Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 4
GOÐSAGNIR NÚTÍMANS Cristian Favre, kennari og lejðsögumaður. skrifar um frásagnir af fundum við gelmverur oggeimförog vekur athygli á, að þetta hafi alltaf átt sér stað hjá lítt menntuðu og hfátrúarfullu fálh 1- og á afskkektum stöðum. Fyrri hlutl. Þessar skýjamyndanir yfír Sao Paulo gáfu mönnum tilefni til aö álíta aö hér væru fljúgandi diskar á ferð. Þessi sérstæða lögun skýja getur þó orðið við sérstakar aðstæður þegar myndast hvirfílvindar við klettabelti í fjöllum. Sjónvarpsfíokknum „Furðum veraldar" er nú lokiö. Þegar litið er yfir heildina, verð ég þó að játa, hve lítinn áhuga þessir þættir vöktu hjá mér. Yfirleitt brá höf- undurinn ekki nema ódýrum metsölublæ yfír athugasemdir sín- ar (er að mörgu leyti minnir á verk Erichs von Dániken) í stað hins dularfulla töframáttar sem hann lét sig dreyma að galdra upp. Ástæöan þar, eins og hjá Dániken, er -alvarlegur skortur á vísinda- legum rannsóknum og vísindalegu innsæi. Samt sem áður voru síðustu tveir þættirnir athyglisverðir, þar sem fjallað var um „fíjúgandi furðuhluti og aðrar furður iofts- ins“. Mér þótti afar vænt um, að vísindalegar staöreyndir og vís- indalegt hugarfar fengi loks að ryðja sér braut inn á svið al- mennra hjátrúarfyrirbrigða. Því „trúin“ (ásamt sjónum eða líka ofsjónum er henni fylgja) á „heim- sókn frá öðrum heimum“ er ekki nema nútíma afbrigði kraftaverka hins forna: barnalegur lesandi vill gjarnan sannfærast um tilveru „betri“ manna eða þróaðri. All- marga lesendur skortir alveg þá vísindalegu undirstöðu, er raun- veruleg gagnrýni kunni að byggj- ast á. Þess vegna verða allt of mörg auðveld fórnarlömb þess- konar ódýrrar fjöldaframleiðslu. I»að er því nauðsyn að kynna sér aðeins viðhorf cðlisfræðinnar og geimfræöi á þessu sviði. Hvar er hugsanlegt að finna vitsumunaverur? Á 17. öld voru svokallaðar „út- ópíur" ritaðar, er lýstu mannlífi á nágrannaplánetum okkar. Þetta voru reyndar fínar og fágaðar bókmenntir sem enginn mátti taka með alvöru og voru aðeins til dægrastyttingar og uppfræðslu. Kópernikus sjálfur reyndi sig við slík rit að gamni sínu. Einnig Cyr- ano de Bergerac, Voltaire og Leibniz. Öll þessi verk eru blandin alvöru, fyndni og siðfræði: Til- gangur þeirra auk skemmtunar var bersýnilega að vekja menn til umhugsunar. Fyrsti rithöfundur sem segist hafa komist í samband við aðrar verur, í alvöru, er Svíinn Sweden- borg (1688—1772). Þar sem menn kunnu á þeim tíma ekki skil á geimskipum né öðrum farkostum 4 til að brúa bilið milli reikistjarn- anna, varð hinn sænski náttúru- fúskari að verða fyrir annarlegum sjónum og vitrunum. Hann lýsir svo í viðfangsmiklum verkum sín- um lífi og háttum mannvera á Merkúr, Mars, Venus, Júpiter, Satúrnus og tunglinu, en þar sem hinar þrjár pláneturnar voru þá ekki enn fundnar, gat spámaður okkar ekki frætt okkur um íbúa þeirra eða siði. í dag er vitað með næstum full- vissu að — ef nokkurt líf er í sól- kerfi okkar að finna — þá er um frumstætt form að ræða (t.d. bakteríur eða álíka frumverur). Ekki fyrir löngu héldu sumir enn að vitsmunaverur byggju á Mars og jafnvel Venus (sjá næsta kafla). En kannanir bandarískra geimtungla hafa afhjúpað öll þessi „leyndarmál", er falin voru á nágrannahnöttum okkar. Sem sé, lífverur er hvergi að finna í okkar sólkerfi. En í öðrum sólkerfum? Stjörnukíkjar okkar geta ekki ieyft okkur að glugga svo langt í burtu til annarra sólkerfa, en með hjálp útvarpskíkja er unnt að reikna út fylgdarplánetu(r) nokk- urra nálægra stjarna (þ.e. milli 5 og 10 ljósár í burtu). Þyngdarsvið fylgiplánetunnar orsakar smá- skekkjur í hreyfingu stjarna vegna gagnkvæmra áhrifa að- dráttarafls þeirra. Þannig er kleift að reikna á óbeinan hátt massa og stærð hins hulda föru- nauts, en þar kemur þó einhver óvissa: í mörgum sólkerfum kom í ljós að hinn ósýnilegi förunautur var álíka stór og Júpiter eða jafn- vel helmingi stærri. í slíku tilfelli getur verið um tvennt að ræða: Annaðhvort er fylgiplánetan virkilega jafnstór og