Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Síða 5
Villu né tískubókmenntir á
þeirra heimili. — Þangað til
núna, eða hafði verið minnst á
eitthvað? Og hvað átti þessi at-
hugasemd um að auðvitað mætti
hún tala í símann að þýða? Datt
einhverjum í hug að hann leyfði
ekki konunni sinni að tala í sím-
ann; svona innan eðlilegra
marka? En auðvitað varð að
taka tillit til þess að með
skrefagjaldinu varð stöðugt
dýrara að nota símann.
Annars hafði hann aldrei get-
að skilið þessa áráttu að hanga í
símanum. Hann hafði unnið
með mörgum mönnum gegnum
árin og aldrei orðið var við að
þeir sæktu svona í símann eins
og konur virtust gera. — Þetta
var annars merkilegt. Hafði hún
ekki verið óvenjulega mikið í
símanum undanfarið?
Þegar hann hugsaði sig um
fannst honum það vera býsna
oft, í seinni tíð, að hún var ein-
mitt að leggja á þegar hann kom
heim.
Innan úr eldhúsinu barst
glamur í diskum og hnífapörum
og matarlyktin gaf fyrirheit um
steikta rauðsprettu. Steikt
rauðspretta var eitt það besta,
sem hann vissi; með sítrónu-
smjöri. Hún var í stöðugri fram-
för í eldamennskunni, það mátti
hún eiga. Að vísu hafði hann
tvívegis þurft að benda henni á
að matarreikningurinn hefði
hækkað ískyggilega, en hún
hafði tekið því vel og dregið úr
kaupum á kryddvörum og öðr-
um óþarfa. Nei, salt og pipar
hafði dugað þeim allan þeirra
búskap, og það var óþarfi að
láta hafa sig að féþúfu þó aðrir
væru meira en tilbúnir til þess.
Hann hafði sagt henni hvernig
kaupmenn reyndu stöðugt að
græða á nýjungagirni fólks. —
Salt og pipar og hrært sítrónu-
smjör. Það einfalda var alltaf
best og hollast, eða voru ekki
manneldisfræðingar stöðugt að
vara við ofneyslu ýmissa efna,
sem höfðu skotið upp kollinum
síðastliðin ár? Auðvitað gat ver-
ið gaman að prófa eitthvað nýtt
og ekki nema sjálfsagt, þegar
þau færu út að borða, en það var
engin ástæða til að láta svona
hégóma stjórna daglegum inn-
kaupum. Já, og samkvæmt hans
reynslu leiddi ein dellan af sér
aðra. Hún þurfti ekki nema rétt
að líta í kringum sig í þjóðfélag-
inu til að að sjá hvernig fólk
varð kaupæðinu að bráð í nýj-
ungagirni sinni. Hann gat svo
sannarlega verið þakklátur
fyrir það hve skynsöm konan
hans var. Hún hlustaði alltaf vel
á röksemdir og hafði þennan
ómengaða hæfileika til að sjá
hvað var skynsamlegt og hvað
var hismi.
Hann bylti sér og hagræddi
blaðinu yfir andlitinu. Hvað var
þetta? Eitthvað hart, undir púð-
anum, rakst í öxlina á honum.
Hann yrði að brýna það fyrir
henni að leyfa ekki krökkunum
að vera með dótið sitt inni í
stofu; upp um öll húsgögn. Eins
og hann hafði oft sagt henni,
áleit hann stofuna í raun jafn-
gilda herbergjum barnanna, að
því leyti að hún væri þeirra af-
drep, hjónanna, og það gæti
ekki verið til of mikils mælst að
þau hefðu hana í friði. Krakk-
arnir hefðu öll sitt eigið her-
bergi og ágæta aðstöðu til að
læra og bjóða inn vinum sínum,
svona innan hæfilegra marka.
Höf. ásamt Jóni í Möðrudal, sem syngur Grallarann.
Bolli Gústavsson f Laufási
Messa í R 1 04 /löörudal
Mikið sólfar á Fjalli og Möðrudalur blasir við í djúpri öræfakyrrð. Jónskirkja teygir hvítan turn hátt í loft eins og sterklegan fingur ratvíss fjármanns, sem ógjarnan villist í leitum. 30 Og veðurbitinn bóndi, höfuðklerkur öræfakirkjunnar, leiðir mig í kór * undir innblásna mynd af Drottni á fjallinu og syngur Grallarann.
í tíbránni er hún Hann syngur með rödd, sem á engan sinn líka.
öðrum helgidómum Það er öræfatónninn,
meiri og guðlegri, sem yfirgnæfir
líkt og sé hún grenjandi stórviðri
að hefja sig til flugs og jarmandi hjarðir
upp á loftskör himnaföður. frjálsa fjallabænda; rödd, sem þó fellur best
Mitt í sólvermdu víðerni að djúpri kyrrð öræfanna,
vakir staðurinn í huldubliki; rödd, sem hæfir söng aldanna,
neðsta rim í Jakobsstiga, kirjál úr Grallara Guðbrands,
er liggur upp í hæðir himins og hljómar sem gullið trómet,
yfir Herðubreið. er dregur upp að fótskör Guðs.
Þau yrðu að læra að taka tillit
til þess að stofan væri ekki
leikvangur.
Hann brá hendinni undir púð-
ann, en þar var ekkert dót. —
Aðeins bók, með mynd af
hlekkjaðri konu á kápunni.
