Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Síða 11
Jón úr Vör
hefur
valið Ijóð
eftir
GEST
(Guðmund
Björnsson)
Gestur
Sorgardans
Okkar óðum fækka fundir,
fyrnist ást,
ástin þín,
ekki mín,
ástin þín, sem brást.
Ekkert getur lengur stytt mér stundir.
Sorgin, hún er trygg og trú,
trygg og trú,
trúrri en þú,
þó hún mæði mig á allar lundir.
Ég vildi að sorgin,
— ég vildi að þú, —
— vildi að þú —
— værir sorgin.
Það er mikið til af ástakvæðum á íslensku. Allt frá fornri tíð
til okkar daga hafa ástir verið sjálfsagt yrkisefni bæði góðra
skálda og þeirra sem lakar kunnu til verka. Þegar ég var
beðinn að velja kvæði eftir skáld horfinnar kynslóðar, kom
mér einmitt einna fyrst f hug eitt slíkt. Höfundurinn, Guð-
mundur Björnsson, f. 1864, d. 1937, var meðal kunnustu borg-
ara sinnar samtíðar. Ekki fyrst og fremst fyrir skáldskap.
Hann var landlæknir og alþingismaður, sannkallaður þjóð-
málaskörungur og menningarfrömuður. Eftir hann kom að-
eins út ein Ijóðabók, ekki undir hans rétta nafni. Hún heitir
Undir Ijúfum lögum, útgáfuár 1918. Hann kallaði sig Gest.
Þetta voru bæði frumsamin Ijóð og þýdd, mörg þeirra eru
sungin enn í dag.
Sorgardans er meitlað kvæði, frumlegt, hvergi orði ofaukið.
Jón úr Vör
lífsháskann, þar sem „kross“ og
„upprisa" eiga sér stað á einn
eða annan hátt. Vitundin um
„dýptina" hlýtur að þurfa að
einkenna alla list í kirkjum ekki
síður en hún einkennir alla góða
list utan þeirra. Hlutverk
kirkjulistar er ekki aðeins að
„sýna“ atburði heldur að fást við
lífsháskann. Á sama hátt mætti
segja, að það sé ekki hlutverk
kirkjunnar, sem slíkrar, að boða
kristindóm heldur hjálpræði.
Kirkjan er ekki til sjálfrar sín
vegna heldur mannsins. Jesús
boðaði ekki kristindóm heldur
þann nýja raunveruleika, sem
frelsar líf mannsins frá lífs-
háskanum og fjarstæðunni.
Það er því spurningin um
innihald, sem fær meiri athygli í
nútímanum, þegar list í kirkjum
er annars vegar heldur en
spurningin um myndrænt yrkis-
efni. Það er í þessu andrúms-
lofti, sem list og trú mætast í
samtímanum. Kirkjan þarf eftir
sem áður á listamönnum að
halda, það er því mikið í húfi, að
hún hugleiði sinn þátt málsins
og geri sér betur grein fyrir,
hvers hún væntir af listamönn-
um samtímans. Og listamenn
hafa eftir sem áður starfsvett-
vang innan kirkjunnar, að því
leyti hefur ekkert breytzt, en
það sem meira máli skiptir er
það, að listin er enn það sem
hún hefur alltaf verið; annar
tveggja mikilvægustu hátta
mannsins til þess að rísa upp
gegn fjarstæðunni og takast á
við lífsháskann. Hvort lista-
manninum er sú „köllun" ævin-
lega ljós er önnur saga.
\>v
I tilefni
af einkennilegu bréfi
Mér barst einkennilegt bréf
á dögunum. Þaö kom ekki meö
póstinum heldur las ég þaö í
Þjóöviljanum. Tilefni bréfsins
var þetta: í byrjun janúar birt-
ust tvær þýddar greinar í
Morgunblaðinu undir sameig-
inlegri fyrirsögn: Um „andrúm
morðsins" í Sviþjóö og Banda-
ríkjunum. Ég ritaöi stuttan inn-
gang aö greinunum og gat
þess, aö greinahöfundar tækju
fyrir sama efni; hve erfitt þeir
eiga uppdráttar í heimi lista og
hugmyndafræði sem ekki fara
troönar slóöir vinstri-
mennskunnar í menningarmál-
um. Fyrir þessi orð lýsti Ólafur
Gíslason, blaðamaður Þjóövilj-
ans, því yfir, aö ég áttaöi mig
ekki „á þeim raunveruieika
sem umlykur okkur". Ég ritaöi
þá grein í Morgunblaðið og rifj-
aöi upp, aö Ólafur Gíslason tók
upp hanskann fyrir alræöis-
farir sínar ekki sléttar innan
Fylkingarinnar, því að þar hafi
hann lent i höggi við trotský-
ista, sem voru þeirrar skoöun-
ar, aö leiðtogi víetnamskra
kommúnista, Ho Chi Minh,
væri argasti glæpamaður og
stalínisti. Fól Fylkingin Ólafi aö
koma þessum boðskap á fram-
færi við Víetnam-hreyfinguna.
