Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 2
HEMINGWÁT Á óstöðugum stalli Ernest Hemingway (teikning eftir Ben Shahn 1959). Irwing Howe skrifar um Hemingway og mat nútímans á þessum fræga höfundi, sem fyrrum var svo mjög dáður og stældur Hemingway á ýms- um aldursskeiðum. Nýútkomin bók bréfa Ernest Hemingways færir okkur enn einu sinni sönnun fyrir ritsnilld hans þegar honum tókst sem best upp en jafnframt hve flókin mannvera hann alla tíð var. En um leið hefst deilan um hver staða hans sé í menningu okkar. „Hvað sem öðru líður,“ sagði Edmund Wilson þegar hann frétti andlát Hemingways árið 1961, „þá var hann einn af menningarstólpum okkar tíma.“ Eins og Irving Howe orðar það, en hann hefur kannað lífsstigu mest framúrskarandi rithöfunda tuttugustu aldarinnar; Hem- ingway var frumstæður og nú er hann „í hávegum hafður en stallurinn undir honum óstöðug- ur“. Irving Howl, prófessor í bókmenntum í Hunter College í New York, hefur skrifað gagn- rýnar sögur um William Faulkn- er, Sherwood Anderson og Thomas Hardy, jafnframt fjölda ritgerðasafna og greina þar á meðal Politics and the Novel (Stjórnmálin og skáldsagan), A World More Attractive (Meira heillandi heimur) og Steady Work (Unnið skipulega). „Að upphefja goðsögn- ina um ameríska karlmennið“ Þegar ég var ungur var Ern- est Hemingway konungur hæð- anna. A þriðja og fjórða ára- tugnum reyndu helstu rithöf- undar um allan heim að eftir- líkja ritstíl hans, streittust við að koma setningum sínum og stíl í sama form og hans. Það besta sem Hemingway skrifaði, um það bil tylft smásagna og ein eða tvær skáldsögur hefðu verið óskiljanlegar fyrir fyrri heims- styrjöld og ótrúlegar eftir þá síðari. Á fimmta áratugnum var mikill mótbyr gegn Hemingway. Yfirlýsingar hans voru illþolan- legar, enn erfiðara að lesa nýj- ustu verkin hans. Fyrrum skáld róseminnar var orðinn að grobbhana; vildi skapa friðinn og hampa herforingjum, reyndi að forðast lýsingarorð og endur- tók sig. Yngra fólk fór að efast um gildi bestu verka hans. Þeim fannst hann ofurseldur hörku, háði og tilfinningaleysi. Einn betri yngri rithöfundanna, Isaac Rosenfeld, réðst á Hemingway árið 1952 fyrir að „upphefja goð- sögnina um ameríska karlmenn- ið ... fyrirlitningu á konum og hlýjum tilfinningum ... ofsatrú hans á afli og karlmennsku." Það var sannleikur í þessu en ekki allur sannleikurinn. Því jafnvel þau okkar sem voru að reyna að brjótast undan geisla- flóði því, sem Hemingway hafði hellt yfir okkur fyrir löngu, viss- um að við vorum í uppreisn gegn mikilmenni á ritvellinum. Hem- ingway hafði snortið taug augnabliks okkar á þann hátt sem enginn annar hafði. Hann var frumlegur. Áhrifa mátti gæta frá Mark Twain, Sherwood Anderson, Thoreau, en alls stað- ar kom frumleiki hans kristals- tær í gegn, þau hin undirstrik- uðu hann einungis. Lesinn en ekki lengur stældur Og staða hans í menningu okkar í dag? „í hávegum hafður en stallurinn undir óstöðugur." Hann heldur áfram að vera les- inn, en mjög fáir rithöfundar taka hann sem fordæmi. Hem- ingway sem fyrir 30 árum var í brennideplinum sem skáld- sagnahöfundur virðist vera að hverfa inn í mannkynssöguna á hljóðlátan hátt. Ef litið er inn í kennslustund í dag þar sem ver- ið