Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Blaðsíða 14
Um þessar mundir er um allan heim unniö að
gagngerri endurskipulagningu í bflaiðnaöinum. Er
víst óhætt að segja, að þær breytingar gangi ekki
með öllu sársaukalaust fyrir sig. Þegar snemma á
þessu ári hafði tala alls konar samninga milli bif-
reiðaframleiðenda í mörgum þjóðlöndum um m.a.
samruna fyrirtækja í bflaiðnaðinum, nána sam-
vinnu um framleiðslu eða samstöðu um smíði
hinna ýmsu hluta til bifreiðanna komist upp í
hundrað, og er sú tala enn að hækka.
Ástæðurnar fyrir hverjum og einum samningi
geta svo sem verið afar mismunandi, en eitt sam-
eiginiegt liggur þó til grundvallar öllum þessum
samningagerðum, en það er löngun þeirra aðila,
sem samningana undirrita, að halda fyrirtækjum
sínum gangandi og ofan foldar út þennan áratug.
Þeir erfiðleikar, sem blasa við bifreiðaframleiðend-
um, og gera þeim svo erfitt fyrir að halda í horfinu,
eru hin hraðfara þróun í tækniútbúnaði bifreið-
anna, samfara stöðugt stígandi framleiðslukostn-
aði, æðisgenginni samkeppni um markaði, og að
því er varðar evrópska og bandaríska framleiðend-
ur, þá vofir sú hætta yfir þeim, að bifreiðir þeirra
verði með öllu útilokaðar frá hinum nýja ört vax-
andi markaði í þróunarlöndunum.
Mörg bflaverksmiðjan á eftir að hverfa af sjón-
arsviðinu — a.m.k. í núverandi mynd.
markaðinn af þeirri ástæðu
einni, að þeir eru ekki sam-
keppnisfærir í söluverði. Engu
að síður hafa ríkisstjórnir nokk-
urra landa hallazt að því, að
nauðsynlegt væri að koma ein-
hverju taumhaldi á Japanina.
Innflutningshömlur, sem fyrst
og fremst taka til fjölda inn-
fluttra japanskra bifreiða, hafa
enn verið hertar. Það er ekki
hvað sízt í þágu evrópska
bílaiðnaðarins, sem hömlur hafa
verið settar á innflutning jap-
anskra bifreiða. Bílaiðnaðurinn
í Evrópu er kominn í hinar
verstu kröggur; Benz og BMW
græða einir.
Snúa Japanir sér
að dýrari bflum?
Sennilegast er því, að þessi
innflutningshöft knýi Japani
núna til að snúa sér fyrir alvöru
að markaðnum fyrir hinar vönd-
uðustu gerðir bifreiða, fremur
en að halda sig áfram við þá
kaupendur, sem hafa minni
fjármagnsgetu eins og Japanir
hafa hingað til gert.
Það gefur raunar augaleið, að
ef takmarkanir eru lagðar á
fjölda innfluttra japanskra bif-
reiða, þá hljóti japanskir bif-
reiðaframieiðendur að fara að
Með sjónauk-
ann á bíla-
framleiðslu
heimsins, sem
sífellt reynir
að laga sig að
breyttum að-
stæðum, nú
með samruna
fyrirtækja og
nýrri tækni,
sem gerir bíl-
ana sparneytn
ari, öruggari
og betri farar-
tæki.
Bandaríski bílaiðnaðurinn
berst núna í bökkum eftir léleg-
asta söluár, sem gengið hefur
yfir á tuttugu og eins árs tíma-
bili. Innfluttir bílar hafa nú náð
28 hundraðshlutum af banda-
ríska bílamarkaðnum, sem inn-
lendir bílaframleiðendur sátu
hér áður fyrr nær einir að. Til-
raun bandarískra bílaframleið-
enda til gagnsóknar með sínum
eigin smábílum á markaðnum
virðist hafa komið bandarískum
bifreiðasmiðjum í alvarlegan
bobba, svo ekki sé sagt hreint út
að þessi tilraun hafi hreinlega
mistekizt í reynd.
Japanir hafa aftur á móti orð-
ið illilega fyrir barðinu á sinni
eigin velgengni í bifreiðafram-
leiðslu. A síðasta ári voru Jap-
anir orðnir heimsins stærstu
framleiðendur fólksbíla. Verk-
smiðjur þeirra með miklum og
vönduðum sjálfvirkum tækja-
búnaði, hinn ötuli japanski
vinnukraftur, og það sem mest-
an ugg vekur, hinar skjótu, há-
þróuðu tækninýjungar í jap-
önskum bifreiðum, allt þetta
sýndi öðrum bílaframleiðendum
fram á það svart á hvítu, að ef
ekki yrði brugðizt hart við þegar
í stað, myndu japanskir bílar
brátt fara með sigur af hólmi í
baráttunni við aðrar bifreiðir á
heimsmarkaðnum, á mjög svip-
aðan hátt og japanska bifhjóla-
iðnaðinum hafði þegar tekizt ár-
ið 1975 að skáka öllum öðrum
bifhjólaframleiðendum út í yztu
horn og afkima heimsmarkaðar-
ins.
