Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Blaðsíða 13
Kölnar, að stelpan hún Ulrike væri „stór geit“, og það væri móðirin, sem færi með hús- bóndavaldið á heimilinu. Móðir Ulriku hefur þetta að segja: „Ég hef lesið um það, að Monika Pflug hafi upplifað verstu augnablik ævi sinnar, þegar hún var búin að vinna gullverðlaunin í skautahlaupi. Á þessu tímabili í lífi fjölskyldu minnar skildi ég það, sem hún var að fara.“ Árið 1973. Hún heldur áfram að vera hinn vinsæli gullverð- launahafi. En smátt og smátt tekur frægðarorðið, sem af henni fer, að dvína. Með stökk- um eins og 1,83 m kemstu hún ekki einu sinni til jafns við Þýzkalandsmet kvenna í há- stökki. En fyrir utan eitt fót- brot, er fátt annað merkilegt að finna í ferli hennar það árið. Hið sama er að segja um árið 1974, þegar hún lenti í 7. sæti í Evrópumeistarakeppninni, sem haldin var í Róm, en þá var besti árangur hennar 1,85 m, sem hún rétt náði með mestu erfiðismun- um. Árið 1975. Líksamþjálfun Ul- rike Meyfarth er farin að taka feiknarlegum framförum. Seinna verður henni svo ljóst, að þau þrjú ár, sem liðin voru frá því hún setti heimsmet sitt í Munchen, höfðu öll farið í að byggja upp þá miklu þjálfun, sem hún var nú komin í, og hún fann líka, að enn meiri hæfni og þjálfunarstig líkama hennar var á næsta leiti. Með því að stökkva 1,92 m í evrópubikarkeppninni í Nice, Frakklandi, það ár, lenti hún í öðru sæti á eftir Rose- Marie Ackermann. Á sama ári varð hún fyrir vonbrigðum af öðru tagi. Starfs- maður á skrifstofu íþróttahá- skólans í Köln gaf þá yfirlýs- ingu, þegar hann hafði skoðað námseinkunnir hennar, að hún væri alls ekki hæf til þess að stunda nám í þeim þekkta skóla. Marin Lauer, fyrrum heims- methafi í 110 m hindrunar- hlaupi, dró ekkert úr kaldhæðni sinni, þegar hann skrifaði í blað eitt um þessa neitun íþrótta- háskólans: „Þegar á allt er litið, virðist það raunar vera álíka erfitt að hljóta námsvist við íþróttaháskólann í Köln eins og að koma á varanlegum friði milli ríkjanna fyrir botni Mið- jarðarhafs eða sameina hin tvö þýzku ríki.“ En Ulrike berst af miklum móði. Og skyndilega verður fólki ljóst, að Ulrike Meyfarth er bara alls ekki „daufgerð" að eðl- isfari eins og heimilislæknir Meyfarth-fjölskyldunnar hafði sagt um hana í vottorði. Hún kann svo sannarlega að ráða farm úr sínum málum . . . Hún vill ekki láta í minni pokann. Vorið 1976 hefur henni tekizt að fá námsvist við íþróttaháskól- ann í Köln — kannski var þá búið að hækka tölu þeirra stúd- enta, sem árlega fengu inni í skólanum? — en hitt er víst, að Ulrike Meyfarth hafði látið mjörg tækifæri ónotuð til að hætta við allar frekari tilraunir í þá átt að komast inn í skólann. Áfall í Montreal Þá var komið að ólympíuleik- unum í Montreal. Þá var það sem hamingjan snéri alveg óvænt við henni bakinu. Það hlaut að hafa verið erfið nótt, sem hún átti, eftir ósigurinn. Næsta morgun hafði hún þetta að segja: „Þegar ég hef orðið fyrir áfalli af þessu tegi, hef ég oft getað dæmt stöðu mína rétt. Ég held, að ég hafi ennþá ekki náð mínum bezta árangri. Ég ætla að halda áfram.