Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Blaðsíða 3
Helgi Sœmundsson
Mynd í stein
— / minníngu
Asmundar Sveinssonar
Ég þóttist staddur undir háu fjalli þarsem heitir
í Miðdölum. Blóm oggrös brugðu þekkum svip á völl
og tún, fugl kvakaði í mó og runni, blátær lækur
rann hjalandi skammt undan, oggæfur búsmali dreifð-
ist um loðna haga. Fjær bar mjallhvítan jökul við
bláan himin, og sumarsól stafaði lygnan Breiðafjörð
heitum geislum. Ég naut veðurblíðu og sveitasælu.
Þá gekk maður ofan fjallshlíðina í veg fyrir mig.
Hann var álútur og þúngstígur og bar hellubjarg í
fángi. Steinn sá virtist slíkur að fjórir garpar
myndu naumast bifa honum. Maður þessi kom til mín
og lagði byrði sína á götuna.
Hvert ætlar þú að færa þetta hellubjarg? spurði ég.
í mannabyggð, svaraði hann.
Hvað hyggst þú fyrir með þvílíkan stein ?
Klappa í hann mynd.
Hvaða mynd ? spurði ég forviða.
Hann leit við mér og sagði:
Mynd af lífi og draumi kynslóðanna í þessu sofandi
framtíðarlandi.
1
garðinum. Menn Kolbeins vildu
þá rannsaka hverjir væru í
kirkjunni en í því bili kom Kol-
beinn sjálfur og ámælti þeim
fyrir að tefja eftirreiðina, því að
Þórð bæri undan og alla þá, sem
eitthvert mannsmót væri að. En
menn voru nú líka teknir að
þreytast í liði Kolbeins og skildi
hann eftir þá menn í Álftár-
tungu sem ófærir voru. Síðan
tóku þeir eftirreið sem ákafast,
en er þeir komu að Álftá varð
stanz á eftirreiðinni, því að
Þórður hafði látið draga brúna
af ánni. Varð þeim Kolbeini að
þessu mikil dvöl.
Þórður hafði snúið úteftir
Mýrum. Þegar hann og menn
hans voru komnir yfir Hítará,
þá sté af baki Teitur Styrmisson
og Kolbeinn grön og enn fleiri
menn og vötnuðu hestum sínum
en vatn féll á ísinn. Þá riðu
Kolbeinsmenn sunnan að ánni.
Þá sneri Þórður aftur, en Kol-
beinsmenn voru þá fáir komnir
og sneru þessir undan, sem
komnir voru að Hítará. En það
var skammt í meginflokk Kol-
beins og þeir Þórður stigu aftur
á bak og reið þá hver sem hann
mátti, en jafnan reið Þórður síð-
astur og vildi aldrei svo mikið
ríða sem alþýðunni var í hug.
Töluðu þá sumir við hann en
aðrir keyrðu undir honum. Bar
þá enn undan, en Kolbeinsmenn
tóku drjúgum menn Þórðar, þá
sem hestana þraut undir. Voru
þeir allir flettir en á sumum
unnið. En er Þórður reið útá
vaðiana (Löngufjörur), þá sáu
þeir Kolbeinsmenn, að undan
myndi bera og hurfu þá aftur.
Kolbeinn leggur ekki í Vaðlana
með sinn stóra flokk, auk þess
sem Þórður er að komast á þær
slóðir, að hann á sér liðs von.
Þórður reið í Miklholt en þar
bjó mikill vinur Sturlunga, Guð-
mundur Ólafsson. Þórður dvald-
ist um hríð í Miklholti en reið
síðan vestur Kerlingarskarð og
vestur til Helgafells. Þar fékk
hann sér skip og fór útí Fagurey
en lét reka hestana með strönd-
inni áfram vestur. Þórður og
menn hans komu í Fagurey fyrir
hádegi á laugardegi og var það
næsti dagur fyrir Andrésar-
messu (30. nóvember).
Það þótti mönnum mikil furða
og varla dæmi til finnast, að
menn riðu hinum sömu hestum í
einni reið af Þingvelli til Helga-
fells í svo mikilli ófærð sem þá
var. Þórður reið um hádegi á
fimmtudag af Þingfelli en kom
til Helgafells á föstudagsnótt er
stjarna var í austri. Þóttust þá
allir þegar vita, að Þórður
myndi til nokkurra stórra hluta
undan hafa rekið.
... handhjó
ekki nema tvo
Af Kolbeini er það að segja,
að hann sneri aftur með flokk
sinn til Álftártungu og var þar
um nóttina en tók til strax um
morguninn að leiða menn úr
kirkju og taka af þeim vopn og
fletta klæðum, en handhjó ekki
nema tvo og var annar þeirra
Norðlendingur sem hafði riðið
að norðan með Teiti Styrmis-
syni; hefur Kolbeinn verið þeim
manni reiðari en öðrum af þeim
Þórðarmönnum sem í kirkjuna
höfðu flúið.
Það er af þeim köppunum,
Svarthöfða og Þórði Bjarnar-
syni, að segja, að þeir lágu í
fönninni, þar til Kolbeinsmenn
voru riðnir hjá. Þá stóðu þeir
upp og gengu til bæjar og fengu
sér hesta og riðu í Stafholt og
drápu á kirkjudyr. Dufgus karl,
faðir Svarthöfða, kom til dyra
og fagnaði syni sínum en spurði,
hvort hann vissi að ólafur cha-
im væri þar með þrjátigu
manna.
Þeir Svarthöfði hlupu þá þeg-
ar á hesta sína og riðu brott.
Þórður sagði þá skyldi ríða til
Skóga, því að sá bær væri af-
skekktur. En er þeir félagar
komu þar fóru þeir í baðstofu og
afklæddust. En er þeir höfðu
sofið litla hrið, þá var þeim sagt,
að menn Kolbeins riðu að garði.
Þeir Svarthöfði hlupu þá upp og
skutu inn brynjum sínum og
stálhúfum í ofninn og hlupu út
og hljóp Þórður í skóg en
Svarthöfði til hestanna. Kol-
beinsmenn urðu hans varir og
riðu á eftir honum sem ákafast
og kviuðu hann af framá hamri
nokkrum. Svarthöfði hratt þar
hestinum framaf og stökk sjálf-
ur a eftir. Hamarinn var hár en
þó sakaði hvorki Svarthöfða né
hestinn, því að mikill lausa
snjór var undir hamrinum. Eng-
inn af Kolbeinsmönnum vildi
fara á eftir Svarthöfða og sneru
þeir við. Svarthöfði fór aftur
heim í Skóga að sækja verjur
sínar og reið þaðan til Sauða-
fells en síðan útí Fagurey og er
ekki að efa að Þórður hefur orð-
ið þessum mikla kappa sínum
feginn. Þórður Bjarnarson
leyndist í skóginum og fór heim
í Eskiholti.
Þegar Kolbeinn ungi hafði
starfað að mönnum Þórðar sem
honum líkaði í Álftártungu reið
hann útí Hítardal og var sagt
þar allt hið sanna um ferðir
Þórðar, þá reið hann til baka og
norður Holtavörðuheiði og svo
heim á Flugumýri. Kolbeinn
setti niður menn til njósnar þar
sem honum þótti bezt til fallið.
Einn þessara njósnarmanna var
Þórarinn balti, sem Kolbeinn
setti til njósnar í Miðfirði, Þór-
arinn var hinn versti maður og
dró að sér marga illhreysinga og
hafði setu á Osi. Gerðist hann
óvinsæll og rænti hvern mann,
þann er honum var í nánd.
Framhald síöar.