Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 13
Dietrich Fischer-Dieskau um tónlist. Ein þeirra er um söng- lög Franz Schuberts og heitir á þýsku Auf den Spuren der Schu- bert-Lieder, þar sem hann greinir frá textahöfundum, kynnum Schu- berts af kvæöunum og tilurð lags- ins og eiginleikum, bókin er því allt í senn; saga Ijóös og lags og höfundarins sem lagið samdi. Síöasta áratuginn hefir það gerst annað kastið að Dietrich Fischer- Dieskau hefir stigið upp á stjórn- pailinn sem hljómsveitarstjóri. Ár- ið 1973 kom út hljómplata þar sem hann stjórnaði hljómsveitinni Fíl- harmóníu í Lundúnum, þar sem leiknar eru tvær sinfóníur eftir Schubert — sú 5. og 8. (ófull- geröa). Það var EMI sem gaf plöt- una út og nr. er ASD 2942. Þessi upptaka hlaut góða dóma og átti þaö jafnt við um tóngæði og túlk- un. Stjórnandinn velur fremur hröð tempó, en samt er túlkunin Ijóðræn eins og vænta má af ljóöa- söngvara, ekki sist í hægu þáttun- ura. Þremur árum síðar lagði Fisch- er-Dieskau til atlögu við aðra og stórbrotnari sinfóníu — nr. 4 í E-moll eftir Brahms — og nú var hljóðritað í húsakynnum Supra- phon í Prag og tékkneska fílharm- ónían hlýddi tónsprota söngvar- ans. Þessi sinfónía hefir mikið ver- ið hljóðrituð og margir hafa gert mjög góðar hljóðritanir. Ein sú nýj- asta er gerö af Carlos Kleiber og Vínarfilharmóníunni og hún er dig- ital, gerð af Deutsche Grammo- phon nr. 2532 003. Af eldri upptök- um, sem notið hafa mikillar hylli, má nefna upptökur þar sem Otto Klemperer og Adrian Boult eru stjórnendurnir. Einnig má nefna upptöku á Classics for Pleasure, þar sem James Loghran er stjórn- andinn, að Karajan og Berlínarfil- harmóníunni ógleymdri. Þeim, sem vilja eiga fjórðu Brahms þar sem dramatísk spenna er höfuö- einkennið, má benda á gamla upp- töku með Toscanini og aðrar yngri, þar sem Frits Reiner og George Szell eru stjórnendurnir. Um þess- ar hljóðritanir er það að segja að engin þeirra er í háum gæðaflokki, samt er' Toscanini-útgáfan með þeim betri frá hans hendi. Dietrich Fischer-Dieskau fetar ekki í slóð þeirra sem dramatísera 4. sinfóní- una. í höndum hans verður hún Ijóðræn og tregafull, angurværð einkennir hæga þáttinn. Hljóm- sveitin leikur vel og hljóðritunin er góð, svo að enginn vcrður svikinn af henni, Supraphon, stereo/ quad 4 10 2077. A.K. 1 p Munið þið eftir kippuskónum ? Kannski sumir. Aðrir hafa sjálfsagt aldrei heyrt á þá minnzt. Þetta voru ósköp venju- legar leðurmokkasínur, en frá- brugðnar öðrum skóm að því leyti, að örlítið gat var á þeim að aftanverðu. Skórnir höfðu nefni- lega verið þræddir upp á kippur og þvælzt land úr landi, þar til þeir komu hingað og voru seldir á svörtum. Það var sáluhjálpar- atriði að eignast skó með gati. Gatið var til marks um að varan væri ósvikin-útlenzk, en ekkert rusl úr íslenzkum verksmiðjum. Ekki mátti hafa hátt um þessi viðskipti. Þeir sem höfðu góð sambönd, eða þekktu einhvern sem hafði góð sambönd, létu orð- ið ganga. Um leið og flogin var fiskisaga, varð þurrð hjá kippu- konum og kippukörlum. Ég átti til dæmis í heilmiklum erfiðleik- um með að verða mér úti um hlut af aflanúm. Alls staðar var kom- ið að tómum kofunum, þar til mér tókst einhvern veginn að komast höndum yfir vínrautt par fyrir 300 krónur, sem yar gang- verð á fermingargjöfum það árið. íslenzku fermingarskórnir höfðu verið miklu ódýrari. Nú var þeim lagt. Nú var skartað skóm með gati, sem að vísu voru alltof þröngir, en hvaða máli skipti stærðin, þegar gatið var á sínum stað? Þessir kippuskór koma oft upp í huga minn, þegar eitthvert nýtt tízkutildur ríður húsum og menn ana eftir því með hælsæri á báð- um, eins og fermingarstelpurnar árið 1959. Og þó er þessi saga kannski fremur táknræn fyrir annað. Hún er táknræn fyrir þá blindu aðdáun, sem íslendingar höfðu lengi vel á öllu því, sem erlent var, og hafa raunar enn. Og þá botnlausu fyrirlitningu, sem við höfðum á innlendri framleiðslu, og er raunar enn við lýði. Margrómaður þjóðarmetn- aður