Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 20
Þýtt og endursagt úr SCIENTIFIC AMERICAN, ágúst 1980, af Árna Matthíassyni. Eflaust þekkja allir söguna um eplið og Newton, og það er vitaö að Newton sjálfur kom henni af stað, er hann sagöi vini sínum að það að sjá epli falla til jaröar hafi beint hugsun hans í rétta átt. Líklegt má telja að hann hafi farið að hugleiða það hversvegna tunglið færðist ekki frá jörðinni eöa félli til jaröar líkt og epliö. Hann vissi að þyngdar- aflið næði, án merkjanlegs munar, allt til hæstu fjallstinda. Fyrst að þaö næði sýni- lega lengra, hví ekki til tunglsins? Þó aö sagan gamalkunna um epliö sé sönn, út- skýrir hún ekki hvernig Newton datt í hug aö setja saman spurningu sína um tunglið. Margir hafa reynt að rekja þaö hvaöan innblásturinn hafi komið, og árið 1965 komu út tvær bækur sem ætlaö var að varpa Ijósi á þetta. John Herivel gaf út bók er bar heitið Background to Newton's Principia, þar sem hann fjallar aðallega um það hvað Newton hafi fengið frá Renó Descartes, og Bernand Cohen gaf út bók, þar sem hann fjallar um áhrif Galileos á Newton. Herivel sýnir fram á það í bók sinni aö grundvöllinn aö tregöulögmáli sínu hafi Newton fengið frá Descartes, en Coh- en aö þaö eina sem Newton hafi lesið eftir Galileo hafi verið enska þýðingin á Dialog- unum sem út var gefin af Thomas Salis- bury, í Lundúnum áriö 1661, en til eru minnisatriði er Newton ritaöi um þá útgáfu. I þeirri bók er röksemdafærsla sem hlýtur aö hafa vakið athygli Newtons, og því má bæta viö, að þær myndir sem fylgja rök- semdafærslunni gefa til kynna sömu rök- færsluleiö og Newton notaði i hugleiðing- um sínum um umferðarbraut tunglsins. reikninga Hookes, og gaf sér þá forsendu að þyngdaraflið væri fastl. Hooke svaraði þessu með því að segja að þótt aö útreikn- ingar Newtons væru réttir fyrir þyngdarafl sem fasta, þá teldi hann aö þyngdaraflið minnkaði í réttu hlutfalli viö rót fjarlægðar- innar. Víst má telja aö framangreind bréfa- skipti, ásamt með tregöulögmáli Descart- esar og Dialogum Galileos, hafi haft þau áhrif á Newton að leiða hann í átt til hug- leiðinganna um tunglið, sem síöan gátu af sér þyngdarlögmálið. Hitt er svo annað mál að það sem Gali- leo ætlaöi sér aö sanna tengdist ekki tungl- inu á nokkurn hátt. Satt best að segja þá reyndi Galileo aldrei að tengja eðlisfræði sína hnöttum himingeimsins. Hann ræddi aðeins um hluti með massa sem hreyfðust mælanlegar vegalengdir nálægt yfirboröi jarðar. Tilgátan átti aö sanna aö enginn hlutur með massa sem hvíldi á yfirborði jarðar myndi kastast af því vegna snúnings jaröar, óháð þyngd hlutarins, eða horn- lægs hraða jarðarinnar. Herivel telur í bók sinni að sannanir Galileos séu ósannfær- andi og fram að þessu hafa sagnfræðingar álitið að svo væri, tilgátan væri snjöll, en samt ósannfærandi. Það þarf því ekki að koma mönnum á óvart aö ekki skuli tilgát- um Galileos hafa verið veitt mikil athygli fram til þessa, í umræðunni um Newton og eplið. Ekki þarf þaö þó endilega að vera aö eitthvað ákveðiö atriði sem kemur hugs- anatengslum af staö, sé endilega tengt því sem um er hugsaö né heldur aö útkoman sé beinlínis rökrétt ályktun af því sem kom þá táknar þetta aö (blandaö) horn snertils- ins milli AB og yfirborös jarðar (táknaö meö boganum AP) er minna en nokkuð réttlínulegt horn sem hægt er aö mynda. Þaraf leiðir að ef hluturinn