Sú ásökun, að Japanir settu
upp ósýnileg höft heimafyrir
gegn erlendum bifreiðafram-
leiðendum, sem leituðust við að
ná hlutdeild í hinum girnilega
japanska markaði með um 2,9
milljónir seldra bifreiða árlega,
hefur þó við nánari athugun
ekki reynzt eiga við rök að styðj-
ast. Aðrir bifreiðaframleiðendur
komast ekki inn, á japanska
Bæði Evrópti- og Ameríkuframleiðendur hafa áhyggjur af Japönum, sem leggja aílt kapp á tæknilega fullkomnun.
Mitsubishi leggur t.d. áherzlu á forþjöppu, og hér er einn af þeim bæ: Mitsubishi Cordia, sem þykir mjög
álitlegur.
Miklu betri
bílar á döfinni
Evrópskir bflagagnrýnendur koma saman einu sinni á ári og kjósa bfl ársins. Að þessu sinni varð fyrir valinu
hinn nýi Audi 100, framúrskarandi rennilegur bfll, enda með lægsta vindstuðul, sem nokkur fólksbfli hefur, Cw
0,30. Þessi nýi Audi er fáanlegur með 5 strokka vél og beinni innspýtingu — nær 200 km hraða og eyðir frá
7,7-9,8 1 á 100 km.
14
snúa sér í æ ríkari mæli að því
að smíða bíla, sem hver um sig
gefur af sér meiri söluarð, og
standi betur af sér verðsveiflur
á erlendum mörkuðum. Það er
einmitt þessi þróun mála, sem
veldur evrópskum bílaframleið-
endum þungum áhyggjum um
þessar mundir, því þeir hafa
sjálfir í huga að bæta fjár-
hagsstöðu sinna fyrirtækja
einnig með stærri og vandaðri
gerðum af sínum bílum.
Flestar hinna stærri verk-
smiðja í Evrópu með viðamikla
fjöldaframleiðslu bifreiða tóku
hart viðbragð, þegar benzín- og
olíuverðhækkanirnar skullu ' á
1973 og síðar. Þessar verksmiðj-
ur eyddu feiknarlegum upphæð-
um í framleiðslu lítilla bíla, sem
selzt hafa í stórum stíl en gefa
verksmiðjunum hins vegar lítið
sem ekkert í aðra hönd í hinni
geipihörðu samkeppni á mark-
aðnum. Þegar auk þess eru hafð-
ar í huga hinar stöðugu, bráð-
nauðsynlegu fjárfestingar bif-
reiðaverksmiðjanna til þess að
geta talizt að fullu samkeppn-
isfærar í öllum þáttum fram-
leiðslunnar og á öllum sviðum
hinna öru tæknilegu nýjunga,
þá fer fjármagnsástandið að
taka á sig heldur skuggalega
mynd. Fram til ársins 1980 var
evrópski bílaiðnaðurinn á þrem-
ur árum kominn með skuldahala
upp á 185 milljarða ísl. króna.
Vegna þeirrar auknu áherzlu,
sem evrópskir bílaframleiðend-
ur lögðu á þessum árum á smíði
ódýrari og sparneytnari gerða
bifreiða, minnkaði samtímis
framboð þeirra á meðalstórum
og stórum bifreiðum á bifreiða-
mörkuðunum í Evrópu, sem er
um 10 milljónir nýrra bíla á ári.
Ólíkt því sem reyndin er með
litlu bílana, er verulega mikill
hagnaður við framleiðslu og
sölu stórra bifreiða, sérstaklega
þar sem mikið af aukabúnaði
þessara bíla er staðlaður. Þar
sem fastlega er búizt við, að
olíuverð haldist pokkuð stöðugt
á næstunni, binda bifreiða-
framleiðendur miklar vonir við
nýja aukningu í sölu bifreiða,
þegar markaðirnir taka að lifna
við aftur á þessu og næsta ári
eftir afturkippinn á síðustu ár-
um. Hagsýslustofnunin DRI
Evrópu hefur látið í ljós það
álit, að markaðurinn í Evrópu
gæti árið 1986 verið orðinn 1,73
milljónir bifreiða af dýrari og
vandaðri gerðum, en það eru um
það bil 16% af heildarmarkaðn-
um fyrir bifreiðir.
Vandræðin eru bara þau, að
svo virðist sem geysilegur fjöldi
bílaframleiðenda stefni beint
inn á markaðssvið það, sem hin-
ar dýrari gerðir bifreiða fylla.
Bifreiðaframleiðendur leggja
sem sagt aukna áherzlu á smíði
dýrari og vandaðri gerða á sama
tíma og obbinn af kaupendum
heldur áfram að sýna hvað
mestan áhuga á minni bílunum,
en sú tilhneiging markaðarins
kynni vel að vera til frambúðar.
90% Benz-eigenda
kaupa sér Benz aftur
Það er líklegt, að erfitt reyn-
ist fyrir þær bílaverksmiðjur
sem hingað til hafa lagt mesta
áherzlu á fjöldaframleiðslu bif-