Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 17
Forn-egypzk lágmynd af Ikn-Aton faraó og Nefertíti drottningu hans. Á myndum af þeim er lögð áherzla á sólina og geisla hennar, enda tók Ikn-Aton upp átrúnaö á sólina. Þjóóverjinn Ludwig Borchardt, sem fann styttuna af Nefertíti. Stytta af Ikn-Aton faraó, sem fannst í Tell el-Amarna. niður. Hakinn var lagður til hliðar og unnið varlega með höndunum. Það sem gerðist á næstu mínútum, staðfesti það, sem sagt hafði verið. Fyrir ofan hnakkann kom neðri hluti höggmyndarinnar í ljós og fyrir neðan hann bakhlið höfuðbún- aðarins. Síðan leið nokkur tími, áður en hægt væri að hreinsa jarðveginn með öllu frá stytt- unni, því að fyrst þurfti að ná burt höfuðmynd af konungi með mikilli varúð, en hún var þétt við styttu drottningar. Að því búnu var styttunni lyft upp, og við höfðum fyrir augum okkar og í höndunum hið fegursta, eg- ypzka listaverk. Það var nær óskemmt, aðeins hafi brotnað af eyrunum og innri hluta vinstra auga vantaði. Jarðvegurinn í kring, og þá sérstaklega sá sem hafði verið hreinsaður burt, var þegar í stað vandlega sáldaður. Nokkur brot af eyrunum fund- ust, en ekki sá hluti, sem greypt- ur hafði verið í augað. Það var ekki fyrr en löngu síðar, að ég gerði mér ljóst, að hann hefði aldrei verið þar.“ „Lýsing dugar ekki — hana verður að sjá“ Þegar Borchardt „um mið- nætti eftir fyrsta daginn í vinnustofu myndhöggvarans mikla var að skrifa í dagbókina, þar sem lýsa átti öllu sen fannst og kom að hinni skrautlegu styttu drottningar", skrifaði hann aðeins, „og vissulega ekki til að geta lokað bókinni nokkr- um mínútum fyrr: Lýsing dugar ekki, hana verður að sjá!“ Það lék enginn vafi á því, að hér var um stórkostlegan fund að ræða. Það var yfirmáta stolt- ur fornleifafræðingur, sem skrifaði utanríkisráðuneytinu í Berlín 14. janúar 1913 um árangur af uppgreftri, „sem sé alveg einstakur. Ef örlögin verða okkur ... aðeins svolítið hliðholl, þá get ég brátt sýnt hluti í Berlín, sem eru svo merkilegir, að höfuð Amenhót- eps“ (sem þá var mjög fræg stytta í Louvre-safninu í París) „verður að smáræði í saman- burði við þá.“ En hvað sem öll- um fögnuði liði, lagði hann áherzlu á, að þangað til yrði al- gerrar þagmælsku gætt. Óskin um þagmælsku var ekki að ófyrirsynju, því að hinir þýzku fornleifafræðingar urðu þá að gæta sín mjög vel gagn- vart Bretum og Frökkum, sem þá fóru sameiginlega með stjórn Egyptalands. James Simon, kaupsýslumaður í Berlín, einn af stofnendum Þýzka austur- landaféiagsins og kostnaðar- maður leiðangurs Borchardts, hafði fengið leyfi til uppgraftar- ins með því skilyrði eingöngu, að öllum fornminjum sem fyndust, yrði skipt þannig, að Egypska safnið í Kaíró fengi helminginn. Eins og allar menningarstofn- anir landsins var safn þetta einnig undir umsjón Frakka, og embættismennirnir frá París litu með mikilli tortryggni á alla viðleitni hins unga nýlenduveld- is, Þýzkalands, til að ná Frökk- um og Englendingum í keppn- inni um öflun egypzkra forn- minja. Satnið um skipti „til helminga“ Hinn 20. janúar 1913, hálfum öðrum mánuði eftir fund Nef- ertíti, kom Gustave Lefebvre til Amarna frá Kaíró til að fylgjast með skiptingu gripanna. Hann dró símskeyti upp úr skjala- tösku sinni, þar sem Gaston Maspero, yfirmaður hans og for- stöðumaður safnsins í Kaíró, lagði svo fyrir, eins og um hafði verið samið, að skiptingin ætti að vera „á moitié éxacte" — nákvæmlega til helminga. Borchardt var það vel ljóst, að við skiptinguna yrði við sérstak- an vanda að glíma, þar sem væri höfuð drottningar, því að ekkert færi á milli mála, að það ætti vart sinn líka. Það yrði ekki flutt frá Egyptalandi með lög- legum hætti nema með mikilli lagni og klókindum. Þess vegna kom hann því þannig fyrir, að um leið og Lefebvre liti á Nef- ertíti, væri við hlið hennar eini gripurinn sem kæmist í ná- munda við hana að verðmæti, en það var kalksteinssúla með minnismerki í lit, en safnið í Berlín átti þegar svipaðan grip. Með skírskotun til þess fékk Borchardt samþykki Lefebvres til þess, að Nefertíti færi til Berlínar. Lefebvre bar lítið skynbragð á höggmyndalist, en var sérfræðingur í papýrusrit- um. Hitt er að minnsta kosti mjög vafasamt, að samþykki yf- irmanns hans, Masperos, hefði fengizt, því að hann stóð Bor- chardt fyllilega á sporði, hvað þekkingu og álit snerti. Nefertíti falin í Egypzka safninu í Berlín Til að gera Frökkum