yfirgæfi nokkurn tímann yfirborö jarðar þá myndi hraði hans niöuráviö vera meira en nógur til þess aö koma honum niður á jörðina aftur. Þetta var það sem Galileo var að reyna að leiöa í Ijós, þrátt fyrir það að hann hafi orðað þaö öðruvísi. Segjum að F sé í ákveðinni fjarlægð frá A. Þar sem hluturinn í punkti A hefur ekki yfirgefið jöröina þar sem FG sker yfirborðið, þá er hægt að draga nýjan snertil í þeim punkti. Hið sama er síðan hægt að gera viö þann punkt til að sýna fram á það aö hluturinn væri enn á yfirborði jaröar, enn er hægt aö draga nýj- an snertil o.s.frv. Öll miölæg tilhneiging sem gefur jafna hrööun myndi duga til þess að halda hlutnum endalaust, óháö hraöa jarðarinnar og massa hlutarins, svo fram- arlega sem hluturinn hefði massa, en Gali- leo tók það sérstaklega fram að hann ræddi aðeins um hluti meö massa. Fylgjendur kenninga Aristótelesar, and- mælendur Galileos, trúöu því að fallhraöi stæöi í hlutfalli við þyngd hlutarins, og þeirra vegna þá bætti hann viö línunni AD, sem sýndi léttan hlut. Hann hélt lengra en þetta, og benti þeim á það að í raun hefði þyngd engin áhrif á fallhraöa og aö hann hafi aðeins bætt AD viö til aö sannfæra andmælendur sína um þaö aö jafnvel þótt fallhraði réðist af þyngd, þá myndi hlutur- inn ekki kastast á brott í snertil. Það aö Galileo skuli hafa bætt þessari, í raun óþörfu, skýringu viö, gerir tilgátu hans enn áhugaveröari hvaö varöar hreyfifræði Newtons. The project(ile), moveth by the Tan- gent of the circle of the motion prec- edent in the point of seperation. A grave project(ile), as soon as it is seperated from the projicient, beginn- eth to decline. “ Þessar spássíugreinar þýða það, aö ef hlut er varpað, þá er sú hreyfing sem hlut- urinn fær eingöngu í beina línu. Ef hlut er sleppt úr sveiflu, þá heldur hann áfram í snertil frá þeim punkti sem honum er sleppt í. Og ef hluturinn hefur þyngd, þá byrjar hann að detta um leið og honum er sleppt. Þar sem myndir Galileos sýna að hann taldi að hin gefna hreyfing væri á jöfnum hraða, þá gaf hann öll þrjú skilyrði tregðulögmáls Newtons: jafnan hraða, beina stefnu og áhrif fráviks vegna annars afls (í þessu dæmi þyngd). Hinsvegar er það satt að Galileo setti ekki fram neitt tregðulögmál líkt og Descartes og að Newton tók uppsetningu lögmáls síns ekki frá honum, eins og getiö er hér að ofan. Allt þetta þarfnast nánari útskýringa. Galileo setti aldrei fram neitt alheims- lögmál í eölisfræði. Hann hafnaði eölis- fræði síns tíma, einkum vegna þeirrar til- hneigingar sem þá gætti að mynda al- heimslögmál án þess aö sýna hinum raun- verulega eölisheimi mikla athygli. I Dia- logunum neitaði hann því blátt afram að hlutir gætu raunverulega hreyfst óbreyti- lega og endalaust í beina línu, vegna þess aö þá myndu þeir yfirgefa alheiminn. Des- cartes leit framhjá lögmáli Galileos um fall í þyngdarsviði jarðar og setti fram alheims- lögmál um óbreytanlega beina hreyfingu en setti síöan fram tilgátu um iður „óskynjan- legs efnis“ sem kæmi í veg fyrir að hlutir gætu hreyfst samkvæmt lögmáli hans. Stillman Drake NEWTON epMð ðg GALIL Tregðulögmáliö var aftur á móti grund- vallandi fyrir fyrstu rannsóknir Newtons á umferðarbraut tunglsins um jörðina vegna þess að hann geröi ráö fyrir þvi aö stór hlutur líkt og tunglið myndi hreyfast ein- göngu í beina línu ef engir utanaðkomandi kraftar kæmu til. Vegna