Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Blaðsíða 15
Ford hefur ekki gengið sem bezt uppá síðkastiö, en það stendur til bóta, ekki síst með þessum nýja Sierra sem sameinar straumlínulat! oe nvtízkuleca hönnun að innan. BMW hefur nýlega endurnýjað 300-lfnuna; smæstu gerðina, sem hér sést. BÍLAR reiða í Evrópu — fyrirtæki eins og Ford, Renault, Fiat, Opel og Volkswagen-verksmiðjurnar — að ná öruggri fótfestu á mark- aðnum fyrir dýrari og vandaðri gerðir bifreiða. Hinir rótgrónu framleiðendur vandaðri bifreiða eins og Mercedes, Peugeot, BMW, Rover, Volvo, SAAB og fleiri, eru mjög svo fastir í sessi á þessum hluta markaðarins. Jafnvel tölur um árlega heild- arsölu þessara fyrirtækja segja alls ekki alla söguna um stöðu þeirra á markaðnum. Þar kemur einkum til, að kaupendur dýrari gerða bifreiða frá þessum fram- leiðendum halda alveg sérstakri tryggð við sína bílategund, og þegar þeir endurnýja, kaupa þeir sér sams konar bifreið aft- ur. Þannig kaupa t.d. um 90% eigenda hinna dýrari gerða af Mercedes sér aftur bifreið frá sama fyrirtæki. Með hinni miklu samkeppn- isgetu japanskra bifreiðafram- leiðenda í söluverði, er alveg óþarfi að taka það fram, að mjög aukin sókn þeirra inn á markaðinn fyrir vandaðri gerðir bifreiða gæti virkað eins og minkur í hænsnabúi, bæði að því er varðar fjölda slíkra jap- anskra bifreiða og þær vonir annarra framleiðenda dýrari gerða bifreiða um að geta á næstunni stórbætt markaðs- hlutfall sinna bíla og fengið verulegan arð af fjárfestingum sínum. Kunnáttumenn um bíla hentu hér áður fyrr gjarnan gaman að japönskum bílum; Þeir myndu svo sem fara umsvifalaust í gang á hverjum morgni, ekkert myndi beinlínis detta af þeim í akstri, og aukahlutir eins og út- varpstæki og sígarettukveikjar- ar voru þá þegar orðnir sjálf- sagðir, fastir fylgihlutir í bílum. En þeir voru afar lélegir og ónákvæmir í stýri, japanskir hjólbarðar gripu í fyrstu óskap- lega illa og hemlarnir urðu fljótt slakir. inni sparneytni og hagkvæmni bifreiða. Nú til dags er vindstuð- ull bifreiðar orðinn eins algengt orðatiltæki í málfari auglýsenda og sölumanna bifreiða og hraða- aukningin pr. sek. frá kyrrstöðu upp í 95 km var algengt slagorð fyrir nokkrum árum. Það hefur sýnt sig í reynd, að með því að draga úr mótstöðu og togkrafti loftsins, næst betri aksturs- hæfni og eldsneyti sparast. Niðurstöðutölur rannsókna Ford-verksmiðjanna leiða í ljós, að 10% lækkun á togkrafti lofts- ins á bifreiðina frá t.d. .4 vind- stuðli niður í .36 minnkar elds- neytisnotkunina um 6% á 120 km hraða. Þróuninni í hönnun og smíði bílvélarinnar hefur einnig fleygt fram, enda þótt skoðanir manna í bílaiðnaðinum séu skiptar, að því er varðar beztu framtíðar- lausnina í gerð slíkra véla. BMW hóf á síðastliðnu ári fram- leiðslu á ETA, en það er spar- neytin vél með mikilli þjöppun. Ætlunin er, að þessi vél verði notuð í 1984-árgerð BMW-bif- reiða. Annars fara vinsældir dísil- véla sívaxandi í Evrópu í takt við hækkandi benzínverð. BMW með tölvu- stýrt vélareftirlit í augum bílaframleiðenda er það einnig mjög þýðingarmikið atriði, að bifreiðaeigendur um allan heim leggja stöðugt minna fé í rekstrarkostnað og viðhald bifreiða sinna. Nýleg könnun í Bretlandi leiddi í ljós, að bif- reiðaeigendur eyða nú orðið um það bil einum þriðja minna fé í rekstur og viðhald bíla sinna en þeir gerðu fyrir