Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 23
HLJÓMPLÖTUR Á listahátíð á liðnu vori var beðið með eftirvæntingu eftir Ivo Pogorelich. Hann komst upp á stjörnuhimin tónlistar- innar með undarlegum hætti og kunni að notfæra sér þá vafasömu auglýsingu sem gerði hann allt að því heims- frægan á einum degi. Ekki var annað að heyra en íslenskir tónleikagestir kynnu vel að meta leik hans og annað sem kringum hann var. Hins vegar verð eg að játa persónulega, að leikur hans vakti enga hrifn- ingu hjá mér, enda sat eg heima og hlustaði á útsending- una í útvarpi einn og ótruflað- ur af því andrúmslofti sem myndast á tónleikum og kippir stundum fótunum undan raunsæju mati þeirra sem hlýða á í salnum. Það er e.t.v. rétt að rifja upp í fáum orðum með hverjum hætti Pogorelich öðlaðist frægð sína. Hann var einn af keppendunum í Varsjá árið 1980 um verðlaun í píanóleik sem kennd eru við pólska tónskáldið og píanóleikarann Fr. Chopin. Dómnefndin skipt- ist í afstöðu sinni til Pogore- lich, Martha Argerich tók ein afstöðu með honum, en þegar allt kom fyrir ekki, sagði þessi blóðheita og skapmikla lista- kona sig úr dómnefndinni, en Pogorelich fékk aukaverðlaun fyrir óvenju frumlegar gáfur sem píanóleikari. Það varð honum til happs að þýska hljómplötufyrirtækið DGG sá sér leik á borði að gefa út plötu með verkum eftir Chopin sem hann lék m.a. í keppninni. Þar með hófst frægðarganga hans, þar sem Island var einn viðkomustaðurinn. Nú nýverið kom út hljóm- plata frá I)GG 2532 036, þar sem Pogorelich leikur sónötu í c-moll, op. 111 eftir Beethoven og sinfónískar etýður og tokk- ötu eftir Robert Schumann. Hér er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og okkur bárufleyginn. Þá tókum við til andófs. Þá var mikið farið að lygna, en litlu síðan gáfust drengirnir upp. Ég bjó um þá í barkanum undir slitrum af segl- inu. Eftir það andæfði ég einn. — Það sem eftir var dagsins og alla nóttina? — Já, alla nóttina. — Vissirðu hvort drengirnir þínir voru enn lifandi þegar kom fram á nótt? — Ekki alltaf. — En öðru hvoru varð ég þess var, að þeir voru enn með lífi. — Datt þér aldrei í hug að gefast upp? — Nei, aldrei. Mér datt aldrei annað í hug en þetta: Við fljót- um á meðan guð vill að við fljót- um. Það er hans vernd, sem fleytir okkur. — Gerðirðu þér einhverja von um björgun? — Ég er sjómaður. Sjómaður sleppir aldrei voninni á meðan skelin flýtur. — En segðu mér nú eitt, Pét- enda þótt þeir sem um þessa plötu hafi fjallað hafi ýmislegt lofsvert um hana að segja, eru umsagnirnar heldur neikvæð- ar, einkum um Beethoven- sónötuna, sem er miklu kröfu- harðara verk í flutningi með allri virðingu fyrir Schumann. Pogorelich er sakaður um að vera yfirborðslegur og öll þau umbrot og átök sem fyrri þátt- ur sónötunnar geymir, kemur miður til skila en æskilegt er, það er ekki alveg út í hött að líkja leik hans við land- skjálftamæli sem sýnir ekki nema að litlu leyti þau átök sem eiga sér stað í upphafi eldsumbrota og þegar eldfjall- ið gýs. Síðari þátturinn er bet- ur heppnaður, þó að þar megi margt betur gera og eitt vant- ar í leik Pogorelichs — hljóð- færið syngur aldrei og tónninn er heldur harður og líflítill, nema við upptökuna sé að sak- ast. Þegar kemur til Schu- manns er Pogorelich kominn í- heim sem fellur öllu betur að eðli hans, einkum á þetta við Tokkötuna, sem heppnast mjög vel í höndum hans, sum atriðin í sinfónísku etýðunum heppnast einnig mjög vel, en annað miður, en yfir heildina litið gefa sinfónísku etýðurnar góða hugmynd um hvað hann vantar enn og hvað í honum býr. Hér er digital-hljóðritun á ferðinni og tónninn er mjög skýr og síður en svo að þar renni saman sem sundur á að greina. Þrátt fyrir marga kosti er ekki hægt að mæla sér- staklega með Pogorelich í Schumann, en hitt er síst auð- veldara að benda á aðrar upp- tökur sem standa honum framar. Oftar en ekki verður þrautaráðið að leita til gömlu meistaranna. Wilhelm Kempff hefir leikið etýðurnar inn á hljómplötur DGG 2530 317 og þar er einnig að finna Kreisl- eriana op. 16, en jafnvel þar vantar eitthvað að dómi hinna vandlátu. Rubinstein lék sin- fónísku etýðurnar á tónleikum í Carnegie Hall 19. nóvember 1961 og tónleikarnir voru' teknir upp og gerð hljómplata með verkum eftir Ravel, Deb- ussy og Albéniz til viðbótar, einnig er þarna að finna Ara- beske op. 18 eftir Schumann, en spakir menn segja að gamla manninum hafi tekist einna síst með Schumann og þá sér í lagi