Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Síða 4
Svend-Aage Malmberg haffræðingur Ondvegissúlur Ingólfs „Þá er Ingólfur sá ísland, skaut hann fyrir borð öndvegissúlum sínum til heilla, hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar komi á land. Ingólfur tók þar land er nú heitir Ingólfshöfði ... “ (Landnámabók) Samkvæmt Ara fróða var þessi atburður árið 870 en 874 samkvæmt Landnámabók. (Jakob Benediktsson i Saga íslands) Fóstbræðurnir Ing- ólfur og Hjörleifur Allir íslendingar kunna sög- una af fyrsta landnámsmannin- um, Ingólfi og fóstbróður hans Hjörleifi, sem voru gerðir út- lægir úr Pirðafylki vegna víga- ferla. íslandssaga eftir Þórleif Bjarnason, fyrra hefti (Ríkis- útgáfa námsbóka) segir þannig frá þeim fóstbræðrum með beinni tiivitnun í sígildan barnalærdóminn: „Vestur í hafi var nýlega fundið land, sem þeir fóstbræð- ur höfðu heyrt talað um. Lék þeim forvitni á að kynnast því. Þeir fóru eins konar rannsókna- för og voru hér einn vetur. Þeim leist vel á landið og ákváðu að flytjast hingað. Næsta vor sigldu þeir fóst- bræður með fjölskyldur sínar, búslóð og eitthvað af kvikfénaði til íslands. Þeir fylgdust að, þar til þeir höfðu landsýn. Þá skildi leiðir þeirra. Ingólfur skaut fyrir borð öndvegissúlum sínum, en svo voru þær stoðir kallaðar, er stóðu báðum megin við há- sæti húsbóndans í skála hans. Ingólfur hét því að hann skyldi búa þar, sem guðirnir létu súlur hans bera að landi. Hjörleifur hafði ekki trúnað á þeim. Ingólfur kom að landi undir Ingólfshöfða, en Hjörleifur nokkuð vestar, undir Hjörleifs- höfða. Ingólfur lét þræla sína leita öndvegissúlna sinna vestur með landi. Fundu þeir þá Hjörleif dauðan, en fólk hans allt var horfið. Þegar Ingólfur sá fóstbróður sinn fallinn, sagði hann: Lítið lagðist hér fyrir góðan dreng, og sé ég svo hverjum verða er eigi vill blóta. Á þriðja sumri fundu þrælar Ingólfs öndvegissúlur hans í vík einni á norðanverðu Seltjarn- arnesi. Þar reisti Ingólfur sér bæ og nefndi staðinn Reykja- vík.“ Lýkur hér beinni tilvitnun í íslandssögu Þórleifs Bjarnason- ar. Úrfellingar eru frá höfundi þessa máls og til þess gerðar að leggja áherslu á efnismeðferð sögunnar, sem fjallar um landa- leit og landkönnun, guði og trúnað. Þannig fer hið ræða eða það sem hönd á festir og það óræða en þó meðvitaða saman í boðskap sögunnar. Náttúrunöfn og goðsagnir Skemmtilegt er það í sögu Þórleifs að umtal og forvitni ræður ferðum þeirra fóstbræðra út á hafið, þeir fara í rannsókn- arför eins og landkönnuðir, þótt ill örlög séu á undan gengin eða landflótti. Þetta er saga land- könnuða og landnema fyrr og síðar, landnema, sem verður misjafnlega vel ágengt eftir upplagi eða „trúnaði á gúðina". Og hvort sem einstök atriði sög- unnar eru sönn eða skálduð, þá er talið víst, að miklir þjóðflutn- ingar voru hingað út til íslands um 900 árum frá upphafi tíma- tals kristinna manna. í landnáminu hafa kennileiti landsins hlotið sín örnefni við eldskírn landnámsmanna, eins og t.d. höfðarnir tveir — tví- höfðarnir eða dímonarnir — Ingólfur og Hjörleifur. Dímon eins og Stóri- og Litli-Dímon í Rangárvallasýslu og samnefnd- ar eyjar í Færeyjum kann að