður, þegar litið var til sól- ar. Mikið átak hefur verið gert í þá veru að stöðva uppblástur þar; skjólborð reist, dreift áburði og fræi. Örfoka flæmi eru víða sem blómagarður yfir að líta, en víða er Haukadals- heiði sem eyðimörk og þennan dag náði sandrenningur yfir hana alla og dró á köflum sandskafla í brautina. Á heið- inni verða vegamót; hægt er eins og áður er sagt að halda beint niður að Haukadal, ellegar út um bílgluggann; standa aug- liti til auglitis við auðnina, skoða fjöllin og jöklana, en einn- ig og ekki síður það harðgerða líf sem sums staðar skartar hin- um fegurstu litum við fætur manns, þegar vel er að gáð. Gísli Sigurðsson 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.