Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Side 10
Ef saltið dofnar „í íslenzkum altaristöfflum má víða sjá aðlögun að íslenzku landslagi, en aðlögun að íslenzkum samfélagsveruleika er svo til óþekkt í myndlist okkar. Það má furðulegt teljast, þar sem slík aðlögun heffur átt sér stað hvarvetna í heiminum og á seinni tímum í miklum mæli í þriðja heiminum." væri jafnvel reiðubúin til þess að ganga með manninum alla leið til krossins. En, spurði hún, var listin fær um að leysa mann- inn frá þjáningunni, var hún fær um a leiða hann út úr völ- undarhúsi lífsháskans, óttans, kvíðans? Var listamaðurinn nokkuð annað en skilningsríkur samferðamaður á leið til Gol- gata? Var hann fær um að flytja manninum hinn þverstæðu- kennda boðskap vonarinnar, þar sem ekki hafði eingöngu verið tekizt á við lífsháskann heldur sigrazt á honum, þ.e.a.s. boð- skapur upprisunnar? Og listin átti ýmsar spurn- ingar í áinum fórum, t.d. um það hvort kirkjan væri þess umkom- in svo fjötruð af úreltum heims- myndum að skilja manninn í samtímanum og nálgast hann í neyð hans. Eins og saltið eða súrdeigið Þegar litið er til listasögu þessarar aldar og hugað að sam- skiptum listar og kirkju og eink- um staldrað við verk hinna „ver- aldlegu" meistara þessarar ald- ar kemur í ljós, að þorri þeirra gerði slík verk, sem kalla á óskipta athygli guðfræðingsins. Oft voru verk þeirra ögrandi þegar þeir tóku til meðferðar biblíuleg minni: framsæknir listamenn íklæða hefðbundin viðfangsefni búningi nýrra stíl- tegunda. Ekki var alltaf þakk- lætinu fyrir að fara meðal kirkjufólks. En þegar litið er yf- Emil Nolde, Þýzkalandi: Bersynduga konan, 1926. Max Beckmann, Þýzkalandi: Kristur og bersynduga konan, 1918. ir farinn veg kemur í ljós, að hinir ögrandi listamenn gegndu ósjaldan hlutverki, sem eftirá að hyggja virðist óhjákvæmilegt; þeir hreinsuðu til og endurnýj- uðu. Það er raunar eitt af kjörorð- um siðbótar Lúthers, að kirkjan „eigi að vera í sífelldri umbót“ (eccelsia semper reformanda). Hún þarf aðhald og gagnrýni utan frá og innan. í sögunni hef- ur hún oftast haft það hlutverk að kenna, en ögrandi og fram- sæknir listamenn kenndu henni m.a. að hún þarf líka að læra. Það er m.a, af þessum ástæðum, sem hér er vikið að í örfáum orðum, að list samtímans hefur vakið athygli guðfræðinga. Kirkjan hefur oft staðið sjálfa sig að því að vera orðin „borg- araleg" um of, orðin of háð hin- um viðteknu hugmyndum sam- félagsins, að „saltið hefur dofn- að“, hún er þá ekki lengur „súr- deigið, sem sýrir allt deigið" heldur er hún orðin daufari en deigið. Sem „skapandi samfé- lag“ ber henni að vera eins og saltið eða súrdeigið. Skapandi samfélag listamanna, skapandi list og sérhvert skapandi afl í þessum heimi vekur hana til vit- undar um sitt eigið hlutverk og kallar hana aftur til lífsins ef hún tekur ögrunina gilda. Myndverk, sem byggjast á minnum úr Biblíunni, kalla eðli- lega sérstaklega á athygli guð- fræðingsins. En sem fyrr segir eru slík verk ekki endilega neitt trúarlegri en önnur. Margvíslegt táknmál stendur listamannin- um til boða hvað form og liti snertir, þar sem hann getur fengizt við hið trúarlega án þess að nota myndrænan efnivið biblíulegra atburða. Má minna þar á mörg verk eftir Nolde, þar sem angistin er oft á tíðum dregin skýrum dráttum. Gott dæmi um táknræna merkingu ljóssins eru mörg verk Oskars Schlemmer, en ljósið er trúar- legt tákn, sem þekkt er í öllum trúarbrögðum sem tákn hins „handanlæga" eða sem tákn „dýptarinnar" svo notað sé orð, sem Paul Tillich er afar kært. En forvitnilegt er að huga að því, hvernig listamenn utan kirkjunnar meðhöndla þann efnivið, sem þeir hagnýta sér úr sjóði kristinnar trúar. Að aðlaga hin biblíulegu minni samtímanum Úr þeim sjóði eru það einkum myndir af Jesú Kristi, sem mest ber á. Og sá Jesús, sem er mest áberandi er hinn krossfesti Jes- ús. En jafnframt Jesús hinn trúfasti bróðir, Jesús hinn póli- tíski byltingarmaður. Jesús í samstöðu með manninum í neyð hans og lífsháska er sá Jesús, sem mest ber á. Þann Jesús þekkir kirkjan vel eins og myndlist aldanna sýnir, kross- festingarmyndir blasa viða við. En þó er þar aðeins um að ræða hluta boðskaparins. Sá Jesús, sem kirkjan boðar, er jafnframt hinn upprisni frelsari, sá sem hefur sigrazt á lífsháskanum. En auk krossfestingarmynda má sjá mikið af myndum, sem byggjast á einhverjum atburð- um úr lífi Jesú: Jesús og ber- synduga konan, kvöldmáltíðin, jólabarnið o.fl. Það virðist vera tilgangur þeirra listamanna, sem grípa til biblíulegra minna, að aðlaga þau að samtímanum, en einnig sá að gefa atburðum samtímans aukna dýpt með því að færa þau inn á svið „helgisög- unnar" og þá þeirrar helgisögu, sem vesturlandamenning er grundvölluð á í meginþáttum sínum. Það er sagan um hinn þjáða og sigrandi frelsara. í íslenzkum altaristöflum má víða sjá aðlögun að íslenzku landslagi en aðlögun að íslenzk- um samfélagsveruleika er svo til óþekkt í myndlist okkar. Það má furðulegt teljast, þar sem slík aðlögun hefur átt sér stað hvarvetna í heiminum og á seinni tímum í miklum mæli í þriðja heiminum, þar sem Jesús birtist sem indíáni, svertingi, Indverji o.s.frv. Það gæti verið verðugt verk- efni fyrir þá listamenn, sem á næstu árum koma til með að vinna verk fyrir íslenzkar kirkj- ur að huga að slíkri aðlögun. Og þar er komið að merkingu trú- arlegrar listar í kirkjunni, list sem ekki er aðeins eins konar „myndskreyting" (sem á samt líka rétt á sér) heldur túlkun, heimfærsla, tjáning, átök við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.