ekki frekari óleik héldu Þjóðverjar því . leyndu eftir skiptinguna, hvern dýrgrip þeir hefðu hreppt. Nefertíti hélt ekki inn í Berlín í opinberri sigurgöngu. Borchardt bjó sjálfur vandlega um hana í kassa, sem hann sendi ásamt öðrum gripum, sem grafnir voru upp og féllu í hlut Þjóðverja, til Berlínar. Þegar þangað var komið, var hún bókstaflega falin í geymslu Egypzka safnsins þar. I nóvember 1913 var haldin NEFERTÍTI Upphefð og fall drottningar Á suðrænum sólskinsdegi sumarið 1366 fyrir Krists burð sigldi fíngerð, ung stúlka á hvítu, gullbúnu barkskipi inn í Þebu, höfuðborg Egyptalands. Hún átti brátt eftir að verða voldugasta kona landsins. Tadukepa hét hún og var 15 ára. Hún var dóttir Túskratta konungs, en ríki hans, Mit- anní, var í hálendinu milli Efrat og Tígris og náði að landa- mærum Egyptalands í suðri. Giftist í annað sinn sautján ára í nokkra áratugi höfðu margar prinsessur komið til Þebu frá Mitanní til að giftast faraóum eða einhverjum sona þeirra. Hin fríða Tadukepa, sem í mesta lagi var 1,40 m há, var ætluð faraónum Amenhótep þriðja, og með giftingu sinni varð hún ein af konum einvaldans, sem var 43 ára gamall. Hún bar af öðrum í kvennabúri hans sökum fram- úrskarandi fegurðar. Sérstaklega hrifust Egyptar af hinu ljósa hörundi hennar og undurfagra andliti, og það svo mjög, að þeir kölluðu brátt hina ungu frú „Nefertíti", sem merkir „hinfagra, sem kemur þar“. Aðeins tveim árum eftir brúðkaup þeirra dó Amenhótep þriðji, og kvennabúr hans var leyst upp. Flestar konurnar sneru aftur til heimkynna sinna eða giftust einhverjum hirð- mannanna, en örlög Nefertíti urðu önnur. Hún giftist hin- um nýja faraó, Amenhótep fjórða, sem var 13 ára gamall og síðar nefndi sig Ikn-Aton. Við hlið þessa draumlynda og veikburða eiginmanns, sem var stöðugt lasinn, varð hin „mikla, konungíega eiginkona" brátt mjög valdamikil. Hún var í senn hyggin og metnaðargjörn og tók áður en varði stjórnartaumana í sínar hendur. Fyrst ýtti hún hinni vold- ugu tengdamóður sinni, Teje, til hliðar og snerist síðan gegn máttugustu stétt landsins, Ammonsprestunum, sem höfðu haft gífurleg völd og áttu feikileg auðævi. Atrúnaöur á sólina tekinn upp Að hennar ráði afnam Amenhótep hina þúsund ára gömlu ríkistrú, sem var fjölgyðistrú og skurðgoðadýrkun. í staðinn bauð hann þjóð sinni að tilbiðja sólina, eða Aton, hinn æðsta guð, drottnara heims og skapara allra hluta. Sólskífan með geislum sínum var ímynd og tákn hins nýja ríkisguðs. Hann fylgdi þessari byltingu eftir með því að leggja niður Ammonsheiti sitt og taka upp nafnið Ikn-Aton. Það er: Sá, sem Aton hefur velþóknun á, og ákvað að reisa nýja höfuðborg fyrir norðan Þebu í miðju Nílardálsins. Árið 1359 f.Kr. hófst bygging borgarinnar, sem hann nefndi Aket-Aton, það er sólarfjallið, þar sem nú heitir Tell el- Amarna. En 15 árum síðar var borgin yfirgefin. Þegar borgin var að fullu reist árið 1357, stóð Nefertíti á hátindi valdaferils síns. Mörg hof og styttur vegsömuðu hennar konunglegu tign og fegurð, og þá varð einnig til hin fræga stytta, sem hér er sagt frá. Óvinir hennar fengu ekki að gert lengi vel, og hún beitti óspart áhrifum sínum á konunginn. Kólnandi hjónaástir á heimili faraós En um 1352 tók að kólna milli Ikn-Aton og Nefertíti. Að lokum kom til algerrar sundurþykkju milli þeirra, og árið 1350 missti hún titilinn „hin mikla konunglega eiginkona", en þá var hún þrítug. Nú léði drottnarinn gæðingnum Sem- enkkare eyra sitt og útnefndi hann meðstjórnanda sinn, en það hafði Nefertíti aldrei verið opinberlega. Til viröingar í þriöja sinn Þótt henni hefði verið steypt af stóli, lagði hún ekki árar í bát. Hún hvarf að vísu úr höllinni miklu, en var áfram í höfuðborginni og hafði sennilega áform um stjórnarbyltingu. En áður en hún gat hrundið þeim í framkvæmd, dó Sem- enkkare og skömmu síðar Ikn-Aton. Þó tókst Ammons- prestunum og hernum að hrifsa til sín völdin á ný, og allt var fært í hið gamla horf á ný. Tútank-Aton, eftirmaður Ikn-Atons, náði þó að lyfta Nefertíti til virðingar á ný og kvæntist dóttur hennar, en neyddist svo til að leggja niður nafn Atons og flytja til hinnar fornu höfuðborgar, Þebu. Hann hét Tútank-Ammon upp frá því. Fjölgyðistrúin varð ríkistrú á ný. En Nefertíti hélt kyrru fyrir í Aket-Aton. Hún er sögð hafa dáið 1344 f.Kr. Gröf hennar hefur enn ekki fundizt. 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.