þess að tregðulög- málið var aldrei sett fram af Galileo, þá hafa þeir er rannsaka sögu vísindanna skiljanlega lagt áherslu á áhrif Descartesar á Newton. Hinsvegar þá eru Cohen og Herivel sammála um aö Newton hafi veriö búinn aö lesa Dialogur Galileos þegar áriö 1866, enda eru minnisatriðin, sem greint er frá hér að ofan, dagsett um þaö leyti. En fleiri hafa komiö við sögu, og það hefur komið í Ijós að árið 1679 fékk New- ton bréf frá fjandvinijsínum, Robert Hooke, sem þá var aö reýna að taka upp bréfa- samband við hann á ný. I þessu bréfi skýrði Hooke frá athugunum sínum á hreyfingum hnatta himingeimsins, nánar tiltekið stöð- ugu fráviki beinnar hreyfingar vegna miö- stæös aðdráttarafls. Ekki var Newton á því aö taka upp bréfaskriftir við Hooke, en setti þó fram tilgátu um tilraun sem sýnt gæti fram á snúnlng jarðar: Hlut er sleppt úr háum turni. Vegna þess að snertilhraði er meiri efst í turninum en við yfirborö jarð- ar, þá fellur hluturinn aöeins til austurs viö turninn; eða svo hélt Newton, og hann teiknaöi falllínu hlutarins sem spíral er end- aði í miðju jarðar. Ekki var þetta allskostar rétt, og Hooke benti Newton á það. Sam- kvæmt hans athugunum þá myndi falllínan verða sporöskjulaga, þannig að ef jöröin væri klofin og hluturinn látinn falla í gegn um hana þá myndi hann snúa aftur til upphafspunkts. Newton líkaði það illa aö vera leiðréttur, og þá verst aö vera leiðrétt- ur af Hooke, en hann neyddist þó til að viðurkenna grundvallaratriöin í málflutningi hans. Hann sá sér þó fært að leiörétta út- öllu af stað, að því er séö verður. Þess- vegna er þaö mjög líklegt aö smá textabrot sem Galileo reit, og þá frekar mynd er hann teiknaði, hafi haft sín áhrif á Newton hvað varöaöi mótun hans á tilgátunni um hreyfingu tunglsins umhverfis jöröu. Mynd- in sem fylgir meö þessari grein sýnir þenn- an uppdrátt Galileos, en hann átti aö sýna fram á það að þungur hlutur í hvíld á yfir- boröi jaröar geti ekki kastast á brott í snertil af yfirborðinu vegna snúnings jarö- ar. Galileo gerði uppdrátt þennan til þess að sýna frarri á það að þrátt fyrir að jörðin hafi snúningshraöann 24.000 mílur á sól,- arhring, eða 1.000 mílur á klst., þá geti hlutur meö massa ekki með nokkru móti kastast af yfirboröinu vegna snúningsins eingöngu, en sumir andmælenda hans höföu einmitt haldið því fram að það væri mergurinn málsins: ef jöröin heföi þetta mikinn snúningshraða þá myndu hlutir ein- faldlega yfirgefa yfirborð hennar og hverfa út i geiminn. Galileo taldi að ef hlutur sem hvíldi í punktinum A á myndinni kastaðist af yfir- borði jarðar þá myndi hann hreyfast sam- fellt eftir snertlinum AB. Hversu langt hlut- urinn myndi hreyfast stæöi í beinu hlutfalli við línurnar AF, FH og HK. Hraöi fallsins á þeim tíma myndi standa í hlutfalli viö lóð- réttu línurnar FG, Hl og KL i þríhyrningnum AKL. Galileo sýndi aö lóðrétt fall hlutarins fer ekki eftir tímanum heldur eftir rót tím- ans. Þess má geta aö tíma-rótar regla hans er hin fræga regla um frjálst fall. í þessu tilviki, hinsvegar, þá rökstuddi hann skýr- ingu sína um hlutinn meö því að ræöa um þann hraöa sem hann myndi falla meö á ákveðnum tíma. Galileo byggöi mál sitt á sönnun Evklíðs á því aö „blandað" horn (lína og bogi) er ætíð minna en réttlínulegt horn þeirrar línu og hvaöa línu annarrar sem er. Á myndinni Ef snúningshraði jarðarinnar ykist, þá myndi