Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1983, Blaðsíða 3
Vestur-íslendingar gera tíð- reist til íslands á sumrin til að ferðast um „gamla landið" eins og þeir kalla það stundum og hitta ættingja og vini. Sömuleiðis hefur það færst mjög í vöxt að menn fari héð- an í heimsóknir til íslend- ingabyggða í Vesturheimi og njóti samvista við ættingja og vini þar og hafa mjög á orði þá miklu gestrisni ojg vinsemd sem ríkir í garð Islendinga þar vestra. Með auknum ferðalögum almennings styrkjast þessi ættar- og vin- áttubönd öllum til gleði og ánægju. Ein af mörgum vestur- íslenskum gestum sem hingað komu á síðastliðnu sumri var Rósa Hermannsson Vernon. Hún kom hingað í fylgd systur sinnar og systurdóttur og ferðaðist um landið. Rósa er 84 ára en lætur ekki aldurinn á sig fá, hvorki við störf eða ferðalög og hún talar íslensk- una reiprennandi. Hún hefur komið tvisvar áður til íslands, fyrst árið 1965 og bjó þá hjá frú Þor- björgu Halldórs. Hún var gift Sigfúsi Halldórs frá Höfnum og voru þau Rósa þremenn- ingar. Rósa kom aftur til ís- lands árið 1974 og loks síðast- liðið sumar. í Vestur-íslenskum ævi- skrám segir að foreldrar Rósu, Sjálf eignaðist hún 10 börn, svo ekki fer milli mála hvílík dugn- aðarkona þar var á ferð. Dóttir hennar, Rósa, hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja eins og fram kom í stuttu spjalli við hana þegar hún var hér á ferð síðsumars. Rósa er hæglát kona í fram- komu og hefur til að bera það andans jafnvægi sem oft ein- kennir fólk sem hefur gert tón- listarheiminn að sínum heimi. Hún vill lítið gera úr sínum starfsferli, sem hreint ekki er um garð genginn þrátt fyrir ald- urinn, því hún æfir og er á ferð og flugi með gamalmennakór sem heldur söngskemmtanir víðs vegar í Kanada. „Jú, við vorum 10 systkinin," segir Rósa, „svo það var auðvit- að í mörg horn að líta á svo fjöl- mennu heimili. Winnipeg-Beach er 50 mílur fyrir norðan Winni- peg og skammt sunnan við Gimli. Þar er mjög sumarfagurt og mikið um ferðafólk sem kem- ur þangað til að eyða sumar- fríum sínum. Paðir minn stjórn- aði búinu en móðir mín öllu inn- anstokks. Á heimilinu var töluð íslenska en foreldrar mínir gripu þó til enskunnar þegar þurfti. Nú erum við 8 systkinin á lífi en tveir bræður eru látnir. I föðurættinni var ríkt lista- mannseðli — þar var margt músíkfólk og heimilið var mið- stöð sönglífs í sveitinni. Við systurnar lærðum allar á hljóðfæri, þar var því mikið Rósa á yngri ártim þegar hún hélt sjálfstæða konserta. Myndin er tekin af söngskrá, en þar er einnig vitnað í ummæli blaðanna í Toronto. Þar segir m.a.: — Undurfögur og hljómmikil rödd samfara heil- landi sviðsframkomu. — Hún syngur sig beiiit inn í hjarta áheyrenda. — Ótrúlega styrkur og sannur lýrískur söngur. konur og karlar og inngöngu- skilyrði eru aðeins bundin við 70 ára aldur. Við syngjum á hress- ingarhælum og sjúkrahúsum — skipuleggjum ferðalögin og leigjum okkur rútubíl til ferðar- innar. Ætli við höldum ekki um það bil 20 söngskemmtanir á ári og reyndar er ég á hraðri ferð heim því kórinn á að syngja á útisamkomu í Toronto núna 25. ágúst. Gamla fólkið í kórnum hefur ákaflega gaman af þessu og starfar í kórnum af lífi og sál. Við syngjum að vísu ekki marg- raddað, því það er ekki skilyrði fyrir þátttöku að geta lesið nót- ur, en ánægjan er ekki síðri fyrir það. I janúar síðastliðnum tókum við þátt í samkeppni með 10 öðrum slíkum kórum og tókst vel. Sum lögin syngja bara karl- ar, önnur bara konurnar og enn önnur syngja allir saman. Við veljum helst lög sem voru vin- sæl þegar gamla fólkið var ungt að árum og bjóðum líka gestum að taka undir í lokin. Þetta gerir mikla lukku. Svo er boðið upp á kaffi og hressingu á eftir." Hugmyndinni um slíkan kór sem þennan er hér með