Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 12
Einskonar drottning í listafrumskógi New York-borgar Mary Boone í sýningarsal sínum í New York. Hér er það útsjónarsemi, kænska og harkan sex sem gildir. Bak við sjálfan sýningarsal- inn í listamannahverfinu Soho í New York er herbergi, lagt gráum flísum. Þar stendur svartlakkaö borð og á því kúlu- lagaður vasi með knippi af orkideum. Stálstólarnir fjórir eru klæddir gráu rússkinni af vönduðustu tegund. Öll er vist- arveran gædd óaðfinnanlegum glæsileika. Hið sama verður að segja um Mary Boone sjálfa. Andlit- ið er dálítið kantað með háum kinnbeinum, og það, ásamt tinnusvörtu hárinu ber greini- legan svip af uppruna móður- foreldra hennar. Þau eru frá Egyptalandi. Þessi fíngerða vera í nýtízku pokabuxum frá Armani er í hælaháum skóm úr cobra-skinni — en í skó- skápunum heima hjá henni standa rúmlega 200 pör af úr- vals skóm í röð og reglu. Hinn fíni og ríkmannlegi lista- verkasali er nú orðinn þekkt í hópi listunnenda og er stórt nafn hjá fjölmiðlum. Mynda- blaðið „Life" helgaði henni heilar fimm síður, tímaritið „New York" birti mynd af henni á forsíðu undir fyrir- sögninni „Hin nýja drottning í heimi listanna"; önnur blöð hafa kjörið hana „töframeist- arann frá Soho". Mary er dóttir verkfræðings frá Pennsylvaníu, en föður sinn missti hún ung að árum: „Ég var alin upp við algjört kvennaríki," segir hún. I fyrstu ætlaði hún að verða listfræð- ingur, en þar sem henni fannst námsefnið brátt vera „alveg út í hótt og líka stjarft", giftist hún verkfræðingnum Arthur Boone og fluttist 19 ára að aldri til Manhattan. Hún nam málaralist við Hunter College í New York, en inn á milli vann hún hjá Bykert-galleríinu. „Hún sat þarna í pínulítilli kompu," rifjar listaverkasafn- arinn Barbara Jakobson upp í grein í tímaritinu „New York", „en hún var alveg ótrúlega af- kastamikil". Annar viðskipta- vinur Bykert-gallerísins hefur þetta um Mary Boone að segja: „Ég hafði keypt mynd en ekki borgað hana ennþá. Þá hringdi Mary Boone í mig. Þvílíkt samtal hef ég aldrei upplifað, hvorki fyrr né síðar. Hún orð- aði hlutina eitthvað á þessa leið: „Borgaðu — eða við kom- um og rífum myndina niður af veggnum hjá þér." Þrátt fyrir slíkan galvask- leik, varð Bykert-galleríið gjaldþrota. Mary Boone hætti að mála og tók að verzla með listaverk á eigin spýtur. Á ár- unum milli 1973 og 1978 hús- vitjaði hún árlega rúmlega 800 vinnustofur listamanna að eig- in sögn: „Ég skoðaði allt." Pramar öllu hrifu þeir lista- menn hana, „sem höfðu svo flókna myndbyggingu, að ég skildi þá ekki strax". Meðal slíkra listamanna var Julian Schnabel: „Myndirnar hans voru fallegar og mann verkjaði undan þeim, þær voru glæsi- legar og einhvern veginn klunnalegar um leið." Árið 1978 opnaði þessi „drottning lista- og frumskóg- arins", eins og Anthony Had- en-Guest kallar Mary Boone í tímaritinu „New York", fyrsta galleríið sitt. Það var til húsa undir sama þaki og áhrifa- mesti listaverksali nútímalist- ar í New York, Leo Castelli, hefur sölusýningarsali sína. „Þegar Mary flutti inn á hæð- ina fyrir neðan," segir hinn 75 ára gamli Castelli, „hafði ég aldrei heyrt hennar getið. Ein- hvern veginn fór þar svo, að ég missti af fyrstu Schnabel- sýningunni hennar. En hann skoðaði aðra Schnabel-sýning- una hennar Mary Boone: „Eg stóð þarna eins og þrumulost- inn." Leo Castelli er ekki bein- línis neinn viðvaningur í að meta gildi listaverka og koma þeim í verð. Hann hafði áður aflað málurum á borð við Rob- ert Rauschenberg, Jasper Johns, Andy Warhol og Roy Lichtenstein heimsfrægðar á verkum þeirra. Hinn nýi leigjandi færði sér hrifningu Castellis á Schnab- el-sýningunni dyggilega í nyt. Hún taldi Castelli á að halda ásamt sér í janúar 1982 sam- eiginlega sýningu á verkum Julians Schnabels. Sú