Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síflustu krossgátii DÞOL-ANOl SKAUT LíiM-LO Afí-f IfJirli 6uf> Reikí F*t>D TlT-ILL FU6L £.?„'« WERMft tttMI mwMM ^V\\y 5 'o P A R -»¦ V A ^J V L e <i A WMl B 'o L. A L'iriim tTfltf^ A L M.rit- p. b N A R V°TA«, Dqif'v ÁVÍTuft 1 4u£> A. £V » P lAHNi A á. L 1 ffZv* f£W h. L ÍÍMÍA WttM HEV- i K A R A M M 4AWR A N A R <,1T1« L A 4 VfflK SPIL-1» $TRÍi> e R T 1 R ruím A A £LOÍ-Vt>»A CLM.M K A T A R Ú WfJfJ tórc : ^ vetiK- A Z. RWiPA C R D B 3> A F£IA6 '1 f? VA«W L SIÍÓLI HEilK ÚTl-FTÖR-LlLUt L '5 L £ 6» U R. Ruui R o ft R A TÖMrJ F A L*K-k> Rkh-INM á r 1 6, A M A S> U R LVk". UR £ fJ D A R 5KC-flUT P u N T iEt.UK A TOM NUK N A u M n l A -D MMtf AND- Iwi £-lMA. A R «„, Srt/xT y R A 5 A £> |l 'Hlíi M A L / N K«(«- 1 U C L- : ic £> A R [TÆOI. U T D Mn 1 l A R A K A. KVÍIK ; ) liriMK Has WAFM-To^- t? p. £i L A & á> U R T«ufl- 'o M Æ i> l © ÞfiDKÍ.- N A u M U R flLIB-LINJ N 'A M A *JALM| r l N ( (*-M» A K R A r Á M U N1 SI'AV-IAM* UK N Y T 1 N M i L ¦tí.v íF* 5^ STAF"*' fJAFN Hetl-e.eRCi 5KRIF-B |R^N-H ,^ AR 1 1 IR 1 (cr-^ FUdU HVAO / T^.Ii KAWP-4T/\Ð / cr FRUM-ÍFNI '- ÆrA ' .. -r^- V VÆCAg ¦ ÍÆW fursar. A^mfl" KEMST AN 1 OCfJ ~^0str STAFUR ; FATN-AÐUR Vó'HD- gEITA TIT-1 u L. í-OF/f? AÐEIN5 Bl'om BÍL- 'lLÍ-tT #V HÆTYn-L£CtAR FUtVL-AR SKRlFflR SKoTt INlMI BÆTARi WAFN Stír- Burt L^C»F 5Tó-MANN LEIT ¦^ HUW>-UR. SÓPlUH RÓM,. TALA NíftM-/JDUR. KGWR ÓSflM-4T/t»-IR þRÖNt.v-AR HSfi RlSíi-kbH&u L.O ÍKÉLfl-Let tRAFTH- E.MO-1 l-iCv rlMAR Sl'ita MlT RÓA írÁVftR. Cv'RlEi FRTK-r\f>UR Ko&TI .# KoNA SKrtítlC- <-W£> S«i^-TCAJG" 1 M C p MALM- m HflMit.1 REtVKll) DAC.I 1 Svo mælti veg- prestur Útgefandi: Hf. Árvakur, Keykjavík Kramkv.stj.: Haraldur Sveinsson Rilstjórar: Matthías Johannessen Styrmir Gunnarsson l'.iLsij.fltr.: Gisli SigurAsson Auglýsingar: Baldvin Jónsson Ritstjórn: Ali.ilstra.-ti 6. Sími 10100 Það er eins með mín skrif sem annarra, sitthvað vekur þar andsvör og athugasemdir, -— og þá kannski einkum spurningar. Sumar þessara radda ná til manns eftir ýms- um krókaleiðum, stundum er líka vikið að manni spurningu á förnum vegi. Einhverju er kannski svarað í þessum þætti. Tveimur ónefndum. ungum hagyrðingum frá ónefndu plássi sem sendu mér póstkort og eina spurningu þakka ég áhuga. Það er alkunna að ég hefur verið bannorð hjá fjölmörgum fornum sagnariturum. Menn áttu í lengstu lög að fela sig. Sá er þetta ritar, sá er hér heldur á penna. Þannig var komist að orði og svo gera menn enn, þegar fyllsta hlé- drægni er sýnd, stundum eru það raunar látalæti. Sjálfur reyni ég, þar kemur orðið, að forðast persónufornöfn, veit því vel hve örðugt það er. Lát- um því slag standa að þessu sinni og komumst að efninu. Eins og oft hefur fram kom- ið gaf undirritaður út bók sína Þorpið haustið 1946. Strax og friður var kominn braut ég all- ar brýr að baki mér, ungur og bjartsýnn maðurinn, seldi tímarit sem ég átti og stjórn- aði og gat þá talist vænlegt lifibrauð, og fór til Svíþjóðar, hugðist vera þar í tvö ár. Strax á miðju næsta sumri var ofannefnd bók tilbúin til prentunar. Ég skrapp þá heim með handritið og ætlaði mér tvo mánuði til þess að koma bókinni út. Ég reyndi á einum stað með útgefanda. Ekki nennti ég að fara með handrit- ið víðar. Ég samdi við prentara um að hann setti bókina, ann- an um að hann raðaði efninu á síður, það er kallað á fagmáli að brjóta um. Svo keypti ég hjá pappírssala efni í bókina. Ung- ur prentari hafði þá keypt sér gamla pressu, þ.e. prentvél, og var að setja hana niður í bak- húsi við Oðinsgötu eða Þórs- götu. Hann prufukeyrði hana á þessum Þorpsörkum. Þrír prentarar voru komnir til sög- unnar. Upplag 500 