er að ræða skáldsögu hans The Sun Also Rises (Og enn rís sólin) þarfnast það nú sérstakr- ar útskýringar af hverju skáld- söguhetjan er ekki í takt við um- hverfi sitt. Þar sem nú er búið að gefa út bókina Úrval bréfa, risasafn bréfa til eiginkvenna, vina, óvina, herforingja, rithöfunda og ókunnra eftir Ernest Hem- ingway er óhjákvæmilegt að á ný hefjist umræður um hversu mikils við metum hann. En bréf- in ein geta ekki svarað þeirri spurningu — nema að því leyt- inu til að þau snúa okkar aftur að ritverkum hans. Ef íhugað er gildi bréfanna er það ekki í ritsnilld og hugsun sem áhrifa þeirra gætir. Enginn mun líkja honum við bréfritara eins og Keats, Chekov, Byron eða T.E. Lawrence. Hemingway rubbaði sendibréfum af eins og til að létta af sér spennunni við skáldsagna- og smásagnagerð- ina. Megnið af bréfum hans er ekki fyrir aðra en þá sem eru hrifnir af fiskiríi og veiðum. Enn önnur eru einungis ein- hvers virði fyrir þann sem skrif- aði þau og fyrir þá sem fengu þau. Betra hefði verið að hafa bréfin færri. Carlos Baker, sem sá um útgáfuna af vísindalegri nákvæmni hefði átt að hafa yf- irskrift setningu úr bréfi Hem- ingways 1945: „Það var ekki hrein tilviljun að Gettysburg- arávarpið var svona stutt.“ En auðvitað er þessi bréfa- hrúga mikið sönnunargildi og minningararfur. Hinn ungi Hemingway sendir föður sínum til að mynda bænarbréf þar sem hann biður að fyrstu skrif hans séu ekki dæmd „óskemmtileg". Þegar á allt er litið, staðhæfir hann: „Ef skrif eru aðeins fögur trúir þú þeim ekki. Lífið er ekki þannig." Árið 1935 skrifar hann um sovéskan gagnrýnanda: „Rithöf- undur er eins og sígauni. Hann er ekki háður neinni ríkisstjórn. Ef hann er góður rithöfundur geðjast honum aldrei að þeirri ríkisstjórn sem hann býr undir. Hönd hans er á móti henni og hönd hennar á móti honum." Árið 1949 skrifar hann orð- skrúðugt bréf til Spellmanns kardínála og ásakar hann fyrir „fleðulegan hrokahátt", kvik- yndishátt og gagnvart Elenor Roosevelt, „verkfallsbrot gegn kaþólskum vinnulýð" og lygar „um spænska lýðveldið“. Klofinn persónuleiki Bók þessi undirstrikar á slá- andi hátt það sem lesendur Hemingways vita þegar, að bæði sem rithöfundur og manneskja var hann hræðilega skiptur. Það er hinn ungi Hemingway, til- finninganæmur, hugrakkur, ör- látur og umfram allt óvenjulega gáfaður. Og það er Hemingway, aðallega eldri, sem er hrjúfur, fruntalegur og óaðlaðandi. Þetta er á engan hátt venjuleg tví- hyggja sem finnst hjá fólki al- mennt, þvert á móti er freist- andi að leita geðrænna orsaka. En hver sem skýringin er, virð- ist þessi innri klofningur vera upptökin í hinu versta og besta í ritsmíðum Hemingways. Þegar hann var í hetjuhlutverkinu og lék Tarzan við ritvélina skóp hann verk eins og Across the River and into the Trees (Yfir ána og inn í skóginn). Þegar hann hins vegar barðist gegn veiklyndi sínu — duttlungum, öryggisleysi, ótta — bjó hann til sín fyrstu ritverk. Enginn gat angrað hann; hvorki vinur, óvinur ná ókunn- ugur. Enginn tilviljunarkennd gagnrýni né þriðja flokks bóka- gagnrýni gat reitt hann til reiði né gert hann þunglyndan. Hetja þriggja meginlanda, góður hnefaleikamaður, fyrsta flokks 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.