sýning vakti feikna athygli. Gagnrýn- endur láta mjög að því liggja, að hin metnaðargjarna Mary Boone hafi í mörg ár stefnt að slíkri samsýningu með þekkt- asta listaverksala New York- borgar. Sömu gagnrýnendur eru einnig þeirrar skoðunar, að Leo Castelli hafi með Schnabel-sýningunni fyrst öðl- ast náin tengsl við stefnu ný- listamanna. En hvernig sem því er varið, þá er hitt víst, að samsýningin gekk alveg frá- bærlega vel. Verðið á málverk- um hins bandaríska nýlista- manns Schnabels hefur hækk- að úr 300 dölum upp í 60.000 dali. „Áhugi fjölmiðlanna beinist þó engan veginn að mér," and- æfir framakonan Mary Boone, hæversklega, "en áhuginn sýn- ir öllu heldur hve góð sú list er, sem ég kynni". Hinn áhrifa- mikli gagnrýnandi bandaríska fréttatímaritsins „Time", Rob- ert Hughes, er ekki sömu skoð- unar og hún: „Þeir listamenn, sem Mary Boone rekur áróður fyrir, eiga aðeins eitt sameig- inlegt — meðalmennskuna." Að áliti margra er lista- verkasalinn Mary Boone fyrst og fremst glúrinn í viðskipt- um. „Það er alveg sama, hvar og hvenær ég er staddur með Mary Boone," segir t.d. Henry Geldzahler, forstöðumaður Innkaupasjóðs listaverka fyrir New York-borg, „alltaf skal einhver ljósmyndari skjóta upp kollinum". En Mary Boone gerir hins vegar lítið úr sínu ágæti: „Mér líður vel, þegar ég get talað um listir," segir hún, „en annars er ég ósköp feimin að eðlisfari". Og hún roðnar yfir allri þess- ari óframfærni sinni. Gabriele von Aruiin Hljómplötur Söngvari gerist hljóm- sveitar- stjóri Ef nokkur listamaður rís undir því að vera kallaður alheimssöngv- ari í dag, þá er það Dietrich Fischer-Dieskau. í meira en þrjá áratugi hefir hann miðlað heimin- um af list sinni í tónleikasölum og í heimahúsum, því að hljómplötu- fyrirtæki hafa keppst um að hljóð- rita söng hans og útbreiða list hans inn í hvern krók og kima á jiirö- inni. Hann hefir verið öiinum kaf- inn við upptökur á hinni fjölbreyti- legustu tónlist allt frá Bach og til nútímatónlistar. Hann hefir sungið í óperum og öðrum kórverkum frægustu tónskálda liðinna alda undir stjórn hinna þekktustu hljómsveitarstjóra. Nafn hans er að finna í upptökum á óperum Mozarts, Strauss, Verdis og Wagn- ers, kantötum Bachs og síðast en ekki síst eru til tugir af hljómplöt- um, þar sem hann syngur lög og lagallokka eftir Schubert, Schu- mann, Brahms, Wolff, Richard Strauss, Mendelssohn, Mozart, Beethoven, Loewe og er þá raargt ótalið. Gerald Moore segir frá fyrstu kynnum sínum af Fischer-Dieskau í bók sinni Am I Too Loud. Hann hafði ekki heyrt hans getið fyrr en í ársbyrjun 1951, en þá var Fisch- er-Dieskau rúmlega tvítugur og viðurkenningarorðin, sem þessum unga manni voru valin, voru síður en svo numin við nögl, heldur sagt að hann væri einn af mestu túlk- endum sem Þýskaland hefði haft fram að færa og hann væri þegar oröinn einn af bestu ljóða- söngvurum í heiminum. Hálfu ári síðar lágu leiðir þeirra saman, þeg- ar þeir áttu að hljóðrita Malara- stúlkuna fögru (Die schöne Miill- erin) eftir Schubert. Þegar þetta var, hafði Moore mikla reynslu sem tónlistarmaður og aldarfjórð- ungi eldri, en samt var það svo að Fischer-Dieskau lauk upp fyrir honum nýjum leyndardómum í tónverkum þeim sem þeir unnu við pg Moore lætur mikið af því, hvað æfingarnar með Fischer-Dieskau séu stórkostlegar og lærdómsríkar, enda fór það svo að þeir hafa hald- ið fjöldann allan af tónleikum saman og iiiinið að gerð fjölda hljómplatna, þangað til Moore varð að draga sig í hlé fyrir aldurs sakir, en þá hefir austurríski píanóleikarinn Jörg Demus komið í hans stað við hljóðfærið og fleiri píanóleikarar. Dietrich Fischer-Dieskau liefir ekki látið sér nægja að syngja fyrir heiminn. Hann hefir einnig gerst rithöfundur og sett saman bæknr 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.