okkar hefur verið lagður í allt annað en umhyggju fyrir ís- lenzkum iðnaði. Með stórauknum innflutningi á 7. áratugnum lagðist niður hvert framleiðslu- fyrirtækið á fætur öðru, og langt er síðan svo var komið, að inn- lendur skófatnaður varð tor- fengnari en kippuskórnir í eina tíð. Að vísu er ekki aðeins við okkur almenning að sakast í þessum efnum. Mislit stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum líka. Einnig misvitrir iðnrekendur, sem lengi höfðu skákað í skjóli einokunar. Fermingarstelpur, sem gengu bæjarenda á milli í hamslausri leit að kippuskóm, höfðu varla séð leikföng, í bezta falli tuskudúkkur með glerhaus eða spýtubíla, sem liðuðust í sundur við minnsta átak. í verzl- unum var vart hægt að fá nauð- synlegar flíkur, hvað þá munað- arvörur. Slíkt sást bara í erlend- um verðlistum, sem í þá daga hétu príslistar og voru til á ein- staka heimili. Það var óraunhæft að láta sig dreyma um, að innan tíðar yrði innihald þeirra komið í íslenzkar búðir. En það gerðist. Það kom orlon og roll-on og öll þessi töfranöfn úr príslistunum urðu orð dagsins. Hlínar-peysur urðu púkó og 13-13 sápan sveitó. Brátt höfðu jafnvel kippuskórnir glatað gljáa sínum í þeirri er- lendu holskeflu af tízku- og munaðarvöru, sem reið yfir þjóð- ina. Það vantar ekki að stundum sé rokið upp til handa og fóta og barðar bumbur fyrir íslenzkan iðnað. í þágu hans þeysa menn á hjólhestum dögum saman um ís- lenzkar vegleysur. Ábúðarfullir stjórnmálamenn klifa gjarnan á því, að ófæddir landsmenn muni þurfa að sjá sér farborða með innlendri iðnaðarframleiðslu. En svo virðist+sem sakleysingjarnir litlu muni ekki taka annað í arf en erlendar skuldir vegna lána, sem forverar þeirra tóku til að kaupa erlendan neyzluvarning. Á sama tíma og frændur okkar á Norðurlöndum hafa á alþjóða- vettvangi getið sér orð fyrir listræna og smekklega fram- leiðslu, hafa íslendingar haldið áfram að koma fyrirtækjum sín- um á hausinn eða þá rekið þau með kreppulánum í gustuka- skyni. Sýni framleiðendur nýtt frumkvæði og framtak er þvíyf- irleitt mætt með tortryggni og tómlæti. Sagt er, að þeim gangi það eitt til að græða á landanum og svo eru þeir kæfðir af opinber- um álögum og hunzaðir af al- menningi, sem enn á ný er farinn að kaupa erlenda vöru eftir prís- listum. Það er talið hentugra að kaupa úr búð og láta innlenda spekúlanta græða á sér. Við get- um hins vegar framleitt eitthvað úr ull og leir til að græða á túr- hestum. í raun og veru liggur dæmið afar Ijóst fyrir, svo ljóst að allir ættu að skilja það. Það borgar sig að kaupa íslenzkt fremur en útlent, ef gæðin eru sambærileg. Enda þótt erlenda varan sé ögn ódýrari, borgar sig samt að kaupa íslenzkt. Á því græða ekki bara iðnrekendur, heldur einnig verkafólk, þjóðarbúið í heild og ekki sízt þessir ófæddu með allar skuldirnar á bakinu. Nýlega spjallaði ég við kunn- ingjakonu mína frá Finnlandi, sem er bæði smekkleg og skyn- söm. Hún kvaðst jafnan kaupa finnska vöru, ef hún mögulega gæti, og þannig væri með þorra landa hennar. — Við flytjumým- islegt inn, sagði hún, — en finnskur almenningur kaupir yf- irleitt innlendan varning. Og hvernig getum við ætlazt til þess að útlendingar kaupi það sem við framleiðum, ef við viljum það ekki sjálf? Svo trúði hún mér fyrir því, að hún hefði ætlað að syndga upp á náðina í Ameríku á síðasta ári. Hún hefði alltaf heyrt að allt væri svo fínt í Am- eríku, og því ætlaði hún að kaupa amerískan kjól. En hún fann engan, sem henni líkaði. Henni þóttu allir kjólar Ijótir í búðun- um þar. — Der ár bara hemska kláder, fula kláder i Amerika, sagði hún á sinni dýrlegu finnsk-sænsku, og ég veltist um af hlátri. Svo datt mér í hug, að íslendingum væri stundum alveg sama hvort fötin þeirra væru „heimsk og fúl“, bara að þau væru ekki íslenzk. Þannig var það a.m.k. á tímum kippuskónna. En vonandi erum við að vaxa upp úr þeim. Það er a.m.k. tími til kominn. Guðrún Egilsson. M' <. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.