eintök. Jóhannes Jóhannesson gerði teikningu að minni fyrirsögn, bakgrunnur grænt á hvítu og þar teikning af vegpresti með vísum, sem bentu sinn í hvora áttina, ef ég man rétt. Þar stóð bókarnafn og höfundar með svörtu letri. Bókaverslun Máls og menningar sá um að dreifa bókunum í verslanir í Reykja- vík og Hafnarfirði. Ekki leyfði bjartsýnin mér að gera ráð fyrir sölu á fleiri stöðum. Það var og raunsýni. Engar pant- anir komu neinsstaðar að. En ég á eftir að segja frá einu atriði yarðandi þessa bókaútgerð. Ég átti nokkuð innangengt í Þjóðviljann, var einn af þeim mörgu sem í þegnskylduvinnu sendu honum efni. Stundum hafði Jón Bjarnason blaðamaður þar viðtöl við okkur, sem stóðum blaðinu nærri. Þegar mikið var að gera vorum við, sem þannig lögðum til efni, látnir sjá um það að nokkru leyti sjálfir að ganga frá þessu í hendur prentaranna, blaðamaður rit- aði kannski smáklausu með og setti svo stafina sína undir. Slíkt viðtal birtist við mig í Þjóðv. 13. okt. 1946. Og hluti af því var prentað á baksíðu bók- arkápunnar. Þetta lesmál af kápunni var svo birt sem bókarauglýsing einhversstaðar, og varð að því leyti frægt, að um þessa aug- lýsingu birtist harðorður rit- dómur eftir héraðskunnan bónda og refaskyttu á útnesj- um syðra. Hann var góður hagyrðingur og þóttist sjá mikla vá fyrir dyrum, ef farið væri að yrkja svo sem um- ræddur bókarhöfundur hótaði. Þetta vakti meira umtal í blöð- um. Skrifuðu menn með og á móti þessari ljóðagerð. En ekki seldist bókin samt eða var les- in að ráði. Nú ætla ég að bæta gráu ofan á svart og auka á fyrri ávirðingar mínar um sjálfstal, svo að ég nú ekki noti orðið sjálfsdrýgindi, og birta þann kafla sem var á Þorpsbakinu og sem vakti jafnvel öllu meiri deilur en bókin sjálf fyrir 36 árum: „Þetta er órímaður flokkur um þorpið, uppvöxt höfundar- ins og reynslu — án þess að bókstaflega sé talað — og myndir úr lífi alþýðufólks úr umhverfi heimahaganna. Best er að taka það fram í þessu sambandi að skáld leika sér að lyginni, og fer ég með stað- reyndir eftir þeírri reglu. Ég hygg að aldrei komi til þessy að Islendingar hætti að ríma. Ég fyrir mitt leyti mun seint geta neitað mér með öllu um þá ánægju að ríma. En kröfur fólks um rím eiga ekki alltaf rétt á sér, sumu efni og sumum skáldum hæfir stund- um betur form hins órímaða ljóðs, en nokkuð annað. Brag- eyra telst hvort eð er ekki lengur til skilningarvita ís- lenskrar alþýðu eins og áður, og ljóðaáhugi er fátíðari nú, en fyrir tveim tugum ára. Við breytum ekki þessum stað- reyndum með strangari rím- kröfum til skálda okkar. Þeir sem áður fundu hinn minnsta rímgalla á vísu eru nú snill- ingar í vélfræði, tónlist, hár- greiðslukonur, góðir bílstjórar og dugnaðarforkar á öðrum sviðum þjóðmenningar og at- hafnalífs — jafnvel kaupsýslu- menn. Við þetta fólk tala skáldin með öðrum hætti en fyrr. Ég á von á því að um bók mína verði sagt: Þetta eru ekki ljóð. — Ég svara: Mínir elsk- anlegu, kallið það hvað sem þið viljið. Skáld hafa löngum sagt: Mitt er að yrkja, ykkar að skilja, og sé það mælt hroka- laust á það rétt á sér. Ljóð er ekki hægt að leysa upp eins og reikningsdæmi. Enginn mun nokkru sinni mæta skáldinu í tjáningu þess augnabliks er kvæðið varð til. Engu að síður getur það vakið sterkar, og jafnvel sterkari kenndir, hjá góðum lesanda en höfundi þess sjálfum. Það skiptir mig mestu, að það, sem ég geri, verði einhverjum til yndis eða hrellingar, snerti. — Kvæðin eru ort fyrir greint alþýðufólk og aðra, sem eiga hugarfar þess, þeim treysti ég best til að koma fordómalaust á móts við höfundinn í gagnkvæmum skilningi." Júii úr Vör

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.