etýðurnar. Þá má benda á Ashkenazy, sem lék etýðurnar ásamt c-dúr-fantasíunni á hljómplötu fyrir Decca sxl 62H, en sú hljóðritun er farin að sýna veruleg aldursmerki, svo að hún þolir ekki saman- burð við Pogorelich að því leyti og Rubinstein-upptakan RL 13850 er undir sömu sökina seld, enda hefir RCA aldrei náð til fullnustu að koma til skila þeim víðfræga og óvið- jafnanlega píanótón sem þessi gamli snillingur hafði til að bera þegar hann lék á hljóð- færið. Þegar til Beethoven-sónöt- unnar kemur, má benda á upp- tökur með Kempff eða Arrau, svo að enn sé leitað til gömlu mannanna, en einnig til Brendels eða Barenboims. Af nýjum stjörnum sem þreytt hafa glímuna við þetta stór- brotna verk má nefna Maria Judina, sem leikur c-moll- sónötuna fyrir Eurodisc og þykir gera það mun betur en Pogorelich. Því má að lokum bæta við, að von er á nýjum hljómplötum með Pogorelich, þar sem hann leikur sónötur eftir Scarlatti og Haydn, þá kemur píanókonsert í b-moll eftir Tsjaíkovskí og verk eftir Bartók, sem hann leikur ásamt konu sinni, sem hefir mótað hann og eflt og heitir Aliza Kezeradze og þykir kunna nokkuð fyrir sér, einkum þég- ar Franz Liszt er annars veg- A.K. Ivo Pogorelich ur, datt þér aldrei í hug, þar sem þú situr þarna klukkustund eftir klukkustund og andæfir, að þetta sé tilgangslaust, að þú hljótir að gefast upp, að eitt- hvert brotið hljóti að gleypa bátinn þinn? — Ojú, manni dettur margt í hug á slíkum stundum. En ég hugsaði sem svo — ef það á nú fyrir þér að liggja, Pétur minn, að fara hérna niður með drengj- unum þínum, þá ímynda ég mér, að drottinn kunni betur við að sjá þig koma damlandi. Þú ert víst nógu mikillar miskunnar þurfi, þó að þú komir ekki eins og ræfill. Hann sagði þetta látlaust með brosi, sem var blandið djúpri al- vöru. Og ég hætti að spyrja. Mér fannst Pétur Hallsson í Tanga- búðinni stækka fyrir augum mér, ummyndast þarna, sem hann sat, varð hann mér ímynd karlmennsku, stálvilja og skyldurækni. Það stafaði frá honum einhverri kyrrlátri tign. Pétur stóð upp, bjóst til að fara. — Eitt enn, Pétur. — Veiztu nokkuð hvað það var, sem kom Sigurði Guðbrandssyni til að leita þín á þessum slóðum? — Ofurlítil lýsisbrák í sjón- um frá bárufleygnum okkar. En það eitt hefði ekki dugað. Það er guð, sem blæs hjálparanum í brjóst, hvað hann á að gera, kveikir í honum grun um hið rétta og eljuna til að fram- kvæma það. — Þakka þér fyrir, Pétur. Þetta hafði ég gott af að heyra! Pétur hló. — Jæja, jæja, prestur minn. Það er þá ég, sem er farinn að prédika yfir þér. — En ég ætla nú samt að koma í kirkjuna til þín á jóladag. — Ég þakka þér og ykkur öllum fyrir ykkar aðstoð. — Gleðileg jól. Pétur og Guðrún í Tangabúð- inni voru í kirkju á jóladag með öll börnin sín og það var glaður og fallegur hópur. Og raunar mátti segja, að við værum öll í kirkjunni — allir þorpsbúar sem fótavist höfðu og gengið gátu milli húsa. Aldrei fyrr hafði ég fundið það, hvað innilega við öll vorum sameinuð í gleði okkar og mótlæti. Og þessi samhugur fyllti kirkjuna og í dag var hann með gleðibrag. Þær höfðu reyndar farið út um þúfur síðustu söngæfingarn- ar okkar, því olli jólaróðurinn hans Péturs. En það gerði ekk- ert til. Það var þróttur og fögn- uður í söng okkar, ylur og sann- færing í hinum yndislegu hend- ingum: I dag er glatt í döprum hjörtum, því Drottins ljóma jól. Ég stóð lengi úti um kvöldið. Það var kyrrt veður. Stjörnu- bjartur vetrarhiminn hvelfdist yfir litla þorpinu okkar. Það var ljós í hverjum glugga og það var eins og litlu húsin stöfuðu frá sér yl út í vetrarhúmið. Vera má, að það hafi verið af því, að við höfðum öll skynjað miskunn guðs síðustu dagana, ljósið af hæðum sem vitjar vor til að lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga duðans — og til að beina fótum vorum á friðarveg. Og á þessari stundu fann ég það, að ég var hjartanlega ánægður með þorpið, sem for- sjónin hafði úthlutað mér sem verkahring. Og það átti ég fyrst og fremst Pétri í Tangabúðinni að þakka og jólaróðrinum hans. Ég kom í þorpið fyrir nokkr- um árum, messaði í gömlu kirkj- unni minni. Á bekkjunum fyrir framan mig sá ég nokkur kær andlit, sem lifðu með mér kvöld- ið, sem gerði okkur öll eins og við áttum að vera. Á eftir gekk ég út í kirkjugarð að leiði Péturs Hallssonar. í huga mér kom Þorláksmessa löngu liðin. — Vertu viss, Pétur! Guð hef- ur kunnað betur við, að þú komst damlandi. 23 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.