einum áratug. Bílaframleiðendur leggja sig þvi í líma við að smíða bílvélar, sem ekki þarfnast eins tíðs eftirlits og yfirferðar eins og bílvélar þurftu áður. Hér áður fyrr þótti hæfilegt, að vélin væri yfirfarin á verkstæði eftir 48.000 km, en núna eru þau mörk víðast komin upp í 190.000 ekna km. BMW hefur gengið enn lengra í þess- Sa bfll sem beðið hefur verið með hvað mestri eftirvæntingu, er Mercedes Benz 190, smábfllinn frá Benz, sem raunar er fremur í flokki millistærðarbfla en smábfla og hefur fengið frábærar viðtökur. Traustir en ekki spennandi En Japanirnir lærðu fljótt; bílarnir þeirra þykja traustir en ekki sérlega spennandi. Hins vegar vita bifreiðaframleiðend- ur, sem keppa við þá, að Japanir eru núna að undirbúa fram- leiðslu miklu samkeppnisfærari bíla, sem brátt birtast á mark- aðnum. Núna i ár bættust Star- ion með 220 km/klst. frá Mitsu- bishi/Colt og Toyota Supra með 210 km/klst. við Mazda RX-7 og Nissan 280 ZX-sportbílinn. Eng- inn af þessum bílum er nein hversdagstýpa; Þeir eru hraðskreið farartæki, vel útbún- ir á allan hátt, og ef þeir valda ekki framleiðendum mestu glæsivagnanna nú þegar þung- um áhyggjum, þá gæti vel farið svo í næstu framtíð. Það úir og grúir af slíkum hraðskreiðum glæsivögnum á teikniborðum verkfræðinganna í bifreiðaverk- smiðjunum í Tokyo um þessar mundir. Eftir að bílaframleiðendur í Evrópu og Bandaríkjunum hafa á nokkrum síðustu árum fylgzt með hinum hröðu framförum Japana í bifreiðasmíði, er það orðið fátt, sem komið getur þeim lengur á óvart í þessum efnum. En allt eru þetta hins vegar góðar fréttir fyrir kaupendur. Stöðug viðleitni bílaframleið- enda að halda fyrirtækjum sín- um í broddi fylkingar, hefur gert það að verkum, að þeir framleiða núna bifreiðir, sem eru betur smíðaðar, sparneytn- ari á eldsneyti, auðveldari í akstri, ódýrari í rekstri og ör- uggari farartæki. Þetta á alveg sérstaklega við um dýrari og vandaðri gerðir bifreiða. Ef ýtt er þéttingsfast á málmklæðningu á vélarhlíf, þaki og hurðum á flestum bílum nú á dögum, þá sveigist hún undan ótrúlega léttu átaki. Málmklæðning yfirbyggingar- innar er svo sannarlega orðin miklu þynnri en hún var hér áð- ur fyrr. Þetta er ekki haft þann- ig fyrst og fremst til að spara efniskostnað, heldur fremur til að gera bílana léttari og láta þá komast lengra á hverjum benz- ínlítra. Þessir bílar eru engu síð- ur öruggir, jafnvel enn öruggari. Þar sem bílarnir eru núna hann- aðir með hliðsjón af tölvu- greiningu á helztu átakspunkt- um yfirvagnsins, byggist styrk- leiki sjálfrar yfirbyggingarinn- ar ekki á þykkt málmklæðn- ingarinnar, heldur á því, hvern- ig málmklæðningin hefur verið völsuð, mótuð og hnoðuð saman. Nú er farið að nota ryðfrítt stál með miklum styrkleika í yf- irbyggingu bifreiða, og plast mun brátt verða veigamikill þáttur í klæðningu yfirvagnsins, en það hefur hingað til að mestu verið lítilfjörleg hornreka í bíla- iðnaðinum. Þannig reiknar stærsti bifreiðaframleiðandi Evrópu, Peugeot í Frakklandi, að árið 1985 verði um 40 af ytri klæðningu í bifreiðum frá þeim úr plasti en ekki úr stáli. Það hefur þegar sýnt sig á tilrauna- bíl Peugeot-fyrirtækisins, VERA, að það er mjög vel hægt að nota plast í hjól undir bíla. Nýja töfraorðið: Vindstuðull Loftmótstaðan er annar þátt- ur, sem skiptir orðið máli í auk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.