Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Page 2
Þórdur kakali hélt
vestur Mýrar meö
lið sitt, en umbrot£|-
færð var og tóku
hestarnir að gefast
upp. Kolbeins-
menn komu á eftir
og flettu þá klæð-
um á hjarninu,
sem orðnir voru
hestlausir.
Ásgeir
Jakobsson
tók saman
6. hluti
allir
fíettir
ijiBaMpgg
Voru
— ená sumum unnið
Frásögnin heidur áfram af hinni makalausu eftirreið Kolbeins unga með 500 manna lið á eftir Pórði kakala,
sem hafði 200 manns og skorti þá flesta baráttuvilja, því nauðugir höfðu þeir margir verið reknir í förina.
Varð það líklega Þórði til bjargar, að hann gat tekið upp brú yfir Alftá og töfðust Kolbeinsmenn vegna þess.
Riðu þeir nú
eftir sem ákafast
Kolbeinsmenn
Nú er á ný að segja frá Þórði,
að hann reið til Stafholts og áði
þar en reið síðan þaðan og útyfir
Norðurá. f Svignaskarði setti
hann eftir sex menn til njósnar.
Voru það Dufgusynir þrír,
Sanda-Bárður og Þorsteinn
Kollur og Þorgeir stafsendi.
Þórð Bjarnarson setti Þórður
eftir í Eskiholti, ef Kolbeinn
skyldi ríða hið neðra. Þórður
reið síðan út á Mýrar með flokk
sinn og var færðin þung. Hann
hættir við að fara Langavatns-
dal, líklega vegna færðarinnar,
en máski haldið sig leika á Kol-
bein með því að fara út á Mýrar.
Hann veit ekki enn að Kolbeinn
er á hælunum á honum.
Kolbeinn kom í Stafholt og
hafði þar sannar fregnir af ferð-
um Þórðar og riðu þeir nú eftir
sem ákafast Kolbeinsmenn.
Njósnarmenn Þórðar hvor-
irtveggja sáu að Kolbeinn kom í
Stafholt og riðu þeir snarlega
eftir Þórði. En Kolbeinsmenn
voru skammt á eftir þeim „og
höfðu skeiðreitt eftir stígnum."
Dró þá saman skjótt. Þá gafst
upp hesturinn undir Þórði
Bjarnarsyni og annar undir
Kægil-Birni.
Gerðu þeir Þórður og Kægil-
Björn þá ýmist að þeir runnu
eða riðu að baki Svarthöfða og
Bárði. En er þeir komu að
Langá, bar leiti á milli þeirra og
Kolbeinsmanna. Þá hljóp
Svarthöfði af baki og bað bróður
sinn á bak stíga „ég sé“, sagði
Svarthöfði, „okkur dugir ekki að
ríða tvímenning, en við Þórður
Bjarnarson munum forða okkur
sem verða má.“ Kægil-Björn
kvaðst aldrei mundu ríða frá
Svarthöfða og þá brugðu þeir
Svarthöfði og Þórður á það ráð,
að þeir hlupu burtu ofan með
ánni, en Kægil-Björn og Bárður
hleyptu þá aftur af stað á eftir
Þórði.
Svarthöfði og Þórður köstuðu
sér í snjóinn og jusu yfir sig
mjöllinni. Þeir Kolbeinsmenn
sóttu svo fast eftir, „að ekki var
nær í milli þeirra".
Þegar þeir Bárður og Kægil-
Björn náðu flokki Þórðar þá var
Hrafn Oddsson í halaferðinni.
Þeir Bárður báðu hann að hvata
ferðinni eftir Þórði og segja
honum hvað títt var, því að
Hrafn hefði hest hvíldan (lík-
lega einn þeirra hesta sem Börk-
ur lánaði).
Þegar Hrafn kom til Þórðar,
þá gekk Þórður og leiddi hest-
inn. Hrafn bað hann að fara á
bak, því að Kolbeinn sé kominn
á hæla þeim og líklegt að
Svarthöfði og Þórður Bjarnar-
son hafi verið teknir höndum.
Þá skorti liðið ein-
hug er á átti að herða
Þórður steig þá bak gg reið
frameftir skógargötunum þar til
er hann kom að klifi einu litlu.
Þar bar þá leiti á milli Þórðar-
manna og Kolbeins. Þórður bað
menn sína stíga af baki, og
skyldu þeir bíða Kolbeinsmanna
við klifið og hlaupa þar á þá.
„En þar varð sem víða annars
staðar, að flóttamanninn er eigi
hægt að hefta.“ Er Þórður sá
það að nú hleypti margur sá er
áður kvaðst hafa þreyttan hest
og illa gangfæran, þá sendi
hann Guðmund sorta fram með
liðinu, og bauð mönnum, að ríða
eigi brott af bænum í Álftár-
tungu. Þessu gegndu menn hans
og þegar Þórður kom í Álftár-
tungu, sté alþýða þar af baki en
Ingjaldur skáld Geirmundarson
kvað þá’ séð verða, hversu fara
myndi, og sagði við Þórð, að hin-
ir betri mennirnir myndu ekki
frá honum ríða, en öll alþýða
flýja og yrði það bani Þórðar og
þeirra sem honum fylgdu, að
bíða Kolbeins.
Eftir reynsluna af mönnum
sínum í klifinu hefur Þórður vit-
að að Ingimundur hafði rétt
fyrir sér, og eflaust hefur Þórð-
ur verið hættur að sjá eftir því,
að hann réðist ekki á Kolbein í
Reykholti.
Þeir Þórður stigu á bak, þeir
sem færa höfðu hestana, en
Þórður bað hina, sem höfðu
hesta þrotna, að leita í kirkju.
Hlupu þá til kirkjunnar þrír tig-
ir manna. Færð var nú betri en
áður en riðu menn léttan að
Álftá, en þar var brú yfir en
seinfært yfir hana. Hún hefur
ekki verið nógu breið og eflaust
ekki heldur nógu traust til að
margir mættu ríða hana í einu
og flokknum öllum því orðið
seinriðið yfir brúna.
Þegar yfir ána kom, hleypti
hver sinn veg og tjóaði ekki, að
Þórður bæði menn að haldast
saman hvað sem í gerðist. Voru
nú ekki fleiri orðnir í reið með
Þórði en hans menn og voru það
sex tigir manna.
Ástæðan til hins bráða flótta,
„alþýðu manna“ í liði Þórðar var
sú að Kolbeinsmenn voru komn-
ir nærri. Eflaust hafa þeir séð
flokkinn hinumegin árinnar.
Örlajgarík töf
við Alftá
Þórður hafði ekki fyrr verið
riðinn úr hlaði í Álftártungu en
þangað var kominn flokkur
Kolbeins og svo nærri voru Kol-
beinsrhenn þar að þeir sem
höfðu hætt við að ríða með
Þórði til að leita í kirkjuna,
náðu henni ekki allir af því að
þeir höfðu þurft að krækja fyrir
bæjarhúsin og voru tveir Þórð-
armanna vegnir í kirkju-