Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Side 9
Baltasar: Frum-
mynd aö miðhluta
úr fresku í fimm
hlutum, samtals
um 200 fermetrar,
sem verdur í Víöi-
staðakirkju í Hafn-
arfirði. Þessu
stærsta listaverki í
kirkju á íslandi
verða gerð nánari
skil síðar.
Leifur Breiðfjörð: Gluggi í kapellu viö Fossvogskirkju. Myndirnar tvær aö neðan eru af smáatriöum úr
sama verkí. Nafn verksins er Píslargangan.
sem þeir hafa um Jesúm. Og
hvenær hefur kirkjan ekki þurft
að iðrast þess í sögu sinni, að
hugmyndir hennar um Jesúm
voru að meira eða minna leyti
spegilmyndir af henni sjálfri?
Spegilmyndir, sem áttu oft eng-
an rétt á sér. Kalvin var vissu-
lega enginn vinur listanna en
hann hitti samt naglann á höf-
uðið í gagnrýni sinni á myndlist
er hann sagði: maðurinn er ein
óstöðvandi skurðgoðaverk-
smiðja! Hver þekkir ekki þá
hættu? Hvað um „görnlu" altar-
istöfluna, var sá Jesús, sem hún
sýndi ekki hinn eini sanni Jes-
ús?
Sannleikurinn er sá, að það er
býsna erfitt að tala um „kirkju-
list“. Það væri þá helzt list, sem
er í kirkjum (og það er satt að
segja list af ýmsu tagi þegar
víða er skyggnzt). Það er að
mestu leyti undir listsmekk
hvers safnaðar komið, hvernig
listin í kirkju hans er. Hættan
er sú, að þegar hann gleymir sér
við leitina að kirkjulegri list þá
hætti hann að gera þá kröfu, að
hún sé einnig trúarleg. En hvað
er þá trúarleg list? Til þess að
nálgast svarið við þeirri spurn-
ingu er ekki úr vegi að velta
ofurlítið fyrir sér hvað trú er. Á
því fyrirbæri eru til margar
skilgreiningar, enda er fyrir-
bærið flókið. Einn áhrifamesti
guðfræðingur þessarar aldar,
þýzk-ameríski guðfræðingurinn
Paul Tillich, skilgreindi trúna á
þennan hátt:
„Trú er í víðtækasta
skilningi sú staða manns-
ins, þar sem hann er höndl-
aður af veruleika, sem
skiptir hann óendanlega
miklu máli eða hefur úrslita-
þýðingu fyrir líf hans. Ef trú
er skilin þessum skilningi
þá er hún grundvöllur allr-
ar menningar. Trú er það,
sem gefur sérhverri menn-
ingarlegri sköpun dýpt og
merkingu ... Trú í þrengri
merkingu orðsins ... er
ákveðin útfærsla þess, sem
hefur úrslitaþýðingu fyrir
líf okkar og tilvist.
Þar á hann við það sem við í
daglegu tali nefnum trúarbrögð,
t.d. kristna trú.
Með svo víðtækri skilgrein-
ingu trúarhugtaksins opnast
leið til þess að eygja trúarlega
tilburði, jafnvel í „veraldleg-
ustu“ athöfnum manna. Trúar-
legar bókmenntir eru þá ekki
aðeins bókmenntir, sem fjalla
um biblíulega atburði á einn eða
annan hátt eða um „trú“ fólks í
hinni þrengri merkingu. Og þá
fer líka að vandast skilgreining-
in á hugtakinu trúarleg tónlist
og hvað er nú trúarljóð í ljósi
hinnar víðtæku skilgreiningar?
Til þess að skýra lítið eitt nánar,
hvað Paul Tillich á við með trú
og ekki trú eða trúleysi er bezt
að gefa honum aftur orðið:
„Nafn þessarar óendan-
legu dýptar og þessa ómæl-
anlega grundvallar allrar
tilvistar er Guð ... Ef þú
hefur meðtekið að Guð
merkir dýpt, þá veiztu all-
nokkuð um hann. Þá getur
þú ekki kallað þig guðleys-
ingja eða trúleysingja því
að þú getur ekki hugsað eða
sagt: lífið hefur enga dýpt,
dýpsta eðli tilverunnar ei
einfaldlega yfirborðið
sjálft. Ef þú gætir tekic
undir orð eins og þessi gæt-
irðu kallað þig guðleys-
ingja, annars ekki. Sá sem
veit um dýptina veit um
Guð. “
Að bera vitni vit-
und um „dýptina“
Ef nú er aftur vikið að mynd-
list og spurt um trúarlega
myndlist, þá hlýtur það að vera
myndlist, sem ber þessari vit-
und um „dýptina" eitthvert
vitni. Og til þess þarf ekki bibl-
íulega atburði. Hitt er svo annað
mál, að sérhver trú í hinni
þrengri merkingu er svar við
hinni trúarlegu spurningu. Hin
almenna trúarlega spurning um
tilgang þjáningarinnar, um
merkingu lífsins í heild, um von
í heimi sem ofurseldur er hrörn-
un og dauða, kallar á ákveðið
svar og það svar, sem kristin
kirkja er samfélag um, er Jesús
Kristur. Þess vegna er það líka
skoðun Pauls Tillich, að hið
kristna trúarsamfélag hljóti að
meta þá list mest, sem sameinar
hvort tveggja: hina trúarlegu
vitund í breiðum skilningi og hið
kristna svar. Dæmi um það eru
mörg úr sögu listar og kirkju.
Sú vitund, sem hefur kallað
manninn til listrænna athafna
er vitund hans um forgengileika
þessa heims eða svo notuð séu
orð hins virta brezka listfræð-
ings Sir Herberts Read; listin er
„barátta fyrir tilverunni ekki
líkamlega skilið heldur and-
lega." Sú barátta er háð af öll-
um, sem í alvöru fást við list-
ræna sköpun, það gildir líka um
„veraldlega" listamenn, þ.e.a.s.
listamenn, sem hvorki notast
við biblíuleg eða trúarleg tákn á
einn eða annan hátt né telja
sjálfa sig fulltrúa ákveðinna
trúarbragða. í einveru og rökkri
leitast þeir við með listsköpun
sinni að þreifa fyrir sér í óviss-
um heimi. Það er spurningin,
sem þeim er brennandi í hjarta
en ekki svarið, það er hin trúar-
lega spurning í hinum víðtækari
skilningi. „Trúin og listin eru
tveir mikilvægustu hættir
manna á því að rísa upp gegn
fjarstæðunni og takast á við
lífsháskann." Þannig kemst Páll
Skúlason, prófessor að orði í
grein í Kirkjuritinu (2/81). En
það er kannski einmitt hér, sem
orsökina er að finna fyrir að-
skilnaði listar og kirkju snemma
á þessari öld og reyndar þegar á
19. öld. Hvorug var sannfærð
um getu og umboð hinnar til
þess að geta tekizt á við lífs-
háskann og risið gegn fjarstæð-
unni.
Kirkjan leit svo á, að lista-
maðurinn væri að vísu hæfur til
þess að sýna hinum „krossfesta"
manni verulega samstöðu og
SJÁ NÆSTU SÍÐU