“ Þessi orð voru vandlega hugs- uð, vegin og metin, áður en þau voru sögð. Þau komu frá vel uppalinni og fágaðri manneskju. Én skömmu seinna biluðu taugar hennar algjörlega, þegar hún var að tala við fréttamann frá útvarpinu: „Ég er ekki minnstu vitund hrædd við al- menningsálitið, mér er svo sem skítsama um það:“ Þessu svar- aði fréttamaðurinn alveg rétti- lega: „Sumt fólk getur leyft sér að segja fúkyrði, en Ulrike Meyfarth er bara ekki af því tagi“. Hún þurfti ekki lengur á því að halda, að leita sér skjóls bak við deyfð og afskiptaleysi. Þetta var fyrsta skref Ulrike Mey- farth í átt til nýrra lífsvenja. Árið 1977 klippir hún sjálf á naflastrenginn; hún skríður út úr híði fjölskyldunnar, skiptir um þjálfara. Það var Gunther Janitz, sem á sínum tíma hafði uppgötvað hana. Hann hafði, allt frá því hún var tólf ára að aldri, stjórnað íþróttaferli henn- ar, eftir þeim lögmálum, sem ríkja í starfi hans sem íþrótta- þjálfara. Þetta hafði verið lang- ur samningur þeirra á milli, en núna var hann loksins útrunn- inn. Engu að síður varð hún fyrir alls konar óþægindum og leið- indum á árinu 1977. Þannig áleit Frjálsíþróttasamband Vestur- Þýzkalands Ulrike Meyfarth al- gjörlega úr sögunni, þegar Rose-Marie Ackermann varð fyrst allra kvenna til þess að stökkva yfir tvo metra í há- stökki í Berlín það ár. í Þýzkalandsmótinu í frjáls- um íþróttum á því ári, sem hún tók ekki þátt í, tókst Brigitte Holzapfel að stökkva 1,93 m og setja þannig nýtt landsmet í há- stökki kvenna eins og í refs- ingarskyni við Ulrike Meyfarth. Almenningur í Þýzkalandi var nú óðum tekinn að gleyma Ul- rike Meyfarth og frama hennar, og ein síns liðs hélt hún upp á tuttugu og eins árs afmælið sitt. Hér er svo útdráttur úr grein, sem birtist í blaði nokkru ein- mitt það sumar: „Sem ólympíu- methafi þurfti Ulrike Meyfarth að afþakka alls konar boð alls staðar að úr heiminum, af því að hún var ennþá í skóla; núna er henni af einskærri góðvild boðið að vera viðstödd vígslu íþrótta- vallar í Recklingshausen — ein- hverjum afkima á afskekktum stað í Ruhr-héraði“. Samkvæmt ráðleggingum Gunthers Janitz, fyrrverandi þjálfara hennar, tók hún nú til að reyna sig í tugþraut. Þetta var víst þessi gamla saga um nýjar hugmyndir. Að lifa og hrærast í hástökki Vegna þeirrar afturfarar, sem orðin var á íþróttaferli Ulrike Meyfarths, átti sem sagt að vega og meta, hve róttækra stefnu- breytinga væri þörf fyrir hana. Henni var hrein nauðsyn að gleyma fortíðinni, skipta um leiktjöld og umhverfi. I Lever- kusen fann hún sér nýjan þjálf- ara, Gerd Osenberg. Að nýr keppinautur, Brigitte Holzapfel hafði allt í einu birst á sjónar- sviðinu, varð Ulrike ný hvatn- ing. Þótt Köln sé ekki nema um 20 km fyrir sunnan Leverkusen, þá fann Ulrike Meyfarth núna, að hún varð að byrja allt upp á nýj- an leik. í fyrsta skipti á ævinni lærðist henni þarna í Leverkus- en að lifa beinlínis og hrærast í hástökkinu, en fram að því hafði það eiginlega bara verið eins konar tómstundargaman í henn- ar augum. „Núna vinn ég virki- lega,“ sagði hún, „en áður gekk allt svo hratt og ósköp hugsun- arlaust fyrir sér — ég bara stökk! Núna er ér farin að hugsa mig vel um, áður en ég stekk.