Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Side 8
Sr. Gunnar Kristjánsson Reynivöllum skrifar í tilefni kirkjulistarsýningar á Kjarvalsstöðum Ef saltið dofnar - getur listin komið til hjálpar / íslenzkri myndlist þessarar aldar fer lítið fyrir trú- arlegri list, en sé litið á heiminn í heild, hafa stór- kostleg trúarleg verk orðið til á okkar tímum, þar sem skírskotað er til samtímans og oft með áherzlu á Krist þjáningarinnar, sem þá er feykilega ólíkur hinni dansk-íslenzku biblíumynd af Frelsaranum Siegfried Rischar, Þýzkalandi: Ég er meö yður ... Frjáls útfærsla á kvöldmáltíðinni eftir mynd Leonardo da Vincis. 1982. Sögulega séð hafa list og trú jafnan átt samleið. Upphaflega voru list og trú raunar eitt, það sýna hinar svonefndu hellamyndir frá steinaldartímum, sem fundizt hafa í þúsundatali á yfir þrjú- hundruð stöðum í Suður-Frakk- landi og Norður-Spáni. I'ær mynd- ir voru gerðar í trúarlegum til- gangi. Það er sama hvar borið er niður í sögu mannsins, hvarvetna fara listsköpun og trúariðkun sam- an. Enn hefur ekki fundizt það samfélag manna á þessari jörð, þar sem þessar systur hafa ekki haldizt í hendur. Svipað er að segja um list og kirkju. Þær hafa löngum átt samleið. Elztu merki um kristna tilbeiðslu sýna svo ekki verður um villzt, að list og trú áttu samleið. Þetta gildir um elztu Salvador Dali. Síðasta kvöldmáltíöin, 1955. kirkjulist sem til er, skreytingar í katakombum, grafhýsum kristinna manna, og um elztu kirkjubyggingar sem þekkar eru. Greinilega má sjá hið þýð- ingarmikla hlutverk myndlistar í elztu „húskirkju", sem fundizt hefur, krikjunni í bænum Dura Europos á bökkum Evfrat, það er kirkja frá því snemma á 3. öld. Og ekki þarf að rekja tengsl listar og kirkju í sögu Vestur- landa. Það gildir um kirkjuna eins og önnur trúarsamfélög, að myndin er henni óhjákvæmileg af ýmsum ástæðum, án tákna verður t.d. ekki fjallað um veru- leik trúarinnar. Og um aldir voru myndir „biblía hinna ólæsu“ í kirkjunni og svo er að miklu leyti enn: hver hefur ekki sem barn óskað þess, að fleiri myndir væru í kirkjunni? Harald Duwe, Þýzkalandi: Kvöldmáltíð, 1978. Ekki er öll trúar- leg list kirkjuleg En trúarleg list er ekki endi- lega sama og kirkjulist. Ekki er öll trúarleg list sérstaklega kirkjuleg og hið sama má segja um kirkjulist: hún er ekki ævin- lega sérlega trúarleg í djúpum skilningi. Hvað er t.d. trúarlegt við Madonnumynd eftir Rafael? Myndin er máluð af ákveðinni konu með ákveðið barn, sem listamaðurinn hefur haft sem fyrirmyndir. En kirkjuleg verð- ur myndin fyrir þá sök, að hún „á að vera“ önnur kona og annað barn: María og Jesús og þar að auki er henni ætlaður staður í ákveðnu húsi: kirkjunni. Slík mynd getur verið „kirkjuleg" rétt eins og mynd af krossfest- ingu getur verið kirkjuleg. En nægir það til þess, að þær séu trúarlegar? Andlitsmynd af þjáðum manni getur flutt boðskap krossins á þann hátt, að hið „trúarlega" leyni sér ekki, spurning um dýpri vitund mannsins, um tilgang þján- ingarinnar o.s.frv. Og hvað um „abstrakt" list: Getur hún verið trúarleg? Eða kirkjuleg? Þess má minnast, að litir eru fyrir- ferðarmiklir í táknheimi kirkj- unnar og geta fullkomlega stað- ið einir sér í túlkun listamanns sem kirkjuleg — eða trúarleg — list. Hugmyndir manna um kirkjulist eru greinilega býsna oft fjötraðar í hefðum, sem eiga misjafnlega mikinn rétt á sér. Hefðin er vissulega góð og mik- ilvæg — á réttum stað. Tákn- heimur kirkjunnar er óneitan- lega mikill fjársjóður, sem lista- menn allra tíma hafa getað aus- ið af. En er til eitthvað sem heit- ir kirkjulegur stíll í myndlist? Hugmyndir manna um list í kirkjunni haldast oft í hendur við þær hugmyndir sem þeir hafa almennt um kirkjuna. Á sama hátt má segja, að hug- myndir manna um það hvernig Jesúmyndir eigi að vera haldizt oft í hendur við þær hugmyndir 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.