komið á framfæri við söngelska eldri borgara hérlendis sem farnir eru að hægja á sér í amstri dægranna. En Rósa heldur áfram: „Eg var ein af þeim sem stofnuðu íslendingafélagið í minni heimabyggð 1957. Þá voru meðlimir um 80 talsins. Nú hitt- Á ferð og flugi með gamalmennakór Hermann Guðmundsson og Guðrún Snjólaug Jónsdóttir, hafi kynnst í Vesturheimi og gengið í hjónaband 1885. Guð- rún Snjólaug hafði flust vest- ur með foreldrum sínum 1879 en þau voru af austfirskum ættum. Faðir Rósu, Hermann Guð- mundsson, var hins vegar ætt- aður úr Húnavatnssýslu og fluttist vestur 22 ára að aldri ásamt móður sinni, Ingibjörgu Sigfúsdóttur, og tveim systr- um árið 1883, en Hermann var 14. barn foreldra sinna. Alls fóru sex föðursystkin Rósu til Kanada en ein föður- systir var eftir á íslandi og eignaðist afkomendur. Dóttir hennar, Halldóra, giftist Guð- finni Einarssyni á Litla-Bæ í Skötufirði og er fjölmenn ætt komin frá þeim vestra. Rósa á því ættir að rekja víðs vegar um land bæði aust- anlands, norðan- og vestan- en ættingjum sínum frá Vest- fjörðum kynntist hún ekki fyrr en 1974. Þau Guðrún Snjólaug og Her- mann settust að við Winnipeg- Beach í Manitoba og bjuggu þar æ síðan, en auk húsmóðurstarfa var Guðrún Snjólaug ljósmóðir og fékkst við hjúkrunarstörf. sungið og leikið, svo ég vandist slíku frá barnsbeini." Rósa dvaldist um hríð í æsku hjá frænda sínum, skáldinu Jó- hanni Magnúsi Bjarnasyni, sem m.a. er höfundur bókarinnar „Brasilíufararnir" sem kunnugt er, og var jafnan mjög kært með þeim. Hún fór snemma að læra söng hjá músíkkennurum í Winnipeg en vann jafnframt fyrir sér við verslunarstörf. Hún var einsöngvari í kirkjum, í útvarpi og hélt konserta. Árið 1929 fluttist hún til Tor- onto og stundaði nám við Royal Conservatory of Music. Um ára- bil kenndi hún söng og hefur sjálf samið sönglög. Eiginmaður Rósu var Roy Clinton Vernon en hann lést 1956. „Við eignuðumst tvær dætur,“ segir Rósa, „Dorothy og Ethel- wyn, sem báðar eru giftar Kan- adamönnum og eiga börn. Þær sungu íslensk lög þegar þær voru litlar en gera það nú ekki lengur. Maðurinn minn var heilsu- veill, hafði orðið fyrir gaseitrun í fyrri heimsstyrjöldinni og náði sér ekki fyllilega eftir það. Ég stundaði skrifstofustörf jafn- hliða söngkennslunni allt til 1972 en þá fór sjónin að bila hjá mér, svo ég sneri mér eingöngu að söngkennslunni. Nú er starf mitt aðallega við að æfa gam- almennakórinn. í honum eru 29 — og sjalf orðin 84 ára gömul Hulda Valtýsdóttir ræöir viö Rósu Hermannsson Vernon, vestur-ísienzka konu, sem var hér á ferö síöastliðið sumar umst við alltaf einu sinni á ári og borðum íslenskan mat, rúllu- pylsu, skyr og kleinur og fleira íslenskt. Þetta eru afar vinsælar samkomur. Nú erum við frænkurnar á förum heim. Við höfum skemmt okkur vel í þessari ferð, fórum til Akureyrar og í Mývatnssveit- ina og til Bolungavíkur og ísa- fjarðar. Á Bolungavík hittum við frænda okkar, Einar Guðfinns- son, systur hans og fjölskyldu þeirra. Á ísafirði hittum við m.a. vinafólk mitt, Ragnar H. Ragnar og konu hans, Sigríði, en Ragnar spilaði oft undir hjá mér á konsertum og reyndar spiluð- um við og sungum saman í þetta sinn. Það voru miklir fagnaðar- fundir. Við höfðum ekki sést í 50 ár. Systir mín og dóttir hennar, sem með mér eru, hafa ekki komið til Islands áður og eru mjög hrifnar af landi og þjóð. Allar undrumst við það hvað ís- lendingar, svona fáir, hafa af- kastað á ótal sviðum þjóðlífsins — sérstaklega þegar við berum þá saman við þær tvær milljón- ir manna sem búa í Toronto. Og landið er svo fallegt og fjöl- breytt. Við ætlum allar að koma aftur," segir Rósa, 84 ára gamall vestur-íslenskur föðurlandsvin- Rósa Hermannsson Vernon ur. H.V.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.