“ Árið 1978 er hinum ströngu æfingum stöðugt haldið áfram. Ulrike deilir nýju landsmeti í hástökki kvenna með Brigitte Holzapfel, 1,95 m. í keppni, sem fram fer í Prag það ár, verður hún aðeins fimmta í röðinni með 1,91 m. En hún gerir bara grín að þessu og segir: „Þegar Gerd Osenberg er við hliðina á mér, getur ekkert slæmt komið fyrir mig“. • Ulrike Meyfarth og Gerd Osenberg voru einmitt par, sem hafði verið að leita hvort að öðru, og nú höfðu þau hist. Þau lögðu sig öll fram, hvort á sinn hátt, við þjálfun hennar. Tvívegis yfir 2 metra Að fjórum vikum loknum áræddu þau tvö að gjörbreyta stílnum í sjálfu stökkinu. Ulrike hætti að snúa bakinu að stöng- inni. Hún stytti atrennuna, og á fullri ferð tók hún smástökk. Þetta voru eins og forstökk, áð- ur en kom að sjálfu aðalstökk- inu. Forvitnir áhorfendur litu hverjir á aðra og menn tóku að spyrja hver annan, hvort þessi tvö væru ekki alveg í þann veg- inn að tapa vitglórunni. En Ulrike Meyfarth var með þessu bara að þreifa fyrir sér um framtíðarstíl sinn í hástökk- inu. Núna er hún orðin „hin eina og sanna“ Ulrike Meyfarth. Fólk er farið að þekkja hana úti á götu; hún er orðin stór- fræg. Þá sjáldan, sem hún tekur orðið upp opinbera baráttu fyrir einhverju málefni, þá er það eitthvað í íþróttaheiminum, sem hún ber mjög fyrir brjósti. En aðalatriðið er sam sagt, að hún hefur þegar stokkið tvo metra tvisvar sinnum: Bæði í Munchen og líka í Aþenu. Árið 1981 vann hún hástökk kvenna bæði í Evrópubikar- keppninni og í heimsbikar- keppninni. I marzmánuði i fyrra vann hún evrópumeistaratitilinn í há- stökki kvenna innanhúss með því að stökkva 1,99 m. Nú er gæfan aftur tekin að brosa við henni eins og árið 1972. Tíu ár eru liðin. Tíu erfið og mjög misjöfn ár fyrir Ulrike. Leiðin til innra jafnvægis hefur reynst henni bæði löng og erfið. Játningar völvu — Tove Ditlevsen segir frá Helgi J. Halldórsson þýddi Eg — hin afbrigðilega Nei, það hefur ekkert með áfengi að gera, pillur eða hvernig einstæðar mæður komast í klípu í kerfinu og svo framvegis. Það er annað ennþá verra: Ég er óbetr- anlegur bréfritari. „Listin að skrifa bréf er dauð,“ sagði gamli maðurinn og and- varpaði. Ég veit ekki úr hvaða bók ég hef þessa setningu, en hún á ekki við mig. Maður gæti haldið að þetta væri meinlaus löstur, og auk þess er það hagkvæm og ábyrgðarlítil aðferð til að hafa samband við fólk. Þó ekki fyrir mig — ég er ekki komin langt með bréfið þegar ég gleymi þeim sem ég er að skrifa og sökkvi mér niður í langorðar frásagnir um allt mögulegt, gamlar minningar, síðustu fréttir af sameiginlegum vin- um (sem kannski eru orðnir óvinir viðtakanda bréfs- ins) og að lokum eftirgrennslan um líðan makans, þó að gjarnan komi í Ijós að hann eða hún séu önduð eða farin að heiman fyrir löngu. Ástæðan fyrir þessum lítt nyt- sama orðaflaumi er reyndar sú, að það fólk, sem ég hef eitt sinn þekkt, eins og stendur kyrrt í endurminningu minni á þeim stað þar sem örlögin, eða aðeins fjar- lægð í rúmi, skildu okkur að. Það er líka erfitt að venjast því, að duglitlir og óframfærnir æsku- vinir skipi allt í einu ábyrgðar- stöður og birtist sem slíkir í blöð- um og sjónvarpi og tali alvarlega um mikilvæg mál fyrir land og þjóð. Nýlega sá ég einn slíkan á skjánum og rauk strax í ritvélina. Ég framleiddi mjög langt og mjög kumpánlegt bréf til hans og sendi á skrifstofuna hans af því að ég gat ekki fundið heimilisfangið hans