merkja tvífjöll, en einnig hefur verið bent á Demón (t.d. Willi- am Heinesen í Vonin blíð), sem er vera „ekki af þessum heimi". Hér er því orðaleikur fólginn í málsmeðferð, því tvíhöfðarnir (þursar) minna á demóna. Sæfarar fyrir sendnum og hafnlausum ströndum Suður- lands hafa vafalaust löngum lit- ið á höfðana tvo, Ingólf og Hjörleif, sem eins konar tvífjöll, og. söguritunin gerði þá að vísu ekki að tvíburum heldur fóst- bræðrum. Þessir tveir höfðar eru sem bræður þegar komið er af hafi, bræður ólíkir að gerð, en líkir að kostum, áningastaðir og kennileyti eða mið í landi. Þegar hér er komið sögu virð- ist ekki lengur unnt að treysta blint á einfaldan barnalærdóm- inn þótt góður sé, né heldur á hefðbundna fullorðinsmenntun, sem er mest stjórnmálasaga. Við tekur hugur og heimur fjöl- menntaðra og trúaðra manna eins og þeir eru t.d. Þórhallur Vilmundarson, prófessor og Fróðleg tilraun var gerð á 1100 ára afmæli íslands byggðar árið 1974: samtals var 110 „öndvegissúlum<á varpað í hafið á 11 stöðum og síðan athugað hvar þær rak Einar Pálsson, skólastjóri. Fræði þeirra eru þekkt sem náttúrunafnakenningin og goðsagnakenningin. Það er ekki á færi höfundar þessa máls að fjalla um þessar kenningar nema af tilfinningu, þessar e.t.v. ólíku kenningar með „tilviljun- arkenndum" náttúrunöfnum annars vegar og „þrautskipu- lögðum" goðsögunöfnum og háttum hins vegar, kenningar, sem eiga þó það sameiginlegt, að þær vekja til nýrrar hugsunar. Sá tími kemur væntanlega, að þessi fræði verða hluti barna- lærdómsins á íslandi. Þá læra börnin ekki aðeins söguna blint utanbókar, heldur leggja þau út af efninu og læra að skilja, að náttúra og saga eru „fóstsystur" eins og Ingólfur og Hjörleifur eru fóstbræður. Bræðurnir hafa reynst vera fastir fyrir og lítt rásgjarnir, en systurnar eru feg- urri og næmari en þeir. í hug- arheimi náttúru og goða tengist sagan svo aftur hinum ýmsu þáttum eins og sköpun heims og þróun lífs, lífsháttum, listum, menntum, stjórnmálum og dag- legu brauði fólksins í náttúru- legu og kviku umhverfi, allt treyst athugunum hugar og handa eða hugvísinda og raun- vísinda. Straumar og sögur Ingólfur var í sögunum ekki einn um að láta goðin ráða sér heilla í nýju landi. Könnun á náttúru landsins og eðli hefur fylgt landnáminu hér úti bæði til sjávar og sveita. íslenskir náttúrufræðingar gera sér líka far um að vitna í sögulegar heimildir í ritum sín- um áður en lengra er haldið. í bók sinni „Hafið" (1961) hef- ur Unnsteinn Stefánsson, pró- fessor, mál sitt um hafið um- hverfis ísland með frásögninni um Ingólf og súlur hans og aðra landnámsmenn, sem fóru líkt að. Unnsteini þykir athyglis- vert, að aðrir landnámsmenn, sem fylgja dæmi Ingólfs, leituðu ávallt öndvegissúlnanna í sömu átt og hann gerði, þ.e. vestur með landi, og telur Unnsteinn það benda til þess að þeir hafi Staðir þar sem súlum var skotið fyrir borð í vorleiðangri á r.s. Bjarna Sæmundssyni 1974 og áætlað rek þeirra sem fundust aftur. Hafís við Suður- og Vesturland árið 1695. Hafísinn lá einnig fyrir öllu Norður- og Austurlandi. (Þórhallur Vilmundarson, Hafísinn 1969).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.