hluturinn missa nokkuð af þyngd sinni. Við vissan snúningshraöa yröi hlutur- inn þyngdarlaus (eini möguleikinn sem Galileo tók ekki með í reikninginn). Þrátt fyrir það myndi hluturinn ekki kastast á brott. Hann myndi byrja að hreyfast á umferðarbraut umhverfis jörðu, þar eö hann hefði náð réttum umferðarhraöa fyrir þann geisla. Þótt jörðin yki enn hraöa sinn, þá myndi hún ekki geta gefiö hlutnum meiri hraöa þar eð hluturinn hvílir ekki lengur á yfir- boröinu. Þaö myndi síöan leiða það af sér aö hluturinn tæki aö hreyfast í áttina BA. Þótt þær röksemdir, sem Galileo leiddi fram til sönnunar á þessu, séu ekki mjög sannfærandi, þá er sú ályktun, sem hann dró af þeim, rétt, þar sem vitað er að hlutir geta ekki breytt þyngdarmiðju sinni af eigin sökum. Hvaö sem ööru líður, þá var þaö tilfelli, sem Newton athugaði, sérstakt til- felli sem Galileo hafði ekki tekið með í reikninginn: þyngdarlaus hlutur. Það sem gerði tungliö þyngdarlaust var einmitt sér- stakur umferöargeisli og ákveðinn hraöi. Snúum okkur nú aftur aö tregöulögmál- inu sem Herivel sýndi fram á aö Newton hefði fengið frá Descartes en ekki frá Gali- leo. Newton heföi ekki getað fengið lög- málið úr Dialogunum einfaldlega vegna þess að í fyrsta lagi er það ekki sett fram þar og í ööru lagi virðist því vera afneitaö á nokkrum stööum. Þrátt fyrir þaö bætti Galileo við, í þann hluta Dialoganna sem er á undan rökleiðslunni, þremur spássíu- greinum sem setja fram hin þrjú skilyröi sem síöar áttu eftir að undirstrika tregðu- lögmál Newtons. Hér fara á eftir þessar spássíugreinar eins og þær komu fyrir í ensku útgáfunni: „ The motion impressed by the projici- ent is onely in a right line. Þyngdarlögmál Newtons útilokaði í raun endalausa hreyfingu í beina stefnu, þar eð allir hlutir veröa fyrir áhrifum frá öörum hlutum. Þegar Einstein setti sínar kenning- ar fram, þá má segja að hin beina lína Evklíös hafi horfiö úr eðlisheimlnum. Enn eitt var þaö í Dialogunum sem hlýtur að hafa vakið athygli Newtons. Á einum stað lætur Galileo mann að nafni Salviati tala fyrir sinn munn og Simplicio tala fyrir munn þeirra samtímamanna sinna er að- hylltust kenningar Aristótelesar: „Salviati: Ég sagöi ekki aö jörðin hefði hvorki utanaðkomandi eða inn- anaðkomandi lögmál hringhreyfingar; ég segi að ég viti ekki hvort þessara tveggja lögmála hún hafi. Þaö að ég viti þaö ekkí þýðir ekki að þau séu ekki fyrir hendi. En ef þessi höfundur [Þjóðverji andsnúinn Kóperníkusij veit hvaöa [hverskonarj lögmál hreyfir hnetti annarra heima, eins og þeir greinilega hreyfast, þá segi ég, að þaö sem lætur jörðina hreyfast er svipaö því sem hreyfir Mars og Júpiter og þaö sem hann trúir að hreyfi stjörnu- heiminn. Ef hann getur sagt mér hvert er hreyfiafl eins af þessum hreyfan- legu hnöttum, þá lofa óg því aö ég muni geta sagt honum hvað þaö er sem lætur jöröina hreyfast [umhverfis sóluj. Það sem meira er, ég mun gera hið sama ef hann getur sagt mér hvað það er sem hreyfir jaröneska hluti niðurávið.“ Þetta síöasta er merkilegur spádómur hjá Galileo, því þetta er einmitt þaö sem Newton gerði í þyngdarlögmáli sínu. Hvað sem það var sem Galileo hafði í huga, þá eru þessi orö enn til aö styrkja tilgátuna um innblástur þann er Newton hafi fengið frá Galileo. Ekki er þaö þó síður áhugavekj- andi sem á eftir fer í Dialogunum: 20

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.