Hann reis upp og ætlaði með
hana fram í eldhús, en settist
aftur. Víst var hún hræðilega
ljót þessi teikning; eitthvað svo
gróf og áreitin. Á bakhliðinni
var mynd af Villu með stórt
sjal, nagandi blýant; hugsi. Já,
hún hafði löngum kunnað að
setja upp greindarlegan svip,
hún Villa.
Fyrir neðan myndina stóð:
„Höfundurinn, Vildís Bjarna-
dóttir, hefur vakið óskipta at-
hygli sem einn fremsti rithöf-
undur sinnar kynslóðar. Verk
hennar geisla af hlýju og næm-
um skilningi á mannlegu eðli,
hvort heldur konur eða karlar
eiga í hlut. Bækur hennar eru
eitt merkasta framlag einstakl-
ings til jafnréttisbaráttunnar
hin síðari ár.“ — Já, það var
ekki á hana Villu logið. Sú
kunni að skreyta sig eftir hent-
ugleikum. — Hann hafði oft
rætt um það við konuna sína,
hvernig sumir einstaklingar
hefðu alltaf lag á að koma sér á
einhvern hátt í sviðsljósið, og
væru þá ekki vandir að meðul-
um.
Alveg var hún Villa dæmigerð
fyrir þess konar fólk. — Hjóna-
skilnaður, það var þá vottur um
hlýju og skilning á mannlegu
eðli. Pahh, svona kerlingar. —
Hann leit aftur á myndina.
Kona að naga blýant. En frum-
legt.
Hann opnaði bókina af
handahófi ... „en þó fannst
honum verst af öllu að horfa á
hvernig hún sleit sér út. Hann
elskaði hana og virti, meira en
nokkru sinni fyrr. Hann þráði
að geta leyst fyrir hana hnút-
ana, hjálpað henni. En hún
leyfði það ekki og hann vissi að
hún yrði að taka sínar ákvarð-
anir sjálf. Hún grenntist með
hverjum degi og stundum hélt
hann að nú gæti hún ekki meira.
En hún kom honum stöðugt á
óvart. Seiglan í þessari litlu
konu virtist óþrjótandi. Honum
fannst sem hin nýja lífssýn
hennar gæddi samband þeirra
ferskum blæ og tengdi þau hvort
öðru í gagnkvæmri virðingu,
sem hann hafði ekki kynnst áð-
ur.
Á kvöldin þegar hún gat ekki
unnið meira og skýrslurnar lágu
eins og hráviði um stofuborðið,
sagði hún frá dagsverkinu og
prófaði röksemdafærslu sína á
honum. — Stundum stríddi hún
honum á að nú fengi hann mikil-
mennskubrjálæði af því að leika
þennan hæstarétt fyrir
hana ... “
Hann stóð upp og fór með
bókina fram í eldhús. Konan var
að leggja á borðið og svaraði
spurningum yngsta barnsins um
óréttlæti skólaportsins, um leið
og hún reyndi að hemja mjólk-
ina, sem hafði hellst niður.
Það var heitt í eldhúsinu og
hann greindi svitaperlur á and-
liti hennar, sem varð undarlega
rjótt þegar hún sá bókina í
hendi hans.
„Hver er að lesa hana þessa,
undir púðum í sófanum?" spurði
hann og lyfti bókinni upp undir
ljósið yfir matborðinu.
„Hvað er ’etta, pabbi? Er ’etta
dónabók eins og Alli bróðir var
með? Má ég sjá?“ Yngsta barnið
fann að eitthvað óvenjulegt var
á seyði og iðaði af forvitni.
„Ja, dónabók og dónabók, það
er nú það,“ — og hann fann að
nú myndi sér takast vel upp.
Þetta var ágætt tækifæri til að
láta líka barnið heyra sannleik-
ann um svona „bókmenntir".
Hann rétti úr bakinu og leit á
konu sína, þar sem hún stóð við
vaskinn og vatt borðtuskuna
með snöggum, föstum gripum.
„Sko, dónabækur eru eitt og
ég er ekki svo þröngsýnn að ég
geri mér ekki grein fyrir, að
sumum finnst þær nauðsynleg-
ar af ýmsum ástæðum. En það
sem er hérna á ferðinni er miklu
hættulegra, því hér siglir höf-
undurinn vísvitandi undir
fölsku flaggi, til þess að skapa
sér tekjur — já, og frægð. Hér
er að verki eitt þeirra afla, sem
ljóst og leynt eru að grafa und-
an viðurkenndum siðferðishug-
myndum fólks, já og mér liggur
við að segja undan heimilunum í
landinu og þar með æsku þessa
lands. Það hefur lengi verið
ljóst að skrif eins og þessi ... “
Hann komst ekki lengra.
Fljúgandi borðtuskan lokaði
munni hans og sterk lykt af lauk
og sítrónusafa fyllti sem
snöggvast vitin. — Hvernig
hafði borðtuskan ... ?
Þá heyrði hann hljóðið, fyrst
lágt og svo hærra og hærra.
Hann leit í áttina að vasknum
þar sem konan hans hafði staðið
fyrir andartaki. En hún var þar
ekki. í staðinn sá hann hnípna,
samankýtta veru, sem hrópaði í
sífellu: „Ó, Guð minn góð-
ur ... “ inn á milli ekkasog-
anna.
5