tvöfaldur Júpiter eða þar fyrirfinnast fleiri minniháttar plánetur sem að heildarmassa jafnast á við einn risastóran hnött. Þar að auki mætti bæta við, að rúmlega 50% allra stjarna í vetrarbrautinni okkar eru líkar okkar sól. Þar af leiða töluverðar líkur á hnatta- kerfum eins og okkar. En það er ekki einungis ytri kringumstæður, svo sem loftslagið, sólargeislar, hitastig, loftþrýstingur eða jafn- vel aðdráttarafl téðra reiki- stjarna, er að lífssköpunni stuðla, heldur einnig efnafræðilegar sam- stæður sem eru lyklar að lífrænu efni — þ.e.a.s. kolefni, súrefni, köi'nunarefni, og vetni. Þau fyrr- nefndu og það síðastnefnda eru fyrir hendi í öllum þekktum stjörnum. Hin frumefnin hafa reyndar fundist álíka oft í ansi mörgum stjörnukerfum, að vísu ekki á fylgiplánetum sem sjást aldrei, heldur eru í geimþokum innan ýmissa kerfa. Þar sem þess- ar geimþokur gætu vel verið leifar af efnum, er notuðust við upp- byggingu reikistjarna innan kerf- isins, er ekki fráleitt að halda, að í mörgum sólkerfum séu komin saman skilyrði til þess að líf gæti kviknað og síðan þróast. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að geim- ferð til fjarlægra stjarna yrði ekk- ert spennandi, ef æðsta líf þar væri einfrumungar. Við vonumst til þess að hitta vitsmunaverur, en þá kemur annað vandamál í ljós. Stjörnufræðingurinn Carl Sagan sýndi forkunnarvel í sjónvarps- þáttum sínum, að hugsandi mað- urinn birtist ekki fyrr en á síðustu mínútunni í jarðartímatalinu. Þróunin er nú einu sinni hæg í öllu. Líkurnar fyrir að finna þró- aðar verur aukast til muna, ef við- eigandi reikistjarna er miklu eldri en okkar, svo framarlega sem þróun umræddra vitsmunavera þar hafi ekki leitt þær til sjálfs- tortímingar. „Ég hef verið á annarri plánetu“ Hafa vitsmunaverur heimsótt okkur? Mig langar hér að minnast aðeins á þær kynlegu sögur, er frá Bandaríkjunum hafa komið. Um langt skeið aflaði hreingerningar- maður, Adamski að nafni, sér bæði fjár og frama með fyrstu bók sinni. Hún hét: „Fljúgandi diskar hafa lent.“ Hér fylgir sýnishorn úr bókinni. „Fimmtudaginn 20. nóvember 1952 kl. 12.30 komst ég í fyrsta sinn í kynni við mann frá öðr- um heimi. Hann lenti á geim- fari sínu, fljúgandi diski. Hann kallaði hlutinn sjálfur könnun- arskip. Þessi maður leit út eins og hver annar maður, ég tók aðeins eftir að hann var dálítið minni en ég og einnig töluvert yngri. Það tvennt afbrigðilegt, sem ég tók sérstaklega eftir: í fyrsta lagi voru buxur hans gjörólíkar mínum og í öðru lagi var hár hans sítt og hékk á axl- ir niður. Hann brosti fagurlega og benti á sólina. Þvínæst teiknaði hann reikistjörnu- braut, síðan bætti hann við á: hann snerti sjálfan sig með vinstri hendinni á meðan hann benti á aðra brautina með hægri vísifíngri. Ég spurði hann þá: „Þér meinið, að Þér séuð frá Venusi?“ Hann kinkaði kolli og bar fram orðið „Ven- us“___“ Sem sé, Venusbúar eru mjög lík- ir okkur og tala ensku. Þar að auki eru þeir hippalegir og friðarsinn- ar, því þegar Adamski spyr Ven- usmanninn, hvort fljúgandi diskar séu komnir vegna kjarnorku- sprengna jarðarbúa, svarar Ven- usinn með ákveðnu „Yes“, en kjarnorkusprengjur eru á því há- þróaða Venusmáli „babúm“ ... 1955 gaf enskur flakkari, All- ingham að nafni, út hefti með titli: „Fljúgandi diskar frá Mars.“ Hér er aftur um sama fyrirbærið að ræða: sama farkost (diskur, um 10 m í þvermál, 6 m á hæð) og falleg- ar, prúðar og guðhræddar mann- verur. Allingham skrifar: „Rennihurð færðist hægt frá og lipur maður og mjór vatt sér fímlega niður á jaröveginn. í öllum hclstu atriðum líktist hann okkur mönnunum, aðeins húð hans hafði á sér merki- legan blæ, hún verkaði gljá- andi og sólbrún. Geimmaður- inn var með eitthvað í nefínu, sem ég gerði ráð fyrir að væri í sambandi við öndunina ...“ 1956 skrifaði ómenntaður bóndi, Nelson að nafni, bók um ferðir sínar til Mars og Venusar, en sam- kvæmt útskýringum hans, býr fyrirmyndarþjóð á Venusi: þar þarf hvorki lögreglu né dómsvald,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.