í símaskránni. Nokkrum dögum síðar hringdi ritarinn hans til mín. Hún hafði „leyft sér að opna“ bréfið af því að hinn háttsetti yfirmaður hennar var í fríi og ef til vill væri það áríðandi. Ætti hún að senda það á eftir honum? Ég bað hana reiðilega að rífa það í tætlur. Ennþá verra var það með vin- konu mína sem ég þurfti að hafa samband við vegna atvinnu minn- ar. En þar sem við vorum einu sinni svo samrýndar minntist ég æskudaga okkar og spurði hvort hún hefði tekið eftir því hvílíkur leiðindapoki X væri orðinn? Hann sem var eitt sinn svo skemmtileg- ur, alveg burtséð frá því að okkur hafði aldrei dreymt um að yrði neitt úr honum. Jú takk, hún hafði tekið eftir þessari hörmu- legu þróun hans, því að það vildi svo til að hún var gift honum! Til aðvörunar öðrum ástríðu- bréfriturum verð ég líka að taka fram að maður má ekki undir neinum kringumstæðum skrifa lækni sínum trúnaðarbréf. Sé í því ein einasta lína um sjúkdóm- inn er það vegna nákvæmni lagt hjá dagbókinni til hagsbóta fyrir aðstoðarstúlku læknisins, ritar- ann eða forvitna ræstingarkonu. Sé um sjúkrahúslækni að ræða verða slík bréf rædd nánar á viku- legum eða mánaðarlegum um- ræðufundum. Þannig varð ég fyrir nokkrum árum fórnardýr tannpínu af því tagi sem fær mann til að slá höfð- inu við vegg í von um að missa meðvitund þó ekki sé nema í fimm mínútur. Tannlæknir minn, maður alvörugef- inn og dulur, rejidist vera á einu slíku nám- skeiði þar sem þessir bormenn læra heilmikið um ljúfa tónlist og mislita sloppa. Allir tannlæknar bæjarins voru á þessu námskeiði, og þar sem sárs- aukinn stafaði af stíftönn vildi ég ekki þjóta á tannlæknavaktina þar sem hinir hressu ungu strákar mundu bara hafa sagt mér að maður gæti líka fengið verk í tréfót! En þar sem ég var orðin hæfilega rugluð af sársauka og veggjalamstri skrif- aði ég tannlækni mínum átta blaðsíðna bréf. Af öllu ruglinu mundi ég aðeins setninguna: „Þegar tennur eru annarsvegar hata ég hálfa lausn!“ En ég hlýt að hafa heimtað að allar beyglurnar yrðu dregnar úr mér, því að nokkru seinna hringdi vesalings maðurinn til mín. Þá voru verkirnir horfnir af sjálfu sér og ég hafði, sem betur fer, gleymt öllu saman. En hann hafði pantað deyfingarlækni ákveðinn dag þar sem hann eftir að hafa lesið bréf mitt, hafði komist á þá skoðun að „mér liði ekki vel“ og þess vegna yrði hann víst að gera eins og ég bæði. Ég varð skelfingu lostin en er, eins og aliir vita, vön að standa við það sem ég segi. Mér datt í hug vinur minn Panduro, sem eitt sinn í sinni óstýrilátu æsku hafði verið tannlæknir. Hann er auk þess greiðvikinn og tók að sér að hringja til fyrrverandi starfs- bróður síns og aflýsa aðgerðinni fyrir mig. Það bjargaði beyglun- um, en hvað um arkirnar átta? Ég heyrði orð móður minnar úr gröfinni: „Það gerir ekkert til þótt maður sé dálítið skrýtinn ef það bara berst ekki út!“ Én æ! Vegna hinnar ómótstæðilegu ástríðu minnar til kumpánlegra bréfa- skipta hefur það borist út. Til að gera illt verra er ég haldin álíka megnri andúð á að svara bréfum og get heilshugar sagt með Tom Kristensen: Vid framhleypni aðrir margoft mig hafa varaö. Minningin nagar eins og bréf sem ég hef ekki svarað. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.