Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Side 4
Smásaga eftir Helgu Ágústsdóttur Hann var ekki viss. Þetta gat verið ímyndun. Auk þess hafði honum aðeins runnið í brjóst og þá var hann oft svo einkenni- lega óvarinn, fyrst á eftir. Hafði hún ekki verið að tala í símann rétt áðan? Eða hafði honum ef til vill misheyrst? Það kom stundum fyrir þegar hann var þreyttur. „ ... en mér fannst nú samt best lýsingin á því hvernig eig- inmaðurinn bregst við þegar hún fer út með vinkonum sín- um.“ — „Ha? Já, já, og líka þetta með hundinn. En veistu, ég er alveg viss um að þetta er ekkert einsdæmi. Það er fullt af mönnum, sem ætlast til að kon- an beri meira að segja ábyrgð á hundinum, sem þeir voru allra æstastir í að kaupa.“ — „Nei, það hefur nú aldrei komið til tals, en það er svo margt, sem verður að hundi með árunum." Hann hrökk við og blaðið HLEKKIR rann niður á gólfið. Hann hafði ekki heyrt hana hlæja svona lengi. „ ... nei, ég veit það ekki, en það mætti segja mér að hann hafi nú ekki verið neitt sérstak- lega hrifinn.“ — „Ha? Þú mein- ar það já. Já, ég býst við því, enda er náttúrulega alveg ljóst að hún er dálítið sérstök." — „Nei, ekki beint skrítin, en óvenjuleg; eins og hún hugsi einhvern veginn öðru vísi. En það væri ábyggilega margt breytt ef fólk hefði farið að skrifa svona fyrr.“ — „Rauð- sokka? Þú veist nú að ég þoli þær ekki. Þær eru einhvern veg- inn svo grimmar. Já, það er ein- mitt orðið, grimmar." — „Nei, heyrðu nú verðum við að hætta. Það bullsýður allt á eldavélinni og ég er viss um að hann fer að komast til meðvitundar, þarna í sófanum." — „Láttu ekki svona. Auðvitað má ég tala í símann, ég þarf bara að halda áfram með matinn." — „Já, já, ef ég kemst. Hann sagðist kannski verða á fundi svo ég veit ekki.“ — „Jú, ég reyni eins og ég get.“ — „Já, jú sömuleiðis. Bless." Hann var glaðvaknaður. Það var þá hún, sem var að lesa þessa bók. Það hefði honum aldrei dottið í hug. Hún hafði sagt að barnapían hefði gleymt henni á laugardaginn. Hann mundi þetta alveg. „Hvað, eru nú rauðsokkabók- menntir, fyrirgefðu, kvenna- bókmenntir farnar að flæða yfir þetta heimili? Má ég frábiðja mér þennan ófögnuð," hafði hann sagt. Og hún hafði svarað því til að Jóna hefði gleymt henni. Hann hafði ekki leitt hugann neitt frekar að þessu. Og bókin var ekki sjáanleg lengur. Samt rámaði hann óljóst í einhverja óþægilega tilfinningu við að horfa á bókina. Kápuskreyting- in var ein þessara grófu teikn- inga, sem virtust allsráðandi núorðið. Kona hlekkjuð á hönd- um og fótum við eldavél, með höfuðið skorðað ofan í gólffötu. Ljót og andstyggileg mynd. Skrumskæling af stöðu húsmóð- urinnar. — Já, skrumskæling hafði hann sagt. Hún sagðist geta samþykkt að hún hefði séð fallegri myndir; svo hafði það ekki verið meira. Og bókin hvarf. En hún var víst ekki alveg eins horfin og hann hélt. Af hverju sagði hún að Jóna ætti hana? Var hún farin að ljúga að honum eftir margra ára farsælt hjónaband? Hann minntist þess, að hafa einhvern tíma sagt henni, að fátt ætti hann erfið- ara með að fyrirgefa en lygi. Lygin væri nefnilega ekki ein- föld ósannindi, eins og flestir virtust halda, heldur flókið og stórhættulegt fyrirbæri. Lygin væri veikleikamerki á hverju sambandi lifandi fólks og þegar hún væri farin að skjóta rótum, væru komnir alvarlegir brestir. — Hann hafði sagt eitthvað fleira, sem hann mundi ekki lengur, en hann mundi enn stoltið, sem lýsti upp andlit hennar meðan hún hlustaði á hann, og hann vissi að nú hafði honum tekist vel upp; sagt mik- inn sannleik meitluðum orðum. Og svona hafði það oftast ver- ið. Hann var maður skýrrar hugsunar og góðrar tjáningar og oft hafði hann hjálpað henni til að sjá hlutina í réttu ljósi, þegar tilfinningarnar ætluðu að hlaupa með hana í gönur. Hún hafði líka yfirleitt séð það eft- irá, að hann hafði á réttu að standa. Og þeim hafði liðið vel. Hann hafði stýrt fjárhag heim- ilisins af skynsemi og festu. Þeirra sameiginlega velferð stóð traustum fótum í raunveruleik- anum; raunveruleika, sem átti reyndar í vök að verjast á þess- um sviptingatímum í þjóðfélag- inu, þegar skilnaðir voru að verða daglegt brauð og konur geystust út á vinnumarkaðinn, hvort sem þær voru með börn eða ekki. En það var sem sagt þetta með bókina. Gat það verið, að hún, konan hans, væri að lesa svona bækur á bak við hann? Hvað í ósköpunum hafði hún í þær að sækja? Ekki var hún ein af þessum misheppnuðu, frá- skildu konum, sem hvorki hélst á manni eða heimili og urðu ein- hvers staðar að fá útrás. Oft hafði hann rætt við hana orsak- ir þess að konur skrifuðu bækur af þessu tagi. Útlistað fyrir henni þá ófullnægju, sem að baki lægi, vonbrigðin, sem þær væru að reyna að sigrast á, því þær hefðu brugðist hlutverki sínu í lífinu; bælda þrá þeirra eftir karlmanni, sem tæki þær 4 Mynd: Valgerður Bergsdóttir að sér, væri þeim stoð og stytta. Hún hafði raunar spurt hann einhvern tíma, hvort hann þekkti nokkuð til þessara nýju kvenrithöfunda. Og þá hafði hann sagt henni frá Villu. Það blekkti hann ekki hætis hót þó gagnrýnendur kepptust við að hlaða á hana lofi og kalla hana efnilegan höfund; raunsæjan með lipran stíl, og hvað það nú hét allt hjá þeim. Hann þekkti Kjartan, mann- inn hennar fyrrverandi. Mikill ágætismaður Kjartan. Þeir höfðu verið saman í nefnd, hérna um árið. — Og svo dreifði Villa því út um allt að hún hefði skilið við hann. Best gæti hann trúað að því væri öfugt farið; Kjartan hefði óskað eftir skiln- aðinum. Og þætti engum mikið, sem þekkti Villu. Alltaf með einhverjar grillur í kollinum, þjótandi á fundi og námskeið í það óendanlega; aldrei heima nema á kvöldin og yfir blánótt- ina. Og svo vogaði hún sér að segja að Kjartan væri illa drykkfelldur. Það væri ástæðan fyrir skilnaðinum. — Nei, hann hafði sagt henni, að Villa væri gangandi dæmi um konu, sem hefði brugðist skyldu sinni sem eiginkona og móðir. Þessi sögu- burður um Kjartan bætti ein- ungis gráu ofan á svart. Hún hafði hlustað á hann þegjandi, eitthvað svo skrítin í augunum. Honum hafði jafnvel fundist að hún ætlaði að segja eitthvað, en hætt við. Síðan hafði hvorki verið minnst á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.