Segist Ólafur hafa þráast viö
og veriö stimplaöur stalínskur
svikari. Telur Ólafur, aö Guð-
mundur Magnússon hafi
„áreiðanlega" verið í hópi
þeirra sem ráku Ólaf og Svein
Rúnar Hauksson úr Fylking-
unni „fyrir þá sök aö hafa neit-
aö aö bera glæpsamlegar sakir
á Ho Chi Minh og þjóöfrelsis-
fylkinguna i Víetnam". Segir
Ólafur í lok bréfsins til mín, aö
sér finnist Guömundur Magn-
ússon og ég „vera pólitíska
framkvæmdanefndin í Fylking-
nefndinni að kjósa nýjan full-
trúa í hans staö. Þá greip Ólaf-
ur til þess ráðs, sögöu trotský-
istarnir, aö „fá Samband ís-
lenskra námsmanna erlendis til
að kjósa sig sem fulltrúa" í Ví-
etnam-nefndina og hélt Ólafur
þannig formennsku sinni þar.
Síöan ítreka trotskýistarnir þá
skoðun, aö vietnamski komm-
únistaflokkurinn og Ho Chi
Minh „ voru stalínskir".
Þessar deilur stalínista og
trotskýista sem spruttu fram
aö nýju í umræðunum um and-
rúm morösins uröu í Víetnam-
nefndinni 1975. Ég vék máls á
þeim í þeirri von að fleirum en
mér finnist forvitnilegt aö
skyggnast inn í þennan myrka
hugmyndaheim, þar sem eina
fólkiö sem skiptir máli eru
persónur í blóöugri sögu
heimskommúnismans en fórn-
arlömbin, allar hinar nafnlausu
stjórn Castrós á Kúbu síöasta
haust, þegar Armando Valla-
dares skáldi var sleppt eftir
22ja ára dvöl í kúbönskum
þrælkunarbúðum, en koma
Valladares til Parísar beindi
augum heimsins að því ofbeld-
isstjórnarfari sem ríkir á Kúbu.
22. janúar ritaöi Ólafur
Gíslason mér opiö bréf í Þjóö-
viljanum. Þar skýrir hann mér
frá því, að hann hafi veriö
formaður Víetnam-nefndarinn-
ar á íslandi og einnig veriö fé-
lagi í Fylkingunni, baráttusam-
tökum sósíalista, eins og sam-
tökin hétu þá. Segir Óiafur aö í
Fylkingunni hafi einnig veriö
Guðmundur Magnússon, sem
nú er blaöamaður á Tímanum,
og fordæmdi í því blaöi skrif
Ólafs um Valladares. Taldi
Guömundur aö þau væru aö-
eins sambærileg við þaö sem
birtist í málgögnum Sovét-
kommúnismans. Ólafur segir
unni endurborin", þ.e. þeir sem
beittu sér fyrir útskúfun hans.
Þar sem mér hafði aldrei áö-
ur verið líkt viö trotskýista og
ekki heldur veriö dreginn inn í
hugmyndafræöilegar deilur af
þessu tagi milli fylgismanna
Trotskýs og Stalíns, ákvað ég
aö bíöa átekta. í Þjóðviljanum
29. janúar létu svo tveir
trotskýistar til sín heyra. Þeir
þökkuðu Ólafi fyrir aö benda á
„margar rangfærslur" (?) sem
ég hefði gert mig „sekan um aö
undanförnu" og hrósuðu Ólafi
„fyrir aö hafa variö kúbönsku
byltinguna gegn óhróöri Morg-
unblaðsins". Að loknum þess-
um inngangi sneru trotskýist-
arnir sér að Ólafi. Þeir sögöu,
að hann heföi veriö fulltrúi
Fylkingarinnar i Víetnam-
nefndinni. Ákveöiö heföi veriö
eftir að Ólafur neitaöi að fara
að meirihlutavilja í Fylkingunni
i störfum sínum í Víetnam-
milljónir, hverfa sporlaust.
Guömundur Magnússon sem
hér hefur komiö viö sögu birti á
dögunum þýðingu á kafla úr
bók eftir fyrrum forystumann i
þjóöfrelsisfylkingunni í Víet-
nam sem baröist við hliö
kommúnista. Þetta er átakan-
leg lýsing á svikum kommún-
ista, virðingarleysi þeirra fyrir
mannslífum og mannréttind-
um, valdagræögi og valdbeit-
ingu. Allir upplýstir menn vita,
að þetta er óaöskiljanlegur
þáttur i hinu kommúníska
stjórnkerfi. Spurningin er ekki
hvort þaö þurfi að útrýma fólki
til aö byggja upp stjórnkerfi
kommúnismans, heldur hvaö
þurfi aö útrýma mörgu fólki.
Þetta á jafnt við um Vietnam
og Kúbu. Þaö er aðeins í mál-
gögnum Sovétkommúnismans
sem hinu gagnstæöa er haldið
á loft, meðal annars i Þjóövilj-
anum.
Björn Bjarnason