Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Side 10
Rússneskt æskufólk: yfirleitt ganga allir í strömmum takt eins og kerfið krefst. En þegar engar opinberar athafnir eru á dagskrá og allir eftirlitsmenn Flokksins víðs fjarri, sýna ungmennin sitt rétta andlit og gleðjast saman á óþvingaðan hátt. Rússnesk æska 1 reynd Þessi unga stúlka er mjög svo vestræn í klæðaburði og sýnir með því að hún vill ekki ganga í takt sem taglhnýtingur kommúnistaflokksins. Hin opinbera framkoma: Ungar einkennisklæddar stúlkur á síðasta Koms- omol-þinginu í Moskvu. Á brúðkaupsdaginn aka brúðhjónin í hina hefðbundnu heimsókn til minnis- merkis óþekkta hermannsins. Á hverju kvöldi láta um 500 •mngmenni á aldrinum 15—25 ára gamminn geisa í diskótek- inu „Rezonans" undir olympíu- leikvanginum við Prospekt mira (Friðarbraut). Úr músíkgræjun- um drynur vestræn dansmúsík, en langmestum vinsældum sumarið 1982 njóta topplögin hennar Donnu Summers frá Bandaríkjunum og ástarsöngvar hjartaprinsins Adriano Celent- anos frá Italíu. Glitljós leiftra um dansgólfið, plötusnúður er önnum kafinn við að halda fjör- inu uppi. Við barinn fæst ein út- gáfa af asna — blöndudrykk úr sítrónulíkjör, víni og vodka — og svo fæst líka pepsikóla (framleitt með amerísku einka- leyfi). Strákarnir eru í Levis- gallabuxum, stúlkurnar reykja Marlboro. Og það í Moskvu. Það er því engin furða, að Boris Pastuchov skuli segja: „Frá skeytingarleysi í klæða- burði, eftiröpun á vestrænum tízkuhégóma, frá því að aðlaga sig gagnrýnislaust fyrirmynd- um hinnar borgaralegu skríl- menningar, er ekki svo ýkja langt í siðferðilega og andlega eftir Peter Seidlitz örbirgð og pólitískan van- þroska." Nær fimmtugur forystu-ungiingur Enda þótt hann sé orðinn 49 ára, er Boris Pastuchov svo að segja „forystu“-unglingurinn í Sovét-Rússlandi. Hann er for- seti kommúniska æskulýðssam- bandsins „Komsomóls", sem tel- ur 41 milljón meðlima innan sinna vébanda; það þýðir, að annað hvert sovézkt ungmenni á aldrinum 14—28 ára er koms- omólfélagi. Á nýlega afstöðnu þingi komsomól-æskulýðsins varaði Boris Pastuchov einmitt við diskótekunum; með hinu hátíð- lega málfari flokksliðanna áminnti hann hina ungu áheyr- endur sína: „Háværar danshljómsveitir mega ekki yf- irgnæfa hljóðfæri alþýðunnar.“ Og undir niðri finnst honum — rétt eins og ríkti styrjöld — hann meira að segja sjá vest- ræna skemmdarverkamenn að iðju sinni, við að kynda undir „hugmyndafræðilegum deilum" með innfluttum gallabuxum og hljómplötum, alveg einsog Vest- urlönd hefðu nú uppi alvarlegar áætlanir um að leggja Sovétrík- in undir sig með rokkmúskík og glæstu New Wave nýjabrumi. „Hinn borgaralegi áróður er einnig farinn að teygja hina hugmyndafræðilegu skemmdar- verkastarfsemi sína og sálfræði- legan hernað yfir á svið eins og tónlist, tízku og tómstundaiðju. Staðreyndir hafa leitt í ljós, að nokkur hluti sovézks æskufólks hljóðritar útvarpssendingar óvinveittra útvarpsstöðva." Gefur sovézk æska orðið frat í kommúnistaflokkinn en dýrkar efnishyggju, iðkar hugsunar- hátt, sem beinist mest að aukn- um kaupum á varningi, aukinni neyzlu og diskógleði, en sýnir sí- vaxandi sjálfselsku, lætur óspart í ljós nöprustu kaldhæðni og áhugaleysi á allri hugmynda- fræði? Sovézk æska, sem núorð- ið hefur helzt vestræn fata- plögg, stereotæki, eigin íbúð, bíl sem aðaltakmark í lífinu? Ungmenni, sem segja: „Látið okkur bara í friði!“. Þessu er örugglega ekki þann- ig varið með öll sovézk ung- menni. En jafnvel Pravda (sannleikurinn), málgagn mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, hefur slegið eft- irfarandi föstu: „Æskufólk okkar hefur ósjaldan rangar hugmyndir um þau verðmæti, sem sósíalisminn býður upp á. Neyzluhugsunarhátturinn og hugmyndafræði, sem er fjand- samleg sósíalisma sprettur ein- mitt af slíkri afstöðu." Iðkun á karate var talin óæskileg En ummerki vaxandi vest- rænna áhrifa, sem Boris Pastuc- hov kvartar svo mjög yfir, sjást ekki bara á hverju kvöldi í diskótekinu „Rezonans". I fyrra mátti til dæmis sjá heila hópa af ungmennum, sem hlupu sér til heilsubótar niðri á bökkum Moskvu-fljóts fyrir neðan Len- ín-hæðina, ífærðir hvítum íþróttabúningum með svarta beltinu. Fólkið var þarna að þjálfa þrek sitt og sló á hlaup- unum út í loftið ímynduð högg með höndum og fótum. Karate var skyndilega orðið algjört tízkufyrirbrigði meðal sovézkra æskumanna, enda þótt enginn þarlendis hefði enn séð Kung-Fu kvikmyndir þær, sem fjölda- framleiddar eru í Hong Kong. Hugmyndafræðingum flokks- ins var ekkert um það gefið, að íþrótt sem einnig naut orðið vinsælda á Vesturlöndum, skyldi verða að hreinustu dellu hjá ungmennum í Sovétríkjun- um alveg eins og diskóæðið. Þessi andi „einstaklingshyggj- unnar", kraftadýrkunin og grimmdin í karate-íþróttinni, fannst hinum hugmyndamót- andi eftirlitsmönnum Kommún- istaflokksins í hæsta máta óæskileg þróun: Iðkun karate, utan vébanda hinna viður- kenndu íþróttafélaga, var því stranglega bönnuð. Það eru sovézkir feður og mæður, sem fyrst verða vör við, að langflest ungmenni hneygj- ast mun meira til efnishyggju en eldri kynslóðin og að hinir ungu hafa aðrar hugsjónalegar fyrirmyndir að leiðarljósi í líf- inu. Kona ein í Moskvu segir full vandlætingar: „Mín börn vilja fá alla hluti undireins á stundinni. Þau hugsa alls ekki út í. hvað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.